Morgunblaðið - 20.01.2001, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI
22 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÍSLENSKI hugbúnaðarsjóðurinn
var rekinn með 21 milljónar króna
tapi eftir skatta á síðasta ári en árið
1999 nam hagnaður sjóðsins 41,5
milljónum króna. Fjármunatekjur
ársins voru 92 milljónir og jukust um
8% á milli ára en fjármagnsgjöld juk-
ust verulega eða úr 14,7 milljónum ár-
ið 1999 í 50,75 milljónir í fyrra.
Rekstrargjöld voru 50,1 milljón á
móti 13,6 milljónum árið áður.
Í tilkynningu frá sjóðnum kemur
m.a. fram að fjárfest var í hlutabréf-
um fyrir 1.260 milljónir á árinu. Eigið
fé jókst um 1.563 milljónir. Í hluta-
fjárútboði sem fram fór árið 2000 var
selt hlutafé að nafnverði 117,6 millj-
ónir og nam söluverðið 1.563 milljón-
um.
Breyttar reikningsskilavenjur
Tekið skal fram að breytingar urðu
á reikningsskilum félagsins á árinu.
Eignarhlutir þess í félögum sem
skráð eru á hlutabréfamarkaði eru nú
bókfærðir á skráðu gengi þeirra í síð-
ustu viðskiptum á árinu. Mismunur á
bókfærðu verði bréfanna og fram-
reiknuðu kostnaðarverði þeirra í árs-
lok er færður til gjalda sem gengis-
lækkun hlutabréfa meðal annarra
tekna og gjalda í rekstrarreikningi.
Gengislækkun hlutabréfa að frádreg-
inni tekjuskattsskuldbindingu er
færð á sérstakan lið meðal eigin fjár í
efnahagsreikningi. Áhrif þessara
breytinga eru þau að tap fært á eigið
fé er 14,1 milljón hærra en verið hefði
miðað við óbreyttar reikningsskilaað-
ferðir og eigið fé í samræmi við það
14,1 milljón lægra.
Í tilkynningu segir að frá áramót-
um hafi Íslenski hugbúnaðarsjóður-
inn fjárfest í einu félagi, Mint AB í
Svíþjóð. „Fjárfesting í Mint AB
markar þá stefnu Íslenska hugbún-
aðarsjóðsins að hefja fjárfestingar á
Norðurlöndunum í samstarfi við er-
lend fjárfestingarfélög. Fjárfesting-
arnar munu áfram beinast að hug-
búnaðarfyrirtækjum með mikla
útrásarmöguleika. Gert er ráð fyrir
því að innlausn gengishagnaðar í nú-
verandi félögum verði á næstu 1 til 5
árum.“
Þá hefur stjórn félagsins ákveðið
að leggja fyrir aðalfund að tap ársins
verði fært til lækkunar óráðstafaðs
eigin fjár og að óska eftir heimild til
kaupa á eigin hlutum fyrir allt að 50
milljónum að nafnverði og skal kaup-
verðið vera á gengi sem hvorki sé
meira en 10% hærra né meira en 10%
lægra en skráð gengi á Verðbréfa-
þingi Íslands hverju sinni. Þá verður
óskað eftir heimildum aðalfundar til
þess að auka hlutafé félagsins og
breyta ákvæðum samþykkta um
mætingu á hluthafafundi og magn at-
kvæða til breytinga á samþykktum.
Mikil aukning í
hlutabréfaeign
!
"# $
"! %
% &
#"
"'
&$# $
!
" %#
() !
!"")
!"")
*
+
*
+
góður lærdómur fyrir íslenska mark-
aðinn. Kröfurnar í Bandaríkjunum
séu reyndar harðari en víðast hvar
annars staðar, en þetta hafi vakið
menn til umhugsunar, meðal annars
um hvort ekki væri ástæða til að gera
enn ríkari kröfur um mat á áhættu-
þáttum félaga.
Yfirleitt brugðist vel
við athugasemdum VÞÍ
Helena segir að oft skorti á upplýs-
ingar þegar fyrirtæki eru að kaupa
önnur fyrirtæki eða eru að gera ein-
hverjar aðrar stærri ráðstafanir í
rekstrinum. „Í þessum tilvikum vant-
ar oft upplýsingar um kaupverð, sem
gjarnan er sagt vera trúnaðarmál,“
segir Helena. „Þá vantar einnig oft að
forsvarsmenn félaga segi frá þeim
áætlunum sem þeir hafa uppi varð-
andi þær ráðstafarnir sem verið er að
greina frá.“
Helena segir að upplýsingagjöf
félaga skiptist í tvennt, annars vegar
reglubundnar upplýsingar, þ.e. árs-
reikninga, milliuppgjör og aðalfundi,
og hins vegar óreglubundnar upplýs-
ingar, t.d. um aukningu eða samdrátt
í hefðbundinni starfsemi félags, gerð
mikilvægra samstarfssamninga, mik-
ilvægar rannsóknarniðurstöður, mik-
ilvægar nýjar framleiðsluvörur eða
fyrirhugaðan samruna við annað
félag. Öll félög skili reglubundnum
upplýsingum samkvæmt reglum
Verðbréfaþings en oft megi hins veg-
ar finna að því sem forsvarsmenn
félaga segi um ársreikninga eða milli-
uppgjör. Hún segir að VÞÍ hafi gert
athugasemdir við texta í reglubundn-
um fréttatilkynningum án þess að það
hafi verið gert opinbert. Þegar þetta
komi fyrir sé hringt í viðkomandi eða
bréf send út og yfirleitt sé vel brugð-
ist við athugasemdum þingsins.
Hagsmuna hluthafa ekki ávallt gætt
Vilhjálmur Bjarnason, formaður
Samtaka fjárfesta, segist sammála
því sem haft var eftir Þórði S. Gunn-
arssyni, hæstaréttarlögmanni í
Morgunblaðinu í gær. Þar sagði Þórð-
ur að stjórnendur félags geti verið
skaðabótaskyldir ef þeir eru staðnir
STARFSMENN Verðbréfaþings Ís-
lands hafa þurft að gera athugasemd-
ir við fréttatilkynningar og upplýs-
ingar sem félög á þinginu hafa sent
frá sér, að sögn Finns Sveinbjörns-
sonar, framkvæmdastjóra VÞÍ. Hann
segir að félög hafi stundum verið á
mörkum þess að gefa villandi upplýs-
ingar í fréttatilkynningum. Starfs-
menn Verðbréfaþingsins hafi þó ekki
orðið varir við að félög hafi vísvitandi
gefið upp rangar upplýsingar.
Helena Hilmarsdóttir, forstöðu-
maður aðildar- og skráningarsviðs
VÞÍ, sem sér um að yfirfara allar
fréttatilkynningar félaga á þinginu,
segir að upplýsingagjöf félaga hafi
færst til betri vegar á undanförnum
misserum. Mörg fyrirtæki leggi
metnað sinn í að standa vel að allri
upplýsingagjöf og margt hafi batnað í
þeim efnum að undanförnu.
Félög hvött til að huga vel
að framsetningu frétta
Finnur segir að VÞÍ hafi séð
ástæðu til þess síðastliðið haust að
senda dreifibréf til skráðra félaga
varðandi villandi upplýsingar í frétta-
tilkynningum. Nokkuð hafi til að
mynda borið á að í fréttatilkynning-
um félaga hafi verið lögð áhersla á
aukningu á hagnaði milli ára en
minna gert úr því að um væri að ræða
söluhagnað eigna en ekki hagnað af
reglulegri starfsemi. Í dreifibréfinu
hafi Verðbréfaþingið hvatt félög til að
íhuga vandlega hvort ekki væri
ástæða til að birta söluhagnað eða
sölutap af eignum sérstaklega. Félög
hafi einnig verið hvött til að huga vel
að fyrirsögnum og framsetningu
frétta.
„Þegar félög eru að skrá sig, hvort
sem um er að ræða nýskráningu eða
hækkun á hlutafé, hefur Verðbréfa-
þingið oft þurft að láta leiðrétta texta
í skráningarlýsingu,“ segir Finnur.
„Slíkum upplýsingum er ekki hleypt í
gegn fyrr en þingið er orðið sátt við að
verið sé að gefa upp rétta mynd af
viðkomandi félagi.“
Að sögn Finns var skráning de-
CODE á Nasdaq-hlutabréfamark-
aðnum í Bandaríkjunum á síðasta ári
að því að gefa rangar eða villandi upp-
lýsingar um stöðu félagsins, og sem
talið er hafa orðið hluthöfum til tjóns.
Þórður sagði einnig að réttur hluthafa
væri kannski meiri en menn hafi al-
mennt gert sér grein fyrir.
Vilhjálmur segir að stjórnendur
félaga hér á landi gæti þess ekki
ávallt að tryggja hagsmuni hluthafa
með sem bestum hætti. Nýlegt dæmi
þar um sé að forsvarsmenn Samherja
hafi ekki gefið fullnægjandi skýringar
á kaupum stjórnenda félagsins á eigin
hlutabréfum á yfirverði. Það dæmi
veki upp spurningar um réttarstöðu
einstakra hluthafa.
Upplýsingagjöf félaga á Verðbréfaþingi hefur batnað
Stundum á mörkum
þess að vera villandi
Illum við Strikið lokað
ÁKVEÐIÐ hefur verið að loka Illum
stórversluninni í Kaupmannahöfn og
lýkur þar með 110 ára sögu verslun-
arinnar í borginni. Byggingunni, sem
stendur við Strikið, verður breytt í
svokallaða lífsstílsmiðstöð þar sem
verður fjöldi sérverslana. Fyrir-
myndin að breytingunni er NK stór-
verslunin í Stokkhólmi. Th. Wessel &
Wett á Illum og Magasin de Nord og
verður hin síðarnefnda þar með eina
stórverslunin í Kaupmannahöfn. Í
hinu nýja Illum, sem enn hefur ekki
hlotið nafn, verður fjöldi merkja- og
sérverslana fyrir fólk sem „nýtur
þess að dekra við sjálft sig og kaupa
inn,“ eins og segir í fréttatilkynningu
frá fyrirtækinu. Húsnæðið við Strikið
er um 25.000 fermetrar. Hin nýja lífs-
stílsmiðstöð mun vafalítið keppa við
þann fjölda sérverslana sem verða í
vöruhúsum utan miðborgarinnar, t.d.
í Eyrarstað, sem nú rís skammt frá
Eyrarsundsbrúnni. Þar verður m.a.
opnaður stórmarkaður fyrir þá efna-
meiri, sem höfða á til skilningarvita
neytenda og leggja áherslu á gæða-
vöru.
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Hagnaður Micro-
soft í takt við spár
Washington. AFP.
HAGNAÐUR Microsoft á síðasta
fjórðungi ársins nam 2,624 milljörð-
um dala eða liðlega 223 milljörðum
íslenskra króna og jókst hann um
7,7% miðað við sama tímabil árið
1999. Hagnaðurinn er mjög í takt við
það sem flestir markaðssérfræðing-
ar höfðu spáð. Heildartekjur félags-
ins síðustu þrjá mánuði ársins námu
6,59 milljörðum dala og jukust um
8% milli tímabila. Talsmenn Micro-
soft segja að útlitið á næstunni kunni
að vera aðeins dekkra vegna minnk-
andi sölu á einmenningstölvum og
hugbúnaði til fyrirtækja og spá því
að tekjur á fyrsta fjórðungi ársins
verði minni en á þeim síðasta. Fjár-
málstjóri Microsoft segist hafa mest-
ar áhyggjur af minni hagvexti og
minnkandi vexti í spurn eftir tölvum,
í björtustu spám sé gert ráð fyrir að
sala félagsins muni aukast um 10% á
þessu ári. Deginum áður en árs-
hlutauppgjörið var birt hækkaði
gengi bréfa Microsoft um 4,8% og
endaði í 55,50 dali hluturinn.
LetsBuyIt
fær frest
DÓMSTÓLLINN í Amster-
dam, sem hefur með mál
LetsBuyIt að gera, hefur veitt
fyrirtækinu frest fram á næsta
fimmtudag til þess að leggja
fram 320 milljónir í trygging-
arfé. Norska netfyrirtækið
Coshopper hefur sýnt áhuga á
að kaupa gagnagrunninn yfir
viðskiptavini LetsBuyIt en
Frode Lervik, framkvæmda-
stjóri Coshopper, hefur ekki
viljað upplýsa hversu mikið
hann er tilbúinn til þess að
greiða fyrir gagnagrunninn.
Erfiðleikar LetsBuyIt eru
ekkert einsdæmi í netsölugeir-
anum. eToys hefur til að
mynda ákveðið að hætt allri
sölu í Evrópu og hefur að und-
anförnu verið að bjóða vörur
með allt að 75% afslætti til
þess að hreinsa upp birgðir áð-
ur en að lokuninni kemur. Þá
hafa stjórnendur leitarvefjar-
ins Altavista tilkynnt að þeir
muni á næstunni segja upp
einum fjórða hluta starfs-
manna sinna, alls 250 manns,
vegna minnkandi tekna af aug-
lýsingum á vefnum.