Morgunblaðið - 01.03.2001, Side 1

Morgunblaðið - 01.03.2001, Side 1
Lestar- slys á Englandi JOHN Prescott, varaforsæt- isráðherra Bretlands, sagðist í gær ekki geta spáð fyrir um hver yrði endanlegur fjöldi látinna í lest- arslysi sem varð í grennd við bæinn Selby á Norður-Englandi í gær- morgun. Dauði þrettán manna hefði verið staðfestur og að 75 hefðu slasazt. Slysið varð með þeim hætti, að fólksbíll, sem ekið var eftir hrað- braut sem lá yfir lestarteina, endaði með einhverjum hætti á teinunum. Farþegalest, sem var á leið til Lundúna, fór út af teinunum er hún lenti á bílnum. Flutningalest, sem kom úr hinni áttinni á miklum hraða, rakst þá á farþegalestina. Hér eru slökkviliðsmenn að verki við flök lestanna. Reuters  Þrettán látnir/24 ÖFLUGUR jarðskjálfti, sem mæld- ist 6,8 stig á Richters-kvarða, skók norðvesturhorn Bandaríkjanna skömmu fyrir kl. 19 í gærkvöldi að íslenzkum tíma. Í Seattle hrundu múrsteinar utan af háhýsum og þús- undir manna flýðu í ofboði út úr hús- um sínum, skólum og vinnustöðum. Sjónvarpsstöð í Seattle, MSNBC, greindi frá því að 19 manns a.m.k. hafi slasast í jarðskjálftanum sem stóð yfir í 45 sekúndur. Upphaflega áætlaði jarðvísinda- stofnun Bandaríkjanna að skjálftinn hefði náð stiginu 7 á Richter, en leið- rétti þessa tölu síðar í 6,8. Jarð- skjálfti af þessum styrkleika getur valdið miklum skaða og er ástæðan fyrir því að hann skyldi ekki hafa orðið meiri en raun bar vitni rakin til þess, að upptök hans voru djúpt í jörðu, eða á um 50 km dýpi. Skjálfta- miðjan var um 56 km SA af Seattle. Hann fannst vel suður til Oregon og norður yfir landamærin í Kanada. Öflugur jarðskjálfti í Seattle AP Seattle-búinn Paul Riek hugar hér að bíl sínum sem múrsteinum rigndi yfir er stykki úr vegg hússins við hliðina losnuðu í jarðskjálftanum. Seattle. AP, Reuters. 50. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 1. MARS 2001 ÓTTI við að gin- og klaufaveiki, sem blossað hefur upp í Bretlandi, breið- ist út um Evrópu tók á sig nýjar myndir í gær. Í Portúgal var ákveðið að skylda alla ferðalanga frá Bret- landi til að dýfa skóbúnaði sínum í sótthreinsilög við komuna til lands- ins og í Frakklandi var ákveðið að slátra skyldi 30.000 fjár í varúðar- skyni. Brezk landbúnaðaryfirvöld stað- festu að veikin hefði nú fundizt á átta býlum til viðbótar við þau 18 sem áð- ur var vitað um. Brid Rodgers, sem fer með landbúnaðarmál í norður- írsku heimastjórninni, greindi einnig frá því í gær, að sterkur grunur léki á að smit hefði borizt til Norður-Ír- lands með sauðfé sem flutt var þang- að nýlega frá Norðvestur-Englandi. Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, reyndi að slá á áhyggjur af ástandinu og hét bændum stuðningi. Yfirvöld í Portúgal gripu til að- gerða til að lágmarka áhættuna á að hin bráðsmitandi veiki berist með ferðafólki til landsins, en smitberinn, sem skaðar ekki heilsu manna, getur borizt t.d. með fatnaði. Verður öllum sem til Portúgals koma flug- eða sjó- leiðis frá Bretlandi gert að afhenda allt matarkyns og að þurrka af fótum sér í svampi vættum sótthreinsandi efnum. Belgíska landbúnaðarráðuneytið tilkynnti enn fremur í gær, að öllu kinda- og geitakjöti, sem nú væri í sláturhúsum í landinu, yrði fargað og slátrun fjár yrði fyrst um sinn bönn- uð til 19. marz. Ekkert tilvik enn greinzt á meginlandinu Í Frakklandi á að slátra 30.000 fjár sem komizt hafa í snertingu við brezkt búfé frá því 1. febrúar sl. Er þetta varúðarráðstöfun; enn sem komið er að minnsta kosti hefur veikin ekki verið greind meginlands- megin Ermarsunds. Kúariðufárið sem skekið hefur landbúnað í Evr- ópusambandinu að undanförnu átti upptök í Bretlandi og þykir þeim sem bera hag landbúnaðarins fyrir brjósti allt til vinnandi að hindra að ofan á kúariðufárið bætist gin- og klaufaveikifaraldur um álfuna. Í Þýzkalandi vörpuðu menn önd- inni léttar er Renate Künast, ráð- herra landbúnaðar- og neytenda- mála, greindi frá því að fimm ær sem fluttar voru til Þýzkalands frá Bret- landi hefðu reynzt lausar við sjúk- dóminn. Enn fjölgar gin- og klaufaveikitilfellum í Bretlandi og vandinn vex Evrópuríki grípa til rót- tækra varúðarráðstafana Lundúnum. Reuters, AFP. ÞRIGGJA flokka stjórnarsamstarf Þjóðarflokksins, Þjóðveldisflokksins og Sjálfstjórnarflokksins í færeysku landsstjórninni virtist í gær hanga á bláþræði, í kjölfar þess að Anfinn Kallsberg, lögmaður Færeyinga og leiðtogi Þjóðarflokksins, sendi Høgna Hoydal, varalögmanni og ráð- herra sjálfstæðismála í landstjórn- inni, skeyti með pólitískum afarkost- um. Þessa afarkosti kaus Hoydal, sem í fjarveru Kallsbergs er starfandi lög- maður, að virða ekki og lagði í gær- kvöldi fyrir Lögþingið tillögu um sjálfstæðisáætlun fyrir Færeyjar, sem er því sem næst eins og sú áætl- un sem landstjórnin hafði áður ætlað sér að fylgja eftir en Kallsberg lýsti yfir sl. föstudag að sinn flokkur styddi ekki lengur. Í tillögu Hoydals vantaði þó ákvæði um að staðið skyldi við að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæðisáformin hinn 26. maí nk. Í skeytinu sem Kallsberg sendi Hoydal segir, að varalögmaðurinn „megi ekki leggja fram tillöguna um þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir Lög- þingið. Það yrði álitið alvarlegt brot á trausti og yfirlýsing um, að Þjóðveld- isflokkurinn ryfi stjórnarsamstarf- ið.“ Hoydal lagði engu að síður fram tillögu sína, en þótt hann hafi sleppt úr henni ákvæðinu um þjóðaratkvæði eru Þjóðarflokksmenn mjög óánægð- ir með framgöngu hans. Þjóðveldis- flokksmenn voru hins vegar mjög ósáttir við þá ákvörðun Kallsbergs að aflýsa þjóðaratkvæðagreiðslunni. „Þetta var það eina sem ég gat gert til að bjarga sjálfstæðisáætlun- inni,“ sagði Hoydal í gærkvöldi, er hann sætti harðri gagnrýni þing- manna Þjóðarflokksins á Lög- þinginu. Kallsberg hótar stjórnarslitum Þórshöfn. Morgunblaðið. GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti lagði efnahagsáætlun til næstu tíu ára fyrir Bandaríkjaþing í gær, en í henni er gert ráð fyrir 5,6 billj- óna (5,6 þúsunda milljarða) tekjuaf- gangi af rekstri ríkissjóðs. Að sögn forsetans gefur þetta svigrúm til að greiða niður skuldir alríkisstjórnar- innar, lækka skatta og bæta heil- brigðisþjónustu fyrir aldraða. Samkvæmt áætlun Bush-stjórnar- innar munu 28 billjónir dollara renna í ríkissjóð af skattfé á næstu tíu ár- um en ríkisútjöld verða 22,4 billjónir. Gert er ráð fyrir að skuldir alríkis- ins, sem nú eru 3,2 billjónir dollara, verði greiddar niður um 2 billjónir og hafi þá lækkað í aðeins 7% af vergri landsframleiðslu árið 2011. Í drögum að fjárlögum fyrir fjárhagsárið 2002 er gert ráð fyrir að ríkisútjöld aukist um 5,5% frá fyrra ári, í 1,9 billjónir dollara, og að tekjuafgangur nemi 231 milljarði. Hlutfallslega mest hækkun verður á fjárveitingum til menntamála, 11,5%. Bush kynnir efnahagsáætlun Reiknað með rekstrarafgangi  Viðbrögð/25 Washington. AFP, AP, Reuters.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.