Morgunblaðið - 01.03.2001, Side 52

Morgunblaðið - 01.03.2001, Side 52
UMRÆÐAN 52 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝR grunnskóli í Áslandi í Hafnarfirði hefur undanfarið verið áberandi í umræðunni. Ástæðan er sú að þar er ætlun bæjaryfirvalda að um verði að ræða til- raunaskóla varðandi rekstrarform og kennsluþætti undir merkjum einkafram- kvæmdar. Margir hafa lagt orð í belg og mér þykir sérstök ástæða til að fagna því. Enda höf- um við hjá Hafnarfjarð- arbæ lagt öll okkar spil á borðið með því að birta drög að útboðsgögnum opinberlega á heimasíðu okkar, www.hafnarfjord- ur.is, og taka virkan þátt í mikilli um- ræðu um þetta mál. Eins og gefur að skilja geta margir spurt margs þegar kemur að því að breyta rekstrarformi grunnskóla á Íslandi. Sumir finna hugmyndinni allt til foráttu og má af máli þeirra skilja að nú muni allt skólastarf á landinu hrynja til grunna vegna þessa. Sumir segja tilraun af þessu tagi ómögulega og að ekki megi gera tilraunir á börn- um. Slíkar fullyrðingar eru auðvitað út í hött. Það, að í þessum nýja skóla verði gerðar lífshættulegar tilraunir á börnum og að jafnvel sé tilrauninni líkt við uppboð á börn- um eða hreppsómaga- fyrirkomulag fyrri alda, eru auðvitað orð sem rata rakleiðis aftur í flasið á mælendum sínum af miklum þunga. Orð af því tagi benda ekki til annars en að gagnrýnendurnir séu strax komnir í þrot með gagnrýni og rök sem mæla gegn því að hreyft sé við grunn- skólastarfi á þennan hátt. Áhættan er nefni- lega engin. Engin aukagjöld fyrir menntun Hér er verið að ræða um rekstr- arfyrirkomulag skóla og ég fullyrði að börnin munu aldrei verða vör við að verið sé að gera tilraun með það. Útboðsgögnin gera mjög miklar kröf- ur til bjóðenda en veita þeim um leið það frelsi að geta hafið skólastarfið á mjög styrkum undirstöðum grunn- vinnu sem krafist er með útboðinu. Með hefðbundnum aðferðum við stofnun skóla er auglýst staða skóla- stjóra og honum falið að stofna til skólastarfsins, ráða kennara til skól- ans og annað starfslið. Þessi nýja að- ferð er jafngóð, ef ekki betri en sú sem áður hefur verið farin. Og það er ljóst að seint verður mikill hagnaður af skólastarfi. Enda viljum við að þeir, sem gera munu tilboð í rekst- urinn, geri það vegna þess að þeir vilji fyrst og fremst búa til góðan skóla og setji það markmið í fyrsta sæti. Hagnaður verði aftar á forgangslist- anum og loku er fyrir það skotið að krafist verði sérstakra skólagjalda af foreldrum barna í skólanum. Kostnað af menntun barnanna greiðir Hafn- arfjarðarbær en fyrir aukaþjónustu má auðvitað taka gjald eins og gerist og gengur í öðrum skólum, t.d. fyrir skólanesti, heilsdagsvistun eða aðra stoðþjónustu í skólanum. Margir hafa spurt góðra spurninga um þessi mál og flestir, sem ekki eiga pólitískra hagsmuna að gæta, hafa talið að þessi tilraun sé tilraunarinnar virði. En þó hefur meira að segja ver- ið sett spurningarmerki við það að um eiginlega tilraun sé að ræða. Ég veit ekki betur en það sé einmitt eðli tilrauna – að fyrir liggi tilgátur og spurningar um viðfangsefnið sem ætlað er að leiða menn að niðurstöðu um það. Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur sett fram þá til- gátu að með þessu fyrirkomulagi megi auðga skólastarfið og bæta það. Með því erum við ekki að segja að aðrir skólar hafi staðið sig illa. Þvert á móti – í grunnskólum Hafnarfjarð- ar er unnið gott starf en ég held að drifkraftar breytinga séu forsenda framþróunar. Það, að vilji sé til þess í bæjarstjórn Hafnarfjarðar að halda áfram þróun í skólastarfi í átt til framfara, eru að sjálfsögðu ekki áfell- isdómar yfir stjórnendum og öðrum starfsmönnum hinna grunnskólanna í bænum. Því ef aldrei má hreyfa við grundvallargildum er hætta á að stöðnun verði innbyggð í öll kerfi þegar til lengri tíma er litið. Tilraun með kennsluþátt grunnskólans í Ás- landi er afmörkuð í tíma – fyrst í þrjú ár, og þá má segja upp samningi og breyta rekstrarfyrirkomulagi, t.d. í hefðbundið horf, og aftur eftir fimm ár. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar mun fylgjast grannt með þróun mála og að öllu leyti verða gerðar sam- bærilegar kröfur um skólastarfið og í öðrum skólum. Kennurum er treystandi Í umræðu um þetta mál á undan- förnum vikum hafa verið tilgreindir ýmsir þættir velferðarkerfisins sem ekki megi setja í hendur einkaaðila – rétt eins og ,,einkaaðilar“ séu önnur dýrategund eða úr öðru sólkerfi en við hin. Þegar ég fer til læknis á einkastofu hans er ég að eiga við- skipti við einkaaðila. Einkaaðili selur mér lyf. Ísaksskóli í Reykjavík er dæmi um einkarekinn grunnskóla og þykir góður skóli. Þegar ég fer upp í flugvél í 33 þúsund feta hæð er ég að treysta einkaaðila fyrir lífi mínu, fjöl- skyldu minnar og vina. Þegar ég borða mat eða drekk límonaði úr dós er ég að treysta einkaaðila fyrir því að varan sé mér að skaðlausu. Á hverjum einasta degi erum við að treysta svokölluðum einkaaðilum, sem uppfyllt hafa tilteknar skyldur, fyrir lífi okkar og limum. Ég get ekki séð að kennurum sé minna treystandi til að reka skóla í eigin reikning held- ur en að ég treysti þeim, sem hér voru taldir, til þess að leysa sín störf sam- viskusamlega af hendi. Þvert á móti treysti ég kennurum fullkomlega til þess. Foreldraráð Hafnarfjarðar hefur lýst áhuga sínum fyrir þessari tilraun og ég fagna því. Það segir okkur, sem að þessu stöndum, að foreldrar grunnskólabarna séu opnir fyrir nýj- ungum í skólastarfinu. Og ég trúi ekki öðru en að skólamenn fagni nýj- um rekstraraðferðum sem beinlínis geta leitt til betra skólastarfs og markvissari rekstrar. Skólar eru nefnilega stór fyrirtæki. Hér í Hafn- arfirði nemur rekstur grunnskólanna hundruðum milljóna króna fyrir hvern skóla og mikil ábyrgð lögð á skólastjórnendur um fjármálastjórn og meðferð opinberra fjármuna ekki síður en að þeir séu faglegir leiðtogar í skólunum. Með markvissri fjár- málastjórn, sem ég tel að sé vel borg- ið í höndum traustra einkaaðila, og sterku faglegu starfi skólafólks með öll réttindi og reynslu sem krafist er í öðrum skólum, er ég þess fullviss að við fáum góðan skóla í Áslandi. Ég mun sjálfur eiga tvö barnabörn í þessum skóla eftir að hann tekur til starfa og ég hlakka til að fylgjast með þróun mála í skólanum á svo persónu- legan hátt, jafnframt því að sem bæj- arstjóri í Hafnarfirði muni ég sjá skólann dafna sem fyrirtæki í þjón- ustu Hafnarfjarðarbæjar til heilla fyrir Hafnfirðinga. Útboð kennsluþáttar grunnskóla í Áslandi Magnús Gunnarsson Skólastarf Meirihluti bæjarstjórn- ar Hafnarfjarðar hefur sett fram þá tilgátu, segir Magnús Gunn- arsson, að með þessu fyrirkomulagi megi auðga skólastarfið og bæta það. Höfundur er bæjarstjóri í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.