Morgunblaðið - 01.03.2001, Side 11

Morgunblaðið - 01.03.2001, Side 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 11 MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi yfirlýsing frá Sig- urbirni Sveinssyni, formanni Læknafélags Íslands: „Í Morgunblaðinu þriðjudag- inn 27. febrúar, bls. 11, birtist viðtal við Kára Stefánsson, for- stjóra Íslenskrar erfðagreining- ar, þar sem hann segir „að þegar þeir (Sigurbjörn Sveinsson og Tómas Zoega) sjá þetta þá hringja þeir í formann nefnd- arinnar og fá bara loforð um að orðalagi verði breytt“. Ennfrem- ur segir hann að þetta benti til „að Alþjóðasamtökin væru regn- hlífarsamtök stéttarfélaga og gengju erinda þeirra þegar mikið lægi við“. Þá segir Kári: „Þarna er um að ræða mjög mikilvægt prinsíp- mál og þar er harla skringilegt ef það á að breyta afstöðu til þess einfaldlega með símhring- ingu frá mönnum sem finnst að á sig halli í deilum í heimalandi sínu. Hið sanna í málinu er það, að hin títtnefnda 11. grein í vinnu- plaggi Alþjóðafélags lækna (WMA) kom til umræðu á fundi sl. haust í Edinborg með dr. Jim Appleyard hjá Breska lækna- félaginu (BMA). Hann er ábyrgðarmaður þessa vinnu- plaggs. Ég hef gert fulltrúum Ís- lenskrar erfðagreiningar, m.a. í viðræðum í desember, grein fyrir því, að þeir geti ekki reitt sig á sína túlkun á greininni bæði vegna þess að hún sé ekki í sam- ræmi við það, sem að baki orð- unum liggi og að greinin kunni einnig að breytast í meðförum funda WMA. Ég lýsti þessari skoðun í viðurvist landlæknis og Jóns Snædal, varaformanns LÍ. Í tilefni upphlaups þess, sem varð um síðustu helgi, átti ekkert sím- tal eða önnur rafræn samskipti sér stað á milli mín og Alþjóða- félags lækna. Tíminn var naumur og ég þurfti ekkert annað að nota en gamlar upplýsingar. Í ljósi sögu Alþjóðafélags lækna, m.a. með tilliti til vand- aðrar umfjöllunar þess um Hels- inki-yfirlýsinguna, þá hljóta allir læknar að gera sér ljóst, að álit þessa félags á mannréttindum verður ekki pantað með símtali frá formanni Læknafélags Ís- lands. Það álit forstjóra Íslenskr- ar erfðagreiningar á Alþjóða- félagi lækna, sem kom fram í umræddu Morgunblaðsviðtali, verður fyrirtæki hans ekki til framdráttar á alþjóðlegum vett- vangi. Því miður var þó nauðsyn- legt að kynna viðtalið fyrir for- ráðamönnum WMA. Afdrif Íslenskrar erfðagrein- ingar eru Íslendingum mjög mik- ilvæg fyrst og fremst þegar vís- indaleg markmið eru höfð í huga en einnig af ýmsum öðrum ástæðum, sem flestum eru kunn- ar. Það er því nauðsynlegt að menn forðist málatilbúnað eins og hafður hefur verið í frammi á liðnum vikum. Hann gerir ekkert annað en að hafa áhrif á stöðu félagsins til skemmri tíma, en ræður engu um gengi þess, þeg- ar til lengri tíma er litið. Þá sker árangurinn úr. Hann veltur á innra starfi fyrirtæk- isins, vinnufriði og sköpunargleði vísindamannanna, sem þar starfa.“ Yfirlýsing frá formanni Læknafélagsins GUNNAR Þór Jónsson læknir sendi í gær frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu: „Undirritaður, Gunnar Þór Jónsson, prófessor við læknadeild HÍ, fordæmir vinnubrögð þau sem viðhöfð hafa verið í heilbrigðis- ráðuneytinu og koma fram í svari ráðuneytisins við stjórnsýslukæru er undirritaður sendi frá sér 18. október sl. Umboðsmaður Alþingis og stjórn Læknafélags Íslands höfðu gripið inn í málið og krafið heilbrigðisráðherra um svar við kærunni. Ráðuneytisstjóri heil- brigðisráðuneytisins vísaði síðan kærunni frá í gær [fyrradag, innsk. Mbl.] eða fjórum og hálfum mánuði síðar. Undirritaður telur að svarbréf ráðuneytisstjórans svari ekki á nokkurn hátt þeim efnisatriðum sem heilbrigðisráð- herra hafði verið beðinn að taka afstöðu til. Í stjórnsýslukærunni er farið fram á að heilbrigðisráðherra hlut- ist til um að forráðamenn Land- spítala – háskólasjúkrahúss virði niðurstöðu hæstaréttardóms sem gekk 18. maí sl. og veiti þá starfs- aðstöðu er undirritaður verður að hafa til þess að geta innt starf sitt af hendi, sem prófessor í slysa- lækningum. Málaferlin höfðu risið vegna uppsagnar við spítalann og Hæstiréttur dæmdi uppsögnina ógilda en það þýðir óneitanlega að uppsögnin hefur engin réttaráhrif og undirritaður telur sig eiga rétt á starfi sínu óáreittur. Eftir að dómur Hæstaréttar gekk leitaði undirritaður til fram- kvæmdastjóra kennslu og fræða við LSH, Gísla Einarssonar, og í kjölfar þess ítrekað til rektors Há- skóla Íslands. Á fundi með Páli Skúlasyni rektor þann 19. sept- ember sl. tilkynnti rektor að hon- um hefði ekki tekist að fá for- ráðamenn LSH til þess að virða niðurstöðu Hæstaréttar og veita umrædda starfsaðstöðu. Þegar þessi niðurstaða lá ljós fyrir var umrædd stjórnsýslukæra send heilbrigðisráðherra þann 18. októ- ber sl. Í ljósi þessara staðreynda þykir undirrituðum það í meira lagi furðulegt að ráðuneytisstjóri heil- brigðisráðuneytisins telji sig þess umkominn að vísa þessari kæru frá og beina henni að Háskóla- yfirvöldum. Ákveðið hefur verið að kæra þennan úrskurð ráðuneytisstjór- ans til umboðsmanns Alþingis.“ Fordæmir vinnubrögð heilbrigðisráðuneytisins endur frá 30 löndum sýna hér 900 tegundir bíla og tækja. Meðal bíla sem vænta má á Íslandi á næstunni eru aldrifsgerð af Skoda Octavia og ný og lengri gerð af A-bílnum frá Mercedes Benz, Peugeot 307, Suz- uki Liana, Toyota Avensis Verso sem er langbaksútgáfa af nýjum og breyttum Avensis og Citroen sýnir lúxusbílinn C5. Þá eru væntanlegar þrjár nýjar gerðir frá Lexus, m.a. IS-300, stall- bakur og langbakur, og 4ra sæta sportbíllinn SC430 sem er með 8 strokka öflugri vél. MEÐAL sýningargripa á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf í ár er Toyota Landcruiser-jeppi frá árinu 1965 sem Toyota-umboðið á Íslandi, P. Samúelsson, hefur látið gera upp. 50 ár eru nú liðin frá því Land- cruiser var fyrst kynntur og minn- ist Toyota-fyrirtækið þess meðal annars með afmælisútgáfum af nýj- ustu gerðum Landcruiser- jeppanna. Alls eru 39 bílar frumsýndir á sýningunni að þessu sinni og munu nokkrir þeirra koma til Íslands á næstu mánuðum. Um 300 framleið- Morgunblaðið/JT Meðal sýningargripa á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf í ár er Toyota Landcruiser-jeppi frá árinu 1965 sem Toyota-umboðið á Íslandi, P. Samúelsson, hefur látið gera upp. Við hliðina á bílnum stendur Bogi Pálsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Meðal nýrra bíla á sýningunni í Genf er Mini Cooper endurborinn. Íslendingar sýna gaml- an Toyota-bíl í Genf Genf. Morgunblaðið. ÞEGAR greiðslukort er notað til að greiða fyr- ir vöru hefur sá sem tekur við kortinu ýmsa möguleika til að fullvissa sig um að sá sem framvísar kortinu sé raunverulegur eigandi þess. Á því er mynd af eigandanum, undirskrift hans og kennitala. Samt sem áður eru fjölmörg dæmi þess að mönnum hafi ítrekað tekist að svíkja út vörur með stolnum greiðslukortum eða borga fyrir þær með greiðslukortum vina eða ættingja. Í síðasta mánuði handtók lögreglan í Reykjavík tvo unga menn sem höfðu svikið út vörur fyrir um eina milljón króna með því að nota stolið greiðslukort. Mennirnir voru hand- teknir eftir að afgreiðslustúlka í verslun hafði tilkynnt um að sá sem borgaði með kortinu væri hugsanlega ekki eigandi þess. Hann hafði þá reynt að kaupa sér pylsu í versluninni. Fram að því hafði annar mannanna framvísað hinu stolna greiðslukorti en á því var mynd af eiganda þess. Ef hann var spurður um skilríki til staðfestingar sýndi hann ökuskírteini enn annars manns. Með þessu tókst honum að svíkja út geislaspilara, fatnað, byggingavörur, hljómtæki, matvörur, tölvur, myndbandsupp- tökuvél o.fl. Kortanúmer nægir svikahröppunum Nokkru áður hafði lögreglan í Reykjavík handtekið ungt par sem hafði á tveimur dögum svikið út vörur fyrir um 700 þúsund í versl- unum á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglu vann annað þeirra í verslun og tók afrifur af kvittunum sem við- skiptavinir skildu eftir. Á þessum kvittunum eru kortanúmer og nöfn. Þessar upplýsingar notaði parið til að panta vörur símleiðis. Þá handtók lögreglan mann sem hafði tekið ávís- anahefti ófrjálsri hendi. Maðurinn notaði eyðu- blöð úr heftinu og keypti m.a. tvö heimabíó, ís- skáp og hljómflutningstæki, alls að verðmæti um 300 þúsund krónur. Vörunum kom hann í verð í skiptum fyrir fíkniefni. Þegar hann var spurður um skilríki, notaði hann ökuskírteini annars manns til að sanna deili á sér. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglunni var mað- urinn alls ekki líkur eigandanum. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Sam- taka verslunar og þjónustu, segir þessi dæmi sýna mikið kæruleysi afgreiðslufólks. Sífellt þurfi að minna bæði stjórnendur og starfsfólk á að bera þurfi saman mynd og undirskrift þegar viðskipti eiga sér stað. Hann segir að víða sé það látið nægja að kortinu sé ekki hafn- að í posanum þegar því er rennt í gegn. Sigurður minnir þó á að ef kæruleysi starfs- fólks verður til þess að menn komist upp með greiðslukortasvik beri seljandi tjónið. Aukist greiðslukortasvik hljóti verslunareigendur og aðrir að breyta starfsháttum sínum. Hann segir skýringuna á slælegum vinnu- brögðum að hluta til vera þá að starfsmenn í verslun og þjónustu staldra gjarnan stutt við í starfi. Fræðslu fyrir nýliða, þar sem farið er yf- ir helstu öryggisatriði, virðist vera ábótavant. Kortasvik fátíð hér á landi Þórður Jónsson, forstöðumaður þjónustu- sviðs korthafa hjá VISA Íslandi, segir greiðslukortasvik fátíð hér á landi miðað við heildarviðskipti og miðað við það sem gerist er- lendis. Þórður segir það skyldu kaupmanns að fullvissa sig um að það sé í raun korthafi sem framvísi greiðslukortinu. Það sé hægt að gera með því að skoða mynd á kortinu og bera sam- an undirskrift á því og á kvittuninni. Þá sé kennitalan á kortinu. „Menn hafa því ýmislegt til að átta sig á hvort um réttan aðila er að ræða,“ segir Þórður. Hann segir greiðslukortaviðskipti hafa þróast þannig að menn taki því sem sjálfsögð- um hlut að korthafi framvísi sínu eigin korti. Í skilmálum greiðslukortafyrirtækjanna segir að glatist greiðslukort beri korthafa að tilkynna það til fyrirtækjanna. Þórður segir að korthafar verði yfirleitt ekki fyrir skaða þó að einhver noti kortið þeirra til að svíkja út vörur. Vanræki korthafi hins vegar að tilkynna um glatað kort á hann á hættu að verða krafinn um greiðslu. Í mörgum kvikmyndahúsum þurfa korthaf- ar ekki að skrifa undir greiðslukortakvittanir. Þórður segir að í þeim tilvikum geti korthafinn aldrei orðið fyrir skaða vegna hugsanlegra svika. Víða erlendis stimpla korthafar inn leyninúmer þegar þeir borga með greiðslu- kortum í verslunum. Þórður segir engin áform um að taka slíkt fyrirkomulag upp hér á landi enda svik fremur fátíð. Nýlega voru vörur sviknar út úr verslunum fyrir um 700 þúsund krónur. Þar var notast við kortanúmer sem kom fram á kvittun viðskipta- vina í verslun. Þórður segir að unnið sé að breytingum á kortakvittunum en til þess þurfi að gera breytingar á hugbúnaði í posum og kassakerfum en óvíst sé hvenær þeim ljúki. Þó hefur kvittunum úr hraðbönkum hérlendis nú þegar verið breytt. Í Morgunblaðinu var nýlega greint frá því að greiðslukortasvik hafi aukist um 50% í Evrópu. Þórður segir að slík aukning hafi ekki orðið hérlendis. Svikin teygi þó anga sína til landsins þar sem fyrir komi að Íslendingar verði fyrir barðinu á kortasvikurunum erlendis. Leyfa öðrum að nota kortin Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn í Reykjavík, segir að talsvert beri á kærum vegna þess að annar en eigandi greiðslukorts notar það í viðskiptum. Það er þó alls ekki alltaf vegna þess að kortið sé stolið, heldur nota vinir og kunningjar kortin með fullri vitund eiganda þess. Þetta gerist ekki síst á veitingastöðum. Algengt sé að fólk sé illa upplýst um notk- unarskilmála kortanna en þar er skýrt tekið fram að aðeins eiganda þess sé heimilt að nota það. Þá hafi margir veitingamenn kvartað und- an því að fólk bregðist illa við sé því neitað um afgreiðslu á korti sem það greinilega á ekki. Algengt að ekki sé farið eftir reglum um kortaviðskipti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.