Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ NEFND á vegum héraðsnefndar Eyjafjarðar, sem skipuð var til þess að koma á auknu samstarfi milli skóla og skólastiga á Eyjafjarðar- svæðinu, efnir til samráðsfundar fyr- ir grunn- og framhaldsskóla á Eyja- fjarðarsvæðinu næstkomandi föstu- dag, 2. mars klukkan 14. Fundurinn verður haldinn í Gryfj- unni, sal Verkmenntaskólans á Ak- ureyri. Á fundinum verður fjallað um valkvætt nám í 9. og 10. bekk grunn- skóla, inntökuskilyrði í framhalds- skóla og samræmd próf í grunn- skóla, námsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum og innritun í fram- haldsskóla. Fundurinn er öllum sem áhuga hafa opinn. Fundur um samstarf skóla og skólastiga HAUKUR Viggósson lektor flytur fyrirlestur í Háskólanum á Akur- eyri, Þingvallastræti 23, á fimmtu- dag, 1. mars kl. 16.15. Fyrirlest- urinn nefnir hann Fjarlægðin gerir fjöllin blá: Samanburðarrannsókn á íslenskum og sænskum grunnskól- um. Í fyrirlestrinum mun Haukur fjalla um doktorsritgerð sína þar sem íslenskir og sænskir skólar voru bornir saman með tilliti til þess hvernig kennarar upplifa stjórnun skólastjóra sinna og hvaða þýðingu nálægð skólastjórans hefur fyrir samskipti hans við kennara. Haukur Viggósson er lektor við kennaramenntunarstofnun Háskól- ans í Malmö. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Samanburð- ur á íslensk- um og sænsk- um skólum TRÍÓIÐ GUITAR ISLANCIO leik- ur á tónleikum á veitingastaðnum Við Pollinn á Akureyri í kvöld, 1. mars, kl. 21. Tríóið skipa þeir Björn Thoroddsen og Gunnar Þórðarson á gítara og Jón Rafnsson á kontra- bassa. Á efnisskránni kennir ýmissa grasa. Tónleikarnir hefjast eins og áður sagði kl. 21 og eru aðgöngu- miðar seldir við innganginn. Guitar Islancio á Pollinum ÖRFÁ pláss eru laus á námskeiðið Að lesa í skóginn og tálga í tré, sem haldið verður í gróðrastöðinni í Kjarnaskógi nú um helgina. Slíkt námskeið var haldið fyrir skemmstu og reyndist áhugi mikill, þannig að ákveðið var að halda annað sams konar námskeið nú. Leiðbeinendur eru Guðmundur Magnússon, smíðakennari á Flúð- um, og Ólafur Oddsson, starfsmaður Skógræktar ríkisins. Námskeiðið hefst á föstudag. Skráning á nám- skeiðið er hjá Skógræktarfélaginu í Kjarnaskógi. Að lesa í skóg- inn og tálga í tré SÝNINGUNNI Detox lýkur á Listasafninu á Akureyri á morgun, föstudaginn 2. mars. Um er að ræða margmiðlunar- sýningu og er þetta eitt stærsta verkefni á sviði rafrænnar mynd- listar sem ráðist hefur verið í á Norðurlöndum. 16 norskir lista- menn unnu að gerð verkanna í sam- vinnu við tölvufræðinga og tækni- menn. Sýningunni Detox lýkur SAMKVÆMT kostnaðartölum frá Verkfræðistofu Sigurðar Thorodd- sen er áætlaður heildarkostnaður við byggingu fjölnota íþróttahúss á Akureyri rúmar 400 milljónir króna, sem er um helmingi hærri fjárhæð en ráð var fyrir gert í þriggja ára áætlun bæjarins. Þórarinn B. Jónsson, formaður íþrótta- og tómstundaráðs, sagði að eftir væri að fara yfir fyrirliggjandi kostnaðartölur en að þar væri verið að tala um töluvert stærra hús en upphaflega var gert ráð fyrir að byggja. Þórarinn sagði að sam- kvæmt upphaflegum hugmyndum hefði stærð hússins verið 76x108 metrar en stærra húsið væri 80x120 metrar og að þar munaði rúmum 40 milljónum króna á byggingarkostn- aði. „Mér sýnist að við verðum að gíra okkur eitthvað niður.“ Í fyrirliggjandi kostnaðartölum er m.a. verið að tala um 120 bíla- stæði til viðbótar við þau bílastæði sem eru við Hamar og spurði Þór- arinn hvort það væri nauðsynlegt. „Það er vandalaust að lækka kostnaðinn um 100 milljónir króna og það er trúlega hægt að byggja hús í upphaflegri stærð með gervi- grasi fyrir 300 milljónir króna. Þá þyrfti að vinna verkið í þremur áföngum, hefja framkvæmdir í ár, koma húsinu upp á því næsta og leggja gervigrasið í þriðja áfanga árið eftir. Það þýðir jafnramt að leika þarf eitt tímabil í húsinu á möl. En það er ekki nema tvennt í stöðunni, annaðhvort hleypum við þessum framkvæmdum af stað eða ekki og ég þori ekki að segja til um það á þessari stundu hvort verður ofan á. Þórarinn sagði jafnframt að erfið fjárhagsstaða íþróttafélaganna væri bæjaryfirvöldum mikill höfuðverk- ur, þar sem bærinn þyrfti að láta að lágmarki 100 milljónir króna í félögin vegna þeirrar stöðu sem uppi væri. Byggja mætti fyrir 300 milljónir Óvissa um byggingu fjölnota íþróttahúss ÖSKUDAGURINN var hátíð- lega haldinn af akureyrskum börnum líkt og vani er til norð- an heiða, en þann dag klæða krakkarnir sig í búninga af ýmsu tagi og ganga milli versl- ana og fyrirtækja. Þar taka þau lagið og fá að launum sæl- gæti í poka. Um hádegisbil fara þau að tínast heim þar sem fengnum er bróðurlega skipt. Á ferð og flugi á ösku- daginn Morgunblaðið/Kristján ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.