Morgunblaðið - 20.01.2001, Síða 20

Morgunblaðið - 20.01.2001, Síða 20
LANDIÐ 20 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Síðumúla 13 Sími 588 5108 Spænskar hillusamstæður Teiknum og gerum verðtilboð ill eiknu og geru verðtilboð Útsalal Útsalal 10—50% afslátturl Úrval sófaborðal f Spænsk húsgögn í úrvali Stykkishólmi - Bæjarstjórn Stykk- ishólms hélt sinn 150. fund þann 15. janúar, þar sem fjárhagsáætlun bæj- arins og undirfyrirtækja var af- greidd með 7 samhljóða atkvæðum. Skatttekjur bæjarsjóðs eru 270 milljónir kr. Fjárfestingar eru áætl- aðar fyrir 46 m.kr. og lækkaðar skuldir um 18 m.kr. Rekstrargjöld eru því tæplega 80% af skatttekjum og 85% með fjármagnskostnaði. Rekstrargjöld eru 214 m.kr. eftir að 85 m.kr. tekjur málaflokka hafa ver- ið dregnar frá. Í þessari fjárhagsáætlun er stigið fyrsta skrefið til lækkunar skulda eftir þá miklu uppbyggingu sem ver- ið hefur á síðustu árum við hitaveitu- og sundlaugarframkvæmdir. Þessi niðurstaða er nokkru betri en áætlað var við afgreiðslu þriggja ára áætl- unar 2001-2003 sem afgreidd var í fyrra. Aukin uppbygging þjónustumann- virkja kallar á aukinn rekstrarkostn- að er rekstrarútgjöldum er sem sem áður haldið undir 80%. Langstærsti útgjaldaliðurinn er fræðslumál, 106 m.kr., eða tæplega 50% af öllum útgjöldum bæjar- félagsins. Á eftir koma félagsþjón- ustan með 27 m.kr. og æskulýðs- og íþróttamál með 26 m.kr. Helstu fjárfestingar eru til gatna- og holræsa auk fjármuna til fræðslu- og menningarmála. Einnig er gert ráð fyrir að undirbúningsfram- kvæmdir vegna Unglingalandsmóts UMFÍ í Stykkishólmi 2002 verði að nokkru leyti unnar á þessu ári, fyrir um 5 m.kr. Aðrar umtalsverðar framkvæmdir sem verða í gangi á þessu ári á veg- um stofnana eða fyrirtækja bæjar- félagsins eru: Framkvæmdir við stækkun á mat- sal og endurnýjun tækjakosts í eld- hús Dvalarheimilisins í Stykkishólmi og varaaflstöð fyrir Hitaveitu Stykk- ishólms sem staðsett verður í varma- skiptistöðinni. Tekjur undirfyrirtækja eru 128 m.kr., rekstrargjöld 75 m.kr. og heildarlækkun skulda 26 m.kr. Gert ráð fyrir unglingalandsmóti UMFÍ 2002 á fjárhagsáætlun Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Bæjarstjórn Stykkishólms á 150. fundinum. Í fremri röð eru: Óli Jón Gunnarsson, Dagný Þórisdóttir og Rúnar Gíslason. Í aftari röð: Davíð Sveinsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Eyþór Benediktsson, Aðalsteinn Þor- steinsson og Erling Garðar Jónasson. Skref til skuldalækkun- ar eftir uppbyggingu TVÆR SILKITOPPUR hafa gert sig heimkomnar í húsagörðum íbúa við Sólhlíð og Fífilsgötu í Vestmannaeyjum. Heimilisfólkið þar hefur gefið þeim að borða, m.a. epli sem fuglarnir hafa borð- að með bestu lyst. Ólafur Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sagði silkitoppur nokkuð algenga gesti hér á landi en þær taka sig upp frá varpheimkynnum sínum í Skandinavíu og Rússlandi þegar hausta tekur og dreifast um alla Evrópu. Silkitoppur eru norðlægur fugl á stærð við skógarþröst og á hann náttúruleg heimkynni í barrskógum þar sem hann lifir á berjum. Ólafur segir að sum haust skipti fjöldi silkitoppa á Íslandi hundruðum eða þúsundum og þær fylli þá alla garða og klári reyniber af trjám og hreinsi upp berjarunna. Fuglagangan í haust sem leið hefði þó verið lítil og fáir fuglar á ferðinni. Ólafur segir fuglana þola kulda vel en þeir þurfi að- stoð við ætisöflun hér á landi yfir háveturinn. Einnig hefur sést til silkitoppa nú í janúar á Dalvík og Akureyri auk þess sem tilkynnt var um eina í Borgarfirði á miðvikudag. Íbúarnir við Sólhlíð og Fífils- götu ætla að gefa fuglunum áfram og segja að gestirnir smáu séu í vinalegri kurteisisheimsókn.Morgunblaðið/Sigurgeir Silki- toppur í heimsókn Í NOKKRUM sveitarfélögum er til umræðu að veita afslátt af sorphirðugjöldum vegna flokkunar úrgangs og er þá við það miðað að lífrænn úrgangur sé flokkaður frá öðru heim- ilissorpi. Í Hrísey hefur verið tekið upp það fyrir- komulag að veita afslátt vegna flokkunar sorps og var sagt frá því í laugardagsblaði Morg- unblaðsins. Stefán Gíslason, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á Íslandi, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann vissi ekki til þess að þetta hefði verið framkvæmt víðar á landinu, en það væri dálítil umræða um þetta í sveit- arfélögum hér og þar að veita afslátt af sorp- hirðugjöldum þegar um flokkun sorps væri að ræða. Þá væri um það að ræða að flokka líf- rænan úrgang frá og setja hann í safnkassa eða jarðgerðartank og búa til mold í eigin garð. Það þýddi að öllum plöntu- og dýraleif- um úr eldhúsi og garði væri haldið sér, þ.á m. kaffikorgi, eggjaskurni, og heyi úr garðinum, auk matarafganga. Sorphirðugjöld duga ekki fyrir nema 40–60% kostnaðarins Stefán sagði að sorphirðugjöld í sveitar- félögum almennt dygðu ekki nema fyrir 40– 60% af heildarkostnaði við sorphirðuna. Í Hrísey væri kostnaðurinn við sorphirðuna gegnsær vegna þess að allt sorp væri flutt í land og því væri hagur samfélagsins af því að minnka flutninginn augljós. Það sama gilti ekki annars staðar vegna þess að sorphirðan væri niðurgreidd úr sam- eiginlegum sjóði sveitarfélagsins og ekki nema hluti kostnaðarins við að hirða sopið og farga því væri augljós af þeim sökum. Afsláttur hugsanlegur hjá fleirum Flokkun úrgangs í sveitarfélögum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.