Morgunblaðið - 01.03.2001, Page 47

Morgunblaðið - 01.03.2001, Page 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 47 VIÐ stofnun Sorpeyðingar höfuð- borgarsvæðisins bs, SORPU, voru sett fram markmið sem fyrirtækið skyldi hafa að leiðarljósi í starfi. Við setningu þessara markmiða voru hagkvæmnisjónarmið höfð í fyrir- rúmi. Á síðastliðnum 10 árum hefur fyrirtækið lagt mikið kapp á að starf- semin spegli þessi markmið sem best. Eitt af markmiðum fyrirtækisins hefur verið að stuðla að aukinni end- urnýtingu, endurnotkun og endur- vinnslu úrgangs í samstarfi við fyr- irtæki og almenning á höfuð- borgarsvæðinu og minnka með þeim hætti það sorp sem annars færi til urðunar. Hafa ber í huga að áður en SORPA hóf störf var allur úrgangur urðaður á gömlu Gufuneshaugunum, hvort heldur var húsasorp, fram- leiðsluúrgangur, bílhræ eða spilli- efni. Óhætt er að segja að SORPA hafi verið í fararbroddi í meðhöndlun úr- gangs enda hafa sífellt fleiri mögu- leikar skapast á því sviði, samfara auknum skilningi almennings og fyr- irtækja á nauðsyn þess að nýta efn- isleg verðmæti sem best. Það sem helst hefur háð SORPU varðandi endurnýtingu úrgangs var og er skortur á lagaramma sem hvet- ur og skyldar almenning og fyrir- tæki til að flokka úrgang til endur- nýtingar. Það má því segja að sá árangur sem þó hefur náðst í endur- vinnslu hér á höfuðborgarsvæðinu, hafi náðst í samstarfi við þá sem vilja bæta umhverfið. Ekki má þó gleyma að við höfum löggjöf sem skyldar alla til að skila inn spilliefnum til eyðing- ar og einnig var sett skilagjald á drykkjaumbúðir sem leiddi til þess að um 84% af einnota umbúðum skila sér til endurvinnslu. Á næstu mánuðum vonumst við hjá SORPU til þess að horfa til betri daga hvað varðar bætt lagaumhverfi. Aukin lagasetning um flokkun úr- gangs til endurnýtingar gæti orðið að veruleika á næstu mánuðum og mun það styrkja SORPU enn betur í því að ná fram þeim markmiðum sem sett voru fram í stofnsamningi fyr- irtækisins við stofnun þess. Allir vinna saman að settu marki Eins og áður sagði er eitt af mark- miðum fyrirtækisins að stuðla að aukinni endurnotkun, endurnýtingu og endurvinnslu úrgangs. Hinn al- menni borgari og fyrirtæki, stór og smá (þó ekki í eins miklum mæli), hafa tekið virkan þátt í að koma hrá- efnum sem felast í sorpinu til endur- vinnslu og segja má að um 30% þess úrgangs sem berst til SORPU af höf- uðborgarsvæðinu fari til endurnýt- ingar á einn eða annan hátt. Til sam- anburðar má geta þess að á fyrsta starfsári SORPU fóru um 10% úr- gangs til endurnýtingar. Síðan þá hafa sífellt bæst við nýir endur- vinnsluflokkar sem SORPA tekur á móti og kemur til endurvinnslu inn- anlands sem utan í samvinnu við ýmsa aðila. Ein af algengari spurningum sem kemur inn á borð kynningar- og fræðslufulltrúa SORPU er „Hvernig get ég flokkað ruslið mitt og hvert á ég að fara með það?“ Til að koma til móts við þann hóp fólks sem stuðla vill að bættu umhverfi og betri nýt- ingu hráefna sem í úrganginum leyn- ast hefur SORPA sent bæklinginn „Flokkunartafla – Góð flokkun er forsenda endurvinnslu“ inn á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Bæklinginn er jafnframt að finna á heimasíðu SORPU, www.sorpa.is. Í bæklingnum eru kynntir þeir fjölmörgu flokkar sem hægt er að flokka úrgang í og hvert hægt er að fara með þá í endurvinnslu. Bækling- urinn fékk ágætisviðtökur en tekið skal sérstaklega fram að með þessu riti var SORPA ekki að skylda neinn til að flokka úrgang. Á þennan hátt vildu starfsmenn SORPU kynna 25 mismunandi leiðir til að bæta um- hverfið og um leið að minnka þann úrgang sem fer til urðunar. En hvaða ávinningur felst í þessu? Jú, það er umhverfislegur ávinning- ur af því að minnka það landsvæði sem þarf til urðunar, minni orku þarf t.d. við endurvinnslu áls og ágangur á náttúruauðlindir jarðarinnar verð- ur minni. Með endurvinnslu komum við nýtanlegum hráefnum aftur inn í eðlilega hringrás hráefnanna. Hvaða hráefni leynast í ruslapokanum okkar? Þar má margt finna sem á sér ann- an farveg en urðun í Álfsnesi. Meðal þess eru úrgangsflokkar eins og bylgjupappi, fernur, dagblöð og tímarit sem eru flutt út til endur- vinnslu, fatnaður og skór sem ýmist er endurnotað eða endurunnið, málmar flokkaðir til endurvinnslu, timbur sem kurlað er niður og notað sem kolefnisgjafi við framleiðslu kís- ilmálms, ásamt fleiri athyglisverðum flokkum sem jafnvel eru einsdæmi. Æ fleiri eru að taka neysluvenjur sínar til endurskoðunar með tilliti til umhverfisvænni lífshátta. Ýmsar spurningar vakna eins og t.a.m. „Er sú vara sem ég þarf á að halda til í margnota umbúðum? – í endurvinn- anlegum umbúðum? – í umhverfis- vænum umbúðum?“ og „Get ég kom- ið þessu í endurvinnslu?“ Gleymum því ekki að öllum neysluvörum fylgja umbúðir sem í flestum, ef ekki öllum tilfellum, verða að úrgangi sem ým- ist fer í endurnýtingu eða í tunnuna þína. Það sem kemur flokkað til endur- nýtingar fer til endurnýtingar! Á næstu vikum munu birtast stutt- ar greinar um þá helstu flokka úr- gangs sem almenningur og fyrirtæki eru að skila til endurvinnslu. Stiklað verður á stóru um það hvert hægt sé að skila flokkuðum úrgangi og hvaða árangri við höfum náð í að draga úr úrgangi til urðunar. Það skal skýrt tekið fram að allir flokkarnir sem skilgreindir eru til endurnotkunar, endurnýtingar eða endurvinnslu eiga sér endurnýting- arfarveg og eru ekki urðaðir! Hún Gróa á Leiti kemur of oft upp á yf- irborðið með þann orðróm að hjá SORPU sé öllum úrgangi, hvort sem hann eigi sér endurvinnslufarveg eða ekki, blandað saman og hann urðaður á urðunarstað SORPU. Það er ekki rétt. Það sem þú skilar inn til endurvinnslu fer til endurvinnslu. Afrakstur samvinnu við almenning og fyrirtæki Ragna er deildarstjóri gæða- og þjónustusviðs Sorpu og Sif er kynn- ingar- og fræðslufulltrúi sama fyr- irtækis. ,-&  .#& /$*&  #*%.01 - 2 . # #& -* #3 *& .- !"*#3& - 43% # #& 4*5.- "3 +*&-  &  !" !             #$% &$#%$ '( %)*%+'%$# ,- .* '/  - - # & 6- # '*) 1) &7 '+-*  # - &' -* & 6- #  ) /"  - /,0%)(*% &$#%$ ,- .* '/  /"  - "8 18 $% &' (  Á næstu vikum birtir Morgunblaðið stuttar greinar um endurvinnslu. Í þessari fyrstu grein fjalla Ragna Halldórsdóttir og Sif Svavarsdóttir um það hvað almenn- ingur og fyrirtæki geta gert til að stuðla að aukinni endurnotkun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.