Morgunblaðið - 20.01.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 20.01.2001, Blaðsíða 52
KIRKJUSTARF 52 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ANNAÐ kvöld, sunnud. 21. janúar, verður kvöldmessa í Grensáskirkju og hefst hún kl. 20. Kvöldmessan ætti að höfða til þeirra sem vilja gjarnan sækja guðs- þjónustur í kirkju en finnst hefð- bundið form þunglamalegt og frá- hrindandi. Lagt er upp úr léttum og kröftug- um söng við píanóundirleik. Allt form messunnar er mjög einfalt og töluðu máli stillt í hóf. Sjálf messan tekur innan við klukkustund en að henni lokinni er molasopi í safnaðar- heimilinu. Slíkar kvöldmessur eru í Grens- áskirkju þriðja sunnudag í mánuði yfir vetrartímann. Þær miðast ekki við neinn einn hóp öðrum fremur og að sjálfsögðu eru allir velkomnir! Æðruleysismessa Dómkirkjunnar ÆÐRULEYSISMESSA Dómkirkj- unnar tileinkuð fólki í leit að bata eftir tólfsporakerfinu verður í Dóm- kirkjunni í Reykjavík sunnudags- kvöldið 21. janúar kl. 20.30. Þar eru allir velkomnir til tilbeiðslu og æðru- leysis. Lofgjörðina leiðir söngkonan lífsglaða Anna Sigríður Helgadóttir við undirleik bræðranna fjölhæfu Harðar og Birgis Bragasona. Einnig munu Evróvisjóngaurarnir Grétar Örvarsson og Einar Ágúst gleðja okkur með söng. Sr. Karl V. Matthíasson leiðir stundina, sr. Jakob Ágúst Hjálmars- son predikar og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir leiðir fyrirbæn. Jafn- framt verður reynslusögu deilt með viðstöddum. Í lok stundarinnar verður fólki boðið fram til fyrirbæna og smurningar. Æðruleysismessur eru einstakar og helgar stundir þar sem fólk kem- ur og leitar af heiðarleika eftir sam- félagi við Guð og meðbræður sína. Það sem einkennir messurnar er létt sveifla í helgri alvöru. Æðruleysis- messur eru 21. aldar messur og það eru allir velkomnir. Samkirkjulega bænavikan Á MORGUN, sunnudaginn 21. jan- úar, hefst hin árlega samkirkjulega og alþjóðlega bænavika um einingu kristinna manna. Bænavikan hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni á morgun kl. 11 og predikar Miriam Óskarsdóttir frá Hjálpræðishernum. Síðan verða nokkrar kvöldsamkom- ur, sem allar hefjast kl. 20.30. Mið- vikudagskvöldið 24. janúar verður samkoma í Kristskirkju í Landakoti og predikar þar herra Johannes Gij- sen, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Fimmtudagskvöldið 25. janúar verður samkoma í Herkast- alanum og predikar þar sr. Jakob Rolland, sóknarprestur í St. Jósef- skirkju í Hafnarfirði. Föstudags- kvöldið 26. janúar verður samkoma í Aðventkirkjunni og predikar þar sr. Hjalti Guðmundsson, dómkirkju- prestur. Bænavikunni lýkur laugar- dagskvöldið 27. janúar með sam- komu í Fíladelfíukirkjunni. Það er samstarfsnefnd kristinna trúfélaga, sem stendur að bænavikunni og eru allir velkomnir á samkomurnar. Senjoritur í Kópavogskirkju ÞAÐ er fastur liður í helgihaldi Kópavogskirkju að kórar komi í heimsókn, taki þátt í almennum safnaðarsöng og syngi sérstaklega að lokinni predikun. Nú á sunnudag- inn, 21. janúar, kl. 14, koma Senjorít- ur Kvennakórs Reykjavíkur í heim- sókn og syngja nokkra sálma/lög undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdótt- ur. Séra Ólöf Ólafsdóttir predikar og sóknarprestur þjónar fyrir altari. Fermingarstúlkur lesa ritningar- lestra, kór Kópavogskirkju syngur og leiðir safnaðarsöng undir stjórn Julians Hewlett organista. Alfanámskeið í Íslensku Kristskirkjunni NÆSTA Alfanámskeið hjá Íslensku Kristskirkjunni hefst þriðjudaginn 6. febrúar næstkomandi. Þetta er sjötta Alfanámskeiðið sem við höld- um hér í Reykjavík. Alfa er aðgengilegt námskeið fyrir þá sem vilja endurnýja og lífga upp á barnatrúna; rifja upp helstu atriði kristninnar; leita svara við mikil- vægustu spurningum lífsins og lifa heilbrigðu og góðu lífi, og þessu til viðbótar að vera í góðum félagsskap. Alfa stendur yfir tíu þriðjudags- kvöld frá kl. 19 til 22. Námskeiðið kostar aðeins 4.000 krónur og þá er allt innifalið: kennsla, námskeiðs- gögn og matur. Skráning fer fram á skrifstofu Ís- lensku Kristskirkjunnar, Bíldshöfða 10, Reykjavík (ath. skrifstofan er lokuð á mánudögum og f.h. aðra virka daga). Íslenska Kristskirkjan, Bíldshöfða 10, 2. hæð. Leikari í heimsókn í sunnudagaskólann í Digraneskirkju og sálfræðingur í hjónastarfið Á MORGUN kemur Eggert Kaaber, leikari, í heimsókn í sunndudagskól- ann, sem er kl. 11 um leið og messan. Hann flytur leikþáttinn Ævintýrið um óskirnar tíu. Það byggir á bók- inni Við Guð erum vinir eftir Kari Vinje. Eggert bregður sér í ýmis hlutverk í leikritinu af alkunnu fjöri. Síðar á sunnudag fær hjónastarf Digraneskirkju Martein Steinar Jónsson, sálfræðing, á fund kl. 20:30. Hann mun fjalla um áhrif meðvirkni á samskipti hjóna og áhrif meðvirkni á tilfinningaþroska barna. Hér um mjög áhugavert erindi að ræða sem á erindi til allra. Á eftir er boðið upp á stutta kyrrðarstund í kirkjunni fyrir þá sem vilja og geta. Dag- skránni lýkur milli kl. 22 og 22.30. Góður gestur heim- sækir KFUM og KFUK á morgun SR. EGILL Hallgrímsson, sóknar- prestur í Skálholti, verður ræðu- maður á samkomu í aðalstöðvum félaganna kl. 17:00. Hann mun fjalla um efni samkomunnar sem er: „Hegðið yður eins og samboðið er fagnaðarerindinu“. Magnea Sverris- dóttir, æskulýðsfulltrúi í Hallgríms- kirkju, sem á sæti í æsklýðsnefnd KFUM og KFUK, mun byrja sam- komuna með stuttu ávarpi og bæn og Katrín Þ. Guðlaugsdóttir mun gleðja samkomugesti með söng. Fjölbreytt starf verður fyrir börnin á meðan samkoman stendur yfir. Á eftir geta samkomugestir staldrað við og spjallað saman yfir ljúffengri máltíð á mjög hagstæðu verði. Allir eru hjartanlega velkomnir. Kvöldvaka í Fríkirkjunni í Hafnarfirði EINU sinni í mánuði er boðið upp á notalegar kvöldvökur við kertaljós í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og hafa þessar samverustundir notið vin- sælda. Fyrsta kvöldvakan á þessu nýja ári verður á sunnudagskvöldið 21. janúar og hefst kl. 20. Eins og áður hefur Örn Arnarson tónlistarmaður umsjón með söng og tónlist og fær til liðs við sig hæfileikafólk á því sviði. Að þessu sinni verður sr. Bern- harður Guðmundsson sérstakur gestur kvöldsins og flytur erindi sem hann kallar „tíminn og við“ og er sannarlega þarft umhugsunarefni á tíma hraða og streitu, en sr. Bern- harður er löngu kunnur fyrir líflega og létta umfjöllun um margvísleg málefni. Það eru allir velkomnir á þessar kvöldvökur Fríkirkjunnar. Árbæjarkirkja: Æskulýðsfélag fyrir 13 ára (fermingarbörn vorsins 2001) kl. 20.-21.30. Æskulýðsfélag eldri deildir 9. og 10. bekkingar kl. 20- 21.30. Digraneskirkja: Kl. 20.30. Hjóna- klúbbur Digraneskirkju. Marteinn Steinar Jónsson sálfræðingur fjallar um áhrif meðvirkni. Fella- og Hólakirkja: Starf fyrir 9- 10 ára drengi á mánudögum kl. 17- 18. Æskulýðsstarf fyrir 9.-10. bekk á mánudögum kl. 20-22. Grafarvogskirkja: Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9-17 í síma 587- 9070. Mánudagur: KFUK fyrir stúlkur 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Hjallakirkja: Æskulýðsfélag fyrir 8. bekk kl. 20.30 á mánudögum. Préd- ikunarklúbbur presta í Reykjavík- urprófastsdæmi eystra er á þriðju- dögum kl. 9.15-10.30. Umsjón: Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Seljakirkja: Fundur í æskulýðs- félaginu Sela kl. 20 fyrir unglinga 13-16 ára. Neskirkja. Félagsstarf eldri borg- ara í dag kl. 14 í safnaðarheimilinu. Samfylgd okkar við kirkjuna. Minn- ingarbrot. Umsjón sr. Halldór Reynisson. Kaffiveitingar. Munið kirkjubílinn. Allir velkomnir. Grafarvogskirkja. AA-hópur kl. 11. Hjálpræðisherinn. Kl. 13 laugar- dagsskóli. Fríkirkjan Vegurinn: Fjölskyldu- samkoma kl. 11. Léttur hádegisverð- ur á eftir. Samkoma kl. 20, Ragna Björk Þorvaldsdóttir predikar. Allir hjartanlega velkomnir. Mánudag kl. 18.30 fjölskyldubænastund og súpa og brauð á eftir. Kefas: Almenn samkoma kl 14, ræðumaður: Sigrún Einarsdóttir. Mikil lofgjörð og fyrirbæn. Kaffi og spjall að lokinni samkomu. Allir hjartanlega velkomnir! Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 11 æfing, Litlir lærisveinar í safn- aðarheimilinu, yngri og eldri börn. Hvammstangakirkja. Sunnudaga- skóli kl. 11. Akraneskirkja. Kirkjuskóli kl. 11. TTT-starf (10-12 ára) kl. 13. Um- sjón: Hreiðar Örn Stefánsson. Morgunblaðið/Gísli Sig.Grafarvogskirkja. Kvöldmessa í Grensáskirkju Safnaðarstarf FRÉTTIR Á FUNDI bæjarstjórnar Borgar- byggðar sem haldinn var fimmtu- daginn 18. janúar 2001 var eftirfar- andi ályktun lögð fram og samþykkt: „Bæjarstjórn Borgarbyggðar lýs- ir yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun stjórnar Goða hf. að stað- setja höfuðstöðvar fyrirtækisins, þar með talið alla kjötvinnslu, á höfuð- borgarsvæðinu. Kjötvinnsla hefur verið mikilvæg- ur hluti atvinnustarfseminnar í Borgarnesi um langan tíma. Með sameiningu þeirrar starfsemi við Goða sl. sumar voru uppi fögur fyr- irheit um áframhaldandi öfluga starfsemi í Borgarnesi og jafnvel að hún yrði aukin til muna. Á fundi full- trúa Borgarbyggðar með stjórn og framkvæmdastjóra sl. haust kom fram að starfsemin yrði a.m.k. ekki dregin saman og jafnvel aukin. Stjórnir fyrirtækja hafa vissulega það hlutverk að sjá til þess að hag- kvæmni sé gætt í starfsemi þeirra og taka sínar ákvarðanir út frá því. Það er hins vegar dapurleg stað- reynd að fyrirtæki, sem byggja á úr- vinnslu landbúnaðarafurða og voru til skamms tíma að stórum hluta í eigu Kaupfélaganna víðs vegar um land, hafa smám saman horfið af sjónarsviðinu eða verið sameinuð og flutt á höfuðborgarsvæðið. Svo virð- ist sem Goði verði gott dæmi um slíka þróun, þvert á öll markmið um eflingu byggðar og atvinnulífs utan höfuðborgarsvæðisins. Því verður þó vart trúað að ekki séu forsendur fyr- ir rekstri slíkrar starfsemi utan höf- uðborgarsvæðisins. Þá leggur bæjarstjórn á það ríka áherslu við stjórn Goða hf. að rekst- ur sláturhúss í Borgarnesi verði tryggður. Það er undirstaða þess að áfram verði rekinn öflugur landbún- aður í Borgarfirði auk þess sem það skapar möguleika á því að áfram verði ákveðinn hluti frumvinnslu í Borgarnesi.“ Lýsa yfir vonbrigðum með ákvörðun Goða hf. SKÓLAVARÐAN, nýtt blað Kenn- arasambands Íslands, hefur göngu sína í dag. Blaðið er 24 blaðsíður að stærð í A4 broti og kemur út tíu sinn- um á ári, janúar til maí og ágúst til desember. Skólavarðan er málgagn Kennara- sambands Íslands. Í sambandinu eru sex aðildarfélög, Félag grunnskóla- kennara, Félag framhaldsskólakenn- ara, Skólastjórafélag Íslands, Félag tónlistarskólakennara, Félag stjórn- enda í framhaldsskólum og Félag kennara á eftirlaunum. Félagsmenn eru um 6500. Skólavarðan leysir af hólmi tvö eldri blöð. Á stofnþingi Kennarasam- bands Íslands haustið 1999 var ákveð- ið að leggja niður Ný menntamál og Kennarablaðið en hefja í staðinn út- gáfu á einu öflugu kennarablaði. Markmið Skólavörðunnar er að vera öflugur, lifandi og lýðræðislegur miðill félagsmanna Kennarasam- bands Íslands þar sem leitast er við að styðja og efla félagsmenn, starf þeirra og faglegan þroska á alla lund, segir í fréttatilkynningu. Í blaðinu verða birtar fréttir, greinar og viðtöl um faglegt og fræðilegt efni á sviði kennslu- og skólamála auk kjaramála og annarra hagsmunamála félags- manna Kennarasambands Íslands, kennara, skólastjórnenda og náms- ráðgjafa. Í 1. tölublaði Skólavörðunnar er m.a. fjallað um agamál í skólum, nýaf- staðna kjarasamninga, starf trúnað- armanna í skólum, fjölþjóðlegt skóla- samstarf og fleira. Áformað er að birta netútgáfu Skólavörðunnar á heimasíðu Kenn- arasambandsins, www.ki.is, þar sem m.a. verður að finna lengri útgáfu greina og ítarefni auk meginefnis hvers blaðs. Ritstjóri Skólavörðunnar er Krist- ín Elfa Guðnadóttir, en ábyrgðarmað- ur er Helgi E. Helgason forstöðumað- ur Upplýsingasviðs Kennara- sambandsins. Í ritstjórn blaðsins eru Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, Ása Helga Ragnarsdóttir, fulltrúi Félags grunnskólakennara, Sigurrós Er- lingsdóttir, fulltrúi Félags framhalds- skólakennara, Auður Árný Stefáns- dóttir, fulltrúi Skólastjórafélags Íslands, Kristín Stefánsdóttir, fulltrúi Félags tónlistarskólakennara, og Magnús Ingvason, fulltrúi Félags stjórnenda í framhaldsskólum. Blaðið er prentað í Prentsmiðjunni Grafík. Skólavarðan – nýtt tíma- rit kennarasambandsins LÖGREGLAN í Reykjavík auglýs- ir eftir vitnum sem kunna að hafa orðið vör við mannaferðir við Hraunbæ 42 á tímabilinu frá kl. 4 til 5.20 aðfaranótt miðvikudags 17. janúar s.l. Lögreglan vinnur nú að rann- sókn bruna, sem varð í sorp- geymslu fjölbýlishússins. Ef ein- hver hefur orðið var við mannaferðir á umræddum tíma og stað er sá hinn sami beðinn um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Lýsir eftir vitnum vegna bruna Lögreglan í Reykjavík Lýst eftir vitnum LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að nokkrum umferð- aróhöppum sem orðið hafa undan- farna daga. Ekið var á gráa Nissan Primera bifreið við Skipholt 14 miðviku- daginn 17. janúar á tímabilinu frá kl. 11.30-15.10. Líklegt er að bakk- að hafi verið inn í vinstri hlið bíls- ins. Tjónvaldur ók af vettvangi en hann og vitni að atvikinu eru beðin að gefa sig fram við lögreglu. Ekið var á bifreiðina UR-094, sem er rauð fólksbifreið af gerð- inni Lancer, fimmtudaginn 18. janúar, þar sem hún stóð á stöðu- reit fyrir framan Sporðagrunn 12. Ákoma er á vinstri framhurð bif- reiðarinnar og vinstri hliðar- spegli. Atvikið gerðist á tímabilinu frá kl. 1 til kl. 11.45. Hugsanlegt er að tjónvaldur hafi verið á blárri bif- reið en ljósblár litur var á hliðar- spegli. Þeir sem geta gefið upplýs- ingar um ákeyrslu þessa eru beðnir að hafa samband við lög- regluna í Reykjavík. Árekstur við Bæjarháls og Hálsabraut Miðvikudaginn 17. janúar sl. um kl. 16.15 varð árekstur á gatna- mótum Bæjarháls og Hálsabraut- ar þar sem árekstur varð með bif- reiðum af tegundinni Toyota corolla, Volkswagen Polo og slökkvibifreið á leið í útkall. Rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík vinnur að rannsókn málsins, óskað er eftir að þeir sem vitni urðu að árekstrinum, hafi samband við lögregluna í Reykja- vík. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.