Morgunblaðið - 01.03.2001, Síða 2

Morgunblaðið - 01.03.2001, Síða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ SLITNAÐ hefur upp úr samninga- viðræðum milli Félags háskólakenn- ara og samninganefndar ríkisins. Boðað hefur verið til fundar í félaginu í dag og segist Sigríður Björnsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins, reikna með að á fundinum komi fram tillaga um boðun verkfalls. Hægt miðar í við- ræðum BHM-félaga við ríkið, en þó hefur eitt félag undirritað samning. Sigríður sagði að á fundi með samninganefnd ríkisins í fyrradag hefði ríkið lagt fram launatölur en samkvæmt þeim ættu byrjunarlaun í A-ramma að vera 108 þúsund krónur á mánuði, en byrjunarlaun sam- kvæmt nýjum samningi framhalds- skólakennara væru 121 þúsund kr. Byrjunarlaun framhaldsskólakenn- ara í B-ramma væru 160 þúsund krónur en háskólakennurum hefðu verið boðin 139 þúsund. Byrjunarlaun framhaldsskólakennara í C-ramma væru 175 þúsund kr. en háskólakenn- urum hefðu verið boðin 158 þúsund. Í fundarboði Félags háskólakenn- ara kemur fram að meðaldagvinnu- laun framhaldsskólakennara séu samkvæmt nýja samningnum 215 þúsund krónur á mánuði en meðal- dagvinnulaun lektors með doktors- próf verði samkvæmt tilboði samn- inganefndar ríkisins 180 þúsund krónur. Meðaldagvinnulaun dósents með doktorspróf verði 220 þúsund á mánuði. Þá slitnaði upp úr viðræðum Félags íslenskra náttúrufræðinga og samninganefndar ríkisins í gær. Að sögn Ínu Bjargar Hilmarsdóttur, for- manns félagsins lagði ríkið fram til- boð sem færði viðræðurnar aftur á byrjunarreit og því ákvað samninga- nefnd náttúrufræðinga að gera hlé á viðræðum til að ráðfæra sig við stjórn félagsins. Herdís Sveinsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sagði í samtali við Morgunblaðið að mjög hægt miðaði í samningaviðræð- um hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Mikillar óþolinmæði væri farið að gæta hjá hjúkrunarfræðingum enda væru fjórir mánuðir liðnir frá því að samningur félagsins rann úr gildi. Eitt félag búið að semja Félag háskólamenntaðra starfs- manna stjórnarráðsins undirritaði nýjan kjarasamning sl. þriðjudag, en það er fyrsti samningur sem félag há- skólamanna gerir við ríkið. Samning- urinn gildir frá 1. febrúar sl. til 30. apríl 2004. Samningurinn felur í sér 6,9% hækkun 1. febrúar. Taxtar hækka um 3% um næstu áramót og um önnur 3% 1. janúar 2003 og um 1,5% 1. janúar 2004. Ólafur Grétar Kristjánsson, for- maður félagsins, sagði að til viðbótar hefði orðið samkomulag um að rýmka launarammann. Hann sagði þetta þýða aukið svigrúm til að raða mönn- um í launaflokka, sem í einhverjum tilvikum ætti að leiða til hækkunar. Ólafur sagði að til viðbótar væru í samningnum svipuð ákvæði og í samningi framhaldsskólakennara um desemberuppbót og orlofsuppbót. Sama ætti við um ákvæði um veik- indarétt, fæðingarorlof, fjölskyldu- og styrktarsjóð og ákvæði um lífeyris- sparnað. Félagið hefði lengi barist fyrir því að fá greiðslu þegar félags- menn væru á ferðalagi erlendis yfir helgi á vegum stjórnarráðsins. Hann sagði að samkomulag hefði náðst um að félagsmenn fengju fasta greiðslu fyrir frídaga ef þeir væru á ferðalagi erlendis. Auk þess væri tilteknum kjaraatriðum vísað til samstarfs- nefnda inni á vinnustöðunum eins og t.d. yfirvinnu á ferðalögum erlendis og námsleyfum. Um 270 eru í Félag háskólamennt- aðra starfsmanna stjórnarráðsins. Tillaga um verkfall lögð fyrir fund háskólakennara FRAMKVÆMDIR í Þingvallabæn- um standa nú sem hæst en að sögn Skarphéðins Steinarssonar hjá for- sætisráðuneytinu er verið að auka við aðstöðu ráðherrabústaðarins sem verður nú fjórar burstir í stað tveggja. Þegar er búið að opna á milli annarrar og þriðju burstar frá suðri sem áður voru aðskildar með vegg. Nyrsta burstin verður svo að- greind frá hinum og verður til af- nota fyrir þjóðgarðsvörð og prest. „Forsætisráðherra hefur í aukn- um mæli boðið erlendum gestum til Þingvalla og aðstaðan hefur verið mjög lítil og óhentug fyrir slíkar móttökur. Það er fyrst og fremst verið að mæta þessum þörfum með breytingunum,“ segir Skarphéð- inn. Búist er við að framkvæmdum ljúki fyrir páska. Morgunblaðið/RAX Opnað á milli bursta eth hefði bæði greitt fyrir flugfarið og uppihald. Hann hefði einnig bókað fyrir hann gistingu á sama gistiheim- ili og Gareth og unnusta hans dvöldu á í London. Breytti framburði Gareth var fyrst boðaður til yfir- heyrslu 15. ágúst. Hann neitaði þá að eiga fíkniefnin eða að hafa beðið Víði um að flytja þau til landsins. Hann hefði heldur ekki orðið var við með- sem var vinnuveitandi hans fyrir nokkrum árum. Lögreglan hóf þá eft- irlit með Gareth og hleraði síma hans. Við yfirheyrslur bar Víðir að hann hefði tekið að sér að flytja efnin til landsins gegn 350.000 króna greiðslu frá Gareth. Hann kvaðst hafa verið orðinn þreyttur á að vera sífellt blankur og eiga ekki fyrir skuldum. Víðir lýsti atvikum svo að hann hefði farið með sömu flugvél og Gar- eth og unnusta hans til London. Gar- HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær þá Gareth John Ellis og Víði Þorgeirsson í sjö ára fangelsi fyrir aðild sína að innflutningi á rúm- lega 5.000 e-töflum í júlí í fyrra. Í dómnum sem Ingibjörg Bene- diktsdóttir héraðsdómari kvað upp, segir að mennirnir hafi bent hvor á annan og hafi við yfirheyrslur reynt að gera hlut sinn í fíkniefnainnflutn- ingnum sem minnstan. Tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu fíkniefnin í farangri Víðis þeg- ar hann kom til landsins úr helgar- ferð til London 24. júlí sl. Í farangri fundust pakkningar sem reyndust innihalda 5007 e-töflur og 5,05 g af e- töflumulningi. Við fyrstu yfirheyrslu hjá lögreglu viðurkenndi Víðir að hann hefði flutt fíkniefnin til landsins fyrir Gareth ferð fíkniefna á gistiheimilinu í Lond- on. Þegar Gareth var tilkynnt við yf- irheyrslur um tveimur vikum síðar að fingraför hans hefðu fundist á pakkn- ingunum sem e-töflurnar voru í breytti hann framburði sínum. Hann kvaðst þá hafa keypt fíkni- efnin fyrir Víði á bar í London. Töfl- urnar voru þá í plastpokum en Gar- eth vafði þá með brúnu límbandi. Síðar sagðist Gareth hafa talið að Víðir hefði ætlað að flytja fíkniefnin til Spánar. Hann neitaði að eiga nokk- urn þátt í innflutningi fíkniefnanna. Í niðurstöðum dómsins segir að mennirnir hafi báðir játað að hluta aðild sína að innflutningi á e-töflun- um. Framburður Víðis hafi verið trú- verðugur og stöðugur í öllum meg- inatriðum. Framburður Gareths er hins vegar sagður óstöðugur og á stundum ótrúverðugur. Þrátt fyrir það þótti dómnum ekki sannað að hlutur Gareths hefði verið annar en sá að kaupa efnin og afhenda Víði þau. Þeim var báðum gert að greiða verjendum sínum 120.000 í máls- varnarlaun. Verjandi Víðis var Karl G. Sigurbjörnsson hdl. en Róbert Árni Hreiðarsson hdl. varði Gareth. Kolbrún Sævarsdóttir sótti málið af hálfu ákæruvalds. Dæmdir í sjö ára fang- elsi fyrir e-töflusmygl Sakborningarnir báru hvor annan sök og reyndu að gera hlut sinn sem minnstan Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isFleiri Finnar falla á lyfjaprófi / C1 Óskabyrjun Svens Görans Eriks- sons með Englendinga / C2 4 SÍÐUR Viðskiptablað Morgunblaðsins Sérblað um viðskipti/atvinnulíf 8 SÍÐUR Sérblöð í dag MJÓTT var á munum í Há- skólakosningunum í gær. Í kosningunum til Stúdentaráðs sigraði Röskva með 49,4% at- kvæða gegn 47,6% atkvæða Vöku og hlaut þar með fimm menn gegn fjórum. Í kosningum til Háskóla- fundar hlaut Röskva 49,8 % at- kvæða á móti 47,4 % atkvæða Vöku. Auðir seðlar og ógildir voru 1,4 prósent. Alls kusu 3151 sem er 47,6 % kjörsókn og held- ur meiri en undanfarin ár. Röskva fékk 5 fulltrúa Stúdentaráð HÍ VERÐ á bensíni hjá Olíufélagi Íslands, ESSO, hækkar um 1,60 kr. hver lítri í dag. Verð á 95 oktana bensíni hækkar úr 94,30 kr. í 95,90 kr og á 98 oktana bensíni úr 99 kr. í 100,60 kr. Díselolía hækkar um 60 aura eða úr 45,70 krónum lítrinn í 46,30 krónur sem er 1,3% hækk- un. Flotaolía lækkar um 60 aura lítrinn en svartolía hækkar. Hjá Skeljungi og Olís fengust þær upplýsingar í gærkvöldi að ákvörðun um það hvort fyrir- tækin myndu hækka verð á bensíni og olíu yrði tekin í dag. Bensín hækkar um 1,60 krónur KJARASAMNINGUR milli Íslenska álfélagsins hf. og starfsmanna var samþykktur á kjörfundi í gær. Tíu verkalýðsfélög eiga aðild að samningnum og voru at- kvæði greidd í tvennu lagi. Samningar hjá Ísal sam- þykktir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.