Morgunblaðið - 01.03.2001, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 01.03.2001, Qupperneq 21
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 21 TEKIÐ er um 30–35% þjónustu- gjald af vörum sem keyptar eru í bakaríinu Sandholt–Konditórí, sé þeirra neytt á staðnum, í veitinga- sal inn af afgreiðslusal. Sams kon- ar þjónusta er í boði víða í bak- aríum en kostar alla jafna ekkert aukalega. Í flestum tilfellum er um að ræða eins konar sjálfsaf- greiðslu, viðskiptavinurinn kaupir matinn við búðarborðið en getur síðan sest niður með disk, munn- þurrku og hnífapör. Þessi þjónusta er í boði meðal annars í Café Konditori, Bakarameistaranum í Mjódd , Mosfellsbakaríi og Sand- holt Konditórí. Stefán Sandholt eigandi Sand- holt–Konditóri, segir að gjald sé tekið þar sem ekki er snætt fyrir framan búðarborðið í versluninni heldur í sérstökum sal. „Ekki kostar aukalega að borða og drekka kaffi á háborði fremst í versluninni fyrir framan búðar- borðið en fari menn inn fyrir í sal- inn og setjist niður, fá þeir diska, hnífapör og munnþurrkur. Fyrir það er borgað sérstaklega eins og á öðrum kaffihúsum.“ Nýr 40 manna veitinga- salur á Café Conditori Í Mosfellsbakaríi eru borðin stúkuð af og ýmist fær fólk þjón- ustu við borðin eða það nær sér sjálft í drykk og mat á diskinn og fær með hnífapör og munnþurrk- ur. Nýlega tók Mosfellsbakarí við rekstri bakarísins á Háaleitis- braut, og að sögn Hafliða Ragn- arssonar annars eiganda bakarís- ins stendur til að opna þar lítinn veitingasal með vorinu en ekki verður tekið sérstakt þjónustu- gjald af viðskiptavinum sem snæða þar. Hjá Bakarameistaranum í Mjódd er einnig góð aðstaða til þess að snæða á staðnum og hún er ókeypis. „Við gefum okkur út fyrir að vera bakarí en ekki kaffi- hús,“ segir verslunarstjóri Bakara- meistarans í Mjódd. Undir það er tekið hjá Café Conditori á Suður- landsbraut. Þar er nú verið að koma upp veitingasal þar sem um 40 manns rúmast og að sögn versl- unarstjórans stendur ekki til að setja þjónustugjald á vörur sem þar er neytt. Alla jafna ókeypis að snæða í bakaríum sé aðstaða fyrir hendi Morgunblaðið/Árni Sæberg Víða í bakaríum á höfuðborgarsvæðinu er unnt að snæða á staðnum það sem keypt er og oftast kostar það ekkert aukalega. Dæmi um að tekið sé 30–35% þjónustugjald KOMINN er út upplýsinga- og nær- ingarbæklingur frá Lyst ehf, McDo- nald’s á Ís- landi. Í fréttatilkynn- ingu segir að í bæklingnum sé að finna upplýsingar um þá rétti sem fyrirtækið býður við- skiptavinum. Þá er einnig að finna hvernig skipuleggja á daglega neyslu og halda línunum. Bæklingarnir fást ókeypis á öllum þremur sölustöðum McDonald’s. Upplýsinga- og næringar- bæklingur Nýtt HEILDVERSLUNIN Dreifing ehf. hefur hafið innflutning á bragð- bættum kaffirjóma undir vöru- merkinu „International Delight“. Komnar eru á markað fjórar bragð- tegundir, Kahlua, Irish Cream, Amaretto og French Vanilla. Allar tegundirnar eru seldar í 473 ml fernum og eru þær með skrúftappa. Í fréttatilkynningu segir að geymsluþol fyrir opnun sé 6 mán- uður en 2 til 3 vikur eftir opnun. Kaffirjóminn er til í öllum helstu matvöruverslunum landsins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kaffirjómi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.