Morgunblaðið - 01.03.2001, Side 43
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 43
VIÐ, sem höfum at-
vinnu af tónlist á Ís-
landi, hvort sem er að
flytja hana eða kenna
öðrum, stöndum
frammi fyrir þeirri
nöpru staðreynd að
geta ekki framfleytt
okkur af launum okk-
ar. Hverju sætir
þetta?
Fyrirrennarar okk-
ar voru flestir hug-
sjónafólk sem gaf af
sér án umhugsunar,
byggði upp tónlistarlíf-
ið í landinu af ódrep-
andi dug og miðlaði til
annarra, oft án endur-
gjalds. Það er ekki auðvelt að taka
við af slíku fólki. Þetta voru kenn-
arar okkar og fyrirmyndir. Nú hafa
tímarnir breyst og músíknám ekki
lengur munaður heldur hluti þeirr-
ar menntunar sem hver þjóð metur
sem sjálfsagðan þátt í uppeldi
þegna sinna.
Það dylst engum sem lagt hafa
stund á hljóðfæranám, hversu krefj-
andi það er. Framfarir eru hægar
og þrotlaus ástundun er eina leiðin
til að ná tökum á verkefnunum.
Eiginleikar, s.s. þolinmæði, einbeit-
ing og samhæfing, fá þjálfun sem
nýtist hverjum og einum, hvort sem
hann leggur tónlist fyrir sig eða
ekki. Nálægðin er mikil því kennsl-
an fer fram í einkatímum, þar sem
taka verður mið af hverjum nem-
anda. Þar eru engir tveir eins.
Kennarinn kynnist nemandanum
persónulega, kennir honum að
þekkja veikleika sína og styrk og
vinna vel úr hvoru tveggja. Námið
byggist annars vegar á
þjálfuninni að ná valdi
á hljóðfærinu og síðan
að þekkja tilfinningar
sínar og geta tjáð þær
á tungumáli tónlistar-
innar.
Þarna gætir ákveð-
ins misskilnings þeirra
sem ekki þekkja til.
Margir halda að þeir
sem fæddir eru með
tónlistargáfu þurfi að-
eins lítillega að fín-
pússa hana og geti síð-
an stokkið fullskapaðir
á tónleikapall og brill-
erað. Ekkert er fjær
sannleikanum. Sá sem
á auðvelt með að læra erlend tungu-
mál, talar þau ekki fyrirhafnarlaust
þótt að hann sé fæddur með gott
minni. Á sama hátt þarf sá sem
leggur stund á tónlistarnám að
stunda það af kappi í langan tíma til
að ná árangri. Síðan, þegar lang-
þráðu valdi á hljóðfærinu er náð,
þarf viðkomandi að geta tjáð sig og
það er ekki sjálfgefið hvernig til
tekst. Það er því mikið undir því
komið hvernig leiðsögn hver og einn
fær og hlýtur það að segja talsvert
að flestir þeir sem kenna á hljóð-
færi, eru yfirleitt háskólamenntaðir
tónlistarmenn með áralanga þjálfun
að baki. Þetta er „abstrakt“ þekk-
ing og þjálfun sem enginn er fær
um að miðla, nema hafa til þess
ótvíræða menntun og hæfni. Í þessi
störf ganga engir staðgenglar.
Við stöndum frammi fyrir því að
nú eru byrjunarlaun tónlistarkenn-
ara með B.A. próf rúmar 97.000
krónur. Það þarf ekki að fjölyrða
um þau áhrif sem slík laun hafa á
sjálfsvirðingu viðkomandi og það
hlýtur að vera óhjákvæmilegt að
tónlistarfólk leiti annarra leiða til að
framfleyta sér, ef ekki verður mikil
breyting á í komandi kjarasamn-
ingum. Það kann að vera í ört fækk-
andi tilfellum satt, að tónlistarfólk
hafi mikla ánægju af störfum sín-
um, en ég þekki marga lögfræðinga,
viðskiptafræðinga og aðra sem hafa
geysilega gaman af vinnu sinni og
aldrei hef ég heyrt um að sú ánægja
væri dregin frá launum þeirra.
Menningarlíf okkar þarf á því að
halda að vel sé búið um hnútana,
svo við verðum ekki eyðibýli í því
samfélagi sem við tökum þátt í með
öðrum þjóðum. Við getum ekki
endalaust krafist þess að uppskeran
sé góð, ef ekki er hlúð að akrinum.
Músíknám, munað-
ur eða menntun?
Steinunn Birna
Ragnarsdóttir
Kjarabarátta
Það hlýtur að vera
óhjákvæmilegt að tón-
listarfólk leiti annarra
leiða til að framfleyta
sér, segir Steinunn
Birna Ragnarsdóttir,
ef ekki verður mikil
breyting á í komandi
kjarasamningum.
Höfundur er píanóleikari.
Verzlunarmanna-
félag Reykjavíkur
mótmælir harðlega
dylgjum upplýsinga-
fulltrúa Samtaka at-
vinnulífsins í umfjöll-
un um launakönnun
VR í grein í Morg-
unblaðinu 22. febrúar
sl. Þar segir að ekki
sé ætlunin að væna
VR um ósannindi en
að til séu „lygar, bölv-
aðar lygar og svo töl-
fræði“. SA geta ekki
bent á að rangt sé við
haft í könnuninni og
gera ekki annað en að
telja upp þá fyrirvara
sem getið er um í útgefinni launa-
könnun VR. Í könnuninni eru birt-
ar launatölur eftir viðurkenndum
aðferðum og einnig er birt launa-
könnun Kjararannsóknarnefndar
(KRN) vegna VR félaga fyrir
sama tímabil til að hafa sem áreið-
anlegastar upplýsingar. Tilgangur
SA er augljóslega ekki að vera
með málefnalega gagnrýni, heldur
að reyna að útiloka launakönn-
unina sem umræðugrundvöll í ár-
legu viðtali félagsmanna við vinnu-
veitendur sína samkvæmt kjara-
samningi VR við SA.
Ríkulegt launaskrið
SA gagnrýna framsetningu
hækkunar meðallauna milli kann-
ana þar sem dagvinnulaun hækk-
uðu um 19% og heildarlaun um
21% og segja hana villandi. Það
eina sem forsvarsmenn VR hafa
sagt um þessa meðaltalshækkun
er að hún skýrist að hluta með
betri svörun þeirra hærra launuðu
en að öðru leyti sýni
hún að VR félagar hafi
notið ríkulegs launa-
skriðs. SA staðfestir
það því þeir hafa
reiknað út að raun-
veruleg hækkun dag-
vinnulauna hafi verið á
bilinu 10% til 16% á
sama tíma og að launa-
vísitalan hafi hækkað
um 9% (sjá heimasíðu
SA; www.sa.is). VR
hvetur félagsmenn til
að nota þessar tölur
sem viðmiðun nú þeg-
ar kemur að árlegu
viðtali félagsmanna við
sína vinnuveitendur.
Gefa meðaltöl
ranga mynd?
Breytingar á íslenskum vinnu-
markaði eru örar, starfsfólki í
smásöluverslun fækkaði t.d. um
20% með tilkomu strikamerkja, en
félagsmönnum VR hefur fjölgað
um 10% á ári síðustu 5 ár og ár-
lega útskrifast á annað þúsund Ís-
lendingar með háskólapróf. Þessi
breyting er ein af ástæðum þess
að VR hefur kostað til sérstakrar
launakönnunar. Því könnun kjara-
rannsóknarnefndar greinir ekki
laun í eftirfarandi atvinnugreinum:
Útgáfustarfsemi, prentiðnaði,
tölvu- og fjarskiptaþjónustu, fjár-
málastarfsemi, trygginga- og líf-
eyrissjóðastarfsemi, endurskoðun-
ar-, lögfræði-, verkfræði-, aug-
lýsingastofum eða líftæknifyrir-
tækjum, starfsemi samtaka og
félaga, tómstunda- og menningar-
starfsemi s.s. starfsemi útvarps-
og sjónvarpsstöðva. Þriðjungur
félagsmanna VR vinnur í þessum
atvinnugreinum. Því eru meðaltöl
ekki villandi eins og t.d. upplýs-
ingar um meðalhæð Íslendinga
sem sýna að þjóðin verður æ há-
vaxnari, en paraður samanburður
þar sem hæð sama einstaklingsins
er borin saman ár eftir ár, sýnir að
hæð landsmanna stendur í stað
eða fer e.t.v. lækkandi.
Traustari tölur hjá kjara-
rannsóknarnefnd?
SA halda fram að mun fleiri
standi á bak við niðurstöður
könnunar KRN en í launakönnun
VR og því sé hún mun áreið-
anlegri. Ef einungis VR félagar
eru teknir út eru þeir 1.610 í könn-
un KRN á móti 2.619 einstakling-
um í launakönnun VR. Í launa-
könnun VR eru því 63% fleiri
einstaklingar á bak við niðurstöð-
urnar og í fleiri atvinnugreinum.
Þeir sem vilja kynna sér launa-
könnun VR af alvöru og hafa það
sem rétt er, geta nálgast hana á
skrifstofu félagsins eða á heima-
síðu VR; www.vr.is.
„Lygar, bölvaðar lyg-
ar og svo tölfræði“
Gunnar Páll
Pálsson
Atvinnulífið
Breytingar á íslenskum
vinnumarkaði, segir
Gunnar Páll Pálsson,
eru örar.
Höfundur er forstöðumaður fjár-
mála- og hagdeildar Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur.
OUTLET 10
++++merki fyrir minna++++
Faxafeni 10
s. 533 1710
Merkjavara og
tískufatnaður á
50-80%
lægra verði
Dæmi:
dömur/herrar
BUXUR frá 500
BOLIR - 500
PILS - 500
VESTI - 500
PEYSUR - 990
SKYRTUR - 990
SKÓR - 500
STÍGVÉL - 500
Opið
mán.-fös. 12-18, lau. 11-16
OUTLET 10
++++merki fyrir minna++++
K
O
R
T
E
R
losaðu þig við hana...
gre
nn
ing