Morgunblaðið - 25.02.2001, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 25.02.2001, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2001 29 VW Golf Nýskr. 10.1998, 1400cc vél, 3 dyra, 5 gíra, rauður, ekinn 30 þ. Álfelgur, dökkar rúður, þjófavörn o.m.fl. Verð: 1250 þús. Heimsferðir bjóða nú vikulegt flug til Barcelona í sumar á frá- bærum kjörum og þeir, sem bóka fyrir 15. mars geta tryggt sér allt að 20.000 kr. afslátt fyrir fjölskylduna í valdar brottfarir, eða kr. 5.000 á manninn. Við bjóðum þér góða gististaði í hjarta Barcelona á frábæru verði, spennandi kynnisferðir og þjónustu reyndra fararstjóra til að tryggja þér ánægjulega dvöl í fríinu. Tryggðu þér lægsta fargjaldið til Barcelona frá 24.900 kr. 24.900 kr. M.v. hjón með 2 börn, 2 - 11 ára. M.v. 23. maí. Skattar ekki inni- faldir kr. 2.530 20.000 kr. afsl. fyrir fjölskylduna ef bókað fyrir 15. mars. Gildir í valdar brottfarir, sjá verðskrá. M.v. hjón með 2 börn. Flug alla miðvikudaga í sumar Bókaðu fyrir 15. mars og tryggðu þér flugsæti til Barcelona í sumar frá aðeins Fáðu bæklinginn sendann Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is eða sýni þeirra, frá tilteknum svæð- um í Bandaríkjunum, koma þangað til rannsóknar.“ Svar fæst samdægurs „Frá upphafi hefur Mayo lagt áherslu á að svar fáist fljótt úr grein- ingu. Í 70%-80% tilvika liggur svarið fyrir samdægurs, vélritað og tölvu- fært. Víða annars staðar er þessi tími frá einum upp í sex daga. Þetta skamma greiningarbil er verulegur kostur, sem styttir erfiðan biðtíma sjúklings og flýtir því að meðferð geti hafist. Á sjúkrahúsum eins og Mayo þar sem skurðlækningar vega þungt er meinafræðin því virk. Þessar greinar tengjast sterklega, ein getur ekki án hinnar verið.“ Á rannsókastofunni þar sem Jó- hannes vinnur starfa þrjátíu og fimm meinafræðingar. Á hverju ári berast þangað u.þ.b. eitt hundrað þúsund vefjasýni til athugunar. Til saman- burðar má geta þess að hér á landi falla til um það bil tuttugu þúsund sýni, sem tekin eru úr Íslendingum. Við greiningu þeirra vinna tíu meina- fræðingar hjá Rannsóknarstofu HÍ í meinafræði. Jóhannes segir nokkra sérhæf- ingu á rannsóknastofunni á Mayo- sjúkrahúsinu. „Sumir vinna við vissa líffæraflokka meira en aðra. Við reynum þó að halda þekkingu og getu okkar og annarra starfsmanna almennri.“ Hæft starfsfólk skiptir meginmáli Ef borin er saman þekking og kunnátta í þessum fræðum hér á landi við Bandaríkin, hvar stöndum við? „Hvað líffærameinafræðina áhrærir tel ég að við séum fyllilega samanburðarhæf miðað við aðrar þjóðir. Að sjálfsögðu greinir á milli, að hér er starfsemin minni í sniðum en víða. Hæft starfsfólk skiptir hins vegar meginmáli, hér sem annars staðar. Læknar, meinatæknar og annað starfsfólk Rannsóknastofu Háskólans er afburða vel menntað og þjálfað fólk, sem dvalist hefur mismunandi lengi við nám og starf beggja vegna Atlantshafsins. Það er þess vegna tilhlökkunarefni að flytj- ast aftur heim og vinna hér.“ Vafðist það ekkert fyrir þér að koma heim þar eð laun hér á þessu sviði eru mun lægri en ytra? „Laun hafa ekki enn skipt mig máli þegar ég hef valið mér vinnu- stað. Sama á reyndar við um þá lækna sem ég þekki.“ Mayo-stofnunin hefur ákveðna sérstöðu Mayo-sjúkrahúsið er eitt þekkt- asta sjúkrahúsið í Bandaríkjunum. Á hverju byggist þessi orðstír? „Á því eru vafalaust margar skýr- ingar. Ein er sú að Mayo-bræðurnir sem stofnuðu sjúkrahúsið undir lok 19. aldar og stjórnuðu því fram að síðari heimsstyrjöld virðast hafa ver- ið óvenju framsýnir. Þeir voru báðir skurðlæknar og ferðuðust oft til Evr- ópu til að tileinka sér nýjungar. Þeir áttuðu sig fljótlega á mikilvægi sér- hæfingar í læknisfræði. Stofnunin varð t.d. snemma fram- arlega í hjartaskurðlækningum. Við Mayo vinna tæplega tuttugu þúsund manns, í borg með um það bil áttatíu þúsund íbúum. Þar um fara árlega um 400 þúsund sjúklingar. Tvö sjúkrahús með samtals 1.900 sjúkrarúmum eru tengd Mayo. Skipti á starfsfólki eru ekki mikil. Sömu fjölskyldurnar hafa unnið þar, kynslóð eftir kynslóð, jafnvel á sömu sjúkradeildunum. Þetta á þó ekki við læknana. Þeir koma víða að. Fyrir sjúkrastofnanir er vinna heilbrigðis- stétta annarra en lækna, svo sem hjúkrunarfólks og meinatækna, að minsta kosti jafn mikilvæg, hugsan- lega mikilvægari, en færni lækn- anna. Læknum ekki greidd laun eftir afköstum eins og víða „Ef Mayo væri í stórborg hefði viðgangurinn vafalaust orðið annar, því mannaskipti eru þar miklu örari. Mayo-bræður áttuðu sig líka á því að það þarf að borga læknum þokka- lega, en þar er læknum ekki greidd laun eftir afköstum sem er fremur óvenjulegt í Bandaríkjunum og Vest- ur-Evrópu. Það hefur því orðið til visst jafnræði meðal læknanna inn- byrðis og milli þeirra og annars starfsfólks. Starfsandinn er sá, að allir starfsmenn, læknar þar með taldir, þjóni sjúklingum fyrst og fremst en hvorki sjálfum sér né frama sínum.“ Jóhannes segir að það jákvæða viðhorf og jafnræði sem ríkir á sjúkrahúsinu hafi stundum verið skýrt með því að þarna býr margt fólk af norrænum uppruna sem flutt hafi með sér dugnað og skyldurækni Norðurlandabúa. Hann segir Mayo-sjúkrahúsið fjárhagslega öflugt. „Þetta er sjálfs- eignarstofnun. Hagnaði er varið í uppbyggingu og rannsóknir. Stofn- unin getur sjálf kostað þær rann- sóknir sem hún hefur áhuga á og hef- ur því minni þörf en margar aðrar að leita fjármagns utan veggja sinna.“ Rannsakar æðabólgur og nýrnaæxli Jóhannes hefur stundað rann- sóknir um árabil. Undanfarin ár hef- ur hann unnið í rannsóknarhópi sem athugar bólgusjúkdóm sem kallast risafrumuæðabólga og er algeng hér á landi og í Norður-Evrópu. Hann segir að enn sem komið er hafi ekki fundist skýring á því hvers vegna þessi sjúkdómur tengist norðlægum slóðum. „Ætli því sé ekki svo farið um þennan sjúkdóm eins og marga aðra, að um er að ræða samtvinnun erfða og umhverfis. Fyrirbærið er al- gengast á Íslandi og í norðurhluta Skandinavíu. Afkomendur þessa fólks í Vesturheimi veikjast af þess- um sjúkdómi fremur en aðrir Banda- ríkjamenn, jafnvel í þriðja og fjórða ættlið. Það er hugsanlegt að séu að verki tilteknar veirur, en sú skýring ein nægir ekki. Fyrir verða að liggja vissar forsendur, líklega erfðatengd- ar, hjá þeim sem veikjast. Eftir því sem sunnar dregur í Evrópu lækkar tíðni risafrumuæðabólgu. Ísland er sérstaklega frjór jarðvegur fyrir þessar rannsóknir. Ég hef einnig unnið við vissar teg- undir af æxlum, sérstaklega nýrna- æxli, sem eru erfðatengd, þar sem sami einstaklingurinn getur að auki greinst með ólík æxli í mismunandi líffærum. Þessar rannsóknir hafa m.a. leitt í ljós að tilteknar breyting- ar á erfðavísum þessara æxla eru sýnu algengari í öðrum nýrna- krabbameinum en áður var ætlað, sem getur haft umtalsverða þýðingu við greiningu og meðferð flestra ill- kynja æxla í nýrum.“ Mikilvægt að treysta grunnrannsóknir Þegar þú kemur heim taka við fjöl- þætt verkefni við rannsóknir og kennslu. Hvar hyggstu helst bera niður? „Hvað varðar rannsóknir, þá hyggst ég halda áfram vinnu við æðabólgur í samvinnu við íslenska vísindamenn. Það er þó enn mikil- vægara, að framhald verði á rann- sóknum á krabbameinum.Tíðniaukn- ing illkynja meinsemda hér á landi er svipuð og í nágrannalöndum okkar. Þetta á ekki síst við algeng krabba- mein svo sem æxli í blöðruhálskirtli og brjóstum. Sem dæmi má nefna, að þegar ég var í læknadeild milli 1970- 1980 var talið að tólfta til þrettánda hver kona gæti vænst þess að fá brjóstakrabbamein á ævinni. Nú er það gróflega fimmta til sjöunda hver kona. Efniviður Rannsóknastofu Há- skólans, sem fellur til við daglega vinnu lækna og annars starfsfólks stofnunarinnar, leggur til verðmæt viðfangsefni við þessar rannsóknir. Rannsóknirnar hafa verið, og verða, af ýmsu tagi. Má nefna athuganir á lífrænni hegðan mismunandi æxla, faraldsfræði þeirra og svo framvegis. Þessum rannsóknum verður haldið áfram, þar á meðal í áframhaldandi samvinnu við Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands.“ Niðurstöður sem vakið hafa athygli „Enn mikilvægara er að treysta grunnrannsóknir á illkynja æxlum, bæði með aðferðum sameindalíf- fræði og erfðafræði. Síðastliðin fimmtán ár eða svo hefur verið unnin umtalsverð vinna af þessu tagi á tveimur vísindarannsóknastofum, annars vegar á Rannsóknastofu Há- skólans í meinafræði og hins vegar á Rannsóknastofu Krabbameinsfélags Íslands. Þessi starfsemi hefur skar- ast að nokkru leyti. Frá báðum ein- ingum hafa borist niðurstöður, sem vakið hafa eftirtekt og áhuga á al- þjóðavísu. Það er verðugt verkefni að styrkja samvinnu og efla krafta þessarar starfsemi.“ Námskrárbreytingar í lækna- deild HÍ fyrirhugaðar Jóhannes hefur haft fasta kenn- arastöðu í Bandaríkjunum sem fylgir starfi hans við háskólasjúkrahús. Hann kenndi einnig við HÍ á árunum 1984-1992. Hann segist hafa ánægju af kennslu. En vegna þess hve þekk- ingarkörfur til læknanema séu mikl- ar og námsefnið víðtækt, þá sé oft lít- ið svigrúm til að fara út fyrir beina miðlun staðreynda. Það finnst hon- um ókostur. „Ég vonast þó til að þeg- ar farið verður að samtvinna náms- greinar innan læknisfræðinnar þá reynist unnt að víkka umræðuna. Það eru fyrirhugaðar námskrár- breytingar í læknadeild, sem munu taka þó nokkurn tíma og ég mun taka þátt í. Líffærameinafræðin, sem nú er nánast öll kennd í miðju nám- inu, mun tengjast betur kennslu á síðustu misserum. Þegar til dæmis læknanemar munu læra um astma eða lungnakrabbamein á síðari skeiðum námsins, þá verður meina- fræði þessara sjúkdóma kennd sam- hliða. Þannig hef ég vanist að kenna undanfarin ár.“ Þá segir hann að tölvutækni, sér- lega vefurinn, hafi breytt kennslunni á undanförnum árum. „Kennsluefnið er nú í vaxandi mæli tiltækt á Netinu þannig að nemendur hafa aðgang að því þegar þeim hentar. Ég sé það fyrir mér að formlegum fyrirlestrum muni fækka. Það merkir þó ekki að tíminn sem kennarinn ver með nem- endunum styttist, kennslan verður með öðrum og óformlegri hætti.“ Aðsókn að læknadeild hefur aukist Blaðamaður viðrar þá skoðun að að kröfur sem gerðar eru til lækna- nema virðist ómannúðlegar. Náms- efnið sé gríðarlega mikið, námið langt og kostnaðarsamt auk þess sem vinnuálag sé mikið á kandidats- árunum. Hvað finnst honum um þessa fullyrðingu? „Það er hárrétt að það er mikið álag á læknanemum. Það hefur ekk- ert breyst frá því ég var við nám. Þekkingarkrafan er mikil. Það fólk sem við þjónum ætlast til þess að við kunnum ýmislegt fyrir okkur, og við viljum vera traustsins verð. Þjóðfé- lagið hefur greitt fyrir langt og dýrt háskólanám og á rétt á hæfri þjón- ustu.“ Nú eru námsmöguleikar sífellt að verða fleiri og tekjumöguleikar í mörgum öðrum greinum eru góðir, er ennþá jafn mikil aðsókn í lækna- nám? „Aðsókn í læknanám í Vesturálfu, bæði í Evrópu og Norður-Ameríku, fer að einhverju leyti eftir því hver viðgangur er í þjóðfélaginu. Aðsókn að hagfræði- og viðskiptagreinum hefur aukist mikið á undanförnum árum. Ég held þó að aðsókn að læknadeild HÍ hafi fremur aukist. Enn keppa fjórir til sex nemendur um hvert sæti.“ Erfiðara að komast í fram- haldsnám í læknisfræði vestanhafs Það er orðið mun erfiðara að kom- ast í sérnám í læknisfræði í Banda- ríkjunum en áður. Hvernig stendur á því? „Hér er að einhverju leyti um að ræða hagsmunavörslu þeirra lækna sem fyrir eru. Þó vegur líklegra þyngra sú breyting, sem orðið hefur um heim allan síðastliðinn tíu til tólf ár. Stórar þjóðir í austri, nær og fjær, hleypa nú þegnum sínum að heiman, víðast óhindrað. Því hafa íbúar fjarlægra landa, ekki síst menntafólk, flykkst í vesturátt, þannig að líkja mætti við þjóðflutn- inga. Menntun og hugsanaferli þessa fólks eru oft býsna ólík því sem við þekkjum. Viðbrögð heilbrigðisyfir- valda á Vesturlöndum, Bandaríkjun- um þar með töldum, hafa verið þau að reyna að hægja á þessum flutn- ingum, meðal annars með því að fjölga prófum, þyngja þau, stytta dvalarleyfi og fleira í þeim dúr. Íslenskir læknar, sem hyggja á vesturför, eiga þó auðveldara um vik en flestir aðrir. Það er reyndar alltaf ánægjulegt að hitta þá sem þekkja íslenskan lækni, þeim liggur gott orð til þeirra.“ Læknar fíknir í tónlist? Hvað einkahagi Jóhannesar varð- ar þá er hann fráskilinn. Sambýlis- kona hans er Helga Þórarinsdóttir víóluleikari. Hann á tvö börn frá hjónabandi sínu, Björn, sem er hag- fræðingur og starfar í New York og Unu Björgu, sem stundar nám við HÍ. Þegar rætt var við Jóhannes var hann síðar um kvöldið á leiðinni á frumsýningu á óperunni La Bohéme. Hann segist hafa notið tónlistar, hafi alist upp við hana. „Ég var á tón- leikum í gær, Myrkum músíkdögum. Þar sá ég marga starfsbræður og -systur, en svo er sagt, að tónlist höfði sérstaklega til lækna. Ég hef heyrt tónlistarfólk halda því fram, að það sé eitthvað í starfi lækna sem valdi því að þeir verði fíknir í þessa listgrein. Þetta er athyglisverð til- gáta en ósönnuð, eftir því sem ég best veit. Hér er kannski verðugt efni í framvirka vísindarannsókn innan ramma félagsfræðinnar. Í samanburðarhópnum mætti hafa til dæmis dýralækna og tannlækna,“ segir raunvísindamaðurinn. Ástundar hann kannski líka húm- anísk fræði í frístundum? „Til þessa hef ég lítið unnið úr því sem ég man úr fyrra námi. Tíminn hefur verið naumur. Ég hef þó oftast reynt að lesa bækur, hef ekki vanist af því. Önnur tómstundaiðja var lengi vel útivist, sérstaklega fjall- göngur. Því miður er næsta fjall, sem það nafn á skilið í um þúsund kíló- metra fjarlægð frá Mayo-stofnun- inni. Landspítali – háskólasjúkrahús býður betur, þannig að ég vonast til þess að geta endurnýjað kynnin við brattlendið áður en langt um líður.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.