Morgunblaðið - 01.03.2001, Page 21

Morgunblaðið - 01.03.2001, Page 21
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 21 TEKIÐ er um 30–35% þjónustu- gjald af vörum sem keyptar eru í bakaríinu Sandholt–Konditórí, sé þeirra neytt á staðnum, í veitinga- sal inn af afgreiðslusal. Sams kon- ar þjónusta er í boði víða í bak- aríum en kostar alla jafna ekkert aukalega. Í flestum tilfellum er um að ræða eins konar sjálfsaf- greiðslu, viðskiptavinurinn kaupir matinn við búðarborðið en getur síðan sest niður með disk, munn- þurrku og hnífapör. Þessi þjónusta er í boði meðal annars í Café Konditori, Bakarameistaranum í Mjódd , Mosfellsbakaríi og Sand- holt Konditórí. Stefán Sandholt eigandi Sand- holt–Konditóri, segir að gjald sé tekið þar sem ekki er snætt fyrir framan búðarborðið í versluninni heldur í sérstökum sal. „Ekki kostar aukalega að borða og drekka kaffi á háborði fremst í versluninni fyrir framan búðar- borðið en fari menn inn fyrir í sal- inn og setjist niður, fá þeir diska, hnífapör og munnþurrkur. Fyrir það er borgað sérstaklega eins og á öðrum kaffihúsum.“ Nýr 40 manna veitinga- salur á Café Conditori Í Mosfellsbakaríi eru borðin stúkuð af og ýmist fær fólk þjón- ustu við borðin eða það nær sér sjálft í drykk og mat á diskinn og fær með hnífapör og munnþurrk- ur. Nýlega tók Mosfellsbakarí við rekstri bakarísins á Háaleitis- braut, og að sögn Hafliða Ragn- arssonar annars eiganda bakarís- ins stendur til að opna þar lítinn veitingasal með vorinu en ekki verður tekið sérstakt þjónustu- gjald af viðskiptavinum sem snæða þar. Hjá Bakarameistaranum í Mjódd er einnig góð aðstaða til þess að snæða á staðnum og hún er ókeypis. „Við gefum okkur út fyrir að vera bakarí en ekki kaffi- hús,“ segir verslunarstjóri Bakara- meistarans í Mjódd. Undir það er tekið hjá Café Conditori á Suður- landsbraut. Þar er nú verið að koma upp veitingasal þar sem um 40 manns rúmast og að sögn versl- unarstjórans stendur ekki til að setja þjónustugjald á vörur sem þar er neytt. Alla jafna ókeypis að snæða í bakaríum sé aðstaða fyrir hendi Morgunblaðið/Árni Sæberg Víða í bakaríum á höfuðborgarsvæðinu er unnt að snæða á staðnum það sem keypt er og oftast kostar það ekkert aukalega. Dæmi um að tekið sé 30–35% þjónustugjald KOMINN er út upplýsinga- og nær- ingarbæklingur frá Lyst ehf, McDo- nald’s á Ís- landi. Í fréttatilkynn- ingu segir að í bæklingnum sé að finna upplýsingar um þá rétti sem fyrirtækið býður við- skiptavinum. Þá er einnig að finna hvernig skipuleggja á daglega neyslu og halda línunum. Bæklingarnir fást ókeypis á öllum þremur sölustöðum McDonald’s. Upplýsinga- og næringar- bæklingur Nýtt HEILDVERSLUNIN Dreifing ehf. hefur hafið innflutning á bragð- bættum kaffirjóma undir vöru- merkinu „International Delight“. Komnar eru á markað fjórar bragð- tegundir, Kahlua, Irish Cream, Amaretto og French Vanilla. Allar tegundirnar eru seldar í 473 ml fernum og eru þær með skrúftappa. Í fréttatilkynningu segir að geymsluþol fyrir opnun sé 6 mán- uður en 2 til 3 vikur eftir opnun. Kaffirjóminn er til í öllum helstu matvöruverslunum landsins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kaffirjómi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.