Morgunblaðið - 20.01.2001, Blaðsíða 49
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 49
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður í samráði við aðstandendur
Sími 581 3300
allan sólarhringinn — utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Kistur
Krossar
Duftker
Legsteinar
Sálmaskrá
Blóm
Fáni
Erfidrykkja
Tilk. í fjölmiðla
Prestur
Kirkja
Kistulagning
Tónlistarfólk
Val á sálmum
Legstaður
Flutn. á kistu milli landa
Sjáum um
útfararþjónustu á
allri landsbyggðinni.
Áratuga reynsla.
Elsku drengurinn
okkar, þegar okkur var
tilkynnt andlát þitt
kom það eins og þruma
úr heiðskíru lofti. Við
neituðum að trúa
þessu og svo kom dofinn yfir okkur
og er enn. Þú varst yngsta barnið
okkar af þremur, aðeins 27 ára.
Við vitum að þér líður vel þar sem
þú ert núna og að það var tekið vel á
móti þér. Við söknum þín og að
heyra ekki lengur í þér. Heyra þig
spyrja er þú hringdir í okkur, eruð
þið ekki hress? Jú, var stundum
svarað en stundum ekki og þá varst
þú kominn fljótlega og fórst með
okkur í bíltúr eða þú gafst þér tíma
til að sitja hjá okkur og spjalla, þrátt
fyrir miklar annir hjá þér. Þú heyrð-
ir alltaf þegar okkur leið ekki vel og
þú áttir gott með að hlusta, þú varst
sonur okkar og vinur um leið. Þótt
þú værir kominn í langa eða stutta
heimsókn þá fékk maður alltaf þetta
þétta faðmlag sem við söknum svo
sárt.
Við þökkum þér fyrir allt það sem
þú gerðir fyrir okkur, elsku sonur.
Við minnumst sérstaklega hvað þú
hjálpaðir okkur mikið þegar við
sögðum þér þær slæmu fréttir að
faðir þinn væri kominn með illvígan
JÓN ELÍS
GUÐMUNDSSON
✝ Jón Elís Guð-mundsson fædd-
ist í Reykjavík 20.
janúar 1973. Hann
varð bráðkvaddur í
Mexíkó 9. desember
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Fossvogskirkju 21.
desember.
sjúkdóm. Seinna sagðir
þú við okkur hvað þú
dáðist að föður þínum,
hvernig hann tæki
þessu og bæri sig vel
en þú vissir að hann
átti oft erfitt og þú
reyndir mjög oft að
lyfta okkur upp með
því að bjóða okkur út
að borða, í leikhús, á
kaffihús, á hótel, í
ferðalög út á land og
einnig bauðstu okkur
ítrekað til útlanda en
við treystum okkur
ekki að fara en þökk-
uðum gott boð. Já, þú gafst eins
mikið af þér og þú gast og hjálpaðir
þeim sem þér fannst þurfa þess.
Eins er farið með pabba þinn en
þrekið er farið að minnka hjá pabba
og það var eins með þig, en þú varst
að vinna í því að ná fyrra þreki aftur
þegar þessi ósköp dundu yfir.
Í byrjun nóvember buðum við öll-
um börnum okkar, tengdabörnum
og barnabörnum í mat. Þarna vor-
um við öll saman aftur og þú sagðir.
„Mamma, þetta er bara eins og á
jólunum, jólamaturinn, jóladúkurinn
og öll fjölskyldan saman.“ Þarna
borðuðum við okkar eiginlega jóla-
mat án þess að vita það. Daginn áð-
ur en þú dóst töluðum við við þig í
símanum til Mexíkó og þú sagðist
ætla að borða hjá okkur á jóladag.
Úr því varð ekki en við fjölskyldan
mættum öll, Sara og Tristan líka, og
borðuðum saman. Það var ekki svip-
ur hjá sjón án þín og verður þitt
skarð ekki fyllt.
Við viljum trúa því að þú haldir
áfram að ná því takmarki sem þú
ætlaðir að ná þar sem þú ert núna
og hefðir gert hér ef þér hefði enst
lífið hér. Þú varst glaðlegt barn, full-
ur af orku og til afreka. Þegar þú
eltist þá framkvæmdir þú á þinni
stuttu ævi meira en flestir gera á
miklu lengri tíma. Kannski fórstu of
hratt í hlutina, elsku drengurinn
okkar. Já, sumum er gefið of mikið
af orku og sumum of lítið. Það er
hinn gullni meðalvegur sem gildir
eins og pabbi þinn sagði svo oft. Við
vorum stolt af þér, elsku sonur okk-
ar, og viljum við þakka þér sam-
fylgdina sem var þó allt of stutt. Við
kveðjum þig með sálmi sem mamma
var vön að syngja fyrir þig þegar þú
varst lítill drengur, að vísu aðeins
fyrsta erindið, því þú vildir alltaf
láta syngja fyrir þig þegar þú fórst
að sofa. Þennan söng lærði mamma
aðeins níu ára gömul í skóla og hélt
mikið upp á og þú líka. Vonandi fær
mamma að kenna Tristan Alex syni
þínum þennan sálm. Þú hefðir orðið
28 ára í dag ef þér hefði enst aldur
til svo þetta er bæði minningar-
kveðja og afmæliskveðja:
Ástarfaðir himinhæða,
heyr þú barna þinna kvak,
enn í dag og alla daga
í þinn náðarfaðm mig tak.
Náð þín sólin er mér eina,
orð þín döggin himni frá,
er mig hressir, elur, nærir,
eins og foldar blómin smá.
Einn þú hefur allt í höndum,
öll þér kunn er þörfin mín,
ó, svo veit í alnægð þinni
einnig mér af ljósi þín.
Anda þinn lát æ mér stjórna,
auðsveipan gjör huga minn,
og á þinnar elsku vegum
inn mig leið í himin þinn.
(Þýð. Steingr. Thorst.)
Mamma og pabbi.
✝ Guðrún KristjanaIngjaldsdóttir
(Lillý) fæddist í
Reykjavík 29. júlí
1924. Hún lést á dval-
arheimilinu Helga-
felli á Djúpavogi 16.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Ingveldur Guð-
rún Kristjana Krist-
jánsdóttir, f.
2.12.1898 í Rvík, d.
19.6.1940, og Ingjald-
ur Jónsson húsa-
smíðameistari í Rvík,
f. 15.11.1894, d.
21.6.1989. Guðrún átti þrjú al-
systkini og tvö hálfsystkini (sam-
feðra). Þau eru: 1) Margrét Jónína
Ingjaldsdóttir Thomsen. 2) Þuríð-
ur Ingjaldsdóttir(látin). 3) Jón
Bjarnar Ingjaldsson. 4) Ólafur
Viðar Ingjaldsson. 5) Guðmann
Ingjaldsson.
Hinn 26.12.1943 giftist Lillý
eiginmanni sínum Eið Gíslasyni
frá Haugi í Gaul-
verjabæ, f.
15.3.1922, d.
22.8.1981. Lillý og
Eiður eignuðust
fjögur börn. Þau
eru: 1) Ingveldur
Kristjana, húsmóðir,
f. 3.1.1943, gift Jóni
Guðmundssyni pípu-
lagningameistara. 2)
Ragnar Eiðsson, bif-
vélavirki og búfræð-
ingur, f. 26.11.1945,
kvæntur Þórunn-
borgu Jónsdóttur
kennara. 3) Ingjald-
ur Eiðsson, verktaki, f. 13.2.1951,
kvæntur Sigrúnu Pálsdóttur for-
stöðukonu. 4) Ragnheiður Margr-
ét, bóndi, f. 2.10.1957, gift Guð-
mundi Val Gunnarssyni bónda.
Alls eignaðist Lillý 14 barna-
börn og sjö langömmubörn.
Útför Lillýjar fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.
Ekki er að undra þótt undirrit-
aðri finnist lífshjól sitt vera farið að
hægja á sér. Nú þegar ég reyni að
rita nokkrar línur í minningu um
gamla vinkonu. Guðrún hét hún en
var alltaf kölluð Lillý. Hún var afar
falleg kona. Man ég vel hvað mér
þóttu hendur hennar fallegar.
Hendur hennar voru hagar svo af
bar. Lillý málaði bæði á striga og
lín og vann úr íslensku grjóti. Ég á
sem betur fer tvö verka hennar,
það er góð minning.
Það var Lillý og börnum hennar
mikið áfall þegar maður hennar lést
af slysförum langt um aldur fram.
Eftir það skildi leiðir. Þau eign-
uðust 4 mannvænleg börn, þakka
ég þeim fyrir tryggð og vináttu alla
tíð.
Margs er að minnast, margs er
að sakna. Mér eru í fersku minni
árin 1958–1959 þegar níu fjölskyld-
ur fluttu í Ásgarðinn í raðhúsa-
lengjuna númer 113–129, þetta
voru frumbyggjar. Flest var þetta
fólk sem kom úr ömurlegu húsnæði,
flestir úr bröggum. Það var mikið
um dýrðir að koma í þessi hús, heitt
vatn, baðherbergi og þvottahús.
Ekkert af þessum þægindum höfðu
konurnar haft, nú var hægt að baða
krakkana.
Snemma varð vinátta milli þessa
fólks, börnin voru á öllum aldri
enda minnst þrjú börn í hverju
húsi.
Skrítið að hugsa til þess að því
sem ég er að lýsa hér var á síðustu
öld, svona blekkja tölur. Rúm 40 ár
eru síðan við byrjuðum búskap hlið
við hlið. Þegar ég lít yfir þessi
minningarbrot er eins og ég sé að
skrifa minningargrein um allt þetta
fólk. Það er ekki seinna vænna að
minnast þeirra sem voru okkur
Lillý samferða og eru horfnir yfir
móðuna miklu, þau eiga það skilið
af mér.
Ávallt mun ég minnast Lillýar
með hlýju og þakklæti. Blessuð sé
minning góðrar konu. Ég bið öllum
afkomendum hennar guðs blessun-
ar um alla tíð.
Margs er að minnast, margs er
að sakna, Guði sé þökk fyrir gott
samferðafólk.
Hafi Lillý þökk fyrir allt og allt
Andrea Helgadóttir.
Elsku amma mín, mig langar að
kveðja þig með fáeinum orðum.
Ekki vissi ég að það myndi vera í
hinsta sinn sem ég sæi þig þegar ég
heimsótti þig síðast. En ég er samt
fegin að þú fékkst hvíldina því þú
varst búin að vera svo lasin. En
alltaf gastu föndrað, sama hversu
lasin þú varst. Og hlutirnir sem þú
gerðir handa mér og börnunum
voru svo fallegir og mun ég ávallt
varðveita þá vel. Þú varst alltaf svo
gjafmild og góð. Þegar ég kom með
börnin í heimsókn til þín fóru þau
aldrei tómhent út því þú áttir alltaf
einhverja mola handa þeim. Ég
gæti skrifað heila bók um mann-
gæsku þína, ást og umhyggju, ekki
bara hvað fjölskylduna varðaði,
heldur líka við alla sem þú kynntist.
Minningarnar um þig eru margar
en flestar vil ég geyma í hjarta
mínu.
Elsku amma, þú varst svo mikill
englavinur. Því vil ég kveðja þig
með með þessu kvæði sem þú
kenndir börnum þínum:
Vertu yfir og allt um kring,
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring,
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Guð geymi þig, elsku amma mín.
Guðrún Kristjana Jónsdóttir
(Lillý).
Elsku Langa, eins og Karen kall-
aði þig. Þótt við höfum ekki þekkt
þig lengi þótti okkur undurvænt um
þig. Okkur langar stundum í heim-
sókn til þín, elsku Langa okkar, en
nú verðum við bara að skoða mynd-
ir og hugsa hlýtt til þín.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um huga minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Þín langömmubörn,
Karen, Telma Lind,
Ingimar og Andri Jón.
Það eru kannski svolítið skrítnar
aðstæður hjá mér núna þegar þessi
orð eru skrifuð og nú hugsa örugg-
lega einhverjir hvað þær geta verið
skrítnar! Amma, þú ert nefnilega
að leggja upp í næstsíðustu lang-
ferð þína með mér og pabba í bíln-
um. Þú ert aftur í og við pabbi er-
um frammí að rifja upp gamla tíma.
Stundum förum við að hlæja og
stundum verðum við hugsi, hugsi
yfir einhverju sem hefði kannski
mátt betur fara. En þannig er það
líka alltaf. Þú hefur engar skoðanir
á því sem við pabbi erum að ræða,
að minnsta kosti ekki upphátt, þú
hefur þær eflaust í hljóði. Ég er al-
veg viss um að þú ert á sveimi yfir
bílnum á ferð okkar þriggja til
Reykjavíkur og vakir yfir okkur.
Þetta er örugglega sérkennilegasta
bílferð okkar allra hingað til. En
nóg um það.
Eins og ég sagði áðan vorum við
pabbi að rifja upp góðar og spaugi-
legar minningar, minningar eins og
þegar feministinn kom upp í mér
þegar ég var aðeins fjögurra ára og
gisti hjá ykkur afa í Ásgarði 129.
Þessu atviki man ég sjálf ekki eftir
en mér var sagt svo oft frá að minn-
ingin ein segir mér að eftir þessu
muni ég.
Þú ætlaðir að fara með mig í
háttinn um kvöldið eins og góðri
ömmu sæmir en ég harðneitaði og
sagði að hann afi ætti að fylgja mér
upp. Afi var nú ansi kokhraustur
þegar barnabarnið hans valdi hann
fram yfir ömmu. En afi átti ekki
von á góðu því við vorum ekki fyrr
lögst upp í er ég sagði við hann:
„Afi, hvernig í ósköpunum stendur
á því að hann pabbi kann svona fáar
bænir?“ Það stóð svolitla stund í
gamla manninum en svo sagði hann
eftir svolitla þögn: ,,Spyrðu hana
ömmu þína.“ Ég var nú ekki á því
að gefa mig og sagði að bragði að
það væri líka honum að kenna!
Þarna stóð ég með þér, amma!
Litlu seinna var ég í pössun hjá
ykkur aftur og þá fékk ég þá hug-
dettu í kollinn að það gengi ekki
upp að vera hjá ömmu og afa og fá
ekki fresca í gleri. Þú vildir nú láta
pepsíið duga en ég sannfærði þig
um að það gengi ekki upp. Þá réttir
þú mér pening og sagðir mér að
drífa mig út í Áskjör og kaupa
fresca. Ég horfði á þig stórlega
hneyksluð og sagði: ,,Amma, ég má
ekki labba ein yfir götu!“ Þar með
tókst mér að fá þig í smágöngutúr
út í búð sem þú varst annars alveg
til í að sleppa við. Þegar við komum
til baka sagði afi að bragði: „Hva,
hvar voruð þið eiginlega?“ Og ég
svaraði hróðug að ég og amma
hefðum labbað út í búð. Afi skellti
hönd á lærið og sagði: ,,Hvur
andsk... þetta tókst þér, stelpa.“ Þú
brostir ekki breitt til afa við þetta
en vissir samt innst inni að þú áttir
ekki að kippa þér upp við stríðnina í
honum.
Í baksýn sé ég Seljalandsfossinn
upplýstan og fallegan í myrkrinu,
það er þögn í bílnum. Ég horfi út í
myrkrið og hugsa um fortíð, fortíð
þína, reykvíska kona. Þú ert á leið-
inni á æskuslóðir en kemur til með
að eiga stuttan stans þar því þú og
afi ætlið að hittast á æskustöðvum
hans í Flóanum. Ég er með bros á
vör því ég sé fegurðina í þessu öllu,
þið tvö að sameinast, og til að hitta
afa þarftu að leggja upp í eina ferð
enn sem er eflaust sú stysta á þessu
ferðalagi þínu, ferðalagi þínu inn í
eilífðina.
Góða ferð.
Þín
Fríða.
Elsku amma, takk fyrir þær
stundir sem við höfum átt þegar ég
hef komið í sveitina.
Sofðu lengi, sofðu rótt.
Seint mun best að vakna.
Mæðan kenna mun þér fljótt,
meðan hallar degi skjótt,
að mennirnir elska, missa, gráta og
sakna.
(Jóhann Sigurj.)
Vertu blessuð, elsku amma.
Þinn
Páll Ingi.
GUÐRÚN
INGJALDSDÓTTIR
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.