Morgunblaðið - 01.03.2001, Síða 31

Morgunblaðið - 01.03.2001, Síða 31
túninu, hér hafa borgaryfirvöld og reglustrikufræðingar langalengi ver- ið snillingar í að slétta og gelda opin svæði og sjónmenga fagrar bygging- ar og mætti hér nefna mörg skýr dæmi. Og þótt ég hafi hatrammt ver- ið á móti sláturhúsbyggingunni á Laugarnesi sem listaskóla í því ástandi sem húsið var þegar ég var þar kennari, er staðsetningin allt annar handleggur. Lóðin er stór og á henni mætti hæglega byggja sér- hannaðan myndlistarskóla, sem til lengri tíma litið yrði langsamlega hagkvæmasti og útgjaldaminnsti kosturinn. Röksemdirnar um að skól- anum sé helst borgið í miðbæjar- kjarnanum vegna nálægðar við söfn- in, kaffihús og matsölustaði eru svo fáránlegar að engu tali tekur, veit ekki betur en að MHÍ hafi verið eitt stórt kaffihús síðustu árin sem ég var þar innanhúss, kaffi- og kósíhorn í hverri deild, mjúk hægindi á göngum. Þá hefur kennslu á háskólastigi í myndlistum verið þannig háttað á síð- ustu áratugum, að ekki hefur hún örvað heimsóknir á söfn almennt, nema að síður væri, þekkist að meist- aragráðuáföngum hafi verið náð með láði án þess að viðkomandi liti á þann hátt í kringum sig, kannski ekki ætl- ast til þess. Og líkast til væri ráða- mönnum skólans einmitt hollast að líta betur til hægri og vinstri í næstu nálægð í stað þess að spá í hvernig spekingar hugsa í Síkagó. Athuga, í samvinnu við einhverja okkar góðu arkitekta, alla möguleika á nýtingu lóðarinnar á Laugarnesinu. Um- hverfið er stórbrotið, brú yfir um- ferðaræðina, eða göng undir hana, myndi svo opna leiðina út á Laugar- nesið en þar þarf einnig at taka til höndunum og gera að vin og helgireit. Segi fyrir mig, að væri ég ung lista- spíra í dag, væri mér nákvæmlega sama hvar listaháskólinn væri stað- settur á höfuðborgarsvæðinu, ég myndi koma fyrstur á morgnana og fara síðastur að kveldi og teldi mig ekki of góðan til að vera með hita- brúsa og nokkrar brauðsneiðar í malnum. Skiptir öllu að geta gengið að verki þar sem víðsýnið ríkir, frjáls skoðanskipti eru höfð í heiðri, ungum er kennt að ganga til vinnu sinnar og brýnt fyrir þeim að sjálfsagi sé ár- angursríkasta leiðin til frelsis. Jón Stefánsson Nýlokið er sýningu á verkum Jóns Stefánssonar í Listasafni Íslands, sem stóð í tæpan mánuð. Í lok sýning- arinar birtist undarleg og umdeilan- leg ritsmíð eftir Halldór Björn Run- ólfsson, meðrýni minn á blaðinu, sem ég finn mig illu heilli knúin til að gera nokkrar athugasemdir við. Skyndilega virðast, fram til þessa virðulegir brautryðjendur íslenzkrar myndlistar, orðnir að ofmetnu karla- tríói og framlag þeirra fastryðgaður fókus í íslenzkri listasögu! Vissulega mega menn hafa sínar skoðanir og ég einn helstur baráttumaður frjálsra skoðanaskipta í myndlistaumræð- unni, þó ekki sama í hvaða búning þær eru formaðar eða fram settar. Þannig hefði ég álitið sýninguna öllu meira tilefni til að vekja athygli á þeirri hneisu sem það er, að ekki skuli viðlíka úrval verka þeirra, sem og Þórarins B. Þorlákssonar, jafnan vera aðgengilegt íslenzkri þjóð sem og forvitnum útlendingum sem ár- angurslaust og í forundran reyna að nálgast verk brautryðjendanna, og íslenzka myndlist í heild sinni. Hvernig sem öfgafullir áhangendur póstmódernismans líta á list karla- tríósins, á heimsvísu, eru þetta vel að merkja okkar menn, að auki lista- menn sem þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld við, og hvar væri íslenzk myndlist á vegi stödd án þeirra? Þá veit ég ekki af hvaða hvötum HBR víkur að lítilli þjálfun málarans í teiknilist, sem hann segir mörgum sérfræðingnum hafa orðið tíðrætt um. Jón Stefánsson var fyrst og fremst málari, en ekki teiknari, sem hverjum listsögufræðingi ætti að vera ljóst, sallaklárt. HBR hefði al- veg eins getað kvartað yfir kunnáttu- leysi Jóns í meðferð vantsfarva, skúlptúrs og eða í grafík. Jón var hins vegar fróðastur íslenzkra málara um burðargrind málverksins, lögmál hlutfallaandstæðna, samhverfu og ósamhverfu, ljós, liti og skugga. Öll samanlögð byggingarlögmál grunn- flatarins, og náskyld teikningu, að sértæku innra samhengi ógleymdu, en teikning með rissblýi sem pensli telst framlenging handarinnar og sál- arinnar um leið. Í einni skilvirkustu grein sem rituð var á íslenzku máli um myndlist á lið- inni öld, hefur Jón þetta að segja um teikninguna: „Þá eru það línurnar. Á þeim sjáum við öll mikinn mismun og margvíslegar tilfinningar vekja lín- urnar hjá okkur. Línan getur verið djarfleg og hressandi, spennt, þannig að okkur finnist hún lyfta okkur – brotin og niðurlút, slitin og tætt, sem mædd af mótlæti. Hvílíkur munur á spenntum boga í lifandi blómastilk og þvældum seglgarnsspotta. Líka finn- um við öll ýmislegar kenndir við sam- leik margvíslegra lína. Þetta veit kvenfólkið, er það kaupir kjóla sína og hatta og allir þeir sem eru að sperrast við að skrifa fallega og áber- andi nafnið sitt. Hugsið ykkur spennta og fallega þanda járnbrú. Hvílíkur munur að horfa á brúna eða hrúgu af járnarusli! Það vakir fyrst og fremst fyrir okkur málurum, er við teiknum, að ná spennu og svipmiklum styrk í línunum, að þær prýði hver aðra og bindi myndina í samgróna heild. Það er eins og okkur svimi, að sjá smáatriðin án þessa innra sam- hengis sem skapar heild á myndflet- inum. Teikningin á að vera svipmikil og ákveðin burðargrind. Svo er það á hvers manns valdi, hve mikið eða lítið hann kýs að sýna af smáatriðum“. Þessu og mörgu fleiru miðlaði Jón óspart til félaga sinna og má sjá bein og óbein áhrif hans í málverkum Kjarvals, enn meir Ásgríms, svo og eftirkomenda svo sem Muggs, Jóns Þorleifssonar, Kristínar Jónsdóttur, Þorvalds Skúlasonar o.fl. o.fl Sumir reyndu jafnvel að tileinka sér virðu- legan og leiftrandi talsmáta hins frá- bæra rökfræðings. Hér var ekki um neina missýn að ræða heldur mynd- ræna rökfræði sem staðið hefur yfir frá dögum Grikkja, var endurnýjuð á endurreisnartímabilinu, loks stokkuð upp og tengd nýrri tímum með kenn- ingum Cézannes um plastísk form og hreina liti. Skrítið að nefna þetta ný- akademisma og hamptroðinn óm af tilverunni. Þá telst það frekar styrk- ur málara en veikleiki að vera ekki of háður lærimeistara sínum og þetta vissi Matisse sjálfur manna best, enda lokaði hann einkaskóla sínum er hann uppgötvaði að allir nemendurn- ir voru á leið að verða vasaútgáfur hans. Hefði Matisse trúlega tekið of- an fyrir Jóni fyrir sjálfstæði hans og óvægri glímu við viðfangsefni og formaheim uppruna síns. Skil trauðla, að formlegt ferli í myndlist sé óæðra óformlegu, frekar en að strangflatalist Auguste Herbins sé lakari kostur en hið mjúka form- og litaferli málverka Jean Fautriers, – art informel, sem íslenzkir fræðingar nefna formleysu (!). Þá er ekki ýkja löng leið frá stranga tímabilinu í list Jóns Stefánssonar til glímu Þorvalds Skúlasonar í flatamálverkinu. Loks er nýakademismi afskaplega ljótt og misvísandi orð yfir sígildan módern- isma sem Jón var helstur fulltrúi fyr- ir hér á landi. Og af hverju taka endi- lega Jón Stefánsson fyrir sem fulltrúa fastryðgaðs fókusar ráða- manna Listasafns Íslands sem sá þann kost vænstan að lifa landflótta í Kaupmannahöfn, svona líkt og Júl- íana Sveinsdóttir. Hvorug gátu lifað á list sinni á Íslandi en ruddu sér braut með eigin höndum. Án námslána eins og galvaskar óbilgjarnar framvarð- sveitir seinni tíma, eingetnir og blind- ir á fortíðina. Til hins síðasta var lítill markaður fyrir list Jóns í heimaland- inu sem særði hann mjög. Hvorki sanngjarnt né stórmannlegt að gefa í skyn að þessi maður hafi verið og sé ofmetinn. Ekki úr vegi að minnast þess, að þegar íslenzki málarinn Jón Stefáns- son lést 1962 minntust öll aðaldag- blöð á Norðurlöndum þess, yfirleitt undir fyrirsögninni „Islands store maler død“. Og hvað hafa landar hans svo gert til að viðhalda þessari ímynd hins mikla málara á Norðurlöndum, og þá einkum Danmörku? Því er auð- velt að svara; bókstaflega ekki neitt, og því er hann flestum gleymdur ytra, jafnvel í Kaupmannahöfn… Er hér metnaðurinn helstur að kasta fleiri rekum? Sögufölsun/vanmat Listsögufræðingurinn segir einnig, að jafnvel væri hægt að tala um sögu- fölsun varðandi þessa pýramynda- hérarki í íslenzkri listasögu, að stilla karlatríóinu upp sem Guði, föður, syni og heilögum anda! Þeim fram- slætti er vert að gefa gaum. Ég hef einmitt verið gagnrýndur og þá helst á bak og í útvarpinu fyrir tvær grein- ar um fölsunarmálið svonefnda sem ég hneigist til að skoða í víðara sam- hengi en meintar málverkafalsanir einar og sér. Hef um áraraðir hamrað á að slík sögufölsun eigi sér stað hjá listasöfnunum en einnig listsögu- fræðingum, sem og starfsbræðrum þeirra á Norðurlöndum. Á því sama vakti danski málarinn Asger Jorn at- hygli í sínu heimalandi fyrir tæpri hálfri öld, ásamt rotinni listapólitík sem átti þátt í að hann taldi sig neyddan til að yfirgefa Danmörku og tyllti eftir það ekki tá á danska jörð nema sem gestur. Alveg víst að þó nokkrir íslenzkir myndlistamenn væru til muna betur settir í útlandinu og má það vera íslenzkum ráðamönn- um, sýningastjórum og listsögufræð- ingum umhugsunarefni. LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 31 ÚTSÖLULOK Á LAUGAVEGI FIM., FÖS., & LAU. 5 VERÐ 490 990 1.490 1.990 2.990

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.