Morgunblaðið - 20.01.2001, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
NÚ er stærsta hátíð kristinna
manna yfirstaðin og lífið að komast í
fastar skorður aftur. Verst hvað há-
tíðin sjálf er stutt. Hver gæti ekki
þegið lengra frí, og geta þá dreift t.d.
þessum matarboðum yfir fleiri daga.
Alltaf ætlar maður að hafa það svo
gott, virkilega að njóta tímans en
tíminn flýgur frá manni. Draumur-
inn um þægindin og notalegheitin
verður þess vegna framlengdur til
næstu jóla eða um óákveðinn tíma.
En eitt er víst að allir eiga sér draum
um dásamlegan tíma þar sem þeir
geta slappað af í fallegu umhverfi og
haft það gott. Síðan vonum við heitt
og innilega að draumurinn geti ein-
hverntíma ræst.
Áttu von á vinningi?
Alls konar tilboð eru í gangi, ekki
bara fyrir jólin heldur allan ársins
hring. Reyndar hafa þessi tilboð
breyst á undanförnum árum, því að
nú er í æ ríkari mæli farið að flétta
vinninga inn í kaupin. Vinningsvonin
grípur okkur. Við tökum þátt í alls-
konar leikjum og svörum spurning-
um til að komast í pott. Það gerir
heldur ekkert til að taka þátt, mögu-
leikinn er alltaf fyrir hendi, að við
verðum svo heppin að vera dregin út.
Við gætum sem sagt fengið vinning,
sem er samt ekki líklegt, því maður
er einn af þúsundum þátttakenda.
Þátttakan er ekki alltaf ókeypis.
Fylltu út nafn og heimilisfang, láttu
fylgja kassakvittun og síðan verður
dregið um hver hreppir vinninginn.
Vinningarnir verða glæsilegri með
hverju árinu, tjaldvagnar, glæsibif-
reiðar, utanlandsferðir o.fl. Hver vill
ekki eyða tíma á paradísareyju,
liggja á ströndinni í sól, sötra kaldan
drykk og hafa það gott? Hvílíkur
draumur, fólk brosir út að eyrum við
tilhugsunina um slíkan vinning. Það
er eðlilegt að gera sér vonir, því nú-
tímafjölskyldan vinnur myrkranna á
milli, lífið er orðið að einhverjum
allsherjarflýti sem einkennist af
tímaskorti og svona vinningur freist-
ar okkar. Jú, vissulega væri frábært
að vinna nokkurra vikna ferð til ein-
hvers draumastaðar, hefði nokkur á
móti því? Það er ekkert að því að láta
sig dreyma. En þessi draumur yrði
aðeins að veruleika í stuttan tíma, ef
við værum svo hreppin að vera dreg-
in út og síðan tæki gamla lífið við aft-
ur.
Áttu heimboð?
Í öllu amstrinu og tímaskortinum
vill það gleymast, þótt við séum
kristin þjóð, að við eigum heimboð,
sæluvist um alla eilífð. Það er sjálfur
Drottinn, Jesús Kristur sem býður
ef þú trúir á Hann. Heimboð Hans er
nefnilega eins og heimboðin sem
tíðkast hér á jörðu. Við hvorki förum
í boð til fólks sem við þekkjum ekki,
né er okkur boðið. Þeim einum er
boðið sem þekkja Hann. Sbr. Matt.
10,32. „Hvern þann sem kannast við
mig fyrir mönnum, mun ég við kann-
ast fyrir föður mínum á himnum.“
Viltu taka áhættuna, að þekkja Hann
ekki? Gefðu þér smátíma til að kynn-
ast Honum. Þetta líf er ekki enda-
laust. Ef draumur þinn hér á jörðu
snýst um það að dvelja á dásamleg-
um stað, þó ekki væri nema nokkrar
vikur, viltu þá ekki vera þar um alla
eilífð? Engar áhyggjur, engir sjúk-
dómar, ekkert basl. Enginn staður á
jörðu, hversu dásamlegur sem hann
er, stenst samanburð við himnaríki.
Til að komast í himnaríki þarf ekki
að fylla út miða eða taka þátt í happ-
drætti. Ferðin þangað kostar ekki
neitt, þangað komast allir sem þess
óska og geta verið þar um alla eilífð.
Hugsaðu þig ekki of lengi um, þá
gæti það orðið of seint.
BRYNDÍS SVAVARSDÓTTIR,
Háahvammi 9, Hafnarfirði.
Áttu draum?
Frá Bryndísi Svavarsdóttur:
ÉG las smápistil í Morgunblaðinu
hinn 29. des. 2000 eftir Ómar Arason,
Stuðlaseli 36, Reykjavík, sem bar
heitið „Brattabrekka“. Ekki veit ég
hversu staðkunnugur Ómar er á
þeirri leið sem hann fjallar um, eitt er
þó öruggt að bílvegur hefur aldrei
verið um hina gömlu póstleið um
Bröttubrekku eins og skilja má af
skrifum Ómars. Hitt er rétt sem Óm-
ar fjallar um, að örnefnið „Dalafjall“
sem á að nota samkvæmt tillögu
Vegagerðarinnar fyrirfinnst hvergi í
örnefnaskrá Dalasýslu né Mýra- og
Borgarfjarðarsýslu á þessum fjall-
garði sem skilur að sýslurnar. Það
væri miklu frekar að þessi leið sem
virðist eiga í framtíðinni að skipta um
nafn verði kölluð „Vestfjarðavegur
um Merkihrygg“. Það er réttara heiti
vegna þess að núverandi vegur ligg-
ur þvert yfir þetta örnefni þar sem
hæst ber á sýslumörkum og vötn
falla í norður til Dalasýslu en suður
til Mýra- og Borgarfjarðarsýslu.
Öll nýyrðasmíð á þessari leið er
rugl og þvæla því nóg er af örnefnum
á leiðinni frá Dalsmynni í Norður-
árdal að Breiðabólsstað í Stökk-
ólfsdal í Dalasýslu, sem eru fullgild
hvernig sem á það er litið, allt annað
er snobbræfilsháttur sem lýsir fá-
dæma vanþekkingu á gömlum gild-
um.
Þar sem Ómar studdi mál sitt af
skynsemi, vona ég að þessi pistill
styrki málstaðinn um að rétt sé rétt,
þótt örnefnið Brattabrekka hafi
færst til um nokkur hundruð metra
(fast að 5 kílómetra loftlína) eru önn-
ur örnefni á þessari leið á sínum upp-
hafsstað.
Ég ætla rétt að vona að fram-
kvæmdavald Vegagerðarinnar beri
gæfu til að nota heitið „Vestfjarða-
vegur um Merkihrygg“ úr því að
fórna á gamla nafninu „Vestfjarða-
vegur um Bröttubrekku“ sem var í
upphafi notað og er orðið fyrir löngu
tamt í munni.
ÁSMUNDUR U.
GUÐMUNDSSON,
Suðurgötu 124, Akranesi.
Örlítið meira um
Bröttubrekku
Frá Ásmundi U. Guðmundssyni: