Morgunblaðið - 01.03.2001, Side 6

Morgunblaðið - 01.03.2001, Side 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is Útnefnd í alþjóðasamtökin EXCELLENCE IN TRAVEL NETWORK fyrir frábærar ferðir Suður-Afríka HEIMSREISA FYRIR SÓLARLANDAVERÐ! Ætlarðu að missa af? Páskar 2001 – 8.-16. apríl – aðeins 3 vinnudagar. Pöntunarsími 56 20 400 Síðustu forvöð! FRANSKA sýningin Náttúrusýnir sem verið er að setja upp í Lista- safni Íslands og fengin er að láni frá Borgarlistasafni Parísar, Petit Palais, er tryggð fyrir rúma sex milljarða króna. Þar af er eitt verkanna, Sólarlag við Signu eftir Claude Monet, tryggt fyrir einn milljarð króna. Að sögn Ólafs Kvaran, for- stöðumanns Listasafns Íslands, er hér á ferð tímamótasýning en þetta er í fyrsta sinn sem verk listamanna á borð við Gustave Courbet, Claude Monet, Paul Céz- anne, Alfred Sisley, Camille Piss- arro og Jean Baptiste Corot eru sýnd í íslensku safni. „Síminn styrkir sýninguna sérstaklega með myndarlegu framlagi,“ segir Ólafur og bætir við að án þess hefði sýningin ekki getað orðið að veruleika. Alls eru á sýningunni 74 verk eftir 45 listamenn. Meginhluti verkanna er eftir meistara landslagsmálverksins í Frakklandi á 19. öld en einnig er þar að finna verk eftir hollenska 17. aldar málara sem höfðu afger- andi áhrif á þróun landslags- málverksins í Evrópu á 19. öld. Opnun sýningarinnar fyrir boðsgesti verður á sunnudag en sýningin verður opnuð almenn- ingi nk. þriðjudag og stendur til 22. apríl. Morgunblaðið/Golli Sólarlag við Signu er titill þessa þekkta verks eftir Claude Monet sem gestir Listasafns Íslands geta séð þar á næstunni. Ólafur Kvaran safnstjóri stend- ur við verkið sem er tryggt fyrir einn milljarð króna en í heild er sýningin tryggð fyrir rúma sex milljarða. Franskir dýr- gripir tryggðir fyrir 6 milljarða VERKALÝÐSFÉLAG Raufarhafn- ar hefur ákveðið að kæra til félags- dóms ákvörðun SR-mjöls að taka sjö starfsmenn loðnubræðslu fyrirtækis- ins á Raufarhöfn af launaskrá. Fram- kvæmdastjórn Starfsgreinasam- bandsins hefur samþykkt að styðja málshöfðun félagsins. Kristján Bragason, framkvæmda- stjóri Starfsgreinasambandsins, sagði að málsatvik væru þau að 19. janúar sl. hefðu sjö menn verið teknir af launaskrá hjá SR-mjöl á Raufar- höfn án nokkurs fyrirvara. Hann sagði að loðnubræðslustarfsmenn væru ekki með kauptryggingar- samning líkt og starfsfólk í fisk- vinnslu. Fyrirtækið hefði bent mönn- unum á að skrá sig á á atvinnuleysisbætur. Atvinnuleysistrygingasjóður hefði hins vegar hafnað því að greiða mönnunum atvinnuleysisbætur á þeirri forsendu að þeim hefði ekki verið sagt upp með formlegum hætti og þessi aðgerð stæðist ekki lög. Starfmenn væru hins vegar búnir að verið launalausir í ákveðinn tíma. Hann sagði þessa ákvörðun SR-mjöls sérkennilega í ljósi þess að hún væri tekin í loðnuvertíð og því væri ekki hægt að bera fyrir sig hráefnisskort. Kristján sagði að lögmenn samb- andsins hefðu skoðað þetta mál og teldu þeir góðan grundvöll fyrir félagsdómsmáli. Þeir legðu hins veg- ar mikla áherslu á að Starfsgreina- sambandið kæmi að málinu vegna víðtækra áhrifa sem dómurinn hefði, þ.e. gildi fyrir alla starfsmenn í loðnubræðslum. Málið verður skjalfest fyrir helgi og leggur Starfsgreinasambandið áherslu á að það fái flýtimeðferð. Ákveðið að vísa máli gegn SR-mjöli til félagsdóms TÆPLEGA 26 prósent Íslendinga eru mjög eða frekar ósammála því að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram á núverandi stað sem er tæplega tíu prósentum færra en í október síðast- liðnum. Óákveðnum hefur hins vegar fjölgað að sama skapi. Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri viðhorfskönnun sem PricewaterhouseCoopers fram- kvæmdi í febrúar. Ríflega 50 prósent sögðust mjög eða frekar sammála því að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram á sama stað. Úrtakið í könnuninni, sem gerð var símleiðis, var 1200 Íslendingar um allt land á aldrinum 18-75 ára en svar- hlutfall var rúm 60 prósent. Af þeim sem tóku afstöðu voru 35,2% mjög sammála því að Reykjavíkurflugvöll- ur verði á sama stað og nú, 15,5% voru frekar sammála, 23,5% hvorki sammála né ósammála, 10,3% frekar ósammála og 15,5% mjög ósammála. Í sambærilegri könnun, sem fram- kvæmd var í október síðastliðnum, var andstaðan við flugvöllinn svipuð og nú en rúmlega 52% svarenda sögð- ust þá vera mjög eða frekar sammála því að völlurinn verði áfram á sama stað. Flugvöllur í Vatnsmýri Óákveðn- um hefur fjölgað VERÐ á raforku til almennings á svæði Orkuveitu Reykjavíkur lækk- ar um 10% í dag. Hver kílóvattstund, kWh, lækkar úr 6,34 kr. í 5,71 kr. án virðisaukaskatts og nær lækkunin til rúmlega helmings heimila í landinu eða heimila í Reykjavík, Kópavogi, Mosfellsbæ, á Seltjarnarnesi og hluta heimila í Garðabæ. Ástæða þess að unnt er að lækka orkuverð nú er tilkoma raforkuvers- ins á Nesjavöllum. Raforka sem þar hefur verið framleidd hefur ein- göngu verið seld til stóriðju fram til þessa. Rafmagn frá Nesjavöllum kemur í fyrsta sinn á markað á svæði Orkuveitunnar 1. mars nk. Áætlað er að það nægi til að uppfylla um 10% af orkuþörfinni á svæðinu. Rafmagnsreikningur á meðal- heimili er á bilinu 40-50 þúsund kr. á ári og leiðir lækkunin því til 4-5 þús- und kr. lægri raforkureiknings á ári. Orkuveita Reykjavíkur Raforku- verð lækk- ar um 10% SÍFELLT FLEIRI skemmti- ferðaskip leggjast að bryggju í Reykjavíkurhöfn ár hvert og hafa lengri viðkomu en áður. 48 skemmtiferðaskip hafa nú þegar bókað komu sína til Reykjavíkur í sumar og segist Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri hjá Reykjavíkur- höfn, reikna með að leiri eigi eftir að bætast við. Fjöldi ferðamanna sem koma á skemmtiferðaskipum hefur tvö- faldast á síðustu árum og segist Ágúst eiga von á enn frekari fjölg- un farþega í ár. Í fyrra höfðu tæp- lega 26.000 farþegar skipanna landvist í Reykjavík og var árið 2000 metár í sögu skemmtiferða- siglinga á Íslandi en árið 1999 voru farþegarnir átján þúsund. Þjóð- verjar hafa löngum verið fjölmenn- astir á gestalistum skipanna en þar á eftir koma Bandaríkjamenn og Bretar. Í sumar er von á fyrsta jap- anska skemmtiferðaskipinu, Nipp- on Maru, hingað til lands. Ágúst segir það einnig gleðilegt að skipin koma nú ekki aðeins um hásumarið líkt og áður heldur langt fram í september. Öll þessi skip greiða bæði hafnar- og vita- gjöld og segir Ágúst þau skila „dá- góðum tekjum“. Heimili milljónamæringa Haustið 2002 ættu skipaáhuga- menn að hafa ríka ástæðu til að fara niður á höfn þegar eitt glæsi- legasta skemmtiferðaskip veraldar hefur hér þriggja daga viðkomu. Skipið, sem hefur hlotið heitið World Residence, er eins og fljót- andi þorp þar sem farþegarnir kaupa sér íbúðirnar en leigja ekki til skamms tíma eins og tíðkast hefur hingað til. Íbúðirnar sem kosta á bilinu 2 til 6,5 milljónir Bandaríkjadala, eða 172 til 559 milljónir íslenskra króna, eru allar seldar þó skipið sé enn í smíðum og verði ekki hleypt af stokkunum fyrr en næsta vor. Tilvonandi skipverjar hafa því að- eins getað séð hvernig skipið komi til með að líta út á teikningum hönnuða þess, sem virðist þó ekki hafa spillt fyrir kaupunum. Fleiri skipa að vænta en nokkru sinni fyrr ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.