Morgunblaðið - 25.02.2001, Side 28

Morgunblaðið - 25.02.2001, Side 28
28 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÉG HLAKKA til að flytjaheim og takast á við nýverkefni,“ segir Jóhannesþegar hann er spurður að því hvernig það leggist í hann að flytja heim eftir margra ára dvöl er- lendis. „Mér hefur reyndar alltaf lið- ið vel í Bandaríkjunum, kom þangað fyrst sem Fulbright-styrkþegi 19 ára gamall. Síðar var ég fjögur ár í sér- námi við Mayo-stofnunina og fluttist þangað aftur árið 1992, eftir átta ára viðkomu á Íslandi. Ég á því Banda- ríkjunum margt að þakka.“ Jóhannes lauk sérfræðinámi í líf- færameinafræði árið 1984. Fyrri hluta sérnámsins stundaði hann við meinafræðistofnun háskólans í Saar- land í Þýskalandi. Að sérnámi loknu starfaði hann í tvö ár sem sérfræð- ingur á Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði. Árið 1986 varð hann yf- irlæknir við rannsóknastofuna í sam- starfi við núverandi forstöðumann, Jónas Hallgrímsson, prófessor, sem lætur af störfum fyrir aldurs sakir nú í sumar. Jóhannes gegndi því starfi til ársins 1992. Hann flutti þá aftur til Bandaríkjanna og hefur ver- ið sérfræðingur og yfirlæknir þar síðan. Hann er jafnframt prófessor við Mayo-læknaskólann. Lagði stund á latínu og grísku Óhætt er að segja að Jóhannes sé fjölmenntaður maður. Eftir stúd- entspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1967 lagði hann stund á nám í latínu og grísku og lauk BA- prófi í þeim fræðum frá Hamilton College í New York árið 1969. Framhaldsnám í sömu grein- um stundaði hann við háskólann í Tübingen í Þýskalandi 1970–1971. En hvað varð til að vekja áhuga stúdentsins á málvísindunum? „Ég átti þokkalega auðvelt með tungumál í menntaskóla og hafði gaman af bókmenntum. Tungumál og málvísindi eru reyndar rökræn fræði og þess vegna ekki eins fjar- skyld læknisfræði og ætla mætti. Ætli ég hafi ekki bara farið í það sem ég hafði gaman af og bjóst við að ég slyppi frá með lítilli áreynslu,“ segir hann eftir stutta umhugsun. Eftir BA-námið kenndi Jóhannes einn vetur í MR og fór svo í dokt- orsnám til Þýskalands. Þegar hann hafði verið tvö misseri í náminu tók hann þá ákvörðun að fara í læknis- fræði. Hvað olli þessum sinnaskipt- um? „Ég hef líklega komist að því, að ég hafði lagt litla hugsun í námsval, langaði auk þess einfaldlega í lækn- isfræði.“ Jóhannes kemst ekki upp með þessa einföldu skýringu sem er þó góð og gild í sjálfu sér. Var eitthvað sérstakt sem vakti áhuga þinn á læknisfræðinni? „Ég vann í námsleyfum á sjúkra- húsum og þekkti því aðeins til starfs- ins, hefur það líklega nægt sem kveikur,“ segir hann. Læknisfræðin ættgeng! Þegar farið er að grennslast fyrir um ætt og uppruna Jóhannesar kem- ur í ljós, að faðir hans var læknir og systkini hans bæði lögðu fyrir sig læknisfræði. Faðir hans var dr. Björn Sigurðsson, oft kenndur við Keldur. Björn starfaði þar við rann- sóknir á hæggengum veirusjúkdóm- um og öðlaðist heimsfrægð fyrir störf sín þrátt fyrir stutta ævi. Systir Jóhannesar, Edda Sigrún, sem lést fimmtug að aldri árið 1987, var aug- læknir og bróðir hans er Sigurður Björnsson, sérfræðingur í krabba- meinslækningum við Landsspítala – háskólasjúkrahús. Af fimm manna fjölskyldu eru því fjórir læknar. Þegar gluggað er í Læknatalið er getið margra lækna sem eru skyldir Jóhannesi og fylla þeir næstum tug- inn, bæði úr ættum föður og móður. Það hefur þá væntanlega mikið verið rætt um læknisfræði á þínu heimili? „Nei, reyndar ekki. Meira var tal- að um bókmenntir, stjórnmál og þess háttar. Í minningunni er umræðan fjörleg, foreldrar okkar töluðu við okkur sem jafningja og skoðana- skiptin voru gagnkvæm. Faðir minn dó úr krabbameini 46 ára gamall. Ég var þá 11 ára og í barnaskóla, Sigurður í menntaskóla og Edda hafði þá hafið læknanám. Eftir dauða föður okkar studdi móðir okkar, Una Jóhannesdóttir, sem lést í desember síðastliðnum, okkur systkinin til náms og starfs.“ Mótsögnin heillandi Þótt Jóhannes hafi byrjað þrem árum seinna í læknisfræði en jafn- aldrar hans lauk hann sérfræðinámi sínu um svipað leyti og þeir. Hvað var það sem heillaði þig við líffærameinafræði? „Hún er sérstök málamiðlun ann- ars vegar milli vísindalegrar rök- hyggju og hins vegar er hún all list- ræn en ég get ekki sagt þér hvort vegur þyngra í mínum huga,“ bætir hann við og kímir. „Læknisfræði er að vísu líffræði í víðum skilningi, en krefst einnig ímyndunarafls eigi mönnum að farnast sæmilega í starfi. Líklega hefur þessi blanda, sem mætti jafnvel kalla mótsögn, heillað mig, eins og reyndar marga lækna.“ Hann skýrir þetta nánar hvað varðar líffærameinafræði: „Smásjárgreining á vef eða frumu þar sem skilgreindur er uppruni og eðli sjúkdóms er þungamiðjan í starfi meinafræðings. Til þess að geta sinnt því verkefni svo vel fari, þarf meinafræðingurinn að þekkja mynd- ræn mynstur, sem einkenna sjúkan vef og líffæri. Rannsakandinn þarf að búa yfir ímyndunarafli til þess að koma auga á og greina hið óvænta. Þessu má líkja við leiðsögumann á ókunnum slóðum, sem styðst við menntun og þjálfun en verður að vera búinn undir óvenjulega farar- tálma og geta breytt ferðaáætlun- inni.“ Krabbamein tugir eða hundruð sjúkdóma Jóhannes er spurður nánar út í starfið við Mayo-sjúkrahúsið þar sem hann hefur unnið síðastliðin níu ár. Hann útskýrir þjónustuhlutverk líffærameinafræðingsins. „Öll sýni sem tekin eru úr lifandi fólki, hvort sem þau eru stór, heil líffæri eða smá koma á rannsóknastofu til smásjár- skoðunar og sjúkdómsgreiningar. Mikilvægi greinarinnar felst ekki síst í krabbameinsgreiningu. Gagn- stætt því sem oft er ætlað, þá er krabbamein ekki einn heldur tugir eða hundruð sjúkdóma, þótt vissir eiginleikar séu þeim öllum sameig- inlegir. Greiningin er forsenda fyrir ákvörðun um læknismeðferð, kannar upptök meinsins, tegundina, vefja- gerðina, og segir þannig fyrir um horfur og meðferðarkosti. Þegar best lætur, starfar meinafræðingur- inn ekki aðeins að greiningu heldur tekur virkan þátt í ákvörðunum um meðferð. Starf mitt á Mayo felst því einkum í sjúkdóms- og vefjagrein- ingu auk kennslu í líffærameinafræði við læknaskólann. Oftast er ég því ekki í beinum tengslum við sjúklingana. Ósjaldan biðja þeir þó um að fá að tala við meinafræðinginn til að fá upplýsing- ar um forsendur fyrir greiningu.“ Jóhannes segir að þó að Mayo- stofnunin leggi áherslu á sérhæfingu í starfsemi sinni þá sé þar lagt stund á nánast allar greinar læknisfræð- innar. „Sjúkrahúsið hefur meðal annars getið sér nokkurt orð í krabbameinslækningum. Í Banda- ríkjunum eru nokkur stór háskóla- sjúkrahús, líklega um það bil tíu, sem eru miðstöðvar í greiningu og með- ferð krabbameins þar í landi. Mayo- stofnunin er eitt þeirra. Sjúklingar Líffærameina- fræðin er listræn Jóhannes Björnsson, yfirlæknir og prófessor við Mayo-stofnunina í Banda- ríkjunum, tekur við prófessorsstöðu í líffærameinafræði við Háskóla Íslands 1. júlí næstkomandi. Hann verður jafnframt yfirlæknir við Landspítala – háskóla- sjúkrahús og veitir Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði forstöðu. Hildur Einarsdóttir ræddi við Jóhannes þegar hann var hér í stuttri heimsókn. Morgunblaðið/Árni Sæberg „Það er tilhlökkunarefni að flytjast aftur heim og vinna hér,“ segir Jóhannes Björnsson, yfirlæknir og prófessor við Mayo-stofnunina í Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.