Morgunblaðið - 20.01.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.01.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isÍslenska landsliðið sat eftir í Kalkútta / B1 Gústaf Bjarnason settur út í kuldann / B1 4 SÍÐUR20 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær tillögur Matvæla- ráðs og stjórnskipaðrar sóttvarna- nefndar um aðgerðir gegn hugsan- legri hættu á kúariðusmiti með innfluttum matvælum og efnum til matvælavinnslu. Tillögurnar voru kynntar fyrir landbúnaðarráðherra, umhverfisráðherra og sjávarútvegs- ráðherra á fimmtudag og lagði sá fyrstnefndi málið fyrir ríkisstjórn í gær. Guðni Ágústsson sagði við Morg- unblaðið, að fundi loknum í gær, að meginniðurstaða vísindamanna okk- ar væri sú að ekki væri þörf á bráða- viðbrögðum. Hann sagði tillögurnar hafa átt mikinn hljómgrunn í ríkis- stjórninni. Allir væru sammála um að treysta þyrfti þær varnir sem hægt væri. Ákveðið var að leggja rúmar þrjár milljónir króna í þessar aðgerðir. Ríkisstjórnin samþykkti þá tillögu Matvælaráðs og sóttvarnanefndar- innar að óháður aðili yrði fenginn til að gera úttekt, byggða á fyrirliggj- andi gögnum, á hugsanlegri hættu sem neytendum stafar af neyslu á vörum sem innihalda innflutt nauta- kjöt eða nautakjötsafurðir. Í þessari úttekt þarf í fyrsta lagi að koma fram skipting ábyrgðar og verkefna einstakra eftirlitsaðila og í öðru lagi til hvaða stjórnsýsluað- gerða má grípa, gerist þess þörf. Til að framkvæma úttektina voru fengnir Vilhjálmur Rafnsson, pró- fessor í heilbrigðisfræði, og Ólafur Oddgeirsson dýralæknir. Hafa þeir frest til 15. febrúar til að skila sinni vinnu. Einnig samþykkti ríkisstjórnin að óháður aðili yrði fenginn til að gera úttekt á lögum, reglum og alþjóð- legum skuldbindingum Íslands gagnvart Alþjóðaviðskiptastofnun- inni, WTO, og Evrópska efnahags- svæðinu, EES, er snúa að innflutn- ingi matvæla. Til þeirra verka hafa verið fengnir Eiríkur Tómasson lagaprófessor og Skúli Magnússon lektor og eiga þeir að hafa lokið út- tektinni í síðasta lagi fyrir 1. mars næstkomandi. Varðandi það hvort alþjóðasamn- ingar gæfu svigrúm til að herða eft- irlit með innflutningi minnti Guðni á að EES-samningurinn hefði gefið innflutning iðnaðarvara frjálsan. Þar væri ákveðið lágmark, um 20% af heildarinnflutningi, sett um kjötvöru sem flutt er inn án þess að beðið sé um heilbrigðis- og upprunavottorð. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu í gær gilda strangari reglur um eftirlit með innflutningi gælu- dýrafóðurs en matvæla. Þegar hann var spurður hvort þetta væri eðlileg- ur munur sagði Guðni að samræmi þyrfti að vera þarna á milli. Strangar reglur þyrftu að gilda í báðum til- vikum og benti ráðherra á að þetta væri eitt af þeim atriðum sem rík- isstjórnin hefur samþykkt að kanna betur. Ríkisstjórnin fjallaði um aðgerðir vegna innflutnings á matvælum Óháðir aðilar geri úttekt á eftirliti og reglum SJÓMANNASAMTÖKIN gerðu út- vegsmönnum tilboð á fundi viðsemj- enda hjá ríkissáttasemjara í gær og hafa útvegsmenn frest til þriðjudags til að svara en næsti fundur verður líklega haldinn um miðja næstu viku. Lög um kjarasamningana runnu út 15. febrúar í fyrra en þetta var 11. fundur viðsemjenda hjá ríkissátta- semjara eftir það. Aðilar sammæltust um að láta ekk- ert eftir sér hafa að loknum klukku- tímalöngum fundi í gær en sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins gerðu sjómannasamtökin, þ.e. Sjó- mannasamband Íslands, Farmanna- og fiskimannasamband Íslands og Vélstjórafélag Íslands, útvegsmönn- um tilboð til eins árs frá og með ný- liðnum áramótum. Í tilboðinu felst að samið verði um sambærilegar kjara- bætur og samið hefur verið um á al- menna vinnumarkaðnum en árið verði notað til að reyna að ná sam- komulagi um helstu ágreiningsmál. Sjómannasamtökin hafa lagt á það áherslu í kjaraviðræðum að fá sömu launabreytingar og samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði, þ.e. hækkun á öllum launaliðum, s.s. kauptryggingu. Kauptrygging háseta er í dag 85 þúsund krónur á mánuði, skipstjóra 127 þúsund krónur og um 130 þúsund krónur hjá yfirvélstjóra. Atkvæðagreiðsla stendur yfir hjá Sjómannasambandi Íslands, Vél- stjórafélagi Íslands og Farmanna- og fiskimannasambandinu um boðun verkfalls 15. mars nk. Sjómannafélag Reykjavíkur sam- þykkti það fyrir sitt leyti með yfir- gnæfandi meirihluta, eins og greint var frá í blaðinu í gær, og mikill meiri- hluti félagsmanna Sjómanna- og vél- stjórafélags Grindavíkur hefur einnig samþykkt í póstatkvæðagreiðslu að boða verkfall 15. mars næstkomandi. Alls greiddu 126 atkvæði í Grindavík, þar af samþykktu 106 vinnustöðvun og 19 sögðu nei. Í fréttatilkynningu sem ríkissátta- semjari sendi frá sér í gær kemur fram að ekki var greint rétt frá í ein- stökum efnisatriðum í fréttum fjöl- miðla af sáttafundi í kjaradeilu út- gerðarmanna og sjómanna í gærmorgun. Lögð er áhersla á að samkomulag sé milli viðsemjenda um að innihald tillögunnar sé trúnaðar- mál. HUGMYND sem nýlega hefur verið útfærð á vegum borgarverkfræð- ings um að gerð verði ný austur- vestur-flugbraut á uppfyllingu í Skerjafirði er meðal þeirra fimm tillagna sem fram hafa komið um staðsetningu Reykjavíkurflug- vallar. Samkvæmt þessari tillögu yrði, auk flutnings austur-vestur- brautarinnar, núverandi suður- norðurbraut stytt en aðrar brautir lagðar niður. Meginkosturinn við þessa hugmynd er talinn sá að til verður mun stærra svæði til nýt- ingar á núverandi flugvallarsvæði í Vatnsmýrinni eins og sjá má á með- fylgjandi tölvumynd. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra telur þennan kost ekki meðal hagkvæmustu leiðanna. Ráðgjafar Flugmálastjórnar áætla að með flutningi austur-vestur-braut- arinnar mætti tvöfalda íbúafjöldann á svæðinu en það er talsvert minni nýting en embættismenn Reykja- víkurborgar hafa gert ráð fyrir. Bygging- arsvæði í Vatnsmýri Sjómannasamtökin og útvegsmenn á fundi hjá ríkissáttasemjara Sjómenn bjóða samning til eins árs frá áramótum LYFJAFYRIRTÆKIÐ Delta hf. notar við lyfjaframleiðslu sína ge- latín eða hlaupefni úr evrópskum og bandarískum nautgripaafurð- um, sem hafa fengið tilskilin vott- orð stofnana lyfjamála í Evrópu. Efnið er notað í lyf Delta í hylkja- formi, samkvæmt upplýsingum Stefáns Jökuls Sveinssonar, yfir- manns skráningardeildar Delta hf. Fylgja lögum og reglum ESB „Delta fylgir gildandi lögum og reglum Evrópusambandsins um notkun gelatíns úr nautgripaafurð- um sem einnig eru í gildi hér á landi og við fylgjumst náið með breytingum sem á þeim kunna að verða,“ segir hann. „Ef hætta er á að hráefnin innihaldi smitefni er notkun þeirra ekki leyfileg og við vinnum samkvæmt reglum þar að lútandi, sem gefnar eru út af Evr- ópusambandinu,“ segir Stefán. „Okkur er ekki heimilt að nota hrá- efni sem unnin eru úr dýraafurðum ef möguleiki er á að þau innihaldi kúariðusmit.“ Aðspurður um hvort til greina komi hjá Delta að hætta notkun hlaupefnis úr erlendum nautgripa- afurðum, segir Stefán að það verði ekki gert nema tilskilin vottorð fá- ist ekki og breyting verði á núver- andi reglum. Hann segir fyrirtækið byggja notkun sína á þessum efn- um á vottorðum sem gefin eru út í samræmi við evrópsk lög og evr- ópsku lyfjaskrárnefndina, og því eigi yfirvöldum og neytendum að vera óhætt að gera slíkt hið sama. Nautgripa- afurðir í lyfja- hylkjum Delta hf. treystir vottorðum Evrópu- sambandsins VEÐUR var afspyrnuvont í Súða- vík í stórviðrinu á Vestfjörðum um miðja vikuna og gekk á með miklu hvassviðri með úrkomu. Þrjú hús fuku að hluta eða í heilu lagi en þar var aðallega um að ræða byggingar sem lítið hafa verið notaðar og ekki er mikill skaði að, samkvæmt BB á Ísafirði. Um miðnætti á þriðjudag mæld- ist vindhraði samkvæmt sjálfvirk- um veðurvita í Súðavík í sterkustu vindhviðunum um 40–42 m/sek. Skemmdir í stórviðri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.