Morgunblaðið - 20.01.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.01.2001, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ TILLAGA borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um sér- staka stjórn um rekstur Elliðaánna var lögð fyrir borgarstjórn í fyrrakvöld, þar sem henni var vísað frá með þeirri röksemd að það hefði verið búið að ganga frá því fyrr á fundinum, að árnar skyldu settar undir umhverf- is- og heilbrigðisnefnd. Guð- laugur Þór Þórðarson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, kann- ast ekki við að svo hafi verið gert. Í frávísunartillögu Reykja- víkurlistans segir: „Fyrr á fundinum var til umræðu niðurstaða starfs- hóps um málefni lax- og sil- ungsvatnasvæða í borgar- landinu sem samþykkt var í borgarráði 16. janúar síðast- liðinn. Þar var samþykkt að fela umhverfisnefnd forræði í málefnum allra vatnasvæð- anna, í því skyni að einfalda og efla stjórnskipan mála- flokksins. Borgarstjórn hefur því þegar á þessum fundi ákveðið hvernig farið skuli með málefni Elliðaánna. Til- lagan er því óþörf og er vísað frá.“ Tóm þvæla Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að þetta væri einfaldlega tóm þvæla. „Rök meirihlutans eru þau, að við höfum verið að samþykkja þessi drög um laxa- og silungaár í Reykja- vík og þar komi fram, að El- liðaárnar séu undir umhverf- is- og heilbrigðisnefnd. Það hefur enginn skilið það þann- ig, með því að lesa plaggið fram til þessa, og ef einhver getur það núna væri æski- legt að viðkomandi gæfi sig fram. Maður hefur bæði heyrt það og séð oft, að R- listinn hefur ekki alltaf staðið við loforð sín, og við þekkjum ábyrgðarfælni forystumanna R-listans, en það að hlaupa frá sínum eigin tillögum með þessum hætti, nokkrum dög- um eftir að þær koma fram, held ég að hljóti að vera al- gjört einsdæmi.“ Umrædd tillaga borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins var á þessa leið: „Borgarstjórn samþykkir að skipa sérstaka stjórn til að sjá um málefni Elliðaánna og nánasta umhverfis. Stjórnin verði þriggja manna og skipuð af borgarráði. Til að undirbúa stofnun slíkrar stjórnar samþykkir borgar- stjórn að fela borgarráði að skipa undirbúningshóp skip- aðan fulltrúa meirihluta og fulltrúa minnihluta ásamt borgarlögmanni. Undirbún- ingshópurinn skili tillögum, sem feli í sér samþykktir og verkefnalýsingu fyrir vænt- anlega stjórn og aðrar nauð- synlegar ráðstafanir til borg- arráðs fyrir lok febrúar 2001.“ Og í greinargerð, sem henni fylgdi, segir: „Forræði Elliðaánna er nú á höndum Orkuveitu Reykja- víkur, áður Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Það fyrirkomu- lag hefur verið við lýði frá 1924. Slíkt fyrirkomulag var barn síns tíma. Miklu eðli- legra er að rekstur og um- sjón Elliðaánna og nánasta umhverfis verði í höndum sjálfstæðrar stjórnar, þar sem hætta er á að hagsmunir rekist á þegar aðili, sem hef- ur með höndum orkuvinnslu í ánum, á jafnframt að hafa yf- irumsjón með þeim og semja um veiðiréttindi. Sérstaklega þarf að skoða nánasta umhverfi ánna, um- gengni og yfirráð. Forræði Elliðaárdalsins er á höndum umhverfis- og heil- brigðisnefndar og engar meiriháttar breytingar má gera í dalnum nema með samþykki borgarstjórnar. Reykjavík hefur þá sér- stöðu meðal borga að hér eru lifandi laxveiðiár. Slíkt er ómetanlegt fyrir borgina og ímynd hennar. Elliðaárnar eru verðmætustu árnar, náttúruperla í miðri borg. Á undanförnum árum hefur laxveiði minnkað mjög í Elliðaám og árin 1998 og 1999 var langminnsta veiði í sögunni. Árið 2000 var ívið betra, þó að það væri langt undir meðallagi. Hafa ber í huga að árið 1999 hófust seiðasleppingar aftur, þannig að áhrifa gætti í fyrra, en ár- in þar á undan, 1998 og 1999, kom í ljós raunverulegt ástand náttúrulega stofnsins. Þetta ásamt öðrum vísbend- ingum bendir til að laxveiði- stofninn í ánum sé í hættu. Uppbygging ánna verður að vera forgangsverkefni hjá borgaryfirvöldum. Nauðsyn- legt er að forræði ánna og nánasta umhverfis verði á hendi eins aðila. Aðila, sem samið getur til langs tíma við Stangveiðifélag Reykjavíkur um afnot af ánni og Orku- veitu Reykjavíkur um hvort og í hve miklum mæli verði staðið að orkuvinnslu í ánum, svo að dæmi séu tekin.“ Erfitt að finna skýringar á þessari hegðun Guðlaugur Þór var harð- orður í garð meirihlutans vegna frávísunarinnar. „Það verður nú að segjast eins og er, að það er fátt sem kemur manni á óvart þegar stjórnlist R-listans er annars vegar, en þeim tókst nú eig- inlega að toppa sjálfa sig hér,“ sagði hann. „Því að það kemur mjög skýrt fram í nið- urstöðum starfshópsins um laxa- og silungaárnar, hvern- ig á að haga þessum málum. Við tókum oft umræðu um þetta innan hópsins og höf- um tekið umræðu um þetta innan borgarstjórnar, eins og raunar kemur skýrt fram í orðum formanns umhverfis- og heilbrigðisnefndar, Hrannars B. Arnarssonar, í útskrift úr ræðu hans frá 4. janúar síðastliðnum, að skiln- ingur okkar var eðli málsins samkvæmt í samræmi við drögin. Þar segir Hrannar: „En visslega greinir okkur á þegar meirihluti hópsins leggur til annars vegar að Elliðaánum verði stjórnað með svipuðum hætti og verið hefur, þ.e.a.s., þær verði áfram í góðum höndum Orkuveitunnar, að hún fari með það forræði sem hún hefur haft á undanförnum áratugum. Bæði hefur byggst þar upp mikil og góð þekking á ánni og sömuleiðis hefur verið vel á þeim málum haldið. Hinsvegar eins og kemur fram í bókun Guð- laugs Þórs þá leggur hann til að það verði skipuð sérstök stjórn utan um ána. Ég sé í sjálfu sér ekki rökin fyrir því.“ Meirihlutinn vildi og færði rök fyrir því að Elliðaárnar ættu að vera áfram hjá Orkuveitunni; við færðum rök fyrir því að svo ætti ekki að vera, og þess vegna lögð- um við fram þessa tillögu núna, um sérstaka stjórn um rekstur Elliðaánna. Það er náttúrulega ótrúlegt að horfa á þessa sjálfsafneitun hjá R- listanum, að menn skuli voga sér að halda því fram að svart sé hvítt. Það liggur al- veg fyrir, að meirihlutinn hefur haft þessa skoðun á málum Elliðaánna, að þær eigi að vera í umsjá Orku- veitunnar. Þessi hegðun er þess eðlis að það er mjög erf- itt að finna skýringar á henni, í það minnsta út frá hefðbundnum stjórnmála- skýringum,“ sagði Guðlaugur Þór. Borgarmeirihlutinn felldi tillögu minnihlutans um sérstaka stjórn um rekstur Elliðaánna Deilt um hvort árnar séu í umsjá Orkuveitu Reykjavík BÆJARYFIRVÖLD í Mos- fellsbæ hafa gert samning við Íslenska aðalverktaka hf. um að hefja á þessu ári fram- kvæmdir við nýja vegteng- ingu bæjarins við Vestur- landsveg. Um er að ræða framlengingu Baugshlíðar, sem er stofnbraut á vestur- svæði bæjarins og er ráðgert að ljúka framkvæmdunum vorið 2002. Samkvæmt samn- ingnum verður einnig ráðist í uppbyggingu íbúðabyggðar í Skála-, Klappar- og Lækjar- hlíð og að hluta til á Blika- staðalandinu, en samkvæmt aðalskipulagi er gert ráð fyrir 3.000 manna byggð þar á um 180 hektara svæði. Jóhann Sigurjónsson, bæj- arstjóri í Mosfellsbæ, sagði að samningurinn væri nokkuð sérstakur að því leyti til að kostnaður vegna stofnbraut- arinnar yrði greiddur með gatnagerðargjöldum af þeim íbúðum sem byggðar yrðu á svæðinu. Kostnaður vegna framkvæmdanna er metinn á um 79 milljónir króna og er það fast verð óháð magn- og verðlagsbreytingum á fram- kvæmdatímanum. Stofnbrautin greidd með gatnagerðargjöldum „Ekki er gert ráð fyrir að til komi neinar peningagreiðslur milli samningsaðila heldur vinnur ÍAV hf. þetta verk og kostar,“ segir í greinargerð Jóhanns með samningnum. „Verkið er fullnustað með gatnagerðargjöldum, sem koma af nærliggjandi svæð- um, þ.e. gatnagerðargjöldum af Lækjarhlíð 2, 4 og 6, 20% gatnagerðargjalda af Skála- og Klapparhlíð og 20% gatna- gerðargjalda af 101 íbúð á Blikastaðalandi. Samkvæmt eldri samningum gengu gatnagerðargjöld eingöngu til að mæta kostnaði af gatna- gerð á byggingarsvæðum.“ Gatnagerðargjöldin munu þar með standa undir fram- kvæmdum við 2. og 3. áfanga Baugshlíðar og eftir að þeim lýkur mun vegurinn tengja vestursvæðið við Vesturlands- veg sunnan Skálatúns. Jóhann sagði að með tilkomu stofn- brautarinnar myndi álag á innanbæjargatnakerfið vegna efnisflutninga minnka og að- gengi íbúa á vestursvæðinu batna til muna. Í greinargerð- inni segir að með samningnum hafi tekist að fjármagna lagn- ingu Baugshlíðar án fjárútláta fyrir bæjarfélagið. Bæjar- félagið muni því ekki bera neinn fjármagnskostnað af framkvæmdinni og áhættan af henni sé alfarið hjá ÍAV. Með því að hefja strax framkvæmdir við stofnbraut- ina getur ÍAV hafið uppbygg- ingu íbúða í Klappar- og Skálahlíð á þessu ári, í stað þess að þurfa að bíða fram á það næsta. Þegar búið verður að samþykkja deiliskipulag fyrir Blikastaðalandið, sem verður líklega á næsta ári, getur ÍAV hafið uppbyggingu þar. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvar byggt verður fyrst en það verður væntanlega gert á svæðinu næst Baugs- hlíðinni. Áætlaður fram- kvæmdartími vegna bygging- ar 101 íbúðar á því svæði er 3 ár. Auk þess að byggja upp á Blikastaðalandinu og við Skála- og Klapparhlíð munu ÍAV taka að sér uppbyggingu á þjónustulóðum við Lækjar- hlíð 2 og 4 og byggingu á íbúð- um og þjónustumiðstöð fyrir íbúa 60 ára og eldri á lóðinni Lækjarhlíð 6. Að sögn Jóhanns tryggir samningurinn að uppbygging ÍAV hf. til næstu 5 ára verður í samræmi við þriggja ára áætl- un bæjarins auk þess að skapa svigrúm til frekari uppbygg- ingar á tímabilinu. Samning- urinn mun þar af leiðandi ekki kalla á fjárfestingar í leik- og grunnskólum umfram það sem áætlanir gera ráð fyrir. Ný vegtenging bæjarins við Vesturlandsveg Mosfellsbær Samið við Íslenska aðalverktaka hf. um að hefja uppbyggingu á vestursvæði Mosfellsbæjar þar sem verður 3.000 manna byggð                                                            KYLFINGURINN Ottó Sig- urðsson var fyrir skemmstu valinn íþróttamaður ársins 2000 í Garðabæ. Í frétta- tilkynningu um atburðinn segir, að Ottó hafi æft hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar síðastliðin 7 ár og náð glæsilegum árangri. Í fyrra hafi Ottó orðið í 6. sæti í meistaraflokki á Íslands- mótinu í golfi og sett vall- armet fyrsta daginn. Enn fremur segir að Ottó sé með fast sæti í landsliðinu og jafnframt yngsti félagi þar. Í Toyota-mótaröðinni hafi hann lent í 4. sæti, á Sýn- armótinu á Írlandi í 1. sæti og orðið klúbbmeistari GKG. Þá hafi Ottó auk þess sett vallarmet hjá Golfklúbbi Ak- ureyrar (67 högg (-4)), Golf- klúbbi Hveragerðis (62 högg (-10)) og Golfklúbbi Kópa- vogs-Garðabæjar (71 högg (-1)). Ottó æfir golf af mikl- um áhuga og stefnir að Ís- landsmeistaratitli árið 2001. Hann ætlar í háskóla í Bandaríkjunum næsta haust og stefnir á að gerast at- vinnumaður í íþróttinni. Ottó hefur einnig leikið með flokkum Stjörnunnar gegn- um tíðina og þykir vel lið- tækur bæði í knattspyrnu og handknattleik og hefur orðið Íslandsmeistari með flokkum Stjörnunnar í knattíþróttum. Kylfingur valinn íþróttamaður ársins í Garðabæ Garðabær Ottó Sigurðsson er íþróttamaður ársins 2000 í Garðabæ. BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar mælir með því við bæjar- stjórn að gert verði nýtt hringtorg á gatnamótum Strandgötu og Fornubúða en að sögn Kristins Ó. Magn- ússonar bæjarverkfræðings anna gatnamótin ekki um- ferðinni um þau og myndast oft langar biðraðir. Bæjar- stjórn mun taka ákvörðun um málið á fundi sínum í næstu viku. Kristinn sagði að skoðaðar hefðu verið nokkrar lausnir til þess að leysa umferðar- hnútinn sem myndaðist við gatnamótin og niðurstaðan hefði verið sú að skynsamleg- ast væri að gera hringtorg þar. Hann sagði að ef gert yrði hringtorg myndu gatnamótin færast aðeins frá byggðinni og því myndi hljóðvist batna. Hann sagðist vonast til þess að framkvæmdir myndu hefj- ast í sumar en gera má ráð fyrir að kostnaðurinn verði rúmlega 30 milljónir króna. Nýtt hringtorg á Strandgötu Hafnarfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.