Morgunblaðið - 01.03.2001, Side 12
FRÉTTIR
12 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
KRISTINN H. Gunnarsson, stjórn-
arformaður Byggðastofnunar, seg-
ir að Sjóvá-Almennar séu ekki
með kröfu í þrotabú Nasco á Bol-
ungarvík. Þeir hafi ekki lánað til
fyrirtækisins og séu því ekki að
tapa neinu á þessu þrotabúi.
Byggðastofnun sé hins vegar að
tapa tveimur stórum lánum sam-
tals að upphæð tæplega 150 millj-
ónir króna. Staða þessara tveggja
aðila sé því afar ólík gagnvart
þrotabúinu.
Forstjóri Sjóvár-Almennra sagði
í samtali við Morgunblaðið í síð-
ustu viku að tryggingafélagið væri
reiðubúið að falla frá málsókn á
hendur Byggðastofnunar vegna
ágreinings um veðréttarröð.
Kristinn sagði að Sjóvá-Almenn-
ar væru með tryggingabréf til
tryggingar kröfum í öðru fyrirtæki
óskyldu Nasco Bolungarvík. Sjóvá
gerði kröfu til þess að komast
framar í veðröðinni og ryðja burtu
veði Byggðastofnunar. Skiptastjóri
hefði samþykkt veðröðina eins og
hún væri og þar með veðröðina
eins og hún væri á veðbókarvott-
orði, en Byggðastofnun ætti þriðja
veðrétt og Sjóvá fjórða veðrétt. Er
Sjóvá hefði samþykkt að taka
fjórða veðrétt án athugasemda
hefði fyrirtækið samþykkt veðröð-
ina eins og hún er á veðbókarvott-
orði.
Kristinn sagði að tilboð heima-
aðila, en tryggingafélagið segðist
vera tilbúið að falla frá málshöfðun
ef Byggðastofnun féllist á tilboðið,
lyti bæði að Sjóvá-Almennum og
Byggðastofnun og byði Sjóvá
greiðslu upp í helminginn af þeirra
kröfu. Tilboðið geri hins vegar þá
kröfu gagnvart Byggðastofnun að
hún afskrifi hluta af sínu veði.
Sjóvá væri að tengja saman máls-
höfðun á hendur Byggðastofnun
og samþykkt tilboðs þriðja aðila og
spurningin væri af hverju trygg-
ingafélagið væri að því.
Veð Byggðastofnunar
vel tryggt
„Tilboðið sem þessi þriðji aðili
gerir í eignirnar er 236 milljónir
kr. Samkvæmt því er veð Byggða-
stofnunar vel tryggt, því það nær
upp í 187 milljónir og jafnvel þótt
veðröðinni yrði breytt í samræmi
við kröfur Sjóvá væru veð okkar
líka innan 236 milljóna kr.,“ sagði
Kristinn.
Hann sagði að samkvæmt þeim
reglum sem Byggðastofnun starf-
aði eftir sem opinber stofnun þá
gæti hún ekki afskrifað lán sem
væri tryggt. Ríkisendurskoðun
myndi aldrei samþykkja það þann-
ig að samþykkt í stjórn Byggða-
stofnunar um að afskrifa trygga
kröfu myndi aldrei ná fram að
ganga.
„Við höfum hins vegar boðið
heimaaðilum að breyta hluta af
okkar láni yfir í hlutafé. Það telj-
um við okkur hafa heimild til að
gera af því þá værum við með eign
á mót okkar kröfu. Það má auðvit-
að deila um hversu verðmikil sú
eign er í því rekstrarumhverfi sem
er í rekstri rækjuverksmiðja,“
sagði Kristinn.
Hann sagði að málin stæðu
þannig að heimaaðilar væru að
skoða þann grundvöll sem
Byggðastofnun hefði lagt upp.
Þeim stæði til boða að breyta
hluta af láninu yfir í hlutafé eða að
Byggðastofnun lánaði þeim það
sem krafan væri upp á ef þeir
vildu ekki hlutafé.
„Almennt má segja að ef menn
ætla að stofna fyrirtæki sem á
rækjuverksmiðju án þess að eiga
nokkurn kvóta í þessu umhverfi
sem er í dag og er fyrirsjáanlega á
þessu ári að minnsta kosti þá þarf
það fyrirtæki að hafa sterka eig-
infjárstöðu. Þeir sem ætla af stað í
slíkan rekstur með veika eigin-
fjárstöðu fara út í mikla óvissu og
Bolvíkingum er enginn greiði
gerður með því. Þvert á móti ættu
allir sem láta sig málið varða að
sameinast um að koma á fót fyr-
irtæki sem er sem öflugast,“ sagði
Kristinn H. Gunnarsson ennfrem-
ur.
Hann sagði aðspurður að lán
Byggðastofnunar á þriðja veðrétti
sem Sjóvá-Almennar héldu fram
að væri víkjandi lán væri það ekki
í skilningi almennra laga og sam-
kvæmt skilmálum bréfsins, eða
samkvæmt lögum sem giltu um
Vestfjarðaaðstoð.
Sjóvá-Almennar ekki
með kröfu í þrotabúið
Stjórnarformaður Byggðastofnunar um málefni Nasco
GRÆNLENDINGAR skrifuðu fyrir
nokkrum árum undir verndar-
áætlun um verndun fuglategund-
anna stuttnefju og langvíu en áætl-
unin var samþykkt af umhverfis-
ráðherrum allra arktísku landanna
átta.
Greint var frá því í sunnudags-
blaði Morgunblaðsins að sextán
langvíubyggðum hafi verið útrýmt á
Grænlandi en þar átti að standa
sextán stuttnefjubyggðum. Bendir
flest til að stofninum verði að mestu
útrýmt innan skamms tíma.
Ævar Petersen, dýrafræðingur og
forstöðumaður Reykjavíkurseturs
Náttúrufræðistofnunar Íslands, seg-
ir fyrrnefnda verndaráætlun hafa
orðið til innan samstarfs norður-
slóðalandanna, CAFF-samstarfsins
sk., en hún var ekki síst tilkomin svo
löndin gætu í sameiningu staðið að
verndun þeirra stofna sem flakka á
milli landanna, líkt og stuttnefjan
gerir. Verndaráætlanir eru ekki
lagalega bindandi en innihalda yfir-
lýsingar um að komið sé í veg fyrir
ofveiði.
Stuttnefjan telst í yfirvofandi
hættu hér á landi samkvæmt válista
fugla sem kom út haustið 2000. Teg-
und telst vera í yfirvofandi hættu ef
miklar líkur eru á að hún verði út-
dauð í náttúrunni í framtíðinni ef nú-
verandi fækkunar heldur áfram að
gæta, eins og segir á heimasíðu
Náttúrufræðistofnunar. Þar segir
enn fremur að stuttnefjunni, sem er
ein einkennistegunda íslenskra
fuglabjarga, hafi fækkað um allt að
30 til 40% á síðustu 15 árum. Ástæð-
ur fækkunarinnar eru ekki að fullu
ljósar en sérfræðingar Náttúru-
fræðistofnunar telja umrædda of-
veiði við Grænland langlíklegustu
skýringuna, þar sem íslenskar
stuttnefjur eiga sér vetrarstöðvar
þar. Ævar segir stofnunina hafa haft
í hyggju að senda umhverfisráðu-
neytinu formlegt bréf til að vekja at-
hygli á veiðum Grænlendinga, en af
því hefur ekki enn orðið. Ráðuneyt-
inu var sendur válistinn þegar hann
kom út og er vonast til að mótaðar
verði tillögur um hvað þurfi að gera
gagnvart íslenskum fuglategundum
sem eru í útrýmingarhættu, þar á
meðal stuttnefju. Náttúrufræði-
stofnun hvetur til þess að vöktun
stuttnefjunnar í fuglabjörgum sé
aukin, sérstaklega í stóru fugla-
björgunum á Vestfjörðum þar sem
meirihluti íslenska stofnsins verpir.
Yfirlýsing um að
komið sé í veg fyrir
ofveiði orðin að engu
Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson