Morgunblaðið - 20.01.2001, Blaðsíða 53
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 53
NÝLEGA afhenti Efling-
stéttarfélag Vífilsstaðaspítala að
gjöf neyðarvagn til nota fyrir
spítalann.
Á liðnu ári fagnaði Vífilsstaða-
spítali 90 ára afmæli og hefur
þess verið minnst með ýmsum
hætti m.a. með þessari gjöf.
Á Vífilsstaðaspítala er bráða-
deild fyrir lungnasjúklinga og er
því mikil þörf fyrir slíkan neyð-
arvagn. Eldri vagn var orðinn úr-
eltur og bætti sá nýi úr brýnni
þörf. Þórunn Sveinbjarnardóttir
og Halldór Björnsson afhentu
Þórarni Gíslasyni, yfirlækni,
vagninn og óskuðu Vífilsstaða-
spítala allra heilla í náinni fram-
tíð.
Gaf Vífils-
staðaspít-
ala neyð-
arvagn
Gönguferð
með FÍ
FERÐAFÉLAG Íslands efnir
til gönguferðar sunnudaginn
21. janúar. Að þessu sinni verð-
ur gengið af Hellisheiði með
Tröllahlíð og niður að Vota-
bergi við Þrengslaveg.
Þetta eru um 10 km og lækk-
un í landslagi um 200 metrar.
Áætlaður göngutími er um 4
klst. Fararstjóri í þessari ferð
er Gestur Kristjánsson og þátt-
tökugjald er 1.600 kr.
Brottför er frá BSÍ kl. 11 og
komið við í Mörkinni 6.
Halaleik-
hópurinn
sýnir verk
eftir
Dario Fo
HALALEIKHÓPURINN,
Hátúni 12, frumsýnir í dag,
laugardag, kl. 17 leikritið Nak-
inn maður og annar í kjólfötum
eftir Dario Fo. Leikstjóri er
Björn Gunnlaugsson. Halaleik-
hópurinn er leikhópur líkam-
lega fatlaðra einstaklinga og
hefur að kjörorði: Leiklist fyrir
alla.
Nakinn maður og annar í
kjólfötum er einn þriggja ein-
þáttunga sem Leikélag
Reykjavíkur setti upp á sjö-
unda áratugnum og sýndi við
góðar undirtektir.
Sýningar verða í Halanum á
sunnudögum kl. 20.30.
Félag vinstri-
grænna stofnað
í Kópavogi
NÝLEGA var stofnað flokksfélag
Vinstrihreyfingairnnar – græns
framboðs í Kópavogi. Þriggja manna
stjórn var kosin á stofnfundinum og
sitja í henni Einar Ólafsson, Sigur-
rós M. Sigurjónsdóttir og Hafsteinn
Hjartarson.
LEIÐRÉTT
Heilbrigðisvottorð
fylgdi
Vegna fréttar í blaðinu í gær um
að tollstjórinn í Reykjavík hefði ekki
gert athugasemd við innflutning
Nóatúns á írsku nautalundunum
skal það áréttað að opinbert heil-
brigðisvottorð fylgdi innflutningn-
um. Það sem upp á vantaði, og ekki
var getið í fréttinni, var að lundunum
fylgdi ekki vottorð um að kúariða
hefði greinst á Írlandi sex mánuðum
fyrir útflutninginn.
♦ ♦ ♦
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft-
ir bifreiðinni PU-876 sem er Mitsub-
ishi L-200 pallbifreið, rauð að lit, ár-
gerð 1991. Bifreiðin er með
grjótgrind að framan. Bifreiðin
hvarf frá Skipasundi 7 aðfaranótt
fimmtudags, 18. janúar.
Lögreglan biður alla þá sem orðið
hafa bifreiðarinnar varir að láta vita í
síma 569 9020.
Lýst eftir
bifreið
♦ ♦ ♦