Morgunblaðið - 20.01.2001, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 20.01.2001, Qupperneq 24
ERLENT 24 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ BILL Clinton, fráfarandi Banda- ríkjaforseti, flutti kveðjuávarp á skrifstofu sinni í Hvíta húsinu í fyrrakvöld og sagði að Bandaríkjun- um hefði vegnað vel á átta ára valda- tíma hans. Landið væri „í mjög góðri aðstöðu til að takast á við úrlausn- arefni framtíðarinnar“ nú þegar Ge- orge W. Bush tæki við forsetaemb- ættinu. Clinton þakkaði bandarísku þjóð- inni fyrir að veita honum tækifæri til að gegna forsetaembættinu í tvö kjörtímabil, en hann er fyrsti demó- kratinn frá Franklin D. Roosevelt sem kjörinn hefur verið tvisvar í embættið. Clinton benti á að Bandaríkin njóta nú lengsta hagvaxtarskeiðs í sögunni, með rúmlega 22 milljónir nýrra starfa og minnsta atvinnuleysi í þrjá áratugi. „Tekjur landsmanna hafa aukist. Loftið og vatnið er hreinna. Drykkjarvatnið og matvæl- in eru öruggari. Og Bandaríkin hafa verið afl í þágu friðar og hagsældar í öllum heimshlutum.“ Bandaríkin gegni forystuhlutverki „Ég er bjartsýnni en ég var þegar ég tók við embættinu og vissari en nokkru sinni fyrr um að bestu dagar Bandaríkjanna séu framundan,“ bætti Clinton við. Hann kvaðst enn fremur vona að Bandaríkin héldu áfram að greiða niður skuldir sínar og lagði áherslu á að þau yrðu að gegna forystuhlut- verki í heiminum. Samkvæmt skoðanakönnunum er Clinton meðal vinsælustu forseta Bandaríkjanna síðustu 50 árin og nýtur svipaðs stuðnings og Ronald Reagan þegar hann lét af embætti. Í nýlegri könnun ABC-sjónvarpsins og dagblaðsins Washington Post sögðust 65% aðspurðra vera ánægð með störf Clintons í forsetaembætt- inu. Bill Clinton forseti flytur síðasta sjónvarpsávarp sitt í Hvíta húsinu „Bandaríkj- unum hefur vegnað vel“ Washington. AP. AP Bill Clinton á skrifstofu sinni í Hvíta húsinu eftir að hafa flutt kveðjuávarp sitt í fyrrakvöld. MIKIÐ er um dýrðir í Washingt- on, höfuðborg Bandaríkjanna, vegna embættistöku George W. Bush sem í dag sver embættiseið sem 43. forseti Bandaríkjanna. Hátíðahöldin hófust á fimmtu- dagskvöld og munu standa yfir fram á sunnudag. Fyrir utan allan þann fjölda gesta sem mætir til að hylla forsetann nýja er búist við miklum mótmælum og hefur lög- reglan því mikinn viðbúnað á staðnum. 15.000 manns, boðsgestir sem og almennir borgarar, voru mætt- ir til að fylgjast með hátíðahöld- unum á fimmtudaginn og létu ekki kuldann á sig fá. Bush hélt ræðu við Lincoln-minnismerkið en Abraham Lincoln var fyrsti for- seti landsins úr röðum repúblik- ana. „Ný ríkisstjórn er tækifæri til að breyta til,“ sagði Bush í ræðu sinni og lofaði að verða for- seti allrar þjóðarinnar. „Ég mun umgangast embættið af virðingu, aldrei taka því sem sjálfsögðum hlut og alltaf muna hverjum það tilheyrir í raun,“ sagði Bush og vísaði þannig á sinn hátt til hneykslismálanna í tíð Clintons. Meðal þeirra sem tróðu upp við hátíðahöldin var söngstjarnan Ricky Martin. Martin, sem fæddur er í Puerto Rico, er einn vinsæl- ustu söngvara í heiminum sem syngja popp með suðrænu ívafi. Eitt laga hans, „Cup of Life“, var mikið spilað í kosningaherferð Bush sem leggur mikla áherslu á tengsl sín við kjósendur af róm- önsku bergi brotna. Bush gat heldur ekki stillt sig um að taka sporið með Martin sem þekktur er fyrir dansfimi sína. Fjölmargir aðrir tónlistarmenn komu fram en hátíðahöldin náðu hámarki með tíu mínútna flugeldasýningu. Viðbúnaður vegna mótmæla Mikill viðbúnaður er í Wash- ington vegna embættistökunnar í dag. Lögreglan segist gera ráð fyrir yfir 5.000 mótmælendum við hátíðahöldin og verða 3.600 lög- reglumenn á vaktinni auk 2.500 leyniþjónustumanna og liðstyrks frá nærliggjandi umdæmum. Regnhlífasamtökin Int- ernational Action Center sendu frá sér tilkynningu um að þau myndu standa fyrir mótmælum gegn „væntanlegri ríkisstjórn Bush og fordómafullri stefnu hennar sem er full kynþátta- fordóma, karlrembu, andsnúin samkynhneigðum og verkalýðn- um, full hernaðarhyggju og hlynnt stórfyrirtækjum“. George W. Bush sver embættiseið í Washington í dag AP Ricky Martin og George W. Bush taka sporið. Hátíðahöldin hafin Washington. AP, AFP. TVÍBURASYSTURNAR, sem tvenn hjón telja sig hafa ættleitt í gegnum Netið, voru í gær færð- ar í umsjá barnaverndaryfirvalda í Flintshire-sýslu í Bretlandi, þar til niðurstaða hefur fengist í máli þeirra. Stúlkurnar voru teknar frá bresku hjónunum Alan og Judith Kilshaw á fimmtudag og dveljast nú hjá fósturforeldrum. Philip McGreevy, sýslumaður í Flint- shire, sagði í gær að mál stúlkn- anna yrði tekið fyrir hjá yfirrétti í Lundúnum innan fárra daga. Kilshaw-hjónin krefjast þess hins vegar að fá börnin afhent án taf- ar og kváðust í gær íhuga máls- höfðun. Kilshaw-hjónin höfðu ættleitt stúlkurnar í gegnum Netið og greitt jafnvirði rúmlega einnar milljónar íslenskra króna fyrir. Þau sóttu síðan stúlkurnar til móður þeirra í Bandaríkjunum, og hafa nefnt þær Belindu og Kimberley. Ættleiðingarfyrir- tæki á Netinu hafði hins vegar þegar selt börnin pari frá Kali- forníu, Richard og Vickie Allen, sem höfðu greitt sem svarar tæplega hálfri milljón króna fyrir þau. Allen-hjónin höfðu haft stúlk- urnar hjá sér í tvo mánuði þegar móðir þeirra óskaði eftir að fá þær í heimsókn til að kveðja þær. Þá notaði hún tækifærið hins vegar til að afhenda Kil- shaw-hjónunum tvíburana. Móðirin vill stúlkurnar aftur Móðirin, Tranda Wecker frá St. Louis í Missouri, kvaðst hafa gefið stúlkurnar frá sér þar sem hún ætti þrjá drengi fyrir og gæti ekki séð fyrir börnunum fimm. Hún lýsti því hins vegar yfir í vikunni að hún treysti sér nú til að annast öll börn sín og vildi fá stúlkurnar aftur. Umdeildir tvíburar í umsjá yfirvalda London. AP. NÁNUM vini Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, Pavel Borodín, sem var handtekinn í New York á miðvikudag, var „af slysni“ boðið að vera viðstaddur embættistöku George W. Bush, að því er The New York Times hafði í gær eftir lögfræðingi tengdum Repúblikana- flokknum. Borodín kom til Bandaríkjanna til að vera viðstaddur embættistöku Bush, sem fram fer í Washington í dag, en hann var hins vegar hand- tekinn við komuna til JFK-flugvall- ar í New York að ósk svissneskra yfirvalda. Borodín er grunaður um aðild að umfangsmiklu spillingar- máli á síðustu stjórnarárum Bor- ísar Jeltsíns, en það tengdist sviss- neskum fyrirtækjum. Rússnesk stjórnvöld mótmæltu handtökunni harðlega, og kröfðust þess að Bor- odín yrði sleppt án tafar. Ari Fleischer, talsmaður Bush, neitaði því á fimmtudag að Borodín væri á gestalistanum fyrir embætt- Borodín boðið „fyrir slysni“ New York, Washington. AFP, AP. istökuna. Fyrr- nefndur lög- fræðingur, Vincent Zenga, kveðst hafa sent boðskortið til hans „fyrir slysni“, en boðið fól meðal annars í sér gistingu á hóteli og afnot af bifreið. AFP-fréttastofan hafði í gær eft- ir embættismanni í bandaríska ut- anríkisráðuneytinu að Bandaríkja- stjórn liti ekki á handtöku Borodíns sem diplómatískt mál og teldi við- brögð Rússlandsstjórnar of harka- leg. Stjórnvöld í Moskvu fóru í gær formlega fram á það við svissnesk yfirvöld að þau falli frá framsals- kröfunni á hendur Borodín. Í stað- inn heita Rússar að kalla hann fyrir rússneskan dómstól „til að bera vitni“. Pavel Borodín FRANSKA lögreglan hefur gert leit að gögnum um kúariðu á skrifstofum landbúnaðar-, heilbrigðis- og fjár- málaráðuneytis Frakklands, að því er AP-fréttastofan hafði eftir heim- ildamönnum innan dómskerfisins í fyrradag. Lögregluleitin var framkvæmd í samræmi við úrskurð sem dómari í París kvað upp í desember í máli að- standenda tveggja fórnarlamba Creutzfeldt-Jakob sjúkdómsins. Að- standendurnir halda því fram að yf- irvöld í Frakklandi, Bretlandi og Evrópusambandinu hafi haft vitn- eskju um að neysla kúariðusmitaðs kjöts gæti valdið Creutzfeldt-Jakob sjúkdómnum í mönnum, en hafi tregðast við að grípa til aðgerða til að hefta útbreiðslu kúariðu. Frekari leit að gögnum um kúariðu verður gerð í ráðuneytunum á næstu dögum. Um 150 nautgripir greindust með kúariðu í Frakklandi á síðasta ári. Þar í landi hafa tveir dáið úr Creutz- feldt-Jakob sjúkdómnum, svo vitað sé, en í Bretlandi hafa á áttunda tug manna látist. Kúariða Gagna leit- að í ráðu- neytum París. AP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.