Morgunblaðið - 01.03.2001, Síða 59

Morgunblaðið - 01.03.2001, Síða 59
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 59 Miss Jackson Outkast Road Trippin Red Hot Chili Peppers Stan Eminem & Dido Last Resort Papa Roach Man Overboard Blink 182 Love Dont Cost A Thing Jennifer Lopez Gravel Pit Wu Tang Clan Stuck In A Moment U2 Shiver Coldplay Snoop Dogg Snoop Dogg Farðu í röð Botnleðja Your Legacy Dead Sea Apple Trouble Coldplay It Was’nt Me Shaggy The Call Backstreet Boys Lítill fugl 200.000 Naglbítar Dont Tell Me Madonna Independent Women Destinys Child My Love Westlife Rollin Limp Bizkit Vikan 28.02. - 07.03 http://www.danol.is/stimorol ÁHUGAFÓLK um varðveislu Hraunsréttar í Aðaldal hefur ákveð- ið að safna fé til enduruppbyggingar á réttinni og hefur stofnað söfnunar- reikning í Landsbankanum á Húsa- vík af því tilefni. Á síðastliðnu sumri var hafist handa í Hraunsrétt og byrjað að hlaða upp dilka og skipta um und- irstöður. Áætlað er að verkið taki nokkur ár og er um mjög kostnaðar- sama framkvæmd að ræða. Hraunsrétt í Aðaldal var byggð upp úr 1830 og er hlaðin úr hraun- grjóti. Vegna aldurs hennar og stærðar er hún mjög merkileg í sögulegu ljósi, en hleðslur hennar hafa víða riðlast á löngum ferli henn- ar og því þarfnast réttin mikillar við- gerðar. Hraunsréttardagurinn hefur ætíð verið stór dagur í lífi Aðaldælinga og allra þeirra sem tekið hafa þátt í þeim degi og hefur réttin á margan hátt verið tákn sveitarinnar í nær 170 ár. Þjóðminjasafnið hefur sýnt rétt- inni mikinn áhuga og lagt á það áherslu að réttin verði áfram notuð þar sem hún sé mikið menningar- sögulegt verðmæti. Vegghleðslur beri að varðveita og leggja skuli áherslu á þá verkmenningu sem vegghleðslum fylgir. Þá telur Þjóðminjasafnið, og það fólk sem að söfnuninni stendur, að gildi Hraunsréttar verði mun meira ef réttað verður í henni áfram. Þeir Þingeyingar sem búsettir eru í hér- aði sem og þeir sem brottfluttir eru og bera góðan hug til réttarinnar eru hvattir til þess að leggja málinu lið. Reikningsnúmer söfnunarinnar er 60643, segir í fréttatilkynningu frá aðstandendum hennar. Hollvinir Hraunsréttar stofna söfnunarreikning GIGTARFÉLAG Íslands stendur fyrir gönguferð um Laugardalinn laugardaginn 3. mars kl. 11 og verður gengið frá húsakynnum félagsins í Ármúla 5. Gert er ráð fyrir fremur þægi- legri klukkutímagöngu sem ætti að henta flestum. Einn af kennurum hópþjálf- unar gengur með hópnum og sér um létta upphitun í byrjun og teygjur í lokin. Öllum er frjáls þátttaka, bæði félagsmönnum GÍ og öðrum. Ekkert gjald. Gigtar- félagið með gönguferð ELSA Ísland og Mannréttindaskrif- stofa Íslands standa fyrir málþingi þar sem niðurstöður rannsóknar á faðernisreglu barnalaga verða kynnt- ar og ræddar. Málþingið fer fram föstudaginn 2. mars, milli 14 og 17 í Kornhlöðunni, sal Lækjarbrekku. Í fréttatilkynningu segir: „Íslensk- ar réttarreglur geta útilokað foreldri frá því að þekkja barn sitt. Feðrunar- reglur barnalaga gera það að verkum að barn fætt í hjónabandi verður sjálf- krafa barn eiginmanns móður, þó að annar maður geti leitt að því líkur að hann sé faðir þess. Þó hefur nýlegur dómur Hæstaréttar gefið tilefni til að ætla að þessi lög séu andstæð Stjórn- arskrá Íslands og Mannréttindasátt- mála Evrópu. Niðurstöður rannsókn- ar mannréttindahóps ELSA Ísland og Mannréttindaskrifstofu Íslands eru þær að með faðernisreglu barna- laganna sé, eins og hún er í dag, verið að brjóta á rétti barnsins og hugsan- legs föður þess.“ Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Málstofa um mannréttindi Rætt um feðrunar- reglur barnalaga MARKVISS notkun upplýsinga- tækni er viðfangsefni tveggja nám- skeiða sem eru að hefjast hjá Endur- menntunarstofnun HÍ. 5. mars verður efnt til námskeiðs fyrir almenna stjórnendur sem þurfa í starfi sínu að taka ákvarðanir um notkun upplýsingatækni og fjárfest- ingar í hátækni. Kennararnir Björn Ársæll Pétursson verkfræðingur og Kristján Finnsson tölvunarfræðingur hjá Hugviti hf. ætla að varpa ljósi á helstu hugtök í tungumáli upplýs- ingatækninnar og láta þátttakendum í té hagnýta þekkingu að byggja ákvarðanir á. Dagana 6. og 7. mars verður haldið námskeið um upplýsingatækni í markaðssetningu. Það er ætlað þeim sem starfa við markaðs- og þjónustu- mál og vilja nýta nýjustu tækni til að standa betur að vígi í sam- keppni. Fléttað verður saman mark- aðsfræðum og upplýsingatækni og fjallað um hvernig stunda megi við- skipti á Netinu. Einnig hvernig bæta megi þjónustu með markvissri upp- lýsingamiðlun til viðskiptavina. Um- sjón með námskeiðinu hefur Kristján Jóhannsson rekstrarhagfræðingur og framkvæmdastjóri hugbúnaðarsviðs Nýherja. Námskeið um upplýs- ingatækni í stjórnun og á markaði BAKKAÐ var á bifreiðina VD-033, sem er Renault 19, fólksbifreið, rauð að lit, föstu- daginn 23. febrúar sl. Atvikið átti sér stað um hádegisbil við Skútuvog 1, Rvík. Grunur leik- ur á að kvenmaður á jeppa- bifreið hafi verið að verki en hún mun hafa leitað þarna að eiganda VD-033 eftir atvikið án árangurs. Umræddur öku- maður, svo og vitni að atvik- inu, eru beðin um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Lýst eftir vitnum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.