Morgunblaðið - 20.01.2001, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 20.01.2001, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. VARAN ehf. öryggisgæslufyrirtæki hefur óskað eftir því við dómsmála- ráðuneytið að lögreglumenntaðir starfsmenn fyrirtækisins taki að sér umsjón með myndavélum sem emb- ætti Ríkislögreglustjóra notar til að mæla hraða ökutækja. Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra sagði á ráðstefnu um lög- gæslumál á nýrri öld, þar sem þetta kom fram, að hún vildi ekkert útiloka í þessu sambandi. Nú þegar væru verkefni, sem lögreglan sinnti áður, komin til einkaaðila. Hins vegar bæri að fara afar varlega. Löggæslumál væru á margan hátt frábrugðin öðr- um, það væri ein af grundvallar- skyldum ríkisvalds að annast lög- gæslu. „Það skiptir ákaflega miklu máli að almenningur geti borið traust til lögreglunnar og að hún sé fullkomlega hlutlaus í sínum störf- um,“ sagði Sólveig. Júlíus Óli Einarsson, eigandi Var- an ehf., sagðist í samtali við Morg- unblaðið hafa fengið fyrirheit í ráðu- neytinu um að málið yrði skoðað frá öllum hliðum með jákvæðu hugar- fari. Hann sagði að starfsmenn fyr- irtækisins, sem að þessu kæmu, ef af yrði, væru allir lögreglumenntaðir og með reynslu og áhuga á umferð- arlöggæslu. Nú þegar annast lög- reglumenntaðir starfsmenn fyrir- tækisins hvers konar öryggisgæslu, verðmætaflutninga og lífvörslu og taka að sér rannsóknarvinnu fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga, svo sem vegna meintra trygginga- svika. Hann lagði áherslu á að um væri að ræða verkefni þar sem ekki væri um að ræða bein afskipti lögreglu af borgurum. „Þetta er gagnaöflun og gögnum mundum við skila til lög- reglu,“ sagði Júlíus Óli og sagði hug- myndina fram setta vegna áhuga á bættum umferðarháttum með auknu eftirliti og aðhaldi. Auk þess að auka veltu fyrirtækisins mundi umsjón þess með myndavélunum leiða til þess að aukinn fjöldi lögreglumanna væri tiltækur til sýnilegrar löggæslu og eftirlits. Ráðherra vill auka löggæslu í Kópavogi Á ráðstefnunni kom m.a. fram hjá Sólveigu Pétursdóttur dómsmála- ráðherra, að hérlendis væru fleiri stöðugildi lögreglumanna á hvern íbúa en á öðrum Norðurlöndum. Lögreglumönnum hafi fjölgað um 10% síðustu fimm ár og fjárveitingar aukist um tæplega 1,5 milljarða síð- ustu tvö ár. Lögreglan í Kópavogi hefði nokkra sérstöðu miðað við önn- ur lögregluumdæmi á höfuðborgar- svæðinu. Þar hafi íbúum fjölgað mik- ið en lögreglumönnum ekki og taldi Sólveig nauðsynlegt að fjölga í liðinu. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarfulltrúi sagði borgaryfirvöld ítrekað hafa kallað eftir því að lög- gæsla yrði efld og gerð sýnilegri en nú væri og gagnrýnt hve fáir starfs- menn væru sýnilegir í löggæslu. Stjórnvöld hefðu sýnt skilningsleysi á fjárþörf lögreglunnar og hefði það dregið úr krafti og metnaði lögregl- unnar í borginni. Steinunn taldi koma til greina að sveitarstjórnir tækju við rekstri hluta löggæslunnar en við pallborðs- umræður andmælti dómsmálaráð- herra slíkum hugmyndum. „Ég hef ekki trú á því að [löggæslan] muni eflast við slíkar breytingar, hvorki að hún verði skipulegri né skilvirkari,“ sagði hún. Í máli Jónasar Magnússonar, for- manns Landssambands lögreglu- manna, kom fram að 1984 hefði einn lögreglumaður á hverja 493 íbúa annast sýnilega löggæslu en árið 2000 einn lögreglumaður á hverja 830 íbúa. Með sýnilegri löggæslu væri vísað til lögreglumanna í al- mennri deild og umferðardeild, að meðtöldum varðstjórum og þeim sem sinna fjarskiptasambandi, eða allra þeirra sem koma að daglegri þjónustu við landsmenn. Við þessa þróun bætist helmings- samdráttur í yfirvinnu á tímabilinu. Þá vinni hærra hlutfall lögreglu- manna að rannsóknum og forvörnum en áður og vegalengdir á svæðinu hafi margfaldast, sem og fjöldi veit- ingahúsa og ökutækja. Einkafyrirtæki vill reka hraða- myndavélar Gagnrýni á ráðstefnu í gær vegna ónógrar löggæslu á höfuðborgarsvæðinu TÖLVUORMURINN I-Worm.Navidad gerði í vikunni usla í tölvukerfum fjölmargra lögmanna hér á landi en hann barst í tölvur þeirra með pósti frá Lögmannafélagi Íslands. Ormurinn þrífst á því að sækja sér netföng í netfanga- skrá viðtakanda og senda sjálf- an sig áfram í hans nafni með viðhengi sem heitir emanuel.- exe. Að sögn Ingimars Ingasonar, framkvæmdastjóra Lögmanna- félagsins, barst ormurinn félag- inu með tölvupósti frá lög- mannsstofu og komst þannig í netfangaskrá félagsins með net- föngum um 90% lögmanna á Ís- landi. Félagið sendi strax aðvörun til félagsmanna en Ingimar seg- ist hafa fengið tugi símtala í lið- inni viku frá lögmönnum sem opnuðu viðhengið og gátu síðan ekki unnið við tölvurnar sínar fyrr en ormurinn hafði verið hreinsaður út. Lögmenn í vanda vegna tölvuorms VEL gengur að fækka einbreiðum brúm á hringveginum. Kristján Baldursson, í brúardeild Vegagerð- arinnar, segir að almenningur á Suðurlandi hafi sérstaklega lýst yfir ánægju með framvindu mála. Hann segir að sums staðar hafi brýrnar verið fjarlægðar og nýjar byggðar og annars staðar gömlu brýrnar verið endurnýjaðar og breikkaðar. Kristján segir að mikil breyting hafi orðið á síðastliðnum tveimur árum á Suðurlandi. Á leiðinni frá Reykjavík til Hornafjarðar hafi ein- breiðum brúm fækkað mjög, en á þessari leið voru áður tugir ein- breiðra brúa. Settar hafa verið tvíbreiðar brýr yfir Kaldaklifsá, Hörgsá, þar sem var 80 metra löng einbreið brú, Kerlingardalsá og margar fleiri ár, eða á bilinu 10–15 brýr á und- anförnum árum á Suðurlandi. Nú er verið að breikka brúna yfir Langá á leið út á Snæfellsnes og Gljúfur á þjóðvegi 1 til Akureyrar. Í Fljótsdal er unnið að tvöföldun þriggja ein- breiðra brúa. Kristján segir að einbreiðum brúm verði aldrei alveg útrýmt. Þær verði áfram á minni vegum. Hins vegar hafi verið sett ákveðin markmið varðandi hringveginn. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Jón Hjálmarsson og Ágúst Bjartmarsson, starfsmenn Vegagerðarinnar í Vík í Mýrdal, taka niður skilti við þjóð- veginn austan Kerlingardalsár. Brúin er nú orðin tvíbreið eins og fleiri brýr á Suðurlandi. Einbreiðum brúm fækkar NÓATÚN hefur samið við seljanda írsku nautalund- anna, dreifingarfyrirtækið NAF International í Dan- mörku, um að taka við þeim fjórum tonnum sem ekki seld- ust um áramótin. Verslana- keðjan náði að selja um tvö tonn áður en ákveðið var að taka þær úr sölu sökum gagn- rýni á innflutninginn frá ýms- um aðilum, m.a. heilbrigðis- nefnd Reykjavíkur og sam- tökum neytenda og bænda. Innflutningsverð lundanna nam um fimmtán milljónum króna þannig að Nóatún seldi kjöt fyrir um fimm milljónir króna. Að sögn Matthíasar Sigurðssonar, framkvæmda- stjóra Nóatúns, er líklegt að seljandi kjötsins í Danmörku setji það á markað í Evrópu til kaupenda þar sem um al- þjóðlega verslunarvöru er að ræða. Það undirstrikaði að hans mati að varan væri í lagi. „Við tókum þá afstöðu að kanna hvort viðkomandi aðili í Danmörku væri tilbúinn að kaupa kjötið af okkur aftur. Svo reyndist vera og kjötið verður væntanlega flutt fljót- lega úr landi. Við tókum þessa ákvörðun til að valda sem minnstum áhyggjum og óþægindum hjá okkar við- skiptavinum,“ sagði Matthías. Fara lík- lega á markað í Evrópu Írsku nautalund- irnar seldar úr landi STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra sagði á fréttamannafundi í gær, að aðrir kostir en endurbyggð- ur Reykjavíkurflugvöllur á núver- andi stað eða flutningur miðstöðvar innanlandsflugs til Keflavíkur væru ekki raunhæfir. Hann telur staðsetn- ingu flugvallarins í Vatnsmýrinni ótvírætt hagkvæmustu lausnina. Sérfræðingar breska flugmálafyr- irtækisins British Aerospace Syst- ems (BAe), sem fengnir voru til ráð- gjafar um framtíð innanlands- flugsins, leggja til að flugstarfsemin á Reykjavíkurflugvelli verði sem mest austan norður-suður-flug- brautarinnar en þannig myndist verulegt byggingarsvæði á háskóla- og Skerjafjarðarsvæðinu. Samgönguráðherra segir einnig að ef farin verði sú leið að flytja aust- ur-vestur-flugbrautina út í Skerja- fjörð þurfi að tryggja að sú fram- kvæmd komist í gegnum umhverfis- mat og að íbúar Reykjavíkur verði að gera sér grein fyrir því að borgin verði að kosta þann flutning af sínum skatttekjum. Samgönguráðherra um Reykjavíkurflugvöll Vatnsmýrin hagkvæm- asta svæðið  Nýtt byggingarsvæði/35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.