Morgunblaðið - 20.01.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.01.2001, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Síðumúla 13 Sími 588 5108 Spænskar hillusamstæður Teiknum og gerum verðtilboð ill eiknu og geru verðtilboð Útsalal Útsalal 10—50% afslátturl Úrval sófaborðal f Spænsk húsgögn í úrvali Stykkishólmi - Bæjarstjórn Stykk- ishólms hélt sinn 150. fund þann 15. janúar, þar sem fjárhagsáætlun bæj- arins og undirfyrirtækja var af- greidd með 7 samhljóða atkvæðum. Skatttekjur bæjarsjóðs eru 270 milljónir kr. Fjárfestingar eru áætl- aðar fyrir 46 m.kr. og lækkaðar skuldir um 18 m.kr. Rekstrargjöld eru því tæplega 80% af skatttekjum og 85% með fjármagnskostnaði. Rekstrargjöld eru 214 m.kr. eftir að 85 m.kr. tekjur málaflokka hafa ver- ið dregnar frá. Í þessari fjárhagsáætlun er stigið fyrsta skrefið til lækkunar skulda eftir þá miklu uppbyggingu sem ver- ið hefur á síðustu árum við hitaveitu- og sundlaugarframkvæmdir. Þessi niðurstaða er nokkru betri en áætlað var við afgreiðslu þriggja ára áætl- unar 2001-2003 sem afgreidd var í fyrra. Aukin uppbygging þjónustumann- virkja kallar á aukinn rekstrarkostn- að er rekstrarútgjöldum er sem sem áður haldið undir 80%. Langstærsti útgjaldaliðurinn er fræðslumál, 106 m.kr., eða tæplega 50% af öllum útgjöldum bæjar- félagsins. Á eftir koma félagsþjón- ustan með 27 m.kr. og æskulýðs- og íþróttamál með 26 m.kr. Helstu fjárfestingar eru til gatna- og holræsa auk fjármuna til fræðslu- og menningarmála. Einnig er gert ráð fyrir að undirbúningsfram- kvæmdir vegna Unglingalandsmóts UMFÍ í Stykkishólmi 2002 verði að nokkru leyti unnar á þessu ári, fyrir um 5 m.kr. Aðrar umtalsverðar framkvæmdir sem verða í gangi á þessu ári á veg- um stofnana eða fyrirtækja bæjar- félagsins eru: Framkvæmdir við stækkun á mat- sal og endurnýjun tækjakosts í eld- hús Dvalarheimilisins í Stykkishólmi og varaaflstöð fyrir Hitaveitu Stykk- ishólms sem staðsett verður í varma- skiptistöðinni. Tekjur undirfyrirtækja eru 128 m.kr., rekstrargjöld 75 m.kr. og heildarlækkun skulda 26 m.kr. Gert ráð fyrir unglingalandsmóti UMFÍ 2002 á fjárhagsáætlun Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Bæjarstjórn Stykkishólms á 150. fundinum. Í fremri röð eru: Óli Jón Gunnarsson, Dagný Þórisdóttir og Rúnar Gíslason. Í aftari röð: Davíð Sveinsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Eyþór Benediktsson, Aðalsteinn Þor- steinsson og Erling Garðar Jónasson. Skref til skuldalækkun- ar eftir uppbyggingu TVÆR SILKITOPPUR hafa gert sig heimkomnar í húsagörðum íbúa við Sólhlíð og Fífilsgötu í Vestmannaeyjum. Heimilisfólkið þar hefur gefið þeim að borða, m.a. epli sem fuglarnir hafa borð- að með bestu lyst. Ólafur Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sagði silkitoppur nokkuð algenga gesti hér á landi en þær taka sig upp frá varpheimkynnum sínum í Skandinavíu og Rússlandi þegar hausta tekur og dreifast um alla Evrópu. Silkitoppur eru norðlægur fugl á stærð við skógarþröst og á hann náttúruleg heimkynni í barrskógum þar sem hann lifir á berjum. Ólafur segir að sum haust skipti fjöldi silkitoppa á Íslandi hundruðum eða þúsundum og þær fylli þá alla garða og klári reyniber af trjám og hreinsi upp berjarunna. Fuglagangan í haust sem leið hefði þó verið lítil og fáir fuglar á ferðinni. Ólafur segir fuglana þola kulda vel en þeir þurfi að- stoð við ætisöflun hér á landi yfir háveturinn. Einnig hefur sést til silkitoppa nú í janúar á Dalvík og Akureyri auk þess sem tilkynnt var um eina í Borgarfirði á miðvikudag. Íbúarnir við Sólhlíð og Fífils- götu ætla að gefa fuglunum áfram og segja að gestirnir smáu séu í vinalegri kurteisisheimsókn.Morgunblaðið/Sigurgeir Silki- toppur í heimsókn Í NOKKRUM sveitarfélögum er til umræðu að veita afslátt af sorphirðugjöldum vegna flokkunar úrgangs og er þá við það miðað að lífrænn úrgangur sé flokkaður frá öðru heim- ilissorpi. Í Hrísey hefur verið tekið upp það fyrir- komulag að veita afslátt vegna flokkunar sorps og var sagt frá því í laugardagsblaði Morg- unblaðsins. Stefán Gíslason, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á Íslandi, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann vissi ekki til þess að þetta hefði verið framkvæmt víðar á landinu, en það væri dálítil umræða um þetta í sveit- arfélögum hér og þar að veita afslátt af sorp- hirðugjöldum þegar um flokkun sorps væri að ræða. Þá væri um það að ræða að flokka líf- rænan úrgang frá og setja hann í safnkassa eða jarðgerðartank og búa til mold í eigin garð. Það þýddi að öllum plöntu- og dýraleif- um úr eldhúsi og garði væri haldið sér, þ.á m. kaffikorgi, eggjaskurni, og heyi úr garðinum, auk matarafganga. Sorphirðugjöld duga ekki fyrir nema 40–60% kostnaðarins Stefán sagði að sorphirðugjöld í sveitar- félögum almennt dygðu ekki nema fyrir 40– 60% af heildarkostnaði við sorphirðuna. Í Hrísey væri kostnaðurinn við sorphirðuna gegnsær vegna þess að allt sorp væri flutt í land og því væri hagur samfélagsins af því að minnka flutninginn augljós. Það sama gilti ekki annars staðar vegna þess að sorphirðan væri niðurgreidd úr sam- eiginlegum sjóði sveitarfélagsins og ekki nema hluti kostnaðarins við að hirða sopið og farga því væri augljós af þeim sökum. Afsláttur hugsanlegur hjá fleirum Flokkun úrgangs í sveitarfélögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.