Morgunblaðið - 20.01.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 20.01.2001, Blaðsíða 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 53 NÝLEGA afhenti Efling- stéttarfélag Vífilsstaðaspítala að gjöf neyðarvagn til nota fyrir spítalann. Á liðnu ári fagnaði Vífilsstaða- spítali 90 ára afmæli og hefur þess verið minnst með ýmsum hætti m.a. með þessari gjöf. Á Vífilsstaðaspítala er bráða- deild fyrir lungnasjúklinga og er því mikil þörf fyrir slíkan neyð- arvagn. Eldri vagn var orðinn úr- eltur og bætti sá nýi úr brýnni þörf. Þórunn Sveinbjarnardóttir og Halldór Björnsson afhentu Þórarni Gíslasyni, yfirlækni, vagninn og óskuðu Vífilsstaða- spítala allra heilla í náinni fram- tíð. Gaf Vífils- staðaspít- ala neyð- arvagn Gönguferð með FÍ FERÐAFÉLAG Íslands efnir til gönguferðar sunnudaginn 21. janúar. Að þessu sinni verð- ur gengið af Hellisheiði með Tröllahlíð og niður að Vota- bergi við Þrengslaveg. Þetta eru um 10 km og lækk- un í landslagi um 200 metrar. Áætlaður göngutími er um 4 klst. Fararstjóri í þessari ferð er Gestur Kristjánsson og þátt- tökugjald er 1.600 kr. Brottför er frá BSÍ kl. 11 og komið við í Mörkinni 6. Halaleik- hópurinn sýnir verk eftir Dario Fo HALALEIKHÓPURINN, Hátúni 12, frumsýnir í dag, laugardag, kl. 17 leikritið Nak- inn maður og annar í kjólfötum eftir Dario Fo. Leikstjóri er Björn Gunnlaugsson. Halaleik- hópurinn er leikhópur líkam- lega fatlaðra einstaklinga og hefur að kjörorði: Leiklist fyrir alla. Nakinn maður og annar í kjólfötum er einn þriggja ein- þáttunga sem Leikélag Reykjavíkur setti upp á sjö- unda áratugnum og sýndi við góðar undirtektir. Sýningar verða í Halanum á sunnudögum kl. 20.30. Félag vinstri- grænna stofnað í Kópavogi NÝLEGA var stofnað flokksfélag Vinstrihreyfingairnnar – græns framboðs í Kópavogi. Þriggja manna stjórn var kosin á stofnfundinum og sitja í henni Einar Ólafsson, Sigur- rós M. Sigurjónsdóttir og Hafsteinn Hjartarson. LEIÐRÉTT Heilbrigðisvottorð fylgdi Vegna fréttar í blaðinu í gær um að tollstjórinn í Reykjavík hefði ekki gert athugasemd við innflutning Nóatúns á írsku nautalundunum skal það áréttað að opinbert heil- brigðisvottorð fylgdi innflutningn- um. Það sem upp á vantaði, og ekki var getið í fréttinni, var að lundunum fylgdi ekki vottorð um að kúariða hefði greinst á Írlandi sex mánuðum fyrir útflutninginn. ♦ ♦ ♦ LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir bifreiðinni PU-876 sem er Mitsub- ishi L-200 pallbifreið, rauð að lit, ár- gerð 1991. Bifreiðin er með grjótgrind að framan. Bifreiðin hvarf frá Skipasundi 7 aðfaranótt fimmtudags, 18. janúar. Lögreglan biður alla þá sem orðið hafa bifreiðarinnar varir að láta vita í síma 569 9020. Lýst eftir bifreið ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.