Morgunblaðið - 20.01.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.01.2001, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 45 ✝ Sigurbjörg Jóns-dóttir fæddist á Siglufirði hinn 16. september 1928 og ól allan sinn aldur þar. Hún lést á heimili sínu 9. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigrún Ólafía Markúsdóttir og Jón Friðrik Marinó Þór- arinsson. Systkini Sigurbjargar: Bryn- dís, Þórarinn Ágúst og Sigurður Ágúst sem öll eru látin, Að- albjörg, búsett í Reykjavík og Kári, búsettur á Siglufirði. Bræður Sigurbjargar sammæðra eru Júlíus og Hafliði búsettir í Hafnarfirði og Gylfi bú- settur í Reykjavík. Dætur Sigurbjargar eru: 1) Sig- rún Ólafía, f. 18. september 1951, búsett á Siglufirði, hennar dóttir er Tinna Ágústsdóttir. 2) Jóna Sigur- rós, f. 17. október 1952, búsett á Siglufirði, maki Björgvin Árnason. Þeirra dætur eru Kolbrún, Sigurbjörg og Margrét. 3) Sig- ríður Þóra, f. 28. mars 1956, búsett á Ísafirði, maki Ragn- ar Ágúst Kristinsson. Þeirra börn eru Rún- ar, Jón Kristinn, Kar- en og Halla Björk. 4) Anna Linda, f. 28. nóvember 1958, bú- sett á Hofsós. Hennar börn eru Sigrún, Bjarni, Egill, Alma og Þórhallur. 5) Halla, lést í æsku. 6) Hallfríður Jóhanna, f. 31. maí 1961, maki Ægir Bergsson. Þeirra sonur er Kormákur. Langömmubörn Sigurbjargar eru sjö. Sigurbjörg vann sem ung kona í Félagsbakaríinu á Siglufirði en eft- ir það alla starfsævi sína í rækju- vinnslunni Siglósíld á Siglufirði. Útför Sigurbjargar fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ef þú sérð gamla konu þá minnstu móður þinnar, sem mildast átti hjartað og þyngstu störfin vann. Og fórnaði þér kröftum og fegurð æsku sinnar, og fræddi þig um lífið og gerði úr þér mann. (Davíð Stef.) Elsku amma mín, lífið verður tóm- legt án þín, fréttin um að þú værir dáin kom á óvart þótt þú hefðir átt við vanheilsu að stríða undanfarin ár. Við huggum okkur við að nú sért þú laus úr viðjum veikindanna og sért nú eins og þú áttir að þér að vera. Minningar liðinna ára streyma fram í hugann hver annarri fallegri og oftast varst þú í aðalhlutverki, amma að passa, amma að hvetja, stundum skamma, gleðjast með okk- ur eða hugga og hughreysta ef þess þurfti. Hver var betri til þess en ein- mitt þú amma? Í okkar augum gast þú nánast allt. Eldhúsið þitt á Hólaveginum gegndi sérstöku hlutverki, það leið varla sá dagur að einhver úr fjöl- skyldunni færi þar um á leið sinni um bæinn. Þar fóru oft fram fjörugar umræður, góð ráð voru gefin og um- fram allt fann maður alltaf hvað maður var velkominn því þú vildir vita af þínu fólki. Þegar við barnabörnin vorum lítil var það alltaf mesta tilhlökkunarefn- ið að bíða eftir að þú færir með okkur í útileguna sem þú fórst í á hverju sumri, bara við og amma. Í þessum ferðum kenndir þú okk- ur eins og svo oft áður ótalmarga hluti og við kynntumst alltaf nýrri hlið á þér því þú varst alltaf að koma okkur á óvart. Þessar ferðir voru okkur dýrmæt- ar og alltaf einhver ævintýraljómi yf- ir þeim margt brallað og engin logn- molla yfir ömmu með hópinn sinn. Nú að leiðarlokum viljum við þakka þér elsku amma allt sem þú hefur gert fyrir okkur en fyrst og fremst fyrir að hafa átt þig fyrir ömmu. Þú gafst okkur öllum dýr- mætt veganesti út í lífið og við mun- um varðveita minninguna um þig í hjarta okkar um ókomin ár. Við sendum okkar dýpstu samúð- arkveðjur til þín, elsku mamma, til Sigrúnar, Siggu, Lindu og Höddu og allrar fjölskyldunnar. Megi minning- in um yndislega móður veita ykkur styrk og sefa sárasta söknuðinn. Það er sælt að vita til þess, elsku amma, að þú kvaddir þennan heim eins og þú sjálf hafðir óskað, heima í rúminu þínu umvafin ást og hlýju þinna nánustu. Við biðjum þér Guðs blessunar í nýjum heimkynnum og kveðjum þig með virðingu og þökk. Sofðu rótt. Þínar dótturdætur, Margrét, Sigurbjörg og Kolbrún Björgvinsdætur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku langamma, takk fyrir faðm- lögin og kossana, umhyggjuna og hlýjuna. Guð og englarnir gæti þín. Ástarkveðja, Ýmir Örn, Jóna Björk, Jóhanna Kristín, Rakel Ásta og Björgvin Daði. Nú ertu leidd mín ljúfa, lystigarð Drottins í þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. (H. Pét.) Sá hlekkur sem tengdi mig best við föðurfjölskylduna mína er brost- inn. Dedda „stóra“ systir pabba er lát- in. Mín fyrstu kynni af henni voru þegar ég fékk að fara með mömmu og Löllu móðursystur minni sem unglingur í síld á Siglufirði. Dedda hélt heimili með afa mínum og dætrum sínum og var mér strax vel tekið . Þó heimilisfólkið væri margt virt- ist alltaf nóg pláss fyrir fleiri og í lok vinnudags var alltaf kíkt í kaffi heim til Deddu. Dedda var dugmikil kona, hún var hjartahlý en stærsti kostur hennar var að hún var hreinskilin, hún sagði manni sína meiningu umbúðalaust hvort sem manni líkaði betur eða verr. Þannig var hún kannski ekki allra en hún var trygg þeim sem þurftu á henni að halda, alla tíð reyndist Dedda mér og minni fjölskyldu trú og traust. Undanfarin ár hefur hallað undan fæti hjá frænku minni því heilsan var farin að bila en hún átti því láni að fagna að eiga góða fjölskyldu sem studdi hana allt þar til yfir lauk. Nú þegar leiðir skilur vil ég þakka elskulegri föðursystur minni sam- fylgdina, ég veit að vel hefur verið tekið á móti henni í himnaríki og ég er þess fullviss um að nú líður henni vel . Dætrum hennar og fjölskyldum þeirra votta ég mína dýpstu samúð, hún átti góða að að eiga ykkur. Guð blessi minningu Sigurbjargar Jóns- dóttur. Pálína Þórarinsdóttir og fjölskylda, Ísafirði. SIGURBJÖRG JÓNSDÓTTIR R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Til leigu 306 fm húsnæði á jarðhæð í Ármúla. Tilvalið sem lagerhúsnæði eða fyrir léttan iðnað. Til leigu Til leigu 200 fm verslunarhúsnæði á jarðhæð og 114 fm skrifstofuhúsnæði á 3. hæð, sem geta verið þrjú samliggjandi herbergi. Til af- hendingar strax. Nýtt, glæsilegt hús með lyftu. Staðsetning í Bæjarlind 2, Kópavogi. Upplýsingar í símum 544 4490 og 892 9249. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Sjálfstæðisfélagar í Kópavogi Nú er komið að því. Hið árlega þorrablót sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi verður haldið laugardaginn 27. janúar 2001 í Lionsheimilinu, Auðbrekku 25—27 Húsið verður opnað kl. 18.30 og borðhald hefst kl. 19.00. Miðaverð kr. 4.000. Veislustjóri verður Halla Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi. Heiðursgestur er hr. Davíð Oddsson, forsætisráðherra. Örn Árnason skemmtir. Miðasala fer fram hjá Sjálfstæðisfélagi Kópavogs, Hamraborg 1, í dag, laugardaginn 20. janúar, frá kl. 10—12. Einnig er hægt að panta miða og fá nánari upplýsingar í síma 564 2317 alla virka daga frá kl. 10-12, eða á blot@isl.is . Ósóttar pantanir er hægt að sækja fimmtudaginn 25. janúar milli kl. 17 og 19 í Hamraborg 1. Sjálfstæðisfélagar — setjum upp sparisvipinn, klæð- um okkur í dansskóna og gerum þetta að fjörugasta þorrablóti hingað til. Allir velkomnir. Nefndin. TIL SÖLU Ferðaþjónusta? Til sölu eða leigu. Til sölu eða leigu er ein af stærri ferðaþjónustu- einingum í uppsveitum Árnessýslu.Um ræðir þjónustumiðstöð með sundlaug og bensínaf- greiðslu, veitingastað með fullkomnum eldhús- búnaði, fimm sumarhús sem eru til útleigu, og tjaldstæði. Eigninni fylgir 13 ha af landi og einn sek.líter af heitu vatni. Nánari upplýsingar veita Björn í s. 486-8951 og Ólafur í s.482-2988 ÝMISLEGT Kona leitar karlmanns 55+ vel lesnum og viðræðugóðum sem talar ensku, hefur ferðast og er víðsýnn, er til í labbitúra, er með húmor í lagi og er áhugam. um dans/ kvikmyndir. Einveran orðin leiðigjörn en skemmtistaðir ófýsilegur kostur. Svar sendist augl.deild Mbl. merkt: „Aquarius— 2001“. Lagerútsala Hrím, umboðs- og heildverslun, er með rýmingarútsölu á ýmsum vörum næstu daga: Búsáhöld, bað- og eldhúsvogir, bökunar- vörur, hand- og rafmagnsverkfæri, veiði- vörur o.m.fl. Opið mánud.—föstud. frá kl. 9.00—18.00, laugard. og sunnud. frá kl. 11.00—18.00. Ath.: Hrím hefur flutt í nýtt aðsetur á Smiðjuveg 5, Kópavogi (grá gata), sími 544 2020, fax 544 2021. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Lynghálsi 3, 110 Reykjavík Samkomur á morgun, sunnu- dag, kl. 11.00. Aukasamkoma kl. 20.00. Predikari rev. Paul Hanssen. Allir hjartanlega velkomnir. Gönguferð 21. jan. kl. 11:00: Hellisheiði — Tröllahlíð — Votaberg, um 4 klst á göngu, 10 km, 200 m lækkun. Brottför frá BSÍ og Mörkinni 6. Verð 1.600. Munið þorrablótsferð 10.-11. febr. Gist í Brattholti, Gullfoss í klakaböndum, glens og gaman á blóti. Fararstjóri Ólafur Sigur- geirsson. Leiðsögn í gönguferð Arnór Karlsson. www.fi.is, textavarp RUV bls. 619. S. á skrifstofu 568 2533. Sunnudagur 21. janúar kl. 10.30 Vetrarganga á Heiðmörk. Fjárborgin Hólmsborg, norska húsið, undanfari og fleira skemmtilegt í 3 klst. göngu. Kjörin fjölskylduferð. Verð 900 kr. f. félaga og 1.100 kr. f. aðra, frítt f. börn m. fullorðnum. Miðar í farmiðasölu. Brottför frá BSÍ. Ferðaáætlun 2001 er komin á heimasíðuna: utivist.is . Prentútgáfan kemur í næstu viku. Vertu félagi í Útivist, líflegu ferðafélagi. Íslandsbanki-FBA tekur á móti Jeppadeild Útivistar miðvikudaginn 24. janúar kl. 20.00 á Kirkjusandi 2. Norðurpólsfarinn Haraldur Örn Ólafsson segir frá reynslu sinni og kynnir bókina „Einn á ísnum“. Næstu ferðir Jeppadeildar kynntar og hugmyndir undan- fara- og fararstjóratilhögun. Allir velkomnir. Jeppadeld Útivistar auglýsir eftir drífandi jeppamönnum eða fróð- um, frásagnaglöðum einstakl- ingum til að annast leiðsögn og aðstoð í ferðum. Nánari upplýsingar á fundi Jeppadeildar þann 24. janúar eða á skrifstofu Útivistar. Fimmtud. 25. janúar kl. 20: Opið hús í Naustkjallaranum. Hverjir eiga hálendið? Ívar Björnsson fjallar um þetta mikilvæga mál. Slegið á létta strengi með Básabandinu og hitað upp fyrir þorrablótið og aðrar ferðir. Þorrablótsferð í Húnaþing vestra 2.-4. febrúar. Bókið tímanlega því ferðin er geysivinsæl! Sjáumst! Guðsþjónusta í Friðrikskapellu sunnudaginn 21. jan. kl. 10.00. Erkibiskup rússnesku Ortho- doxkirkjunnar, Longin, mess- ar. Á eftir er fundur með kirkju- gestum. Nánari upplýsingar í síma 551 5156. Allir velkomnir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.                        
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.