Morgunblaðið - 01.03.2001, Síða 28

Morgunblaðið - 01.03.2001, Síða 28
ERLENT 28 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ „HVAÐ gerðu þeir nákvæmlega?“ spyr saksóknari vitni númer 78, unga bosníska konu, eina þeirra fjölda kvenna sem kvaðst hafa verið mis- þyrmt og nauðgað í heimabæ sínum Foca í Suðaustur-Bosníu, eftir að stjórnvöld Bosníu-Serba höfðu náð bænum á sitt vald í átökunum í fyrr- um Júgóslavíu árið 1992. Eftir stutta þögn svarar unga konan: „Þeir brutu niður allt inni í mér.“ Við erum stödd í réttarsal stríðs- glæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna fyrir lönd fyrrverandi Júgóslavíu í Haag í apríl árið 2000. Unga konan sem hér er vitnað til er ein þeirra tuga kvenna sem þar ber vitni í rétt- arhaldi yfir þremur Bosníu-Serbum, tveimur yfirmönnum hersins og ein- um almennum hermanni. Mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa borið ábyrgð á og tekið þátt í nauðgunum og misþyrmingum á bæjarbúum á meðan herir þeirra höfðu bæinn á sínu valdi frá apríl 1992 fram á mitt sumar 1993. Málið er höfðað á grund- velli þess að skipulegar nauðganir í stríði séu stríðsglæpir en þegar dóm- stólnum var komið á árið 1993 var í fyrsta sinn viðurkennt í alþjóðlegum lögum að nauðganir teldust til slíkra glæpa. Unga konan er múslimi eins og meirihluti bæjarbúa í Foca. Hún lýs- ir því hvernig henni hafði verið haldið nauðugri í kynlífsþrælabúðum í bæn- um um sumarið 1992 ásamt fjölda annarra múslimskra kvenna frá Foca og nágrannabæjum hans. Meðal fórnarlamba voru einnig börn allt niður í tólf ára aldur. Unga konan skýrir frá reynslu sinni í stuttum og greinilega sársaukafullum setning- um. Hún er höfð á bak við skilrúm þannig að enginn utanaðkomandi sem fylgist með réttarhaldinu fær að líta hana augum. Sömuleiðis er nafn hennar ekki gefið upp. Er það gert til að vernda vitnið. Hún þarf hins vegar að horfast í augu við kvalara sína, Bosníu-Serbana þrjá, enda er það réttur ákærðra að fá að sjá vitnin. Dregin frá foreldrum sínum Unga konan skýrir réttinum frá því að henni hafi tekist að fela sig í húsi foreldra sinna til ágústloka 1992 þrátt fyrir að hermenn hefðu ítrekað spurt föður hennar um dvalarstað hennar. Í lok ágúst gáfu serbneskir hermenn hins vegar út tilkynningu um að múslimar og Króatar yrðu fluttir frá bænum í rútu. Yfirgaf hún húsið með foreldrum sínum í þeirri von að fá að yfirgefa bæinn en her- mennirnir drógu hana frá foreldrun- um og sögðu að hún þyrfti að bera vitni hjá serbneskum yfirmanni. Hún var færð í hús sem notað var af her- mönnum til að nauðga konum og sjálfri var henni strax nauðgað af tveimur eða þremur hermönnum. Hún man ekki nákvæmlega hve Ofbeldið í styrjöldum þjóðanna á Balkanskaga Hatur gegn þeim sem eru öðruvísi Morgunblaðið/Jim Smart Þrír af þátttakendunum í ráðstefnunni Konur og Balkanstríðin, sem hefst í hátíðarsal Háskóla Íslands á morgun klukkan 14, eru frá átaka- svæðunum. Frá vinstri Vesna Kesic, Vjollca Krasniqi og Zarana Papic. Sögulegur dómur Stríðsglæpadómstóls SÞ í Haag yfir þremur Bosníu-Serbum fyrir fjölda- nauðganir hefur vakið mikla athygli. Arna Schram ræddi við Vjollca Krasniqi frá Kosovo og kynnti sér skrif Króatans Vesna Kesic, en þær taka þátt í ráðstefnunni Konur og Balkan- stríðin í Háskóla Íslands á morgun, föstudag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.