Morgunblaðið - 20.01.2001, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 20.01.2001, Blaðsíða 61
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 61 Dúndur dansbandið Sex menn og Andrea Gylfa spila í kvöld frá miðnætti Vesturgötu 2, sími 551 8900 ÁRIÐ 2000 endaði með brúðkaupi ársins, er Madonna og leikstjórinn Guy Richtie gengu í hjónaband á Skotlandi. Nokkrum dögum áður höfðu þau skírt son sinn Rocco að við- stöddum riddaraflokki Hollywood- stjarna. Brúðkaupið er sennilega ekki aðeins það umtalaðasta á síðasta ári heldur jafnvel allan síðasta áratug eða allt frá því Díana og Karl Bretaprins gengu í það heilaga. Enda var kon- unglegur bragur á brúðkaupinu þó að fjölmiðlum væri meinaður aðgangur, mörgum til sárra vonbrigða. Árið 2000 hófst hins vegar á skiln- aði kryddpíunnar Mel G, svo hún varð aftur Mel B er hjónaband hennar og dansarans Jimmy Gulzars rann sitt skeið á enda. Þessi skilnaður og brúðkaup og barneign Madonnu gefa tóninn fyrir slúðurannál ársins 2000. Hringir á fingur Ýmsir leikarar voru meira áber- andi en aðrir á hvíta tjaldinu á síðasta ári en segja má að stjarna leikkon- unnar Juliu Roberts skein einna skærast eftir að kvikmyndin Erin Brockovitch sló í gegn. Einnig hefur ástin blómstrað hjá Roberts á árinu þó að Gróa á Leiti hafi um stund hald- ið Roberts viljað skipta unnustanum Benjamin Bratt út fyrir Brad nokk- urn Pitt er þau léku saman í kvik- mynd í Mexíkó snemma á árinu. Þær sögusagnir voru fljótlega kveðnar í kútinn, hjarta Pitts, krón- prinsins sjálfs af Hollywood, tilheyrði fullkomlega unnustunni Jennifer An- iston og gengu þau í hjónaband sl. vor með miklum glæsibrag og þykir brúð- kaupið hafa verið afar rómantískt. Sagan segir nú að þau vilji eignast barn en þar sem Aniston sé of grönn eins og margar stöllur hennar verði bið á barneignum. Brúðkaup leikar- anna Catherine Zetu-Jones og Mich- ael Douglas var ekki síður eftirminni- legt og einkar íburðarmikið. Fljótlega fór almenningur að kalla þau kónga- fjölskylduna í Hollywood og var þá einnig verið að tala um föður Mich- aels, leikarann Kirk Douglas. Óvæntasta brúðkaup ársins var án efa þeirra Angelinu Jolie og Billy Bob Thornton. Þau stungu víst af til Las Vegas eina helgina og skeyttu ekki um að segja sambýliskonu Thorntons, leikkonunni Lauru Dern, frá ráða- hagnum. Brúðkaupið var líka ódýrt, í það minnsta miðað við stjörnubrúðkaup Pitt og Aniston sem kostaði yfir 10 milljónir dala og ekki gátu Zeta-Jones og Douglas þá annað gert en tvöfalda upphæðina er þeirra brúðkaup var haldið nokkrum mánuðum síðar. Ástin blómstrar Ekki fór minna fyrir hinni brjósta- góðu Pamelu Anerson árið 2000 frek- ar en fyrri daginn og hennar nýjasta kærasta, sænsku fyrirsætunni Marc- us Schenkenberg. Þá fóru Heather Graham og Heath Ledger, sem lék son Mel Gibson í myndinni The Patr- iot, að slá sér upp og þykja snoppu- frítt par með eindæmum. Hollywood prinsessan Gwyneth Paltrow átti líka gott ár og er yfir sig ástfangin af kær- astanum og tómatsósuerfingjanum Chris Heinz. Grallarinn Ben Affleck er því bara vinur hennar þetta árið og hefur jafnvel gefið í skyn að hann vilji frekar kynnast karlmanni náið í næsta skiptið. Bítillinn Paul McCart- ney fékk sér líka kærustu á árinu, tveimur árum eftir að eiginkonan Linda McCartney lést úr krabba- meini. Stjarna hins ástralska leikara Russell Crowe festi sig endanlega í sessi meðal stórstjarnanna er kvik- myndin Gladiator leit dagsins ljós snemma á síðasta ári. Crowe, sem þykir mjög kynþokkafullur, lét þó einnig að sér kveða í slúðurblöðunum er hann og leikkonan Meg Ryan fóru að skjóta sér saman er þau léku á móti hvort öðru í Proof of Life sem tekin var í London. Þar með var lokið níu ára hjónabandi hennar og leikar- ans Dennis Quaid sem hafði alla tíð verið álitið eitt af traustustu sam- böndum Hollywood. Búið spil Brestir urðu í mörgum öðrum hjónaböndum og skildu meðal annars leikarinn Harrison Ford og eiginkona hans. Þá var hjónabandi Demi Moore og Bruce Willis endanlega lokið og sömu leið fór hjónaband Jane Fonda og Ted Turners. Einnig batt Noel Gallagher, gítarleikari Oasis, enda á hjónaband sitt og eiginkonunnar Megan Matthews en nokkrum mán- uðum áður hafði bróðirinn Liam skilið við eiginkonuna Patsy Kensit. Samb- andsslit Anne Heche og Ellen De- Generes þóttu koma eins og þruma úr heiðskíru lofti og fóru fljótt af stað sögusagnir um að hin unga og bros- milda Heche væri orðin meira fyrir karlhöndina í seinni tíð. Þá voru mikl- ar vonir bundnar við að gamanleik- arinn sívinsæli Jim Carrey og hin ljúfa leikkona Renée Zellweger myndu ganga í það heilaga en allt kom fyrir ekki og hafa þau nú slitið liðlega ársgömlu sambandi sínu fyrir fullt og allt. Áttu börn og buru Sharon Stone ættleiddi barn á árinu, dreng sem hún kallar Roan. Stone, sem er komin á fimmtugsald- urinn er yfir sig ánægð og virðist hafa smitað nokkrar jafnöldrur sínar, t.a.m. langar söngkonuna Cher nú að ættleiða barn. Þá voru fleiri en Madonna sem fjölguðu mannkyninu árið 2000, John Travolta og eiginkonan og leikkonan Kelly Preston eignuðust dóttur sl. sumar og Annette Bening, stjarnan úr kvikmynd ársins 2000, American Beauty, og eiginmaðurinn Warren Beatty eignuðust sitt fjórða barn. Þá eignuðust Will Smith og Jada Pinkett sitt annað barn og Kristin Scott-Tho- mas, Kate Winslet, Celine Dion, Pierce Brosnan og Jerry Seinfeld urðu foreldrar. Rokkkóngurinn Dav- id Bowie og eiginkonan og fyrirsætan Iman eignuðust sitt fyrsta barn sam- an í sumar en eiga sitt hvort fyrir frá fyrri samböndum. Ekki má síðan gleyma prinsinum sjálfum, Dylan Michael Douglas, sem var aðeins þriggja mánaða er foreldr- arnir Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones gengu í það heilaga í haust. Súrt og sætt Michael J. Fox, Rob Lowe og Charlie Sheen voru meðal þeirra ungu leikara sem urðu gríðarlega vin- sælir á níunda áratugnum. Þeir létu mikið að sér kveða í sjónvarpi á síð- asta ári. Á meðan Fox sagði skilið við skjáinn vegna veikinda komu þeir Lowe og Sheen sterkir inn og hafa fengið uppreisn æru eftir að hafa helst úr lestinni síðustu árin. Sennilega áttu fáir úr stjörnufansi Hollywood eins slæmt ár og söngkon- an Whitney Houston og leikarinn Ro- bert Downey yngri ef marka má skrif slúðurblaðanna. Enn og aftur komst Downey í klandur vegna eiturlyfja og endaði í steininum og litlu munaði að Houston færi sömu leið. Hún harð- neitar þó staðfastlega að eiga við nokkuð vandamál að stríða á meðan Downey viðurkennir veikleika sinn og hefur leitað sér hjálpar. Jennifer Lopez naut gríðarlegra vinsælda árið 1999 en kannski hljóp hún aðeins á sig er hún mætti í kjóln- um fræga á Grammy-verðlaunaaf- hendinguna í fyrravor og skildi ekk- ert eftir handa ímyndunarafli karlkyns aðdáenda sinna. Einnig lenti hún í útistöðum við lögregluna er kærastinn, rapparinn Sean Puffy Combs, var handtekinn fyrir að bera skotvopn. Þá flýgur sú saga nú fjöll- um hærra í Hollywood að Lopez hafi slitið sambandi sínu við Puffy og er þá án vafa orðin ein eftirsóttasta pipar- mey í stjörnuborginni. Svona var það, slúðurárið 2000, í stórum dráttum. Á skiptust gleði og sorg, hjónaskilnaðir og giftingar. Rétt eins og líf flestra í hnotskurn en kryddað demöntum, klæðskerasaum- uðum klæðum og nokkuð bólgnum peningaveskjum sem virðast skipta aðalmáli þegar vinsældir eru annars vegar í stjörnuborginni Hollywood. Slúðurannáll ársins 2000 Brúðkaup og barneignir Fræga fólkið fékk ekki að hafa einkalíf sitt í friði árið 2000 frekar en fyrri daginn. Má segja að árið hafi verið sannkallað slúðurár og úr nógu að moða fyrir slúð- urdálka blaða og tímarita. Sunna Ósk Logadóttir leit um öxl og komst að því að brúðkaup og barneignir stjarnanna voru það helsta sem var í fréttum. Reuters Michael Douglas gefur eigin- konu sinni og barnsmóður, Catherine Zeta-Jones, koss. Brad Pitt og Jennifer Aniston skildu marga eft- ir með sárt ennið þegar þau létu pússa sig sam- an fremur óvænt. Árið 2000 verður Madonnu og Guy Ritchie vafalítið minnisstætt því þá eignuðust þau sitt fyrsta barn saman, skírðu piltinn Rocco og létu pússa sig saman. Noel og Meg áttu barn og skildu. Jennifer Lopez í kjólnum umdeilda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.