Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 35 ÉG er eiginlega alveg viss um að bókin um litlu vampíruna Rudolph og dauðlegan vin hennar, hann Tony, sé bráðskemmtileg. Einmana dreng er strítt í nýja landinu sem hann býr í. Hann eignast vin úr draumheimum, úr blóðsuguheimin- um, og saman geta þeir skelft stríðnispúkana, snúið á vonda karl- inn og bjargað örlögum vampíru- fjölskyldunnar. Á meðan situr ung- ur lesandinn og lifir sig af öllu hjarta inn í ævintýri vinanna ólíku sem saman öðlast kraft. Um leið fræðist hann um nýjan heim sem er ógnvekjandi, spennandi, skemmti- legur og uppfyllir réttlætiskennd barnsins. Voða gaman. En kvikmyndin er ekki alveg jafnskemmtileg, og frásögnin ekki alltaf nógu skýr. Ég býst við að myndin sé hugsuð fyrir frekar unga krakka. Og þá er synd að heimur blóðsugnanna er ekkert út- skýrður, þar sem viss lög gilda. Hvernig eiga þau að skilja að þau þola ekki að sjá kross eða hvítlauk? Ef á að fara í leik með börnum verður að byrja á því að skýra regl- urnar, annars er ekkert gaman. Þegar litli Tony sér sýnirnar, er ekkert myndrænt gert til að skýra út að hann sé að sjá þetta í hug- anum. Í heildina er myndúrvinnslan heldur ekki sú skemmtilegusta, og frekar á sjónvarpsmælikvarða en kvikmynda. Það er synd því bæði búningarnir, sviðsmyndin og leik- munir eru smekkleg og vel til fund- in. En takan skiptir sköpum, og ekki síst þegar á að búa til nýjan töfraheim sem gerist á mörkum draums og veruleika. Nokkrir góðir brandarar prýða myndina að mati krakkanna. Það er ósköp sætt þegar fljúgandi belja kúkar á bíl vonda karlsins, þá velt- ust krakkarnir um af hlátri. Kúka- og pissbrandararnir klikka aldrei. Hins vegar er ég viss um að til- gangur myndarinnar hafi frekar verið að læra um að vinátta og traust sigrar allt. Allir leika í þessum barnamynda- stíl, þar sem allt er létt ýkt og lítils háttar yfirdrifið, einsog við þekkj- um úr leiknu Disneymyndunum. Aðalleikarinn hann Jonathan Lipn- icki, sem flestir kannast við sem litli strákurinn úr Jerry Maguire og Stuart Little. Hann er agalega mikið krútt, sem gaman er að horfa á en hann er ekki sérlega góður leikari, einsog margir krakkar geta verið. Í Jerry Maguire stóð hann sig vel í takmörkuðu hlutverki, en hann á erfiðara með að halda uppi heilli kvikmynd, sem er skiljanlegt. Það er áreiðanlegt að börn á aldrinum sjö til tíu ára geti haft gaman af þessari mynd. Það er hægt að vera spenntur og hræddur og hlæja að myndinni þótt ýmsilegt megi að henni finna. KVIKMYNDIR S a m b í ó i n Leikstjóri: Ulrich Edel. Handrit: Karey Kirkpatrick eftir skáldsögu Angelu Sommer-Bodenburg. Aðal- hlutverk: Jonathan Lipnicki, Rollo Weeks, Jonathan E. Grant. New Line Cinema 2000. LITLA VAMPÍRAN Blóðbræður Hildur Loftsdótt ir KARLAKÓR Siglufjarðar og karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps í A-Húnavatnssýslu héldu sameig- inlega tónleika í Blönduóskirkju fyrir skemmstu. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn rúmlega ársgamli kór Siglfirðinga hættir sér út fyrir bæjarmörkin með söngdagskrá sína og af viðbrögðum áheyrenda að dæma er eins líklegt að Sigl- firðingar muni fara víðar. Tónleikarnir í Blönduóskirkju byrjuðu með söngdagskrá karla- kórs Bólstaðarhlíðarhrepps undir stjórn Sveins Árnasonar. Undir- leikari var Soffía Fransiska Rafns- dóttir. Svavar Hákon Jóhannsson söng einsöng með kórnum og þeir Halldór Maríasson og Þorleifur Ingvarsson sungu tvísöng. Að lok- inni dagskrá Bólhlíðinga sungu Siglfirðingarnir undir stjórn Elíasar Þorvaldssonar. Sönginn skreyttu þeir með fjölbreyttum hljóðfæraleik og var ekki fjarri lagi að menn skynjuðu undir niðri áhrif Geirharðs Valtýssonar sem stjórnaði hinum margfræga sigl- firska kór Vísi til margra ára. Í lokin sungu kórarnir saman tvö lög. Af undirtektum áheyrenda að dæma tókust tónleikarnir mjög vel og þurftu kórarnir oftar en ekki að endurtaka lög sín, slíkar voru viðtökurnar. Karlaraddir ómuðu í Blönduóskirkju Blönduós. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Jón Sig. Svavar Hákon Jóhannsson söng einsöng með Bólhlíðingum. Hafnarborg Sýningu á málverkum Sveins Björnssonar, Krísuvíkurmyndir, í aðalsal Hafnarborgar lýkur á mánu- dag. Sýningin nefnist Krísuvíkin mín og er fyrsta yfirlitssýning sem hald- in er í samvinnu Hafnarborgar og Sveinssafns. Með henni er rifjuð upp saga listamannsins. Hafnarborg er opin frá kl. 11–17 alla daga nema þriðjudaga. Sýningu lýkur TÓNSKÓLI Fljótsdalshéraðs er 30 ára á þessu ári og í tilefni afmælisins verða sérstakir afmælistónleikar í Egilsstaðakirkju nk. sunnudag kl. 20. Þar koma fram kór skólans, sem flytur Ástarvalsa Op. 52 eftir Brahms, og tvo þætti úr Messu KV 339 eftir Mozart undir stjórn Keith Reed. A – hljómsveit skólans leikur Eine kleine Nachtmusik eftir W.A. Mozart undir stjórn Charles Ross og söngnemendur syngja Sextett úr óp- erunni Lucia de Lammermoor eftir Donizetti. Þá verður einleikur á píanó, klar- ínettu og fiðlu auk fleiri atriða. Síðari afmælistónleikar skólans verða miðvikudagskvöldið 28. mars nk. í Egilsstaðakirkju en þá mun hljómsveit skólans flytja Karnival dýranna eftir C. Saint Saens undir stjórn Charles Ross og Suncana Slamnig. Skólastjóri hefur verið frá upphafi Magnús Magnússon og aðstoðar- skólastjóri er Jón Guðmundsson. Tónskóli Fljótsdals- héraðs 30 ára ♦ ♦ ♦ LAUGAVEGI 95 & KRINGLUNNIKRINGLUNNI NÝ SENDING AF HIT PEYSUM KR. 1.990 NÝJAR VORVÖRUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.