Morgunblaðið - 20.01.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 20.01.2001, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 57 FIMM umferðum er lokið á stórmótinu í Wijk aan Zee sem nú stendur yfir í Hollandi. Úrslit fimmtu umferðar urðu þessi: Piket – Fedorov 1-0 Timman – Shirov 0-1 van Wely – Leko 1-0 Adams – Topalov ½-½ Tiviakov – Morozevich 0-1 Kasparov – Kramnik ½-½ Anand – Ivanchuk ½-½ Allra augu beindust að skák Kasparovs gegn Kramnik. Kasp- arov hafði hvítt og Kramnik sá enga ástæðu til að breyta út af uppáhaldsvörn sinni frá heims- meistaraeinvíginu í London, Berl- ínarvörninni í spænska leiknum. Enn einu sinni fékk hann verri stöðu, en enn á ný skorti Kasparov snerpuna til að veita honum náð- arhöggið og skákin endaði með jafntefli eftir spennandi viðureign. Stórmeistarinn Sergei Shipov kall- ar björgun Kramniks reyndar kraftaverk, en það hlýtur að vera orðið þreytandi fyrir Kasparov að telja sigurinn gegn Kramnik öruggan, en uppgötva síðan að svo er ekki. Það verður fróðlegt að fylgjast með því þegar Kramnik fer virkilega að tefla til sigurs gegn Kasparov. Hvor skyldi hafa betur þá? Anand gerði einnig jafntefli. Hann tefldi við Ivanchuk og hafði hvítt. Það var hins vegar Shirov sem skaut helstu keppinautum sín- um ref fyrir rass og tók forystuna með sigri gegn heimamanninum Timman. Þegar mótstaflan er skoðuð sést að vísu, að Shirov hef- ur ekki mætt eins sterkum and- stæðingum og þeir Kasparov og Kramnik, sem eru hálfum vinningi á eftir Shirov líkt og Morozevich. Í gær var frídagur á mótinu, en sjötta umferð verður tefld í dag. Þeim sem vilja fylgjast með skák- unum er bent á vefsíðuna skak.is. Björn Þorfinnsson, sem haft hef- ur forystu á Skákþingi Reykjavík- ur, gerði jafntefli við Benedikt Jónasson í fimmtu umferð og hleypti þar með þeim Davíð Kjart- anssyni og Stefáni Kristjánssyni upp að hlið sér í baráttunni um sigur á mótinu. Úrslit urðu þessi á efstu borðum: 1 Benedikt Jónass. – Björn Þor- finnss. ½:½ 2 Lenka Ptácníková – Davíð Kjartanss. 0:13 Páll Þór- arinsson – Stefán Kristjánss. 0:14 Sævar Bjarnas. – Dagur Arn- grímss. 1:05 Sigurður Steindórss. – Arnar Gunnarss. 1:0 Miklar sviptingar voru á fyrsta borði hjá Birni Þorfinnssyni og Benedikt Jónassyni. Skákin var tvísýn framan af, en þegar báðir áttu u.þ.b. 4 mínútur eftir af um- hugsunartímanum lék Björn af sér manni. Benedikt fékk gjörunnið tafl, en lék af sér peði og stóð eftir með hrók og biskup gegn hrók og var reyndar kominn með unnið tafl, en jafntefli varð niðurstaða. Sævar vann Dag örugglega eftir að hafa unnið peð strax í byrjun tafls. Davíð Kjartansson sigraði Lenku í hróksendatafli eftir að hafa haft betri stöðu lengst af og Stefán vann sannfærandi sigur á Páli Agnari eftir skemmtilega fléttu í miðtaflinu. Arnar Gunn- arsson lék sig slysalega í mát gegn Sigurði Páli Steindórssyni. Staða efstu manna er þessi: 1.-3. Davíð Kjartansson, Stefán Kristjánsson og Björn Þorfinnsson 4½ v. 4.-8. Benedikt Jónasson, Sig- urður P. Steindórsson, Sigurbjörn Björnsson, Sævar Bjarnason og Róbert Harðarson 4 v. 9.-13. Lenka Ptácníková, Jón Viktor Gunnarsson, Ingvar Jóhannesson, Helgi Jónatansson og Tómas Björnsson 3½ v. o.s.frv. Skákáhugamenn eru hvattir til að mæta í Faxafen 12 og fylgjast með þessari spennandi baráttu um titilinn Skákmeistari Reykjavíkur. SKÁK W i j k a a n Z e e 13.–28.1 2001 CORUS- SKÁKMÓTIÐ Enn strandar Kasparov á Berlínarmúr Kramniks Daði Örn Jónsson VERÐLAUNASAMKEPPNI í heimasíðugerð í grunnskólum Reykjavíkur er hafin. Fræðsluráð efndi til keppninnar af því að það tel- ur að heimasíður eigi eftir að gegna mikilvægu hlutverki í öllum sam- skiptum skólasamfélagsins í framtíð- inni og eðlilegt að yngsta kynslóðin taki virkan þátt í að móta hana. Nemendur fá stuðning hjá kennur- um við heimasíðugerðina og er það von fræðsluráðs að keppnin veki áhuga bæði nemenda og kennara. Allir nemendur í grunnskólum Reykjavíkur veturinn 2000–2001 geta tekið þátt í keppninni. Þeir sem áhuga hafa mynda 3–5 manna hópa og vinna undir umsjón kennara. Keppt verður um bestu vefsíðuna í þremur flokkum: Betri borg, Landa- fundirnir miklu og Könnun geimsins. Skráning í keppnina hófst 11. des- ember og stendur til 15. febrúar. Á skráningarformi þarf að koma fram nafn skóla, nafn umsjónarkennara hópsins, nöfn nemenda, aldur þeirra og bekkur. Hver nemandi getur að- eins skráð sig í einn keppnishóp. Öll liðin fá úthlutað vefsvæði hjá Ís- lenska menntanetinu. Hægt er að skrá sig á heimasíðu keppninnar http://keppni.ismennt.is. Gerð vef- síðunnar á að vera lokið fyrir 6. apríl. Dómnefnd velur bestu síðurnar og verða þrenn verðlaun í hverjum flokki afhent í maí. 1. verðlaun eru Adobe Premier- myndvinnsluforrit frá SKÝRR, 2. verðlaun eru stafræn myndavél frá Línu.Neti og 3. verðlaun eru Canon 650U skanni frá Nýherja. Heimasíðu- keppni grunnskóla- barna FERÐAFÉLAGIÐ Útivist fer á sunnudaginn 21. janúar kl.10.30 í gönguferð um friðlandið á Heið- mörk. Brottför er frá BSÍ og ekið inn á á Heiðarveg og gengið þaðan að Hólmsborg, fallegri hringhlaðinni fjárborg frá árinu 1918 og inn að norska húsinu, en síðan til baka um skógarstíga að Vígsluflöt og Undan- fara eftir því sem tíminn leyfir. Við Undanfara hófst skógrækt í Heið- mörk árið 1949. Áætlaður göngutími 3 klst. Verð. 900 kr f. félaga og 1.100 kr f. aðra. Þetta er kjörin fjölskylduganga. Vetrarganga Útivistar í Heiðmörk ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.