Morgunblaðið - 01.03.2001, Side 13
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 13
landaflutninga en innanlandsflutn-
inga.
Búferlaflutningar innanlands
dreifast misjafnlega yfir árið og eru
jafnan mestir á þriðja ársfjórðungi. Á
síðastliðnu ári jukust búferlaflutning-
ar af höfuðborgarsvæðinu á lands-
byggðina, en dró úr flutningum í hina
áttina. Þá voru flutningar í báðar átt-
ir minni en þeir höfðu verið árið 1999.
Á SÍÐASTA ári dró úr búferlaflutn-
ingum af landsbyggðinni til höfuð-
borgarsvæðisins, samkvæmt upplýs-
ingum úr Hagvísum Þjóðhagsstofn-
unar. Nettóflutningar frá lands-
byggðinni til höfuðborgarsvæðisins á
árinu 2000 voru 750 manns og hafa
þeir ekki verið minni frá árinu 1993. Í
fyrsta skipti fjölgaði íbúum höfuð-
borgarsvæðisins meira vegna milli-
Dregur úr sókninni suður
MATREIÐSLUMAÐURINN Björg-
vin Mýrdal, sem starfar í veitinga-
húsinu Perlunni, varð í gær í þriðja
sæti í keppninni um matreiðslu-
mann Norðurlanda sem haldin var í
Bella Center í Kaupmannahöfn.
Keppnin var hörð en Svíinn Benny
Cederberg bar sigur úr býtum og er
þetta í fjórða sinn í röð sem Svíar
vinna.
„Auðvitað finnst manni maður
alltaf geta gert betur en ég get ekki
annað en verið ánægður þar sem ég
var að keppa við tvær af sterkustu
þjóðum heims í matreiðslu,“ sagði
Björgvin, en Norðmaðurinn Erling
Sunddal varð í öðru sæti.
Björgvin, sem er 23 ára, var næst-
yngstur keppenda sem voru margir
hvergir útkeyrðir eftir erfiða
keppni og langan undirbúning.
Keppendur hefja leikinn um
fimmleytið um morguninn með vali
á hráefni, elda svo frá kl. 7 og fram
á miðjan dag. Máttu þeir einungis
nota hráefni sem fæst á Norð-
urlöndum. Gefnar eru einkunnir
fyrir bragð, útlit, frumleika og und-
irbúning.
Björgvin eldaði perluhænu broc-
hette með sveppum og súpu úr
perluhænu, steiktan skötusel með
jómfrúrhumri og spínati og háf með
gulrótum, kartöfluterríni og sum-
arsósu og glasseruð epli með lime-
ís, karamellusósu og sætu kexi.
Svíar sigruðu í keppni um matreiðslumann Norðurlanda
Ísland
í þriðja
sæti
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Sigurvegarinn Benny Cederber fagnar, en til hliðar við hann standa
Erling Sunddal og Björgvin Mýrdal sem lentu í öðru og þriðja sæti.
Morgunblaðið/Urður
Björgvin Mýrdal, aðrir keppendur og dómarar bíða spenntir úrslitanna.
YFIRBORÐ Lagarfljóts mun kólna
lítils háttar ef virkjað verður við
Kárahnjúka og vatn úr Jökulsá á Dal
fer að renna þangað úr Hálslóni.
Kólnunin er mest að sumarlagi, að
meðaltali um 0,5°C en getur nálgast
1°C undir haust. Yfirborðshiti Lag-
arfljóts nú mælist að jafnaði á bilinu
8-10°C á sumrin en 0-2°C á vetrum.
Yfirborðshiti vatnsins gæti lækkað á
veturna um 0,2°C að meðaltali vegna
Kárahnjúkavirkjunar. Þessar spár
eiga við áhrif af fyrri áfanga Kára-
hnjúkavirkjunar.
Þetta kemur fram á Kárahnjúka-
vef Landsvirkjunar. Þar segir jafn-
framt að gert sé ráð fyrir að síðari
áfangi virkjunar hafi lítil áhrif en þó
frekar í þá átt að draga úr kólnun á
sumrin og færa ástandið nær því
sem það var fyrir virkjun.
Verkfræðistofa Sigurðar Thor-
oddsen (VST) er að vinna að skýrslu
um rannsókn á hugsanlegum hita-
breytingum Lagarfljóts í tengslum
við mat á umhverfisáhrifum Kára-
hnjúkavirkjunar. Notað var sérstakt
reiknilíkan til að meta áhrif virkjun-
arinnar með gögnum frá Orkustofn-
un, Veðurstofu Íslands og VST um
veður og vatnsrennsli fyrir og eftir
virkjun.
Á Kárahnjúkavefnum segir að nið-
urstaða sérfræðinga sé sú að Kára-
hnjúkavirkjun myndi sáralítil áhrif
hafa á vatnshita í Lagarfljóti. Ís-
myndun myndi nánast ekkert breyt-
ast og áhrif á veðurfar við vatnið
yrðu lítil sem engin. Hugsanlegra
áhrifa kólnunar myndi gæta allra
næst vatninu. Á sumrin getur orðið
verulega heitt á íslenskan mæli-
kvarða í Fljótsdal. Við þær aðstæður
er vatnið kaldasti hluti umhverfisins
og eykur þar með stöðugleika lofts á
svæðinu. Eftir virkjun telja vísinda-
mennirnir að vatnið verði aðeins
kaldara en áður og gæti því tilhneig-
ing til myndunar hitahvarfa yfir
vatninu orðið sterkari í hægum
vindi, þ.e. kalt loft blandast hægar
heitara lofti örfáum metrum ofan við
vatnsborðið. Áhrif á hitastig ættu þó
að vera hverfandi.
Yfirborð Lagarfljóts
kólnar lítillega við
Kárahnjúkavirkjun