Morgunblaðið - 20.01.2001, Blaðsíða 26
LISTIR
26 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Í MYNDINNI sem er tæpur
klukkutími að lengd er fylgst með
smíði fiðlu og samskiptum fiðlu-
smiðsins Hans Jóhannssonar og
fiðluleikarans Sandrine Cantoreggi
á verkstæði hins fyrrnefnda í göml-
um kastala í Lúxemborg. Inn í er
fléttað þjóðsögum og þjóðtrú sem
tengjast fiðlunni og fiðlusmíðafag-
inu og hugmyndafræðinni sem þar
liggur að baki.
Höfundur handrits er Fríða
Björk Ingvarsdóttir bókmennta-
fræðingur og eiginkona fiðlusmiðs-
ins, leikstjóri er Steinþór Birgis-
son, belgíska tónskáldið Peter
Swinnen samdi tónlistina og er
tónlistarstjóri og framleiðandi er
Gina Bonmariage hjá Lynx í Lúx-
emborg. Myndin á sér alllangan
aðdraganda. Sú hugmynd kviknaði
hjá þeim hjónum að gaman væri að
fjalla á ítarlegan hátt um sögu
fiðlusmíðinnar, hugarfarslegan
bakgrunn hennar og það hvers
vegna hún er mikilvæg í tækni-
samfélagi nútímans. „Við ráðfærð-
um okkur við kvikmyndafólk og
þetta var að gerjast í dálítinn tíma.
Síðan endaði með því að Fríða fór í
rannsóknarleiðangur til London,
þar sem hún sat lengi á British
Library og sankaði að sér miklum
heimildum sem tengdust fiðlusmíði,
þjóðtrú og goðsögnum og öðru
tengdu þessum hljóðfærum. Hún
kom til baka með tösku fulla af
gögnum,“ segir Hans. Þar með var
ekki aftur snúið. Hann segir að
upphaflega hafi þau sérstaklega
beint sjónum að jaðarvitneskju um
fagið sem tengdist þjóðháttum og
þjóðtrú og ekki síst því endurreisn-
arhugarfari sem það er sprottið úr.
„Þar er margt sérkennilegt og at-
hyglisvert. Endurreisnarmenn sem
skópu fiðluna upphaflega voru á
kafi í að stúdera Grikkina og Róm-
verjana og það er margt í hönnun
hljóðfærisins og hugsuninni á bak
við hana sem rekur rætur sínar
beint til grísku spekinganna, Pýþa-
górasar og fleiri,“ segir Hans.
Fiðlan
tengd myrkraöflunum
„Þegar fiðlufjölskyldan er að
verða til á miðri sextándu öld eru
allt önnur hljóðfæri í notkun hjá
aðlinum og hefðarfólkinu; semball
og gömbur, og músíkin mjög óm-
þýð og pen. Í rauninni tilheyrðu
fyrstu fiðlurnar meira alþýðunni.
Fiðlan sprettur upp úr alþýðu-
menningu frekar en einhverju ríki-
dæmi og þar af leiðandi er hún
miklu gegnsýrðari af þjóðtrú. Það
er kannski ástæðan fyrir því að í
guðhræðslu og strangtrú þessara
tíma er fiðlan það hljóðfæri sem
fólk leyfði sér að tryllast á – og það
var náttúrulega talið af hinu illa.
Samt var það ekki beinlínis útmáð
af yfirvöldum þó að það hafi raunar
oft verið bannað, rétt eins og það
var bannað að dansa á ákveðnum
tímabilum og ákveðnum stöðum.
En þarna kemur þessi díabólíska
tenging. Það er til aragrúi af sögn-
um sem tengja fiðluna við myrkra-
öflin,“ segir hann.
Heimild
um smíði fiðlu
Hans segir að áhersluatriði hafi
breyst mikið frá fyrstu hugmynd-
inni þar til myndin varð að veru-
leika en þar hafi komið til áhrif frá
framleiðendum og öðrum. „Upp-
haflega var þetta hvorki hugsað
sem heimildarmynd um Sandrine
Cantoreggi né mig en myndin end-
aði sem heimild um smíði einnar
fiðlu fyrir Sandrine á verkstæðinu
mínu úti í Lúxemborg, fléttuð hug-
myndafræðinni, goðsögunum og
þjóðtrúnni,“ segir hann og bætir
við að Steinþór Birgisson leikstjóri
hafi verið mjög fljótur að átta sig á
hvað þau höfðu í huga og honum
hafi tekist vel að samræma þessa
þætti. „Sandrine er mjög flinkur
fiðlari og hún var mjög áhugasöm
um að fylgjast með öllu ferlinu.“
Tónlistin í myndinni er eins og
áður sagði í höndum tónskáldsins
Peter Swinnen en hann fæst einnig
við kennslu við tónlistarháskólann í
Brussel. „Hann hefur mikla
reynslu af því að semja og útsetja
tónlist fyrir kvikmyndir og sjón-
varp. Tónlistin hans er svolítið sér-
kennileg og kannski ekki alveg að-
gengileg í fyrstu,“ segir Hans, sem
kveðst samt sem áður mjög hrifinn
af tónlist hans
Tökurnar fóru fram sumarið
1998, flestar í Bourglinster-kast-
alanum í Lúxemborg þar sem
Hans hafði vinnustofu til margra
ára. „Ég átti mörg og góð ár á
þessum ævintýralega stað þar sem
ég gat einbeitt mér algerlega að
því að smíða ný hljóðfæri,“ segir
Hans. Hluti af tökunum fór fram í
Reykjavík, í Iðnó þar sem nokkrir
íslenskir hljóðfæraleikarar spila
„og í kjallara úti í bæ sem var svip-
aður kjallaranum sem ég ólst upp
í,“ segir hann.
Vel gekk að fjármagna myndina,
að sögn Hans, en alls kostaði gerð
hennar um 35 milljónir króna.
„Hugmyndinni var strax vel tekið
og við fengum mjög fljótt vilyrði
fyrir fjármögnun. Stærstu fjár-
mögnunaraðilarnir voru finnski
kvikmyndasjóðurinn, finnska sjón-
varpið og menningarmálaráðuneyti
Lúxemborgar. Afgangurinn var
svo fjármagnaður með samfram-
leiðslu og fyrirframsölu til sjón-
varpsstöðva. Aðalframleiðandi
myndarinnar er kvikmyndafram-
leiðslufyrirtækið Lynx í Lúxem-
borg, sem hefur framleitt töluvert
af heimildarmyndum á síðastliðn-
um tuttugu árum.“
Myndin var forsýnd í Lúxem-
borg í desember síðastliðnum, þar
sem mættir voru allir helstu fjár-
mögnunaraðilar og fleiri sem að
gerð myndarinnar komu. Nú er
unnið að dreifingu á myndinni og
segir Hans að nú þegar sé búið að
selja hana mjög víða á meginlandi
Evrópu, Bretlandi og í Bandaríkj-
unum.
Ný heimildarmynd um fiðluna og sögu hennar frumsýnd í Sjónvarpinu um helgina
Fiðlan sprett-
ur úr alþýðu-
menningu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hans Jóhannsson fiðlusmiður á verkstæði sínu í Reykjavík.
Fiðlan er heiti heimildarmyndar um fiðlu-
smíði sem frumsýnd verður í Sjónvarpinu
annað kvöld. Margrét Sveinbjörnsdóttir
heimsótti Hans Jóhannsson fiðlusmið á
verkstæði hans í miðbæ Reykjavíkur og
spurði hann út í tilurð myndarinnar og
djöfullega náttúru fiðlunnar.
Í NÝLISTASAFNINU verður sýn-
ingin „Nýja málverkið, andar það
enn“ opnuð í dag, laugardag, kl.
16. Sýningin er í árvissri röð sýn-
inga Nýlistasafnsins sem hafa yf-
irskriftina „Samræður við safn-
eign“.
„Í þetta skiptið verða dregin
fram í dagsljósið verk sem til-
heyra „nýja málverkinu“, tímabili
sem var kraftmikið og stóð stutt.
Nýja málverkinu fylgdi nefnilega
þessi villti andi sem fer að blossa
upp á árunum eftir 1980, þó áður
hafi kraumað undir,“ segir Guð-
mundur Oddur Magnússon sýn-
ingarstjóri.
„Menn hikuðu ekki við að nota
forgengileg efni – upphafningu
efnisins sem verðmætis var hik-
laust gefið langt nef. Þetta gerist
sérstaklega í Berlín og dreifðist
með ótrúlegum hraða og krafti
um alla Vestur Evrópu en dó mik-
ið til út eftir það.
Rifjaðar verða upp sýningar
eins og Gullströndin andar, Sjö í
Norræna húsinu og verk sem
gerð voru í nýlistadeild Mynd-
lista- og handíðaskólans undir
stjórn Árna Ingólfssonar. Þetta
eru verk m.a. eftir Guðrúnu
Tryggvadóttur, Árna Ingólfsson,
Kristján Steingrím Jónsson, Tolla,
Daða Guðbjörnsson, Tuma Magn-
ússon o.fl,“ segir Guðmundur.
Notuðu hiklaust
forgengileg efni
Morgunblaðið/Kristinn
Guðmundur Oddur Magnússon sýningarstjóri innan um verk á sýningunni.
Nýja málverkið í Nýlistasafninu