Morgunblaðið - 01.03.2001, Side 51

Morgunblaðið - 01.03.2001, Side 51
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 51 Gjöfin þín Gjöfin þín Ótrúlegt en satt - gjöfin þín sem fylgir ef keyptar eru vörur fyrir 5.000 kr. eða meira* Snyrtifræðingar frá veita faglega og persónulega ráðgjöf varðandi val á snyrtivörum *ath. taska örlítið frábrugðin. *í boði meðan birgðir endast. Kringlunni, sími 533 4533 Laugavegi, sími 511 4533 fimmtudag, föstudag og laugardag föstudag og laugardag www.lancome.com Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433. Kvartbuxur Kvartbuxurnar með uppábrotinu ert komnar. Ljósar og dökkar. Verð kr. 1.900. Í MORGUNBLAÐINU föstu- daginn 23. febrúar sl. birtist frétt um að hægt væri að sekta fyr- irtæki um allt að 10 milljónir króna fyrir að virða ekki fyrirmæli sam- keppnisráðs vegna brota á ákvæð- um 22. gr. samkeppnislaga um að auglýsingar sem höfða eigi til ís- lenskra neytenda skuli vera á ís- lensku. Í 22. gr. samkeppnislaga er einn- ig kveðið á um börn og auglýs- ingar. Skyldi hafa komið til álita að beita 10 milljón króna sekt við brotum á þeim ákvæðum grein- arinnar? Áleitnar auglýsingar Það er nefnilega staðreynd að auglýsingar hafa í seinni tíð orðið æ áleitnari gagnvart börnum. Er þá bæði átt við auglýsingar sem börn eru þátttakendur í og auglýs- ingar þar sem börnin eru mark- hópur. Umboðsmaður barna tiltekur nokkur dæmi þar um í skýrslu sinni til forsætisráðherra á árinu 1999. Í auglýsingabæklingi eru börn látin auglýsa þjónustu Áfeng- is- og tóbaksverslunar ríkisins. Blaðaauglýsing sýnir að drepið er í sígarettu á kinn barns. Veitingahús auglýsir að leikföng fylgi mat- aröskjum, sem sérstaklega eru ætl- aðar börnum. Leikföngin eru notuð sem agn til að fá foreldra og börn til að borða á veitingahúsinu. Aug- lýsing frá tískuvöruverslun í dag- blöðum sýnir tvær litlar stelpur í nærbuxum og í leðurstígvélum og vakti auglýsingin sterk viðbrögð almennings. Auglýsingar banka beinast að börnum allt niður í 12 ára aldur. Börnin fá senda bækl- inga og blöð frá bankaklúbbum í beinni markaðssetningu. Flóð aug- lýsingaefnis er sent inn á heimili fermingarbarna, oft á nafn barns- ins sjálfs. Í forystugrein Morgunblaðsins nýverið er vakin athygli á því að Coca Cola-fyrirtækið hafi tryggt sér réttinn til að markaðssetja væntanlega Harry Potter-kvik- mynd og nota hana til að mark- aðssetja vöru sína um allan heim. Morgunblaðið spyr um siðferði slíkrar markaðssetningar gagnvart þeim viðkvæma hópi neytenda sem börn og unglingar eru. Börn eru stórneytendur Auglýsendum er ljóst að börn eru áhrifagjörn. Þeim er einnig kunnugt um að börn hafa töluverð áhrif á hvernig peningum fjöl- skyldunnar er varið í stóru sem smáu. Því sést það æ oftar að aug- lýsingum um vörur sem ætlaðar eru fullorðnum er beint að börnum. Auglýsendur gera sér jafnframt fulla grein fyrir því að börnin sjálf eru þegar stórneytendur og að þau eru kaupendur framtíðarinnar. Börn og auglýsingar Í 22. gr samkeppnislaga segir að auglýsingar skuli miðast við að börn sjái þær og heyri og megi á engan máta misbjóða þeim. Þá seg- ir einnig: „Í auglýsingum verður að sýna sérstaka varkárni vegna trú- girni barna og unglinga og áhrifa á þau. Komi börn fram í auglýsing- um skal þess gætt að sýna hvorki né lýsa hættulegu atferli eða atvik- um er leitt geti til þess að þau eða önnur börn komist í hættu eða geri það sem óheimilt er.“ Engin reglugerð Samkvæmt samkeppnislögum getur samkeppnisráð sett nánari reglur um börn og auglýsingar. Slíkar reglur hafa hins vegar ekki verið settar og stendur ekki til að setja ef marka má svar viðskipta- ráðherra við fyrirspurn minni um þetta efni á Alþingi í síðustu viku. Þar kom fram að Samkeppnis- stofnun hefur komist að þeirri nið- urstöðu að ekki sé þörf á að setja frekari reglur um börn og auglýs- ingar en þær sem þegar koma fram í samkeppnislögum og öðrum lögum og reglum sem gilda um auglýsingar. Er þar vísað til, auk samkeppnislaga, stefnumarkandi reglna um sjónvarpsauglýsingar, útvarpslaga, siðareglna Sambands ísl. auglýsingastofa, siðareglna Al- þjóðaverslunarráðsins og ályktunar ráðherra norrænu ráðherranefnd- arinnar á sviði neytendamála um markaðsfræðslu og auglýsingar á Netinu. Þessar reglur eru hins vegar ekki settar á grundvelli sam- keppnislaga nr. 8 /1993. Hvað á að varast? Á hinum Norðurlöndunum er talsverð umræða í gangi um þessi mál og hvert stefnir. Menn telja sig sjá augljós merki þess að börn séu að verða stöðugt „vinsælli“ sem markhópur – að aug- lýsingum sé beint að þeim í sífellt ríkari mæli. Í Danmörku hefur um- boðsmaður neytenda gef- ið út bækling, þar sem fjallað er um leiðbeinandi reglur til stjórnvalda, auglýsenda, foreldra og skólastjórnenda í þessum efnum. Bæklingurinn tekur m.a. á hvaða hug- tengsl ber að varast í auglýsingum sem beinast að börnum. Þar er m.a. átt við að auglýsingar feli ekki í sér hvatningu til hættulegrar hegðunar, til ofbeldis eða eineltis, né að þær kalli fram óttatilfinningu hjá börn- um. Einnig að auglýsingar megi ekki fela í sér skilaboð um að börn og unglingar öðlist eitthvað um- fram aðra með því að eiga tiltekna vöru. Þá eru kynntar ítarlegar leið- beinandi reglur fyrir skólayfirvöld varðandi markaðssetningu varn- ings til notkunar í skólum og um beina markaðssetningu til barna, en sú skoðun kemur fram að slíkt ætti að vera óheimilt, nema að fyr- irframgefnu leyfi foreldra. Þá er einnig fjallað um markaðssetningu vara á Netinu sem beint er að börnum, svo og um auglýsingar sem beinast að fullorðnum en koma fyrir augu barna. Reglugerð um börn og auglýsingar mundu m.a. taka á þessum atriðum. Það þarf að setja reglur Það er ljóst að víða er pottur brotinn varðandi börn og auglýs- ingar og má fullyrða að of mikið umburðarlyndi hefur ríkt hér á landi í þeim efnum. Þess vegna er mikilvægt að spyrna við fótum áð- ur en í óefni er komið, að taka á vandanum áður en hann verður of stór og erfiður viðfangs. Reglur sem við- skiptaráðherra vís- aði til í svari sínu á Alþingi eru góðar og gildar. Þær eru hins vegar ólíkar, ósamræmdar, óað- gengilegar og ganga mismunandi langt. Umræða um þessi mál er nauð- synleg og þarf að leiða til þess að settar verði sam- ræmdar reglur um börn og auglýsingar, sem sátt er um og taka mið af íslenskum raun- veruleika. Þegar reglugerð um börn og auglýsingar er orðin op- inber og aðgengileg almenningi, ekki síst foreldrum ungra barna, er frekar unnt að veita aðhald í þess- um „markaðsmálum“. Væri það einnig í samræmi við 17. gr. barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna um að aðildarríki skuli stuðla að því að mótaðar verði viðeigandi leiðbein- ingarreglur um vernd barns fyrir upplýsingum og efni sem skaðað getur velferð þess. Íslenskan og börnin Það verður að gera strangar kröfur til markaðarins og stjórn- valda um reglur til varnar þeim sem geta ekki sjálfir borið hönd fyrir höfuð sér. Börn eru slíkur hópur. Ef stjórnvöld telja ástæðu til að verja íslenska tungu í auglýs- ingum með þeim hætti sem Morg- unblaðið greindi frá í lok síðustu viku er augljóst að börn þurfa ekki síðri verndunar við. Íslenska, auglýs- ingar og börn Ásta Möller Íslenska Það verður að gera strangar kröfur til markaðarins og stjórn- valda, segir Ásta Möller, um reglur til varnar þeim sem geta ekki sjálfir borið hönd fyrir höfuð sér. Börn eru slíkur hópur. Höfundur er alþingismaður. Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Brandtex fatnaður Nýbýlavegi 12, sími 5544433

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.