Morgunblaðið - 20.01.2001, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 20.01.2001, Blaðsíða 62
FÓLK Í FRÉTTUM 62 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ EINN meginmunurinn á því að hlýða í fyrsta skiptið á plötu nýgræð- inga og listamanna sem lengra eru komnir er sá að maður fer ósjálfrátt að líta á bakgrunn hinna fyrrnefndu og reyna að negla niður áhrifavalda eða einhverja sem hægt er að bera þá saman við, líklega vegna þess að maður hefur engan feril sér til hlið- sjónar. Doves er breskt rokktríó, nánar til tekið frá vöggu óháða rokksins Manchester, þaðan sem Joy Divis- ion, The Smiths, New Order, Happy Mondays, Stone Roses og Oasis koma, svo fáeinir séu nefndir. Maður kemst einhvern veginn ekki hjá því að skoða tónlist Doves með hliðsjón af þessum ríkulega arfi. Tróið skipa þeir tvíburabræður Jez og Andy Williams, sem leika á trommur og gítar, og bassaleikarinn og aðalsöngvarinn Jimi Goodwin. Þrátt fyrir að Lost Souls sé fyrsta breiðskífa þeirra undir nafninu Dov- es þá hafa þremenningarnir verið að búa til tónlist saman í meira en ára- tug. Á þeim tíma hafa þeir farið um víðan völl og til marks um það þá sköpuðu þeir sér nafn árið 1993 sem dansboltarnir Sub Sub og komu klúbbasmellnum „Ain’t No Love (Ain’t No Use)“ á vinsældalista. Síð- an þá hefur greinilega mikið vatn runnið til sjávar því tónlist Doves er býsna langt frá því að vera danstón- list. Meira að segja á meðan þeir nutu velgengni sem danstríó gældu þeir ætíð við að búa til hreinni og beinni tónlist, ef svo mætti að orði komast, tónlist byggða á grunnhljóð- færum poppsins; gítar, bassa og trommum. Ekki leið á löngu fyrr en þeir gáfu sig á vald tilfinninganna, reistu sitt eigið hljóðver sem þeir skírðu Frank Bough Sound og hófu að fikta við hugðarefni sín. Hin verð- andi Doves varð hinsvegar fyrir miklu áfalli þegar hljóðverið brann til kaldra kola með öllum tilheyrandi tækjabúnaði og upptökum sem sveit- in hafði unnið hörðum höndum að. Staðráðnir í að láta áfallið ekki á sig fá hófust þeir handa við að koma sér áréttan kjöl með því að leika undir með öðrum listamönnum á borð við Badly Drawn Boy. Fyrstu tónar drengjanna undir nýja nafninu Doves litu dagsins ljós í október 1998, fjögurra laga smáskífa sem bar nafnið Cedar í höfuðið á að- allaginu „The Cedar Room“. Lagið féll strax vel í kramið hjá bresku tón- listarpressunni og fékk þónokkra út- varpsspilun. Aðrar smáskífur sem fylgdu í kjölfarið fengu viðlíka góðar móttökur. Um mitt síðasta ár leit síðan dagsins ljós breiðskífan Lost Souls sem beðið var af töluverðri eft- irvæntingu en hana mátti finna of- arlega á flestum ársuppgjörslistum. Það er auðskilið, þegar við fyrstu hlustun, hvers vegna Doves hefur vakið þá athygli í Bretlandi sem raun ber vitni. Sporin sem þeir Williams- tvíburar og Goodwin hafa valið sér er fjölfarin og vænleg til árangurs. Á frumburði sínum hafa þremenning- arnir í Doves valið að feta í þau djúpu fótspor forvera sinna og samborgara sem nefndir voru hér að ofan – end- urmótað þau með eigin fótalagi og lagt til nokkur ansi athyglisverð hlið- arspor. Svo auðgreinanlegar eru ræturnar. Lost Souls inniheldur tólf mis- sterk og eftirminnileg. Nokkur busla æði mikið í meðalmoðinu sem rýrir heildaráhrifin kannski fullmikið en sterku lögin eru blessunarlega í meirihluta og reyndar svo sterk að þau soga mann í sífellu að sér. Í slík- um tilfellum verður maður þakklátur fyrir tækniframfarir, nánar til tekið sjálfvalsmöguleika geislaspilarans, því gott er að geta undanskilið veiku hlekkina. Á sínum bestu augnablikum ætti Lost Souls að vera hreint draumur fyrir þá sem fylgst hafa með bresku neðanjarðarrokki síðustu tvo ára- tugi. Tónlistin er í senn melódísk, stórbrotin og draumkennd og skír- skotar smekklega til fyrri afreka á svipuðum tónlistarslóðum. Það væri ofsögum sagt að segja Goodwin radd- sterkan en hann beitir röddinni af smekkvísi og ör- yggi. Reyndar syngur hann al- veg sláandi líkt Noels Gallagher og dæmi hver fyr- ir sig hvort það er kostur eða löstur. Það er reyndar freistandi að staldra við þessa samlíkingu við Oasis því ég hef ósjaldan fengið þá tilfinningu við að hlusta á Lost Soul að þetta sé platan sem þeir Gallag- her-bræður eru búnir að bögglast við að reyna að gera síðan þeir gerðu eitthvað af viti síðast á (What’s the Story) Morning Glory, tónlist Doves sé á því þroskastigi sem Oasis hefði getað náð ef bræðurnir brúnaloðnu hefðu hugsað um eitt- hvað annað en að velta sér upp úr sviðsljósi og ólyfjan. Þetta kemur sérstaklega skýrt í ljós í besta lagi plötunnar „The Cedar Room“, lagi sem Noel gæfi eflaust hálfan auð sinn fyrir að hafa samið. Vel á minnst, það er annar hápunktur á plötunni sem ég get ekki látið ónefndan „The Man Who Told Everything“, einkar grípandi og fal- legt lag sem í réttlátum heimi ætti að verða stórsmellur. Í ljósi vinsælda Coldplay um þess- ar mundir sé ég því ekkert til fyr- irstöðu að Doves félli eins vel í kram- ið. Tónlist sveitanna er alls ekki keimlík um margt áþekk, melódískt og útvarpsvænt tilfinningarokk. ERLENDAR P L Ö T U R Skarphéðinn Guðmundsson fjallar um Lost Souls, frumburð Manchester- sveitarinnar Doves.  Frumburður Doves er þroskað verk enda eru hér engir nýgræðingar á ferð. Dúfnaveislan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.