Morgunblaðið - 01.03.2001, Page 42
UMRÆÐAN
42 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
H
ugmyndir fólks um
vinnuaðferðir við
uppsetningu leik-
sýninga eru vafa-
laust margvíslegar.
Hvernig starfsvið hvers og eins er
skilgreint innan leikhússins er
auðvitað ekki áhyggjuefni hins al-
menna leikhúsgests; hann er bara
kominn til að horfa á leiksýningu.
Starfsheiti eins og sviðstjóri, sýn-
ingarstjóri og leikstjóri hljóma
kannski ekki ósvipað og hver er
munurinn á því að stjórna sviðinu,
sýningunni eða leiknum? Í sem
stystu máli má segja að sviðstjór-
inn sé verkstjóri þeirra starfs-
manna (sviðsmanna) sem sjá um
tilfærslu leik-
tjalda, innan
sviðs og utan,
sýningarstjór-
inn ber
ábyrgð á sýn-
ingunni eftir
að leikstjórinn hefur skilað henni
af sér og er jafnframt tæknilegur
yfirstjórnandi hennar. Leikstjór-
inn er listrænn stjórnandi sýning-
arinnar, stýrir leikurunum í vinnu
þeirra og leiðir alla listræna hug-
myndavinnu leikmyndahöfundar,
búningahönnuðar og ljósameist-
ara sýningarinnar. Vinnu leik-
stjórans er í rauninni lokið með
frumsýningu, eftir það sér sýning-
arstjórinn um hana þótt margir
leikstjórar kjósi að fylgjast með.
Þá er jafnframt reginmunur á
starfi leikstjóra og leikhússtjóra
þar sem sá síðarnefndi fer með yf-
irstjórn leikhússins, velur verk-
efnin, sér um ráðningar allra lista-
manna að leikhúsinu og leggur
þannig hina listrænu stefnu sem
fylgja á.
Fyrir nokkrum vikum reifaði ég
þá skoðun mína að fyrir lista-
mennina sem í leikhúsinu starfa
geti verið erfitt að finna alltaf hinn
nauðsynlega skapandi kraft sem
þarf til að koma jafnflóknu verk-
efni og heilli leiksýningu til skila
ef þeir eiga engan þátt í að velja
sér verkefni. Leikhússtjóri sem
siglir einstefnu og deilir út verk-
efnum að geðþótta siglir fyrr en
síðar upp á sker; honum er nauð-
synlegt að taka tillit til allra þeirra
fjölmörgu þátta sem halda við
sköpunargleðinni í áhöfn hans.
Hinn skapandi þáttur í starfi leik-
hússtjórans er ekki hvað síst fólg-
inn í því að kveikja áhuga og eld-
móð samstarfsmanna sinna og
rétta þann kyndil síðan áfram til
leikstjóra einstakra verkefna sem
verða svo að glæða þann loga með
samstarfsmönnum sínum. Fyrir
nokkrum vikum reifaði ég þá
skoðun mína að í leikhúsi þar sem
listamennirnir ættu lítinn eða eng-
an þátt í vali verkefna og tækju
ávallt við þeim úr hendi leik-
hússtjórans væri hætt við að list-
rænn árangur yrði á stundum ris-
lítill enda er það viðurkennd
forsenda fyrir skapandi starfi að
listamennirnir eigi sjálfir frum-
kvæði að hugmyndum sínum en
taki ekki við þeim til útfærslu æ
ofan í æ. Leikhús er reyndar sér-
kennileg blanda af skapandi starfi
og endurtekningu hins sama.
Þetta mætti kannski kalla því
frumlega nafni „skapandi end-
urtekningu“, þar sem sama leik-
sýningin er margendurtekin en
aldrei alveg nákvæmlega eins. Hin
skapandi endurtekning er kjarn-
inn í list leikarans og kannski það
sem heillaði hann að þeirri list-
grein í upphafi, a.m.k. gefur einn
kunningi minn úr leikarastétt,
sem staðið hefur á leiksviðinu um
árabil, lítið fyrir réttinn til að velja
sér verkefni sjálfur. Gefum þess-
um kunningja mínum orðið en
margt af því sem hann segir er
forvitnilegt.
„Þú gengur út frá því að varla
sé hægt að ætlast til stórra list-
rænna afreka af leikstjóra og leik-
urum í verkefni sem þeir áttu eng-
an þátt í að velja. Þetta getur vel
átt við rök að styðjast hvað leik-
stjórann varðar en ég tel að nokk-
uð öðru máli gegni um leikarana.
Stundum hefur því reyndar ver-
ið haldið fram að leikarinn ætti
síðastur manna að hafa eitthvað
um það að segja hvaða hlutverk
hann leikur og byggist þá líklega á
því að flestir menn hafa svo
skakka mynd af sjálfum sér og
sínum hæfileikum að þeir geti
ekki lagt hlutlægt mat á hvaða
verkefni þeim hæfa best. Og trú-
lega eru ekki mörg tilfelli að finna
í íslenskri leiklistarsögu um að
leikari hafi valið sér hlutverk og
ábyggilega enn færri dæmi um að
honum hafi tekist sérstaklega vel
upp í þeim tilfellum. Það er nú
einu sinni svo að við leikarar verð-
um bara að taka að okkur þau
verkefni sem að okkur eru rétt og
hef ég a.m.k. aldrei séð ástæðu til
að kvarta undan því; hef reyndar
verið svo heppinn að mér hefur
nánast alltaf fundist ég fá besta
hlutverkið...!
Ég geri mér sem sagt enga
rellu út af því þó að ég eigi ekki
neinn þátt í að velja verkefnin en
hitt þykir mér öllu alvarlegra að
stundum finnst mér eins og leik-
arar fái ekki heldur að eiga þátt í
því að ákveða hvernig þeir vinna
hlutverk sitt í verkefninu. Ég held
að það sé vaxandi tilhneiging hjá
leikstjórum (a.m.k. sumum) að líta
svo á að leikarinn sé bara verkfæri
eða iðnaðarmaður sem ekki hefur
annað hlutverk en að framkvæma
það sem leikstjórinn ákveður – og
svo kemur leikmyndateiknarinn
og ákveður hvernig hann á að líta
út; sennilega í samráði við leik-
stjórann en án nokkurs samráðs
við leikarann. Leikmyndateikn-
arar, sumir hverjir, eru reyndar
kapítuli út af fyrir sig og þar verð-
ur maður stundum var við hug-
myndina „við og þeir“ – þ.e. leik-
stjórinn og leikmyndateiknarinn
annars vegar og leikararnir hins
vegar – sem er auðvitað algjört til-
ræði við hugmyndina um sam-
vinnu listamannanna. Þessi þróun
mun óhjákvæmilega leiða til verri
leiklistar þegar þeir listamenn
sem á endanum eiga að standa
frammi fyrir áhorfendum eru
sviptir frumkvæðinu og ekki er
óskað eftir hugmyndum þeirra
eða framlagi til þeirrar sköp-
unarvinnu sem fram fer á æfing-
um. Við þessar aðstæður er í
mesta lagi hægt að búast við
þokkalegri fagmennsku en engum
listrænum tíðindum.“
Skapandi
endur-
tekning
„Það er nú einu sinni svo að við leik-
arar verðum bara að taka að okkur þau
verkefni sem að okkur eru rétt...“
VIÐHORF
Eftir Hávar
Sigurjónsson
havar@mbl.is
ÞAR sem Marðar-
fári Ríkisútvarpsins er
nú væntanlega lokið
er ekki úr vegi að líta
yfir farinn veg og
spyrja hvernig þetta
mál gat yfirleitt orðið
til. Þar sem ég er ekki
kunnugur innviðum
útvarpsins get ég að-
eins spekúlerað út frá
þeim hughrifum sem
ég hef orðið fyrir, og
auðvitað voru fyrstu
hughrif svipuð margra
annarra, þ.e. hvers
vegna? Hvað fékk út-
varpsráð til að sam-
þykkja barnaskap á
við þennan? Því þó að Mörður verði
ávallt með þennan þröngsýnis-for-
ynjustimpil á sér eftir þetta mál
var hann þó aðeins talsmaður út-
varpsráðs. Mér sýnist málið tví-
þætt.
Misnotkun valds og
skilgreining alþýðutónlistar
sem lágmenningar
Það hefur verið dálítið sérkenni-
legt að hlusta á umræður síðustu
daga um þetta mál. Það er eins og
menn hálfpartinn fari hjá sér að
tala um það. Þetta er ekki svona
merkilegt mál eins og flugvallar-
málið þar sem mýmargir hafa skoð-
un á máli sem þeir munu líklega
aldrei þurfa að taka ákvörðun um
jafnvel þótt þeir taki þátt í kosn-
ingunni. Eða öryrkjamálið sem
kom við tilfinningar flestra lands-
búa þótt ég leyfi mér að efa að
mjög margir hafi sett sig inn það í
eins og þyrfti til að geta tekið
ábyrga afstöðu. Af hverju skyldi
það vera? Er það kannski af því að
alþýðutónlist er skilgreind sem
eitthvað óæðra? Eitthvað sem ekki
er þörf á að taka mjög alvarlega?
Lágmenning? Hvað eru margar út-
varpsstöðvar á Íslandi, og hve
margar af þeim spila næstum því
eingöngu alþýðutónlist? Það þarf
auðvitað ekki að svara þessari
spurningu. En það er þá kannski
hægt að spyrja í staðinn hvort allur
landslýður sé þá svona
mikill pöpull? Stað-
reyndin er sú að al-
þýðutónlist er svo rík-
ur þáttur í lífi okkar
allra að við veltum því
ekki fyrir okkur, hún
bara er!
Hugsið ykkur ef við
slepptum allri tónlist
einn dag. Bara einn
dag! Það yrði algjört
atvinnuleysi á flestum
útvarpsstöðvunum.
Auglýsingar myndu
ekki skila sér. Og at-
vinnugrein sem sér
þúsundum manna,
jafnvel tugþúsundum,
farborða á alls kyns vísu, svo sem í
plötuútgáfu, hljóðupptöku, texta-
smíð, auglýsingum, fjölmiðlun,
kvikmyndum o.fl. o.fl. væri okkur
ljós í snarhendingu (Tónlistariðn-
aðurinn færir Svíþjóð þriðju mestu
tekjur af flutningi tónlistar í heim-
inum!).
En hvar eru skilin á milli há-
menningar og lágmenningar? Eða
skilin á milli hinnar æðri og óæðri
tónlistar? Ósýnileg og ótúlkanleg
að stórum hluta til. Sjálfum finnst
mér léleg tónlist alveg jafnléleg
hvort sem menn flytja hana í galla-
buxum eða klæða sig í kjól og hvítt
og flytja hana með fulltingi sinfón-
íuhljómsveitar. Og ekki misskilja
mig, ég hlusta engu minna á klass-
íska tónlist en alþýðutónlist. Atla
Heimis verður alltaf minnst, lífs
eða liðins, vegna Fuglasöngsins við
ljóðið hans Davíðs. Ekki vegna
þess að tónsmíðar hans séu
ómerkilegar á neinn máta nema
síður sé. Heldur vegna þess að
Fuglasöngurinn er alþýðutónlist.
Alþýðutónlist er okkar einfaldasta
form af tónlist. Þess vegna á hún
greiðari leið að hjörtum okkar en
flóknari tónlist. Útvarpsráð hefur
ekkert um það mál að segja og á að
sjálfsögðu ekki að vera að vasast í
þeim málum.
Tónlistin er alheimstungumál
sem allir skilja. Faðirvorið sungið
fær augu flestra til að vökna af því
að tónlistin á greiðari aðgang að
hjartanu en talað orð. En hún er
atvinna ótal manna, bæði þeirra
sem spila í gallabuxum og þeirra
sem klæða sig í kjól og hvítt. Þegar
Mörður og félagar setja sig á háan
hest í krafti valds síns til þess, að
því er virðist, að setja standard,
svo maður sletti nú, þá vekja þeir
upp draug, draug þess tíma þegar
skilin á milli hægri og vinstri voru
skýr og maður vissi af hverju mað-
ur var hægrisinnaður en ekki
vinstrisinnaður. Af því að í því fólst
frelsið til að ákveða fyrir sjálfan sig
það sem maður taldi vera rétt, með
öllum þeim göllum sem því fylgja.
Útvarpsráð ætlaði að hafa „vit“
fyrir okkur hinum. Lélegt klór í
bakkann um að útvarpsráð hafi
ekki órað fyrir því að tjáningar-
frelsi væri skert með „sakleysis-
legri“ tillögu sinni kom allt of seint
til að nokkur maður trúi því. Evró-
visjón-keppnin er sams konar vett-
vangur fyrir flytjendur alþýðutón-
listar og Grammy, Oscar, Sundance
og aðrar slíkar stofnanir fyrir þá
sem þangað sækja. Það hefði aldrei
hvarflað að neinum heilvita manni
að fara að skikka Baltasar eða
Friðrik til að fara með myndirnar
sínar ótextaðar til Sundance. Eða
krefja Björk um að syngja bara á
íslensku. En mér segir svo hugur
að Merði og félögum hafi tekist að
sýna fram á einmitt hvers vegna al-
þjóð er alltaf meira og meira
andsnúin lögbundinni áskrift að
Ríkisútvarpinu. Forsjárhyggja
þeirra sem hafa valdið er fortíðin í
allri sinni dýrð. Það er vandmeð-
farið, valdið.
Alþýðutónlist –
lágmenning?
Heimir
Sindrason
Söngvakeppnin
Klór í bakkann um að
útvarpsráð hafi ekki ór-
að fyrir því að tjáning-
arfrelsi væri skert með
„sakleysislegri“ tillögu
sinni kom, að mati
Heimis Sindrasonar,
allt of seint til að nokkur
maður trúi því.
Höfundur er tannlæknir.
VIÐUNANDI lausn er fundin í
deilunni um söngvakeppni evr-
ópskra sjónvarpsstöðva.
Sé horft til þess góða, sem sú um-
ræða leiddi af sér, blasa við ýmis
teikn.
Í fyrsta lagi varpaði umræðan
ljósi á aðstæður og starfsumhverfi
skapenda þeirrar tónlistar sem mest
er notuð til íslenskrar dagskrárgerð-
ar annars vegar og til landkynningar
á alþjóðavettvangi hins vegar.
Ljóst má vera að uppljóstranir
þar að lútandi hafa komið ýmsum á
óvart.
Þar blasir m.a. við áhuga- og af-
skiptaleysi þess ráðherra sem falin
hefur verið æðsta stjórn og stefnu-
mótun menningarmála í landinu, þar
með þeirra ljósvakamiðla sem ríkið á
og rekur.
Á móti kemur að Bandalag ís-
lenskra listamanna, sem lengst af
hafnaði aðkomu umræddrar stéttar
að bandalaginu og lét sig mál hennar
litlu varða, hefur nú með nýjan for-
seta í fararbroddi, boðið Félag tón-
skálda- og textahöfunda velkomið í
BÍL og jafnframt beitt sér ítrekað
og með afgerandi hætti í þágu stétt-
arinnar á undanförnum vikum. Það
ber að virða og þakka, af heilum hug.
Stjórnmálamenn
21. aldarinnar
Í þriðja lagi markar framkoma
Marðar Árnasonar í þessu máli,
ákveðin þáttaskil í íslenskri pólitík.
Að íslenskur stjórnmálamaður skuli
stíga fram að eigin frumkvæði, við-
urkenna fleiri sjónar-
mið en sín eigin og
draga til baka jafn um-
deilda tillögu og þá er
hér um ræðir, felur í
sér kærkomna ný-
breytni í stjórnsýsl-
unni. Í því frumkvæði
felst von um nýja tíma,
von um nýja gerð
stjórnmálamanna, sem
eru reiðubúnir að
hlusta eftir röddum og
óskum fólksins í land-
inu og viðurkenna að
þeirra persónulegu
sjónarmið kunni að
hafa verið að einhverju
leyti vanhugsuð eða úr takti við tím-
ann. Skyldi einhver sjá fyrir sér
„klettinn í hafi“ Framsóknarflokks-
ins eða „sólkonung“ Sjálfstæðis-
flokksins sýna slíkan sveigjanleika?
Varla, enda þar á ferð menn ann-
arrar gerðar og eldri kynslóðar.
Röggsemi Marðar er
náskyld lýðræðisleið
Ingibjargar Sólrúnar
og Reykjavíkurlistans í
flugvallarmálinu:
Borgararnir sjálfir fá
að taka af skarið. Hið
raunverulega ákvörð-
unarvald í nútímalegu
lýðræðisríki skal fært í
hendur þegnunum
sjálfum hvenær sem
kostur er. Í nánustu
framtíð verður fram-
kvæmd rafrænna
kosninga eða hald-
bærra kannana bæði
raunhæfur og ódýr
kostur fyrir stjórnvöld
á hinu tölvu- og farsímavædda Ís-
landi.
Nýgild tónlist sem getur í
fyllingu tímans orðið sígild
Loks fæddi áðurnefnd umræða af
sér nýyrði sem ber að fagna. Tónlist-
in sem hér um ræðir hefur löngum
goldið þess að vera kölluð ýmsum ill-
um nöfnum s.s. síbylja, dægurtón-
list, popp, eða alþýðutónlist. Umbeð-
inn lagðist hinn öflugi
hugmyndasmiður, Jón Þorvaldsson
frá Ásum, undir feld, og kvað síðan
uppúr með þetta: Allir skilja hvað
felst í orðinu „sígild tónlist“. Það
sem utan þess ramma fellur gæti
einfaldlega heitið „nýgild tónlist“.
Heyr! Heyr!
Nýgild tónlist vs. sígild
Jakob Frímann
Magnússon
Þáttaskil
Framkoma Marðar
Árnasonar, segir
Jakob Frímann Magn-
ússon, markar í þessu
máli ákveðin þáttaskil
í íslenskri pólitík.
Höfundur er tónlistarmaður.