Morgunblaðið - 20.01.2001, Blaðsíða 44
KRABBAMEINSFÉLAGIÐ 50 ÁRA
44 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
utan þess, nýtt þennan efnivið til
rannsókna. Með þátttöku í fjölþjóð-
legu samstarfi lögðu þessir ís-
lensku vísindamenn mikilvægt lóð
á vogarskálarnar í vinnu sem leiddi
til þess að á síðasta áratug tókst að
finna tvö gen sem auka mjög
áhættu á brjóstakrabbameini.
Norrænar
samstarfsrannsóknir
Samvinnan við norrænu krabba-
meinsskrárnar snýst ekki eingöngu
um gæði og nákvæmni skráningar,
þar er einnig um að ræða víðtækt
vísindasamstarf. Það felst meðal
annars í samanburði milli landanna
varðandi nýgengi krabbameina og
lífshorfur og spár um fjölda og
dánartíðni. Samanburðurinn getur
gefið vísbendingar um orsakir fyrir
mismun á áhættu milli landanna. Í
kjölfarið hafa fylgt samstarfsrann-
sóknir á margvíslegum áhættu-
þáttum. Spárnar um framtíðar-
fjölda krabbameina sýna að mikil
aukning er væntanleg á næstu ára-
tugum. Slíkar upplýsingar eru
ómetanlegar fyrir heilbrigðisyfir-
völd og gera þeim kleift að búa í
haginn fyrir breyttar aðstæður.
Lokaorð
Krabbameinsfélagið hefði ekki
getað áorkað miklu í faraldsfræði-
legum rannsóknum á krabbamein-
um ef ekki hefði komið til samstarf
við fjölmarga aðila utan félagsins.
Þar er t.d. um að ræða lækna og
annað starfsfólk á sjúkrahúsunum
sem hefur sent upplýsingar um
krabbamein til skrárinnar, lækna
sem komið hafa að leitarstarfinu,
Hagstofuna og loks ýmsa vísinda-
menn. Engu að síður er ljóst að
Krabbameinsfélagið hefur þarna
gegnt mikilvægu hlutverki. Þar
hefur ætíð verið fylgt þeirri stefnu
að leggja áherslu á stuðning við
rannsóknir á útbreiðslu og orsök-
um krabbameina. Nauðsynleg að-
staða og fjárframlög til verkefna
hafa fengist hjá félaginu og að baki
liggur ötult starf einstaklinga í að-
ildarfélögum Krabbameinsfélags-
ins við halda þessu gangandi, fjár-
öflun og síðast en ekki síst
stuðningur þjóðarinnar.
KRABBAMEINSSKRÁIN er
grundvöllur íslenskra faraldsfræði-
rannsókna á krabbameinum. Þar
eru skráð öll mein
sem hafa greinst á
Íslandi síðan 1954
og liggur þar að
baki mikil yfirferð
og nákvæmnisvinna.
Íslenska Krabba-
meinsskráin hefur
náin tengsl við aðr-
ar norrænar
krabbameinsskrár.
Skráningaraðferðir
þeirra eru sam-
ræmdar, en þessar
fimm skrár eru tald-
ar þær bestu af sínu
tagi sem til eru.
Níels Dungal læknir
stóð fyrir stofnun ís-
lensku skrárinnar um svipað leyti
og hinar norrænu skrárnar voru
stofnaðar. Fyrsti yfirlæknir skrár-
innar var Ólafur Bjarnason og síð-
an tók við núverandi yfirlæknir,
Hrafn Tulinius. Auk þess að vera
grundvöllur rannsókna á orsökum
krabbameina gefur Krabbameins-
skráin út tölfræðilegar upplýsing-
ar, svo sem um nýgengi, algengi og
lifun, en nýgengi er árlegur fjöldi
nýgreindra á hverja 100.000 íbúa
og algengi er fjöldi einstaklinga á
lífi með tiltekinn sjúkdóm á
ákveðnum tímapunkti. Árlegur
fjöldi nýgreindra er sýndur í töflu 1
fyrir hvert hinna þriggja meina
sem hafa hæst nýgengi. Þar sést
einnig fjöldi einstaklinga á lífi með
þessi mein í árslok 1999.
Á mynd 1 kemur fram
að lífshorfur hafa batnað
mikið fyrir sum þessara
meina síðustu áratugi.
Hvað er
faraldsfræði?
Faraldsfræði er vís-
indagrein er fæst við
rannsóknir á útbreiðslu
og orsökum sjúkdóma.
Sérstaða hennar felst
meðal annars í því að
um er að ræða rann-
sóknir á fólki en ekki
dýrum, frumum eða
byggingareiningum
þeirra. Tengsl sjúkdóma
við þætti sem auka eða draga úr
áhættu eru m.a. rannsökuð með því
að kanna hvort einstaklingar sem
veikjast hafi orðið fyrir áreiti af
völdum viðkomandi þátta í meira
mæli en viðmiðunarhópar. Þróaðar
hafa verið sérstakar aðferðir við
þessar rannsóknir og er tölfræðin
þarna afar mikilvæg. Þættir þeir
sem hér um ræðir, geta verið
margvíslegir. Sem dæmi má taka
ytri þætti eins og einstök næring-
arefni, mengun og geislun eða þá
meðfædd einkenni, þ.e.a.s. arf-
genga þætti. Hjá Krabbameins-
félaginu hafa verið stundaðar far-
aldsfræðilegar rannsóknir í hálfa
öld, allt síðan Níels Dungal kannaði
tengsl mataræðis og magakrabba-
meins. Rannsókn á aukinni áhættu
á brjóstakrabbameini með nýjum
fæðingarhópum vakti alþjóðlega
athygli árið 1974. Síðan þá hafa
faraldsfræðilegar rannsóknir
félagsins einkum beinst að horm-
ónatengdum og arfgengum
áhættuþáttum brjóstakrabba-
meins.
Heilsusögubankinn
Er Leitarstöð Krabbameins-
félagsins tók til starfa 1964 var af
mikilli framsýni hafist handa við að
safna faraldsfræðilegum upplýs-
ingum samhliða leitarstarfinu.
Konur sem mættu í leitina voru
beðnar að svara spurningum um
ýmsa heilsufarsþætti. Þarna var
spurt um atriði sem talið var að
gætu tengst áhættu á að greinast
með legháls- eða brjóstakrabba-
mein. Allar þessar upplýsingar
hafa verið mikið nýttar til rann-
sókna. Á grundvelli þeirra birtust
niðurstöður árið 1978, þar sem vís-
indamenn hjá Krabbameinsfélag-
inu voru með þeim fyrstu til að
sýna fram á að aukinn fjöldi fæð-
inga dregur úr líkum á brjósta-
krabbameini. Fleiri rannsóknir
fylgdu í kjölfarið sem áttu sinn þátt
í að auka skilning á tengslum
brjóstakrabbameins og hormóna-
tengdra þátta. Enn er leitað fanga
á þessi mið, því margt þarf enn að
skýra varðandi samspil hormóna
og brjóstakrabbameins. Einnig
hafa upplýsingarnar verið notaðar
til að kanna breytingar á notkun
hormónalyfja eftir aldurshópum
auk þess sem þarna var efniviður
til að rannsaka breytingar á aldri
við upphaf blæðinga hjá íslenskum
konum (sjá mynd 2), en sýnt hefur
verið fram á tengsl milli lækkandi
áhættu á brjóstakrabbameini og
þess að byrja seint með blæðingar.
Rannsóknir á arfgengum
áhættuþáttum
Alþjóðakrabbameinsrannóknar-
stofnuninn í Lyon í Frakklandi
veitti Krabbameinsfélaginu styrk
árið 1972 til að safna upplýsingum
um ættir kvenna með brjósta-
krabbamein. Hrafn Tulinius var í
forsvari fyrir þeirri söfnun, en
hann stundaði vísindarannsóknir í
Lyon á þessum tíma. Þá þegar
þótti sýnt að Ísland væri kjörinn
staður til rannsókna á arfgengi
krabbameina og að íslenskir vís-
indamenn væru líklegir til góðra
verka. Með aðstoð ættfræðinga hjá
erfðafræðinefnd Háskóla Íslands
og einnig utan hennar tókst að
koma upp merku ættasafni hjá
Krabbameinsfélaginu. Rannsóknir
á aukinni áhættu í ættum kvenna
með brjóstakrabbamein, byggðar á
hinum góða og óbjagaða íslenska
efnivið, vöktu alþjóðlega athygli.
Síðustu áratugi hafa svo erfðafræð-
ingar, læknar og faraldsfræðingar,
bæði hjá Krabbameinsfélaginu og
Faraldsfræðilegar rannsóknir
hjá Krabbameinsfélaginu
Íslenskir vísindamenn, segir
Laufey Tryggvadóttir, hafa lagt
mikilvægt lóð á vogarskálarnar í vinnu
sem leiddi til þess að á síðasta áratug
tókst að finna tvö gen sem auka
mjög hættu á brjóstakrabbameini.
Laufey
Tryggvadóttir
!
#"
$"
#"
$"
Höfundur er faraldsfræðingur hjá
Krabbameinsfélagi Íslands
Bridsfélag
Kópavogs
Fimmtudaginn 18.janúar var spil-
að þriðja og síðasta kvöldið í tví-
menning kebab-hússins.
Besta skori kvöldsins náðu í n-s
meðalskor 216
Ármann J. Láruss.-Gísli Þór Tryggvas. 257
Ragnar Björnss.-Sigurður Sigurjónss. 243
Árni M. Björnss.-Heimir Þ. Tryggvas. 240
A-V
Gísli Steingr.son-Sigurður Steingrímss. 264
Jens Jensson-Bryndís Þorsteinsdóttir 259
Ester Jakobsd.-Dröfn Guðmundsd. 228
Lokastaðan varð þessi
Þórður Björnss.-Bernódus Kristinss. 717
Ragnar Björnss.-Sigurður Sigurjónss. 711
Ester Jakobsd.-Dröfn Guðmundsd. 706
Gísli Steingrímss.-Sigurður Steingrss. 696
Ármann J. Lárusson-Gísli Tryggvason 692
Fimmtudaginn 25.janúar hefst
Aðalsveitakeppni félagsins
Skráning er hafin og geta sveitir
skráð sig í síma: 586-1319 Heimir og
565-1691 Árni Már
Stökum spilurum eða pörum verð-
ur hjálpað til að mynda sveitir..
Spilað er í Þinghól við Hamra-
borgina. Spilamennska hefst kl.19.45
og hvetjum við alla til að mæta.
Gullsmárabrids
Bridsdeild FEBK í Gullsmára
spilaði tvímenning á tíu borðum
fimmtudaginn 19. janúar. Miðlungur
216. Beztum árangri náðu:
NS
Dóra Friðleifsdóttir og Guðjón Ottósson 276
Kristján Guðmss. og Sigurður Jóhannss. 236
Kjartan Elíasson og Guðni Ólafsson 230
AV
Guðrún Pálsdóttir og Sigurður Pálsson 267
Þórhallur Árnas. og Þórmóður Stefánss. 245
Sigurður Björnsson og Bragi Bjarnason 235
- Eldri borgarar spila að Gull-
smára 13 mánudaga og fimmtudaga.
Mæting kl. 12.45.
BRIDS
U m s j ó n A r n ó r G .
R a g n a r s s o n
Bridsdeild Félags eldri
borgara í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði Glæsibæ. Fimmtud. 11. janúar
2001. 24 pör. Meðalskor 216 stig.
Árangur N-S:
Júlíus Guðmundss.– Rafn Kristjánss. 268
Elín Jónsdóttir – Soffía Theódórsdóttir 247
Kristján Ólafsson – Eysteinn Einarsson 243
Árangur A-V:
Ólafur Ingvarsson – Bergur Þorvaldsson256
Fróði B. Pálsson – Þórarinn Árnason 238
Ingibjörg Stefánsd. – Þorsteinn Davíðss. 233
Tvímenningskeppni spiluð mánud.
14. janúar. 26 pör. Meðalskor 216
stig.
Árangur N-S:
Viggó Nordquist – Tómas Jóhannsson 259
Þorsteinn Laufdal – Magnús Halldórss. 247
Jón Stefánsson – Sæmundur Björnsson 241
Árangur A-V:
Bragi Björnsson – Ólafur Ingvarsson 263
Auðunn Guðmundss. – Albert Þorst.s. 252
Magnús Jósefsson – Hannibal Helgason 227
Bridsfélag
Hafnarfjarðar
Fyrstu tvær umferðirnar í aðal-
sveitakeppni félagsins voru spilaðar
mánudaginn 15. janúar og er staða
efstu sveita þannig að þeim loknum:
Sveit Atla Hjartarsonar 38
Sveit Guðna Ingvarssonar 36
Sveit Högna Friðþjófssonar 33
Spilarar eru minntir á Reykjanes-
mótið í sveitakeppni, sem fram fer í
félagsheimilinu Mánagrund við
Sandgerðisveg um næstu helgi og
hefst kl. 10 á laugardeginum.
Spilað er um Reykjanesmeistara-
titilinn og jafnframt fá fjórar efstu
sveitirnar þátttökurétt í undan-
keppni Íslandsmótsins í sveita-
keppni síðar í vetur.
Þátttaka tilkynnist til Sigurjóns í
síma 898 0970 eða á netfang: sigur-
jon@uu.is
Bridsfélag Barðstrendinga
og Bridsfélag kvenna
Mánudaginn 15. jan. sl. var spil-
aður tvímenningur. 24 pör mættu,
meðalskor 216 stig.
Hæsta skor í N/S
Birna Stefnisd. – Aðalsteinn Steinþórss. 262
Eyþór Haukss. – Helgi Samúelss. 239
Anna G. Nielsen – Guðlaugur Nielsen 238
Hæsta skor í A/V
María Haraldsd. – Þórður Sigfúss. 264
Guðm. Guðmundss. – Gísli Sveinss. 237
Valdimar Sveinss. – Friðjón Magnúss. 234
Mánudaginn 22. jan. nk. verður
spilaður tvímenningur. Mánudaginn
29. jan. hefst aðalsveitakeppni 2001.