Morgunblaðið - 14.01.2001, Page 64

Morgunblaðið - 14.01.2001, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. NÆSTKOMANDI þriðjudag, 16. janúar, verða liðin 10 ár frá því að nefnd sem unnið hefur að nýrri þýðingu á Gamla testamentinu hóf störf. Á þessum 10 árum hefur nefndin haldið 453 formlega fundi. Að sögn séra Sigurðar Pálssonar, eins nefndarmanna, er vinnan á lokastigi. Stefnt sé að því að nefnd- in ljúki störfum á þessu ári. „Á þessum tíu árum hefur einn maður verið í fullu starfi við þýð- ingar. Síðan hafa aðrir þýðendur komið að með afmörkuð verkefni. Hlutverk þýðingarnefndarinnar er að fara yfir þýðingu þessara þýð- enda og bera hana saman við ann- ars vegar íslenska biblíuhefð og hins vegar við hebreska textann og vandaðar erlendar þýðingar. Nefndin hefur hist vikulega í þessi 10 ár,“ sagði Sigurður en 453. fund- urinn var í gær. Sigurður sagði að einstakir kafl- ar nýju þýðingarinnar hefðu verið gefnir út í kynningarskyni jafnóð- um og þeir hefðu verið tilbúnir. Til- gangurinn væri að fá athugasemdir frá almenningi og fræðimönnum. Eftir væri að fara yfir þessar at- hugasemdir og taka afstöðu til þeirra. Í framhaldi af því yrði geng- ið frá textanum til endanlegrar út- gáfu. Sá texti Gamla testamentisins sem stuðst er við er frá árinu 1908. Sigurður sagði að frá þeim tíma hefði íslensk tunga tekið breyting- um. Sömuleiðis hefði texta- og forn- leifarannsóknum fleygt fram, sem hefði varpað nýju ljósi á ýmislegt sem áður var óljóst. Sigurður sagði að þýtt væri úr upprunalega texta Gamla testa- mentisins sem er á hebresku. Einn- ig væru hafðar til hliðsjónar gamlar grískar, latneskar og sýrlenskar þýðingar í þeim tilvikum þar sem hebreski textinn væri óljós. Auk séra Sigurðar Pálssonar sitja í nefndinni Guðrún Kvaran, prófessor og forstöðumaður Orða- bókar Háskólans, sem er formaður, dr. Gunnlaugur Jónsson, prófessor í guðfræði, og prestarnir séra Árni Bergur Sigurbjörnsson og séra Gunnar Kristjánsson. Sigurður Örn Steingrímsson hefur unnið að þýðingunni í fullu starfi en Jón Gunnarsson lektor og Þórir Kr. Þórðarson heitinn hafa einnig kom- ið við sögu. Tíu ára vinnu við þýðingu á Gamla testamentinu að ljúka Hafa haldið 453 fundi á 10 árum skrá í Noregi og Danmörku og lagt til að Krabbameinsfélag Íslands verði íslenskur samstarfsaðili. Dr. Sveinn Guðmundsson, forstöðu- læknir Blóðbankans, tjáði Morgun- blaðinu að hugmyndin væri að koma upp skrá 2.500 beinmergsgjafa á næstu árum og mætti þá búast við að leita mætti eftir beinmerg hjá einum til fimm Íslendingum á ári hverju. Í ráði er að hefja skráningu íslenskra beinmergsgjafa með vorinu. „Íslendingar hafa verið þiggjend- ur á beinmerg hjá alþjóðlegum bein- mergsgjafaskrám en hafa ekki haft möguleika á því að gefa sjálfir bein- merg. Ég tel að nú sé mál til komið að við leggjum fram skerf okkar í þessu sambandi í hlutfalli við mann- fjölda okkar,“ segir Sveinn. Bein- mergur er m.a. notaður til að með- höndla hvítblæði og aðrar tegundir krabbameina. SKRÁ yfir íslenska beinmergsgjafa er nú í undirbúningi og hefur Blóð- bankinn haft forgöngu um að leita eftir samstarfi við beinmergsgjafa- Málið hefur verið undirbúið í tvö ár og hefur Blóðbankinn verið í sam- starfi við Torstein Egeland, yfir- lækni norsku beinmergsgjafaskrár- innar. Hugmyndin er að safna árlega næstu 5 ár 300–500 sjálfboðaliðum. Beinmergsgjafaskrár eru starf- ræktar víða um heim og eru milli 6 og 7 milljónir manna skráðir í slíkar skrár. Hafa sjálfboðaliðar skránna veitt heimild til nákvæmrar vefja- flokkunar á blóðsýni. Komi fram sjúklingur sem þarf stofnfrumugjafa með tiltekinn vefjaflokk er leitað í skránum og haft samband við þann sem hæfir best viðkomandi sjúklingi. Standist merggjafinn frekari rann- sóknir er stofnfrumum safnað ýmist úr beinmerg með endurteknum ástungum úr mjaðmarkambi eða með gjöf vaxtarþátta og blóðsöfnun en síðarnefnda aðferðin hefur rutt sér æ meira til rúms á síðustu árum. Sveinn segir að öryggi beinmergs- gjafa sé látið sitja í fyrirrúmi jafn- framt öryggi mergþegans. Strangar kröfur Sveinn segir strangar kröfur gerðar til aðferða við vefjaflokkanir beinmergsgjafa og beinmergsþega og þurfi þeir sem sjá um skrár bein- mergsgjafa að standast kröfur. Grunnþjálfun starfsmanna blóð- tökudeildar er þegar hafin til að hefja megi skráningu sjálfboðaliða með vorinu. Verður þá jafnframt hægt að hefja vefjaflokkanir sjálf- boðaliðanna. Í ráði er að fá Krabbameinsfélag Íslands til samstarfs vegna kynning- ar- og fræðslustarfs. Sigurður Björnsson, formaður félagsins, segir að einnig komi til greina að skráin verði rekin í tengslum við Krabba- meinsskrána. Blóðbankinn undirbýr skráningu á íslenskum beinmergsgjöfum Stefnt að 2.500 manna skrá á næstu fimm árum RÖSKLEGA 780 fjölmiðlamenn komu á vegum Flugleiða til Íslands á síðasta ári til þess að fjalla um Ísland og íslensk málefni. Flestir komu frá Bretlandi, á fjórða hundrað talsins. Á undanförnum átta árum hefur fjöldi ferðamanna til landsins tvö- faldast og fór yfir 300 þúsund á síð- asta ári. Þessi fjölgun er mun meiri en í nágrannalöndum og helst í hend- ur við markaðsstefnu Flugleiða á undanförnum árum en félagið hefur jafnt og þétt aukið tíðni ferða til og frá landinu svo og kynningar- og sölustarf erlendis. Síðustu sex árum hefur farþegum fjölgað um 70%. Samkvæmt upplýsingum frá Flugleiðum ver fyrirtækið hundruð- um milljóna króna árlega í kynningu á Íslandi erlendis. Um er að ræða beinar auglýsingar í fjölmiðlum á helstu markaðssvæðum félagsins, útgáfu kynningarefnis, þátttöku í sölusýningum og fleira. Að mati stjórnenda fyrirtækisins hefur það einnig gefið góða raun að hafa sam- band við áhrifamikla fjölmiðla og bjóða starfsmönnum þeirra til Ís- lands, skipuleggja fyrir þá dagskrá og aðstoða með öðrum hætti. Í flest- um tilfellum fjalli þeir á jákvæðan hátt um það sem þeir upplifa hér á landi; landið og þjóðin sjái til þess. Á árinu 2000 komu með þessum hætti um 320 fjölmiðlamenn á vegum Flugleiða í Bretlandi, 110 frá Banda- ríkjunum, 140 frá Norðurlöndunum, um 90 frá Frakklandi, 80 frá Þýska- landi og um 40 frá Hollandi svo dæmi sé tekið. Fólkið var fulltrúi margs- konar fjölmiðla – sjónvarps, dag- blaða og sérrita. Markaðsstarf Flugleiða á síðasta ári Um 780 fjölmiðla- menn komu til landsins AFAR sérstæð kvikindi sáust á ferli við Kringluna í gærmorgun, þar sem þau fóru mikinn við gleði og söng. Við nánari athugun reyndust þetta vera útskriftarnemar úr Flensborgarskóla í Hafnarfirði, önnum kafnir við dimmiteringu eft- ir að lokapróf höfðu dregist í kjöl- far kennaraverkfalls. Nemendurnir útskrifast 10. febrúar nk. en í gær byrjaði fjörið klukkan sjö og lauk með borðhaldi um kvöldið. Síðbúin dimmitering Flensborgara Morgunblaðið/Rax

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.