Morgunblaðið - 20.01.2001, Blaðsíða 46
MINNINGAR
46 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Dídí Avtk. An-anda Sukrti,
öðru nafni Sunneva
Engle, fæddist í bæn-
um Iloilo á Filipps-
eyjum 12. janúar
1955. Hún lést á Ind-
landi 27. desember
síðastliðinn. Hún ólst
upp í stórum systk-
inahópi og lærði
búnaðarfræði við há-
skóla á Filippseyjum.
Hún kynntist jóga-
hreyfingunni An-
anda Marga í Manila
á Filippseyjum og
hóf fljótlega að starfa fyrir sam-
tökin. Árið 1978 fór Dídí í þjálfun
hjá Ananda Marga til að gerast
jógakennari og nunna. Nunnur
sem starfa fyrir Ananda Marga-
hreyfinguna eru kallaðar Dídí
sem á sanskrít þýðir systir. Dídí
var send til starfa hér á Íslandi
árið 1980, m.a. til að starfrækja
leikskóla. Hún kom síðan á fót
Leikskólanum Sælukoti í Skerja-
firði ásamt öðrum meðlimum An-
anda Marga árið 1984.
Hún annaðist rekstur
leikskólans til ársins
1996. Dídí kenndi
hugleiðslu, hélt nám-
skeið og fyrirlestra
um jóga og andlegt
líferni og vann að
hjálparstörfum víða
um heim. Síðastliðin
tvö ár starfaði Dídí í
Afríku í Kenýa,
Kongó og víðar. Hún
rak þar barnaheimili
fyrir munaðarlaus
börn sem margir Ís-
lendingar styrktu.
Auk þess lagði Dídí stund á hó-
mópatíu við The College of Practi-
cal Homoeopathy í London og
stundaði þær lækningar í Afríku og
víðar. Hún ferðaðist um Afríku
með læknastofu sína og hitti fjölda
sjúklinga. Dídí smitaðist af malaríu
og lést á Indlandi 27. desember sl.
Minningarathöfn um Dídí verður
haldin í Félagsmiðstöðinni Frosta-
skjóli í dag og hefst athöfnin klukk-
an 15.30.
Skömmu fyrir jólin bárust okkur
þau hörmulegu tíðindi að Dídí Avtk.
Ananda Shukrti hefði látist úr mal-
aríu í Dehlí á Indlandi hinn 27. des-
ember sl. Dídí hafði starfað á Íslandi
fyrir jógasamtökin Ananda Marga í
fjölda ára, meðal annars rekið Leik-
skólann Sælukot í Skerjafirði síðan
1984. Dídí var orðin íslenskur rík-
isborgari og valdi sér nafnið Sunn-
eva, fjölskyldunafn hennar var
Engle.
Dídí fæddist í bænum Iloilo á Fil-
ippseyjum 12. jan. 1955 og ólst upp í
stórum systkinahópi. Faðir Dídíar
gerði kröfur til barna sinna og veitti
þeim nokkuð strangt uppeldi. Til
marks um það er að konur í Iloilo
höfðu það til siðs að stinga saman
nefjum þegar þær fóru að sækja
vatn í brunna bæjarins á morgnana
og gerðu það sér gjarnan til afþrey-
ingar að segja helstu tíðindi af
náunganum. En faðir Dídíar vildi
alls ekki að dætur hans tækju nokk-
urn þátt í slíku gaspri og krafðist
þess af Dídí að hún kæmi rakleiðis
heim frá vatnsbólunum. Faðir Dídí-
ar var hugsjónamaður og stjórn-
málamaður og var myrtur af póli-
tískum andstæðingum sínum 1981.
Dídí braust til mennta og lauk há-
skólaprófi í búnaðarfræðum á Fil-
ippseyjum. En það átti ekki fyrir
henni að liggja að starfa við búvís-
indin. Hún hafði kynnst Ananda
Marga hreyfingunni um 1970 í Ma-
nila, þar sem hún var við nám, og
hóf fljótlega að starfa fyrir samtök-
in. Hún varð stöðugt gagnteknari af
þessari andlegu leið og það leiddi til
þess að 1978 fór hún í þjálfun til
þess að verða jógakennari og ári síð-
ar varð hún nunna. Eftir að hafa
dvalist um hríð á Indlandi var Dídí
send til Evrópu og hóf hún fyrst
starf á barnaheimili í Portúgal. Síð-
an var Dídí send norður að heim-
skautsbaug, til Íslands. Hún kom í
ársbyrjun 1980. Það hljóta að hafa
verið viðbrigði fyrir unga konu sem
hafði alist upp við miðbaug að koma
hingað í janúarmyrkvann og frostin.
En erfiðara mun þó hafa verið að
axla þá ábyrgð að verða leiðtogi fyr-
ir hópi fólks í landi með framandi
menningu. Í landi þar sem flestir
höfðu lengri skólagöngu, betri efna-
hagsleg kjör, eldri lýðræðislegar
hefðir og öruggari þjóðfélagsstöðu
heldur en Dídí og það umhverfi sem
hún var komin úr. En þetta erfiða
verkefni leyst Dídí af hendi á einkar
eftirminnilegan og glæsilegan hátt.
Hún gerði fyrst og fremst kröfur til
sjálfrar sín og féll aldrei í þá gryfju
að reyna að stjórnast í fólki, predika
eða „móralisera“, sem annars getur
hent einstaka umboðsmann Guðs.
Hún hélt bara sínu striki, vann sín
verk og hvatti aðra til þess að vera
með, fyrst og fremst með því að vera
sjálf fyrirmynd.
Smám saman vannst Dídí allt
miklu auðveldar. Hún kynntist
menningu og hugarfari Íslendinga
en þó vó þyngra að Dídí kynntist
sjálfri sér betur og fór að treysta og
þora að nota sína eðliskosti. Í yfir 20
ár hugleiddi Dídí fjórum sinnum á
dag, neytti aldrei dýraafurða, fast-
aði minnst fjórum sinnum í mánuði,
kenndi hugleiðslu, vann hjálparstarf
endurgjaldslaust og eignaðist aldrei
nokkrar veraldlegar eigur. Hún
lærði og iðkaði einnig æðstu form
Tantra hugleiðslu. Á endanum fann
Dídí sinn stíl og sitt öryggi. Hún gat
orðið leikið óheft og áreynslulaust á
strengjahörpu allra sinna sérein-
kenna og eiginleika.
Dídí hafði fjöldamörg trúnaðar-
embætti innan Ananda Marga á
hendi, og fékk miklu áorkað. Hún
var 16 ár á Íslandi. Hún kenndi
fjölda manns hugleiðslu og studdi og
hvatti þessa einstaklinga til and-
legra iðkana. Hún kom á fót Leik-
skólanum Sælukoti ásamt öðrum
meðlimum Ananda Marga árið 1984
og starfaði við það til 1996. Hún
lærði hómópatíu eða smáskammta-
lækningar við The College of Pract-
ical Homoeopathy of London og
lagði stund á þá list. Árið 1996 flutt-
ist Dídí frá Íslandi og hvarf þá fyrst
til starfa í Noregi en síðan á Bret-
landi. Fyrir u.þ.b. tveimur árum var
Dídí send til Afríku og starfaði hún
m.a. í Kenýa, Kongó og Brazzaville.
Auk hinna hefðbundnu starfa henn-
ar við jógakennslu og rekstur mun-
aðarleysingjahælis í Afríku fékkst
Dídí við lækningar og sá fjöldann
allan af sjúklingum. Þarna smitaðist
hún af malaríu sem á örskömmum
tíma leitaði upp í heila. Dídí fór um
hver áramót til Indlands og þar var
hún þegar hún lést í desember síð-
astliðnum.
Stærsti kostur Dídíar, auk lítil-
lætisins, var hversu hlý og opinská
hún var í samskiptum sínum við
annað fólk. Það, ásamt því að hún
gat alltaf gefið athygli sína óskipta
að viðmælendanum, aflaði henni
ógrynni vina. Sérhverjum fannst
sem einmitt hann væri nánasti trún-
aðarvinur Dídíar, og e.t.v. var því
einmitt þannig farið. Mig langar í
þessu sambandi að nefna svolítið
dæmi um hversu auðveldlega Dídí
gat tengst fólki, jafnt utan sem inn-
an hreyfingar Ananda Marga. Móðir
mín hafði þurft að bregða sér af bæ
austur á Neskaupsstað þannig að
móðursystir mín hljóp í skarðið við
að passa ömmu mína. Þær mæðgur
voru að dunda sér inni í stofu þegar
dyrabjöllunni var skyndilega hringt
og á tröppunum stóð lágvaxin, bros-
leit kona, dökk yfirlitum á skær-
appelsínugulum búningi og reyndi
að gera sig skiljanlega á bjagaðri ís-
lensku. Móðursystir mín áleit að
þessi kona hlyti að hafi farið húsa-
villt og var að reyna að lempa hana í
burtu þegar skyndilega heyrðist
hrópað innan úr stofu: „Dídí“. Fram
þeysti amma og þær stöllur féllust í
faðma á tröppunum. Móðursystir
mín var enn efins því að amma var
elliær. Amma hafði varla borið
kennsl á nokkurn mann síðastliðin
fimm ár og enginn vissi til þess að
hún hefði nokkurn tíma talað stakt
orð í ensku. Samt hafði Dídí tekist
að verða vildarvinkona hennar á
þessum tíma. Seinna náði Dídí góð-
um tökum á íslenskunni.
Kæra Dídí, ég er ekki búinn að
átta mig almennilega á því að þú
sért dáin í blóma lífs þíns, og ennþá
síður búinn að kyngja því. Þegar ég
staldra við og á mig leita spurningar
og efi um að andlegar iðkanir og
mannrækt hafi yfir höfuð nokkuð
upp á sig, þá veit ég þó alla vega um
eitt dæmi sem tókst. Ég segi: „hvíl í
friði, en finn þó að helst vildi ég óska
þess að þú hefðir verið hér á meðal
okkar aðeins lengur.“
Andrés Magnússon.
Lítill snáði, dálítið bústinn, hjúfr-
aði sig að henni og gjóaði öðru auga
upp úr hálsakoti hennar, rétt sem
snöggvast. Grúfði sig síðan strax
aftur niður í þetta skjól fyrir óblíðri
veröldinni. Eiginlega var hann alltof
þungur fyrir hana að hafa á hand-
legg sér. Hún vatt sér því lítillega til
og setti hann á hlið sér, klofvega yfir
vinstri mjöðmina, og bar hann þann-
ig meðan hún sýslaði við önnur börn
sem nú var verið að sækja, hvert af
öðru.
Hann varð órólegur yfir að hún
myndi setja hann niður á gólf og hélt
traustataki um háls henni. Hún lyfti
svolítið undir hann og hann lét hök-
una hvíla á öxl hennar. Nú varð
hann öruggari með sig og áræddi að
horfa báðum augum upp á heiminn
úr þessu vígi sínu og niður til hinna
barnanna sem sum voru ákaft að
segja mömmu eða pabba sem komin
voru að sækja þau af atburðum
dagsins og hin sem enn voru ósótt
og hnappast höfðu kringum fóstr-
una Katrí sem sat flötum beinum og
las fyrir þau sögu af ógurlega stóru
trölli í dimmum, finnskum skógi svo
þau fengu af því unaðskenndan hroll
og fóru nauðug á vit raunveruleik-
ans þegar komið var að þeim að vera
sótt. Hann horfði yfir öxl hennar á
allt þetta kraðak barna og foreldra
sem flestir voru að flýta sér og hann
varð rór og athugull um smáatriði;
vettling sem ekki fannst við annan á
móti og stígvél sem voru í „krumma-
fót“. Svo voru þau allt í einu komin
bæði tvö, mamma hans og pabbi.
Hann teygði hendurnar í átt til
þeirra og reyndi að vekja grátinn
sem hafði sefast í brjósti hans en
vildi ekki koma á ný, nú þegar mest
lá við. Hún brá á glens við hann, tók
um hann fast og lét sem hún myndi
ekki sleppa honum. „Þú vera hjá
mér! Dídí ekki láta þig fara! Þú eiga
heima í Sælukoti!“ stríddi hún hon-
um, dálítið hásri, sposkri röddu á
þeirri íslensku sem börnin í Sælu-
koti höfðu kennt henni, sífellt ný og
ný börn sem í byrjun skólagöngunn-
ar í Sælukoti voru ósköp lítil og
kjarklaus sum hver, kannski rétt
orðin tveggja og söknuðu mömmu
sinnar og leituðu trausts í örmum
hennar við tággrannan líkamann og
hvíslandi röddina við eyra sér. Síðan
efldist þeim kjarkur og urðu heima-
vön í skólanum og „Dídí“ varð náinn
förunautur þeirra uns þau voru orð-
in „stór“ og kvöddu Sælukot til að
byrja „lítil“ aftur í nýjum skóla en
ný komu í þeirra stað. Hann sem
hún núna glettist við á íslensku
barnamáli var einn þeirra.
Þau voru köllun hennar en vissu
auðvitað ekki af hvaða sökum þau
voru það.
Jafnvel við sem meira vissum og
áttum börnin í örmum hennar leidd-
um ekki að því hugann né undruð-
umst, nema kannski endrum og
eins, hvað fengi hana til að elska svo
þessi börn sem tilviljun virtist ráða
að komust að í Sælukoti frekar en
einhverjum öðrum leikskóla þar
sem þau voru líka á biðlista. Við vor-
um fegin að fá plássið og þegar Dídí
var farin að stríða þeim með ótrú-
lega stóru brosi sínu þegar við sótt-
um þau í þriðja eða fjórða sinn þá
fundum við einfaldlega að hérna var
gott að vera barn og það var okkur
nóg.
Dídí annaðist börnin okkar, líkn-
aði þeim í daglegum raunum þeirra
og menntaði þau. Hún hafði komið
einhvers staðar að í appelsínugulum
nunnuklæðum og um hana risið leik-
skólinn Sælukot við Reykjavíkur-
flugvöll.
Ótrúlega fljótt vöndumst við því
að þarna væri hún og um leið og
barnið okkar var komið til hennar
og Katríar fóstru og allra hinna sem
á hverjum tíma svöruðu spurning-
um þessara litlu vitringa okkar,
hugguðu þá og hjálpuðu í pollagall-
ann, snýttu þeim og flysjuðu fyrir þá
kartöflurnar við hádegisverðinn,
lásu fyrir þá og sátu með þá í kjöltu
sér, hvöttu þá til leiks og ærsla,
leiddu þá á slóð guðdómsins í sálu
þeirra og alheiminum, skeindu þá og
kysstu á meidd þeirra og ávítuðu þá
fyrir stundlegar yfirsjónir..., þá
fannst okkur að hún væri þarna af
svipuðum sökum og okkur finnst
annað gott fólk í lífi okkar, ... án
ástæðu. Síðan hvarf hún af þessu
landi til annarra verka og sömu köll-
unar suður í Afríku. Þorp úr þorpi
ferðaðist hún og líknaði fólki og leið-
beindi um veikindi þess og barna
þess. Með öllu amstrinu við börnin
okkar hafði hún lært „smáskammta-
lækningar“, hómopatíu, og einbeitti
sér nú af þrotlausri elju að lækna
sem allra flesta, einkum börn, með
aðferðum þessara vísinda og öllum
þeim tiltæku ráðum öðrum sem hún
og annað gott fólk sem gekk í lið
með henni hafði yfir að ráða. Hún
sendi okkur bréf með frásögnum af
starfinu og myndum. Lítill snáði
með krullað hár grúfir sig niður í
hálsakot hennar en óvíst er hvort
Dídí sé nokkuð að stríða honum í
þetta sinn því kannski eru foreldr-
arnir ekki komnir að sækja hann...
Svo varð hún líka veik, eins og
reyndar oft áður við þessar aðstæð-
ur, en í þetta skipti hefur hún
kannski storkað örlögunum um of
og guðirnir ekki staðist freistinguna
að taka til sín þessa ástfólgnustu
dóttur sína. Við tökum börnin okkar
sem hún þrýsti forðum að grönnum
undrasmáum líkama sínum – og sum
eru orðin fullorðið fólk – og vefjum
þau örmum, fast, svo þau verða dá-
lítið hissa jafnvel og okkur verður
ljóst að úr því við á sínum tíma
spurðum ekki að rökum þess að hún
var hér meðal okkar og barnanna
okkar þá verður okkur heldur ekki
svarað hvers vegna hún nú er horfin
að eilífu. Ég hugsa þó að í draumi
lítils snáða með hrokkið svart hár
suður í Afríku, einhvers staðar,
hvísli hún hásri röddu sinni í eyra
honum og segi: „Þú alltaf vera hjá
Dídí! Dídí alltaf vera hjá þér!“ ...svo-
lítið stríðnislega.
Gunnlaugur Sigurðsson.
DÍDÍ AVTK.
ANANDA SUKRTI
!"
#$ %&'
! "
# $ "
% ( (
)%(
&
'
*
+
,+
%-.
!/ 0$1
!
(
) %/%%$ ( 2!% (
%3/%%$( # 0
%%!
)4(/%%$
50-%(/%%$( 6 %!7( )
55- / "%
%"%
*"
% (
"
+ 8
8++
9
3 %-.:
!/ 0$1
! ,
-.
/ 0
' /1 , !
* 5%" (
7;(
+ +
,+
<! 6 1
!
1 &+
" 2!/! %
2!! (
55-%555