Morgunblaðið - 25.02.2001, Side 4
FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN18/2–24/2
RAFIÐNAÐARSAM-
BAND Íslands hefur sam-
ið við Launanefnd sveit-
arfélaga fyrir hönd átta
rafvirkja hjá Norðurorku
á Akureyri, sem aflýstu
boðuðu verkfalli. Samn-
ingurinn verður kynntur
fyrir rafvirkjunum eftir
helgi.
SJÁVARÚTVEGS-
RÁÐUNEYTIÐ hefur
staðfest þá tillögu Haf-
rannsóknastofnunar að
heildarloðnukvóti yf-
irstandandi vertíðar verði
900 þúsund lestir og þar
af fái Íslendingar ríflega
818 þúsund lestir.
KÖNNUN ráðgjaf-
arfyrirtækis leiðir í ljós
hagkvæmni sameiningar
RARIK og Veitustofnana
Akureyrarbæjar og hefur
ríkisstjórnin boðið Ak-
ureyrarbæ til viðræðna
um sameiningu, með
flutning höfuðstöðva
RARIK frá Reykjavík til
Akureyrar í huga. Flestir
starfsmanna RARIK eru
andvígir flutningnum.
MIKILL meirihluti
lækna og almennings er
hlynntur uppbyggingu
miðlægs gagnagrunns á
heilbrigðissviði, sam-
kvæmt könnun Gallup
fyrir Íslenska erfðagrein-
ingu.
RÍKISENDURSKOÐUN
hefur lagt til í skýrslu
sinni um Landhelgisgæsl-
una að bjóða megi út
flugrekstur stofnunar-
innar, taka upp stefnu-
mótun og fela samgöngu-
ráðuneytinu málefni
hennar í stað dóms- og
kirkjumálaráðuneytisins.
Hótel Búðir brann
til kaldra kola
EKKI er enn vitað um eldsupptök eft-
ir að Hótel Búðir á Snæfellsnesi brann
til kaldra kola á skammri stundu sl.
miðvikudag. Enginn var í húsinu þeg-
ar eldurinn kom upp og hótelið hafði
ekki verið í rekstri síðan haustið 1999.
Á Búðum var starfrækt hótel með 25
herbergjum og voru áform um að end-
urbæta það fyrir sumarið. Elsti hluti
hótelsins var frá árinu 1836 og frá
árinu 1947 var nokkrum sinnum byggt
við það, að stærstum hluta árið 1986.
Samið við flug-
umferðarstjóra
FLUGUMFERÐARSTJÓRAR hafa
gert skammtímasamning við ríkið og á
þeim tíma á að vinna að varanlegri
lausn í kjaradeilum þeirra. Eftir að
verkfall flugumferðarstjóra hafði stað-
ið í 16 klukkustundir á þriðjudag var
komist að samkomulagi. Fyrir verkfall
slitnaði upp úr samningaviðræðum þar
sem ríkið gerði kröfu um að flugum-
ferðarstjórar afsöluðu sér verkfalls-
rétti, en ríkissáttasemjari náði deilu-
aðilum saman á ný.
Deilt um tungumál
á flutningi íslenska
lagsins í Eurovision
LAGIÐ Birta eftir Einar Bárðarson
hefur verið valið framlag Íslands í
Söngvakeppni evrópskra sjónvarps-
stöðva í Kaupmannahöfn í maí. Deilt
hefur verið um á hvaða tungumáli lag-
ið verður flutt en Mörður Árnason,
fulltrúi í útvarpsráði, sem vildi að lagið
yrði sungið á íslensku og fékk það
samþykkt í útvarpsráði, ætlar að
leggja til við útvarpsráð að það breyti
afstöðu sinni og flytjendur Birtu fái að
ráða sjálfir á hvaða máli lagið verður
flutt. Vilji lagahöfundar og fleiri stend-
ur til þess að lagið verði flutt á ensku.
INNLENT
RÚSSAR hafa lagt fram tillögur um
samevrópskt eldflaugavarnakerfi og
hvetja Evrópuríkin til að gaumgæfa
það vandlega. Ræddi Vladímír Pútín,
forseti Rússlands, tillögurnar við
George Robertson, framkvæmdastjóra
NATO, í Moskvu sl. þriðjudag en þá
ítrekaði hann einnig að Rússar litu á
stækkun NATO sem ógnun. Tillaga
Rússa er í hnotskurn sú að um verði að
ræða færanlegar eldflaugar sem hafðar
verði þar sem hættan er talin mest. Þótt
tillögu Rússa sé í raun ekki tekið mjög
alvarlega hefur henni samt verið fagnað
sem eins konar viðurkenningu þeirra á
því að ástæða sé til að vera á varðbergi
fyrir hugsanlegri eldflaugaárás á Evr-
ópuríki. Pútín þakkaði Robertson fyrir
að hafa unnið að bættum samskiptum
NATO og Rússa eftir loftárásirnar á
Júgóslavíu en varaði hins vegar við til-
hneigingu sumra vestrænna ríkja til að
draga upp of dökka mynd af Rússlandi.
Írakar hafa
í hótunum
ÍRAKAR hafa hótað hernaðaraðgerð-
um gegn Kúveit og Sádi-Arabíu hættu
þau ekki að sjá Bandaríkjamönnum og
Bretum fyrir flugvöllum sem notaðir
eru til árása á Írak. Eru það meðal ann-
ars viðbrögð þeirra við árásum breskra
og bandarískra þotna á ratsjár- og loft-
varnastöðvar í Írak fyrir rúmri viku en
þær voru endurteknar í minna mæli á
fimmtudag. Mikill ágreiningur er um
árásirnar innan NATO og hafa til dæm-
is Frakkar og Spánverjar gagnrýnt
þær auk nokkurra arabaríkja. Banda-
ríkjamenn viðurkenna að núverandi
refsiaðgerðir gegn Írak hafa ekki haft
nein áhrif í þá átt að koma Saddam
Hussein Íraksforseta frá og segjast
vera að hugleiða að breyta þeim þannig
að þær taki fyrst og fremst til vopna-
sölu til landsins.
Rússnesk tillaga um
eldflaugavarnir
MIKIÐ öngþveiti er í
tyrkneskum efnahags-
málum en á fimmtudag féll
gengi gjaldmiðilsins, lír-
unnar, um tæp 30%. Hún
rétti þó verulega úr kútn-
um á föstudag. Er fjár-
málakreppan í Tyrklandi
rakin til stjórnmálalegrar
óvissu í landinu en vegna
hennar hafa erlendir fjár-
festar lagt á flótta og mik-
ill fjármagnsflótti hefur
verið úr landi. Komust
vextir í 5.000% um stund
en voru í 1.200% á föstu-
dag
MIKILL viðbúnaður er í
Bretlandi vegna gin- og
klaufaveikinnar, sem þar
er komin upp, en hún hef-
ur fundist á þremur stöð-
um. Er reynt að einangra
sýktu svæðin en helst er
hallast að því að sóttin hafi
borist til landsins með inn-
fluttu kjötmeti. Er þetta
gífurlegt áfall fyrir bresk-
an landbúnað en segja má
að allur útflutningur land-
búnaðarafurða frá Bret-
landi hafi verið bannaður.
Allur flutningur búfjár
innanlands hefur verið
bannaður í viku.
EINN af starfsmönnum
bandarísku alríkislögregl-
unnar, FBI, hefur verið
ákærður fyrir að njósna
fyrir Rússa um langt skeið.
Er hann talinn hafa valdið
landi sínu miklum skaða
og meðal annars komið
upp um KGB-menn sem
voru á mála hjá Banda-
ríkjamönnum. Á hann yfir
höfði sér dauðadóm verði
hann fundinn sekur.
ERLENT
SÓLVEIG Þorvaldsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Almannavarna ríkis-
ins, segist hafa fengið staðfestingu á
því að þjálfun íslenskra björgunar-
sveitamanna sé í takt við þær að-
stæður sem þeir kunna að mæta
þegar náttúruhamfarir dynja yfir.
Sólveig er nýkomin heim eftir tæp-
lega mánaðardvöl í Gujarat-héraði á
Indlandi en þar starfaði hún í
svokölluðu UNDAC-teymi (United
Nations Disaster Assessment and
Co-ordination Team) á vegum Sam-
einuðu þjóðanna við mat og samhæf-
ingu aðgerða björgunarsveita í kjöl-
far stóra jarðskjálftans sem dundi
þar yfir 26. janúar síðastliðinn.
Á blaðamannafundi í gær, sem
efnt var til vegna heimkomu Sól-
veigar, sagði hún að gríðarleg vinna
hafi verið fólgin í samhæfingu þess
erlenda björgunarsveitarliðs sem
starfaði á skjálftasvæðunum því
tryggja þurfti að einn staður fengi
ekki margfalda aðstoð á meðan aðrir
fengju enga.
Íslenska reynslan sannaði sig
Að sögn Sólveigar fengu einstak-
lingar innan UNDAC-teymisins
verkefni eftir styrkleika þeirra. „Ég
fékk það verkefni að vera í tengslum
við björgunarsveitirnar þar sem ég
hef mikla reynslu af slíku starfi,“
segir hún og bætir við að þar hafi ís-
lenska björgunarsveitareynslan
sannað sig. Hún segir aðstæðurnar í
Bhuj, sem er sú borg sem fór einna
verst út úr skjálftanum, hafa verið
mjög erfiðar. „Það var ekkert raf-
magn, ekkert vatn, engar búðir –
ekki neitt. Því þurftum við að koma
með allt með okkur.“
Ró komin á skjálftasvæðin
Gífurlegt eignatjón varð í skjálft-
anum og hrundu jafnvel nýjustu
byggingar til grunna enda mældist
skjálftinn 7,7 á Richters-kvarðanum
og varði í tvær mínútur. Til sam-
anburðar má nefna að skjálftinn
sem skók Suðurland á þjóðhátíðar-
daginn reyndist vera 6,6 á Richter
og stóð yfir í um það bil 15 sek-
úndur.
Hún lýsir hins vegar ástandinu í
dag sem rólegu. Nægur matur og
læknisþjónusta sé fyrir hendi og
þegar UNDAC-teymið hafi yfirgefið
svæðið hafi tjöld verið að berast.
Ákveðið skipulag sé komið á og nú
einbeiti fólk sér að uppbyggingunni.
Til dæmis þurfi fólkið að taka af-
stöðu til þess hvort það vilji búa á
sama stað eða flytja eitthvert annað.
Framkvæmdastjóri Almannavarna eftir
reynslu af björgunarstörfum á Indlandi
Þjálfun íslenskra björg-
unarmanna á réttri leið
Morgunblaðið/Golli
Frá blaðamannafundinum í gær. Frá vinstri: Sólveig Þorvaldsdóttir og
Jón Gunnarsson, formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.
TÓMAS Zoëga, formaður stjórnar
siðfræðiráðs Læknafélags Íslands,
segir að Íslensk erfðagreining mis-
túlki hvað felist í skilmálum alþjóða-
samtaka lækna hvað varði gagna-
grunna á heilbrigðissviði og því sé
það í raun engin frétt að átta af
hverjum tíu læknum styðji byggingu
slíks grunns sé farið að öllum skil-
málum alþjóðasamtaka lækna og vís-
indasamfélagsins.
Tómas segist hafa verið fyrir hönd
Læknafélagsins á einum fjórum
fundum Alþjóðasamtaka lækna þar
sem mál varðandi gagnagrunna hafi
verið fyrirferðarmikil. Í skoðana-
könnun Gallups fyrir Íslenska erfða-
greiningu komi fram að rúmlega
80% lækna séu fylgjandi uppbygg-
ingu miðlægs gagnagrunns á heil-
brigðissviði ef farið sé eftir öllum
skilmálum alþjóðasamtaka lækna og
vísindasamfélagsins. Afstaða al-
þjóðasamtakanna að þessu leyti sé
alveg ljós og í þeim efnum sé ástæða
til að vísa til orða formanns og fram-
kvæmdastjóra alþjóðasamtakanna
dr. Miltons og dr. Human er þeir hafi
komið hingað til lands í októbermán-
uði árið 1999. Í umræðum hafi þeir
ítrekað að stefna WMA sé sú að
virða beri reglur um upplýst sam-
þykki, trúnað við sjúklinga og sjálf-
stætt siðfræðilegt mat. Það ráði úr-
slitum til verndar sjúklingum vegna
þátttöku í hvers konar vísindarann-
sóknum um allan heim.
Tómas segir að á svipuðum tíma
hafi farið í gang vinna innan Alþjóða-
samtaka lækna sem miði að setningu
almennra reglna um gagnagrunna á
heilbrigðissviði. Nú liggi fyrir drög,
sem hafi verið í vinnslu allt síðasta ár
og verði að líkindum samþykkt í lok
þessa árs á ársfundi á Indlandi. For-
ystumenn Íslenskrar erfðagreining-
ar tali um að í þessum drögum komi
fram stuðningur við gagnagrunninn
eins og hann sé hugsaður hér, en það
sé alls ekki rétt. Í drögunum komi
hvergi fram þetta hugtak sem þeir
kalli ætlað samþykki.
„Þetta er auðvitað íslenskum
læknum vel ljóst. Það sem Íslensk
erfðagreining gerir er að þeir snúa
út úr og mistúlka eina setningu í
drögunum,“ segir Tómas.
Hann segir að sú setning snúi að
undanþágu á fullum trúnaði læknis
og sjúklings, en þær undanþágur séu
mjög þröngar og snúi í fyrsta lagi að
upplýsingaskyldu lækna ef börn eru
misnotuð, í öðru lagi ef þjóðaröryggi
eða öryggi einstaklinga sé stefnt í
hættu og í þriðja lagi ef almannaheill
krefst þess í mjög afmörkuðum til-
fellum, t.d. vegna smitsjúkdóma. Það
sé því alls ekki rétt að í þessum drög-
um sé að finna einhverjar heimildir
fyrir gagnagrunn eins og hér um
ræðir.
„Það er alls ekki traustvekjandi
þegar fyrirtæki snýr út úr vinnu-
plöggum alþjóðasamtaka. Það er
mjög ótraustvekjandi og málinu síst
af öllu til framdráttar. Það sem er
kannski athyglisverðast í þessu er að
forystumenn Íslenskrar erfðagrein-
ingar lýsa sig tilbúna til að fara að
reglum alþjóðasamfélagsins, bæði
lækna og annarra. Það er í raun og
veru fréttnæmt og við íslenskir
læknar hljótum að fagna þeirri
ákvörðun vegna þess að þá verður
mjög stutt í að hægt verði að breyta
þessum íslensku lögum í þá átt að
þau séu í takt við alþjóðareglur,“
segir Tómas Zoëga ennfremur.
Formaður stjórnar siðfræðiráðs Læknafélags Íslands
ÍE mistúlkar hvað felst í skil-
málum Alþjóðasamtaka lækna