Morgunblaðið - 20.01.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.01.2001, Blaðsíða 27
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 27 TILLAGA um að vítamínbæta sæt- indi hefur vakið takmarkaða hrifn- ingu næringarfræðinga. Hjá Evrópusambandinu liggur nú fyrir tillaga um að bæta fjör- og steinefnum í sælgæti. Sú tillaga hef- ur mætt harðri gagnrýni hjá dönsku neytendasamtökunum og Matvæla- eftirlitinu sem telja að það kunni að leiða til næringarskorts og/eða eitr- unar hjá börnum og unglingum og ýta undir neyslu óhollrar fæðu. Tillagan sem framkvæmdastjórn ESB hefur lagt fram gerir ráð fyrir því að bæta megi vítamínum og steinefnum í nánast hvaða matarteg- undir sem er. Mjólk, ostur og hveiti megi innihalda allt að 112 tegundir fjör- og steinefna og það sama eigi við um sætindi og gosdrykki, svo dæmi sé tekið. Eykur neyslu óhollrar fæðu Í tillögunni eru talin upp 32 fjör- efnablöndur og 80 steinefni sem leyfa eigi í matvælum og er hún nú til skoðunar hjá aðildarríkjum ESB. Í Danmörku mætir hún harðri and- stöðu, Lars Ovesen, læknir og yfir- maður næringardeildar Matvælaeft- irlitsins, segir hana gera fæðustefnu stjórnvalda að engu. „Ef vítamínum og steinefnum verður bætt við sæt- indi og feitmeti óttast ég að það muni auka neyslu óhollrar fæðu, segir hann í samtali við Berlingske Tid- ende. Ovesen segir að í fyrsta lagi sé erf- itt að stjórna því magni steinefna sem menn innbyrði ef þeim sé bætt í allt mögulegt og að hætta sé á eitr- unum vegna of stórra skammta, t.d. af A- og D-vítamínum. Þá telur hann það af hinu vonda að fegra ímynd sælgætis svo að fólki virðist það allt í einu vera í lagi að borða hlaup og súkkulaði. Stjórnendur Matvælaeftirlitsins telja réttast að hvert og eitt land hafi eigin fæðu- eða næringarstefnu, sem löguð sé að matarvenjum í viðkom- andi landi. Þá sýni reynslan frá Bret- landi að Ovesen hafi rétt fyrir sér, en þar má bæta fjörefnum í allar fæðu- tegundir. Niðurstaðan sé sú að það sé einkum gert við skyndimat og sælgæti; þ.e. matartegundir sem hafi sáralítið næringargildi, heldur innihaldi aðallega fitu, sykur og salt. Slík stefna komi að minnsta kosti ekki í veg fyrir offituvandamál. Sam- tök danska iðnaðarins styðja tillögu ESB og segja framleiðendur innan samtakanna ekki hafa lýst áhuga á því „að gera óhollar vörur hollar og engar áætlanir séu t.d. um vítamín- bætt súkkulaði“. Talsmaður samtak- anna viðurkennir þó jafnframt að sú hafi reynst raunin í Bretlandi. Inn- flutningur á vítamínbættum matvæl- um er takmarkaður í Danmörku og hafa dönsk stjórnvöld sætt harðri gagnrýni frá ESB fyrir þá stefnu, eru sögð standa í vegi fyrir sam- keppni. Þau þvertaka hins vegar fyr- ir að breyta reglunum. Leiðir til næringarskorts og ýtir undir neyslu óhollrar fæðu Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Morgunblaði/Þorkell Evrópusambandið með tillögu um að vítamínbæta sælgæti Hvað er í efninu modal? Í versluninni Oasis í Kringlunni er að finna fatnað sem inniheldur efnið modal. Hvað er í því efni? „Modal er náttúrulegt efni og ákveðin tegund af bómull,“ segir Lorna A. Cartwright, verslunar- stjóri Oasis í Kringlunni. „Efnið er langoftast í peysum hjá okkur og það hnökrar nánast ekkert. Modal-efnið er nýtt efni hjá Oasis- keðjunni og hefur gefist vel.“ Merkingar á snyrtivörum Á fyrningardagsetning að koma fram á snyrtivörum? „Í sjöundu grein í snyrtivöru- reglugerð kemur fram að fyrningar- dagsetning fyrir vörur sem hafa minna geymsluþol en 30 mánuði á að koma fram á íláti. Annars ekki,“ seg- ir Níels Breiðfjörð Jónsson, sérfræð- ingur á eiturefnasviði Hollustu- verndar ríksins. „Þess má geta að krem úr lýsi og öðrum olíum sem þrána auðveldlega þarf að merkja en flest venjuleg krem hafa lengra geymsluþol en 30 mánuði. Mér finnst merkingar með fyrningardagsetningu vera að aukast.“ Að sögn hans hefur ekki verið mikið eftirlit með þessu heldur hefur eftirlitið aðallega verið með merk- ingum úðabrúsa sem stundum hafa verið vanmerktir og með bandarísk- um snyrtivörum sem lúta ekki alveg sömu reglum og snyrtivörur fram- leiddar fyrir EES-svæðið. Eru hrogn og lifur næringarrík fæða? Hvert er næringarinnihaldið í hrognum og lifur? „Hrogn og lifur eru einstaklega næringarríkar fæðutegundir, jafn- vel svo að það getur nánast talist of mikið af því góða,“ segir Laufey Steingrímsdóttir, forstöðumaður Manneldisráðs. „Þorsklifur er til dæmis mjög auðug af A- og D-vít- amínum, enda er lýsið unnið úr henni, og allir vita hvað það er vít- amínríkt. Lifrin er líka mjög feit og því full af kaloríum, en um 600 kcal eru í 100g sem er nánast eins mikið og í smjöri. Hins vegar er lifrarfit- an frekar holl, rétt eins og fiskfita almennt, og veitir mikið af heilsu- samlegum omega-3 fitusýrum. Lifr- in getur hins vegar safnað í sig eit- urefnum úr hafinu, og því getur hugsanlega verið varhugavert að borða hana oft, sérstaklega fyrir börn og barnshafandi konur. Þorsk- hrogn eru egg þorsksins og nær- ingin í þeim er eftir því. Þau inni- halda því mjög mikið af kólesteróli eins og önnur egg,“ segir Laufey en bætir við að það þurfi þó ekki að hafa verulegar áhyggjur af því nema blóðfitan sé því hærri. Þá mælir hún með því að hafa nýjan, soðinn fisk með hrognum og lifur, þannig að magnið verði ekki of mik- ið af hvoru fyrir sig og hvetur hún fólk til að borða nóg af kartöflum og grænmeti með. Spurt og svarað Morgunblaðið/Kristinn um neytendamál www.leir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.