Morgunblaðið - 20.01.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 20.01.2001, Blaðsíða 60
FÓLK Í FRÉTTUM 60 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ TÓNLISTARMANNINUM Sting var á mánudag veittur einn mesti heiður sem ríkisstjórn Chile veitir einstaklingum fyrir framlag sitt til verndar mannréttindum á tím- um einræðisherrans Augusto Pinochet. Við hátíðarhöld sem fram fóru í höfuðborginni San- tiago var honum afhent orða sem nefnd er eftir Nóbelsverðlauna- skáldinu Gabriela Mistral. „Sting lagði sitt af mörkum til þess að upplýsa heiminn um þjóð- arástandið í Chile á fyrri áratug- um,“ sagði Soledad Alvear for- sætisráðherra í þakkarræðu sinni á mánudaginn. Þá var sérstaklega minnst á lag Stings „They dance alone (Cueca Solo)“ af plötunni Nothing like the sun en texti þess fjallar um mæður þeirra sem hurfu á meðan einræðisherrann var við völd. „Þegar ég hitti mæðurnar á tónleikum mínum í gærkveldi átt- aði ég mig á því að þær höfði tek- ið við hlutverki móður minnar sem dó fyrir mörgum árum,“ sagði Sting við blaðamenn eftir verðlaunaafhendinguna. Yfir 3.000 manns létu lífið eða hurfu á yfirráðatíma Pinochets, samkvæmt opinberum skýrslum. Sting bætti því við að það væri fyrir einskæra tilviljun að hann væri staddur í Chile „á þessum viðkvæmu og sögulegu tímum“ og átti hann þar við tilraunir Juan Guzmans dómara til að fá Pinoc- het hershöfðingja dæmdan fyrir brot á mannréttindum. Dularfulla orðuhvarfið Daginn eftir hátíðarathöfnina hvarf hinsvegar heiðursorðan sem Sting var veitt. Sting var þá kom- inn til Buenos Aires til að halda tónleika á Velez-leikvellinum. Þegar hann var að prófa hljóð- kerfið hvarf taska sem innihélt persónulega muni kappans, þar á meðal orðuna góðu, úr búnings- herbergi hans. Sting tilkynnti hvarfið þegar í stað til lögreglu sem hóf leit sem ennþá hefur eng- an árangur borið. Reuters Sting ásamt Isabel Allende, dóttur Salvadors heitins Allende, fyrrver- andi forseta Chile, og tveimur forystumönnum í samtökum fjölskyldna þeirra sem hurfu á valdaskeiði Augusto Pinochets. Hélt uppi merki mannréttinda Sting heiðraður í Chile SÖNGKEPPNI SAMAUST, sam- taka félagsmiðstöðva á Austurlandi, var haldin í fyrri viku í Valaskjálf á Egilsstöðum. Samtökin voru stofnuð í fyrravetur, en þau eru undirsam- tök SAMFÉS, landssamtaka félags- miðstöðva. Halldór Hlöðversson, forstöðu- maður félagsmiðstöðvarinnar Nýj- ungar á Egilsstöðum, og Alfa Ara- dóttir, sem stýrir Afreki í Fellabæ, báru hitann og þungann af undir- búningi keppninnar og vonast til að hún geti orðið að árlegum viðburði. Þátttakendur komu af svæði sem spannar frá Vopnafirði til Hafnar í Hornafirði, en alls eru 10 félagsmið- stöðvar og 4 samkomustaðir í skól- um á því svæði. Glæsileg keppni Keppendur voru á aldrinum 13 til 16 ára og segir Halldór krakkana hafa fengið knappan tíma til und- irbúnings, því ekki var unnt að fast- setja keppnina fyrr en 22. desember. Eftir að 20 flytjendur höfðu stigið á stokk, kvað dómnefndin sem Páll Óskar Hjálmtýsson veitti for- mennsku, upp dóm sinn og kynnti Katrínu Huld Káradóttur, 14 ára frá Hreiðarsstöðum í Fellum, sem sig- urvegara kvöldsins. Endurtók hún sigurlagið „From the Bottom of my Broken Heart“ við mikinn fögnuð viðstaddra. Í öðru sæti voru Árni Heiðar Pálsson og Björn Benedikts- son frá Egilsstöðum. Margir söngvaranna komu veru- lega á óvart, auk þess sem dans- atriði voru skemmtileg og öll um- gjörð keppninnar með glæsibrag og fagmannlega unnin. Var enda að- sóknin góð, talað um að milli 350 til Sigurvegarinn er frá félags- miðstöðinni Afreki í Fellabæ Egilsstöðum. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Sigurvegarinn, Katrín Huld Kára- dóttir, flytur vinningslagið. Páll Óskar kynnir sigurvegara Söngkeppni SAMAUST, Katrínu Huld Káradóttur úr Fellabæ. 400 manns hafi verið í húsi. Inntur eftir fjármögnun á svo umfangsmik- illi keppni sagði Halldór að auk ágætra styrkja frá fyrirtækjum, hefði hver félagsmiðstöð lagt pen- inga í púkkið og vægur aðgangseyrir var svo heimtur af gestum keppn- innar. Keppnin skilar 300 krónum í tekjuafgang miðað við fjárhagsáætl- un og stendur þannig undir sér. Geri aðrir betur í nákvæmni við áætlana- gerð. Sigurvegarinn syngur í Laugardalshöllinni Sigurvegari keppninnar og kepp- endur sem hlutu 2. sætið munu sem fulltrúar Austurlands taka þátt í söngkeppni SAMFÉS sem haldin verður í Laugardalshöll í Reykjavík 26. janúar nk. Sú keppni er góður undirbúningur fyrir Barkann, söng- keppni framhaldsskólanna, en í þeirri keppni hafa margir ágætir söngvarar fyrst hlotið verulega at- hygli. Um þessar mundir er verið að setja upp heimabíó og öflugt hljóð- kerfi í félagsmiðstöðinni á Egilsstöð- um og hafa nemendur sjálfir fjár- magnað það með fjáröflunum af ýmsu tagi á síðastliðnum tveimur ár- um. Tækin kostuðu eina milljón króna og er áætlað að aðstaðan verði formlega opnuð í febrúar. Þegar er fyrir hendi öflugt tölvuver í félags- miðstöðinni auk annarrar hefðbund- innar aðstöðu.                                                                                                                 !"  #$%  '     !"' ( ' ) *"        +    "    $%  !"   #,+    #, - , . /, 0   ###$  $ %                                             ! Litla svið - VALSÝNING ÖNDVEGISKONUR e. Werner Schwab Í KVÖLD: Lau 20. jan kl. 19 – UPPSELT Fim 25. jan kl. 20 Fös 26. jan kl. 20 Fim 1. feb kl. 20 Fös 2. feb kl. 20 Stóra svið MÓGLÍ e. Rudyard Kipling Sun 21. jan kl. 14 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Sun 28. jan kl. 14 – ÖRFÁ SÆTI LAUS Sun 28. jan kl. 17 – AUKASÝNING – ÖRFÁ SÆTI LAUS Sun 4. feb kl. 14 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Sun 11. feb kl. 14– ÖRFÁ SÆTI LAUS Stóra svið SKÁLDANÓTT e. Hallgrím Helgason Lau 27. jan kl. 19 Lau 3. feb kl. 19 Stóra svið FJANDMAÐUR FÓLKSINS e. Henrik Ibsen Fim 1. feb kl. 20 AÐALÆFING 1000 kr. miðinn Fös 2. feb kl. 20 FRUMSÝNING Litla svið ABIGAIL HELDUR PARTÍ e. Mike Leigh Lau 3. feb kl. 19 Lau 10. feb kl. 19 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sviðið kl. 20.00: !&'(  +" * )  1 )(( *  & 1& 1  1& +1 + ,-. -. ./0123)4  5)  2 !16 *  71&  1 82 +0!!.    */  )   1( $9:$;;7  7+1    &#  !&  1   )(( *  #  !&1   )(( *  # !&+1   )(( *  #  ! Smíðaverkstæðið kl. 20.00: /-,.22, 3'!/ 3)  3 * )  1  &1  & 1  71 <  7+16 *  & 1& 1 )(( *  & 1   7 1& +1&1& !1# +1 !. =>?8 /@A 2 !1 Litla sviðið kl. 20.30: 3 7+/3    +  )   1  7 !1#  2!2B88. 2+B322  $CC%9( $C;$D;" =@ )$2  7 E 7 ()  $4 5 6$ # 7 , 8'       ,*  , * - 6 # ###$ (4 $   F (4 $ " 9 ,    *  Miðasalan er opin mán.-þri. kl. 13-18, mið.-sun. kl. 13-20. 552 3000 Á SAMA TÍMA SÍÐAR KL. 20 lau 27/1 I kort gilda, UPPSELT lau 27/1 kl. 23 miðnætursýning sun 28/ örfá sæti laus sun 4/2 örfá sæti laus SJEIKSPÍR EING OG HANN LEGGUR SIG lau 20/1 kl. 20 UPPSELT fös 26/1 kl. 20 örfá sæti laus lau 3/2 kl. 20 örfá sæti laus lau 10/2 kl. 20 örfá sæti laus fös 16/2 kl. 20 örfá sæti laus 530 3030 SÝND VEIÐI lau 20/1 kl. 20 örfá sæti laus fös 26/1 kl. 20 laus sæti lau 3/2 kl. 21 laus sæti TRÚÐLEIKUR fim 25/1 kl. 20 laus sæti lau 27/1 kl. 20 örfá sæti laus fös 2/2 kl. 20 laust sæti Miðasalan er opin kl. 12-18 virka daga, kl. 14-18 um helgar og fram sýningu alla sýningardaga. Hópasala fyrir leikhús og/eða veitingahús er í síma 530 3042, opið kl. 10-16 virka daga. Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning hefst. midasala@leik.is — www.leik.is   Í HLAÐVARPANUM Háaloft geðveikur svartur gamaneinleikur 20. sýn í kvöld lau. 20. jan kl 21:00 21. sýn. fös. 26. jan. kl. 21 uppselt 22. sýn. þri. 30. jan. kl. 21.00 „Áleitið efni, vel skrifaður texti, góður leikur og vönduð umgjörð.“ (SAB Mbl) „... undirtónninn sár og tregafullur.“ (HF DV) Stormur og Ormur Barnaeinleikur 23. sýn. sun. 21. jan. kl 15:00 Allra síðasta sýning í Kaffileikhúsinu „Halla Margrét fer á kostum“. (GUN Dagur) „Óskammfeilni ormurinn...húmorinn hitti beint í mark...“ SH/Mbl Eva - bersögull sjálfsvarnareinleikur 8. sýn. þri. 23. jan kl 21:00 9. sýn. lau. 27. jan. kl. 21.00 „...textinn er bæði skemmtilegur og sannur í allri sinni tragi-kómik...ég skora á [konur]að fjölmenna og taka karlana með...“ (SAB Mbl.)       /-2&&/GG9H;GG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.