Morgunblaðið - 20.01.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.01.2001, Blaðsíða 31
VIKULOK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 31 Bæjarlind 4, 200 Kópavogi, sími 544 4420, www.egodekor.is Opið mán-fös 10-18, lau 10-16, sun 13-16 Útsalan er byrjuð 20-40% afsláttur - Stækkanleg borðstofuborð - Sjónvarpsskápar - Hornskápar - Skrautmunir Allt á lækkuðu verði Tölvuskápur Verð áður 79.000 Verð nú 63.200 20% afsláttur Skenkur Verð áður 69.000 Verð nú 55.200 20% afsláttur Stóll með trésetu Verð áður 13.900 Verð nú 8.340 40% afsláttur Stóll með bólstrun Antikhvítt Verð áður 15.500 Verð nú 10. 850 30% afsláttur Ljósakrónur úr smíðajárni Margar stærðir Verð frá 8.415 15% afsláttur Hefur skaðsemi þess að borða riðusýkt kindakjöt verið könnuð? SVAR: Svarið er já, slíkar kannanir hafa verið gerðar. Niðurstöður þeirra benda ekki til þess að neysla riðu- sýkts kindakjöts valdi heilasjúk- dómnum sem átt er við hjá mönnum. Hér mun vera átt við hugsanleg tengsl smitandi heilasjúkdóms hjá mönnum, sem kenndur er við Þjóð- verjana Creutzfeldt og Jakob, við neyslu riðusýkts kindakjöts. Þeir lýstu fyrstir þessum sjúkdómi, sem skammstafaður er CJD, á þriðja ára- tug tuttugustu aldar. Sjúkdómurinn einkennist af vitglöpum sem stafa af skemmdum í taugafrumum í heila. Einkennandi fyrir þær skemmdir er bólumyndun í taugafrumum sem verður til þess að heilavefurinn verð- ur svampkenndur. Árið 1996 greindu menn nýtt afbrigði af CJD í Bret- landi þar sem bæði einkenni og vefj- askemmdir eru nokkuð frábrugðin því sem gerist í „venjulegum“ CJD og hafa verið færðar að því sterkar líkur að það afbrigði megi rekja til neyslu riðusýkts nautakjöts. Rétt er að taka fram að í fæstum tilvikum er vitað hvernig „venjulegur“ CJD berst í menn. Spurningin um kannanir á skað- semi snýst væntanlega fyrst og fremst um það hvort kannað hafi ver- ið hvort menn geti fengið CJD vegna neyslu riðusýkts kindakjöts. Svarið er já, það hefur verið kannað og nið- urstöður þeirra rannsókna benda ekki til að neysla riðusýkts kinda- kjöts valdi CJD hjá mönnum. Hvatann að því að við Páll A. Páls- son, fyrrverandi yfirdýralæknir, og Gunnar heitinn Guðmundsson tauga- sjúkdómalæknir fórum fyrir ríflega 20 árum að huga að því hvort menn gætu sýkst af CJD vegna neyslu riðusýkts kindakjöts, var að finna í grein sem birtist í Science 1974. Þar var sú kenning sett fram að háa tíðni CJD hjá lýbískum Gyðingum í Ísrael mætti hugsanlega rekja til mat- arvenja þeirra, en meðal annars ætu þeir augu úr sauðfé. Tíðni sjúkdóms- ins hjá þessum lýbísku Gyðingum, sem voru sauðfjárbændur, var hundraðfalt hærri en hjá öðrum íbú- um Ísraels. Þetta ýtti við okkur, hérlendum sviðaætum, og gerðum við sam- anburð á vefjaskemmdum í CJD og riðu í sauðfé. Við tókum saman yfirlit um útbreiðslu riðu frá upphafi og gerðum afturvirka rannsókn á CJD sem spannaði 20 ára skeið, það er frá 1960–1979. Niðurstöðurnar voru þær að vefjaskemmdir í riðu og CJD eru mjög sambærilegar. Riða hefur sennilega borist til landsins 1878 með innfluttum hrút, var lengst af svæð- isbundin á Mið-Norðurlandi en tók að breiðast út til annarra landsvæða í byrjun sjöunda áratugar tuttugustu aldar. Þó hafa 6 varnarhólf (girt af Sauðfjárveikivörnum) ætíð verið laus við riðu. Aðeins tvö tilfelli af CJD fundust á ofangreindu 20 ára tímabili og voru heilaskemmdir af sömu gerð og við „venjulegan“ CJD. Þetta svar- ar til árlegrar dánartíðni sem nemur um 0,5 tilfellum per milljón íbúa. Við höfum áfram fylgst með sjúkdómn- um. Á næsta 20 ára tímabili, það er frá 1980–1999, hafa greinst 2 tilfelli af CJD sem svarar til árlegrar dán- artíðni um 0,4 per milljón íbúa. Sé lit- ið á þetta 40 ára tímabil í heild er ár- leg dánartíðni um 0,44 tilfelli per 1 milljón íbúa, það er um það bil 1 dauðsfall á Íslandi vegna þessa sjúk- dóms á 10 ára fresti. Þessi tíðni er í lægra meðallagi í heiminum og sambærileg við það sem fundist hefur í löndum þar sem sauðfjárriða er óþekkt. Við hefðum búist við hærri tíðni ef rekja mætti CJD til neyslu riðusýkts kindakjöts þegar tekið er mið af því að við höfum lifað við riðu í sauðfé í ríflega 120 ár og lengst af etið allt ætilegt (og jafn- vel meira en ætilegt getur talist að sumra dómi) af skepnunni. Að auki höfum við löngum nýtt það sem ekki var etið í klæði og skæði. Auk þess sem lág tíðni sjúkdóms- ins hérlendis mælir gegn því að neysla riðusýkts kjöts leiði til CJD ber þess að geta að vefjaskemmdir í heila í þeim tilfellum sem greinst hafa hérlendis eru eins og lýst er við „venjulegan“ CJD. En ætla má að vefjaskemmdir væru afbrigðilegar bærist smit í menn við neyslu riðu- sýkts kindakjöts ef tekið er mið af því afbrigðilega formi sem tengt hefur verið neyslu kjöts af nautgripum með kúariðu. Þess má geta að í Bretlandi, en þar hefur sauðfjárriða verið land- læg í um það bil 200 ár, hafa menn ekki heldur fundið neitt sem bendir til þess að mönnum sé hætta búin af neyslu riðusýkts kindakjöts. Hér á undan kom fram að tíðni CJD hjá lýbískum Gyðingum í Ísrael er nær hundraðfalt hærri en hjá öðr- um Ísraelsmönnum. Hugmynd sem menn vörpuðu fram til skýringar á þessu varð til þess að ýta undir rann- sókn okkar. Hins vegar hefur þessi hugmynd ekki staðist tímans tönn. Liðlega 15 árum síðar var sýnt fram á að um ættlægt form af CJD var að ræða sem rakið er til stökkbreytinga í erfðavísi (príon-geni) sem ákvarðar gerð smitefnis. Kenningin stóð reyndar alltaf völtum fótum því að ekki hafði verið sýnt fram á riðu í þarlendu sauðfé þegar hún var sett fram. Að lokum skal áréttað að CJD- sjúkdómurinn er sárasjaldgæfur. (Tilvísanir í heimildir og heim- ildaskrá er að finna í svarinu á Vís- indavefnum.) Guðmundur Georgsson forstöðumaður til- raunastöðvar HÍ í meinafræði að Keldum. Af hverju springa egg þegar þau eru hituð í örbylgjuofni? SVAR: Örbylgjur eru rafsegul- bylgjur með tiltekinni tíðni, það er að segja tilteknum fjölda slaga á sek- úndu. Þessi tíðni er valin þannig að bylgjurnar víxlverka sérstaklega við vatnssameindir í efni sem þær lenda á og hita síðan efnið sem vatnið er í. Auk vatns geta bylgjurnar líka hitað fitu og sykur en mismunandi efni hitna misjafnlega mikið. Þess vegna er alltaf mikilvægt að láta matinn standa nokkra stund eftir að slökkt er á ofninum, til þess að jafna hitann. En örbylgjurnar hita sem sagt aðeins sum efni sem sett eru í ofninn. Til dæmis geta þær hitað vatn í glasi án þess að glasið hitni um leið. Við get- um því tekið það út úr ofninum með berum höndum ef við gerum það nógu fljótt svo að glasið nái ekki að hitna frá vatninu. Örbylgjur ná auðveldlega talsvert inn í efni sem leiðir ekki rafstraum, eins og við sjáum af því að þær eru tiltölulega fljótar að hita mat eins og kartöflur alveg inn að miðju. Þannig hita þær eggið að innan þó að þær hiti ekki skurnina. Vatnið í egginu breytist þá að nokkru í gufu sem skapar þrýsting inni í egginu. Himnan sem umlykur egg- ið innan við skurnina þenst þá út og skurnin springur, jafnvel með krafti, þannig að ofninn verður út- ataður að inn- an ef ekki er að gáð. Þó er hægt með lagi að sjóða egg í örbylgjuofni án þess að þetta gerist. Við byrjum þá á því að stinga lítið gat á skurnina og himnuna fyrir innan hana. Svo setjum við eggin í plastpoka, hnýtum fyrir og stingum á hann nokkur lítil göt. Þá setjum við pok- ann í ofninn, stillum hann á hæfileg afköst, innan við 400 W, og líka hæfi- legan tíma sem við þurfum ef til vill að prófa okkur áfram með. Vatns- gufan skilar sér þá út um gatið áður en þrýstingur verður of mikill og eggið soðnar án þess að springa. Síð- an þarf að láta það standa stund- arkorn, bæði til að hitinn jafnist eins og áður er sagt, og eins til að ljúka þeim efnahvörfum sem felast í eggja- suðu. Ætla mætti að fasta efnið í egginu þendist líka út þegar hitað er með þessari aðferð og mundi sprengja skurnina, en svo þarf ekki að vera. Hitaþensla fasta efnisins í egginu er eða þarf ekki að vera örari en svo að skurnin nái að laga sig að henni. Ari Ólafsson, dósent í eðlisfræði við HÍ, og Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í vís- indasögu og eðlisfræði og ritstjóri Vís- indavefjarins. Vísindavefur Háskóla Íslands Undanfarna viku hafa svör birst á Vísindavefnum um lystarstol, hvort lögreglumenn megi fela sig við radarmælingar, meðferð per- sónuupplýsinga um leikskólabörn, hvort löglegt sé að neyta áfeng- is við 18 ára aldur, reglu Bells, eggjasuðu í örbylgjuofni og nöfn reikistjarnanna. Aðsókn að Vísindavefnum hefur verið mjög mikil í vikunni og farið upp fyrir 800 gesti á dag. Nokkur pláss eru laus fyr- ir styrktaraðila. VÍSINDI Hefur skaðsemi þess að borða riðusýkt kinda- kjöt verið könnuð?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.