Morgunblaðið - 01.03.2001, Side 65

Morgunblaðið - 01.03.2001, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 65 DAGBÓK DÚNDUR TILBOÐ Yfirhafnir tvær fyrir eina Greitt fyrir dýrari flíkina Opið laugardag frá kl. 10—16 Mörkinni 6, sími 588 5518 P E R L A N Öllum fyrirspurnum verður svarað í síma 562 9701 – Perlunni, Reykjavík og síma 897 6427 – Blómalist Hafnarstræti 26, Akureyri á bókamarkaði Félags íslenskra bókaútgefenda Bókaveisla í Perlunni Reykjavík og Blómalist á Akureyri Opið alla daga kl. 10 - 19 Einnig um helgar 350.000,- Heildarverðmæti vinninga kr. KRINGLUNNI 4-12, s. 800 6000 Logafold - Grafarvogar Vorum að fá í sölu fallega 3ja herbergja íbúð á 2.hæð ( gengið upp nokkrar tröppur) í litlu fjölbýli á útsýnisstað. Íbúðinni fylgir stæði í bílskýli. Þvottahús í íbúð. Kaplaskjólsvegur - Við KR-völl Vorum að fá í einkasölu góða 4-5 herb. íbúð + ris , á 4.hæð til vinstri í þessu fjölbýlishúsi sem stendur við KR-völlinn. Stofa og tvö svefnherb. á hæðinni og eitt stórt herb,.gætu verið tvö, í risi. Parket og dúkur á gólfum.Nýlega endurnýj.baðherb. Verð 12,8 millj. Áhv. 4 millj. Efstasund Vorum að fá í einkasölu góða 75 fm íbúð í tvíbýli með sér-inngangi á rólegum stað. Parket og dúkur á gólfum. Rúmgott og bjart eldhús með innréttingu á tvo veggi. Nánari uppl. á skrifstofu. Lindarhverfi - Kópavogur Í sölu glæsileg 151fm penthouse íbúð á tveimur hæðum í þessu nýlega fjölbýli. Vandaðar innréttingar. 4. svefnherb. og rúmgóð stofa. Tvennar svalir. Þvottahús í íbúð. Eign fyrir vandláta ! Nánari uppl. á skrifstofu. Kaplaskjólsvegur - Við KR-völl Vorum að fá í sölu góða 4ra herb íbúð á 2.hæð til hægri í fjölbýlishúsi sem stendur við KR-völlinn. Þrjú svefnherb. og stofa með suður svölum. Dúkur á gólfum. Góð eign á eftirsóttum stað ! Verð 12,4 millj. Áhv. 3,3.millj Barðastaðir - LAUST !! Í einkasölu falleg 111 fm íbúð á 2.hæð í þessu nýlega lyftu húsi. Fallegar innréttingar. Stórkostlegt útsýni ! Áhv. 7,4 millj.húsbr. Afhending við kaup- samning !! Bústaðavegur LAUS !! Vorum að fá í sölu góða 82 fm íbúð á 1.hæð í fjórbýli. Nýleg eldhúsinnrét- ting. Nýlegar flísar á gólfum. Góð eign á eftirsóttum stað ! Verð 10.8 millj. Áhv. húsbr.5.5 millj. Afhending við kaupsamning ! „ÉG hélt að það væri óhætt að bjóða upp á slemmu með 15 punkta og fimmlit á móti sterku grandi. Varstu að teygja þig eitthvað í grand- ið?“ Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ ÁD2 ♥ 63 ♦ K93 ♣ KDG54 Suður ♠ KG3 ♥ ÁK92 ♦ Á872 ♣ 93 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 grand Pass 4 grönd Pass Pass Pass Það eru ótal leiðir til að ávíta makker og hinar fínlegu dylgjur eru síst betri en beinar árásir. En suður átti fyllilega fyrir sínu 15-17 HP grandi og var óheppinn að fara einn niður. Reyndar spilaði hann ekki sem best, en norður tók ekkert eftir því. Hvernig myndi lesand- inn spila með spaða út? Ekkert nema hellega í laufi getur komið í veg fyrir að hægt sé að fría tíunda slaginn þar. Ef vestur er með Á10xxx þýðir ekkert að spila tvívegis að blindum, því vestur gefur bara og þá fær sagnhafi aðeins tvo slagi á lauf. Hins vegar má ráða við Á10xxx í austur og rétta spilamennskan er að spila strax smáu laufi úr borði að níunni heima: Norður ♠ ÁD2 ♥ 63 ♦ K93 ♣ KDG54 Vestur Austur ♠ 109864 ♠ 75 ♥ D105 ♥ G875 ♦ D1054 ♦ G6 ♣ 6 ♣ Á10872 Suður ♠ KG3 ♥ ÁK92 ♦ Á872 ♣ 93 Þannig má tryggja þrjá slagi á litinn í flestum tilfell- um, nema auðvitað þegar vestur á Á10xxx eða tíuna staka. En svo óheppinn get- ur enginn verið! Suður gerði hins vegar þau mistök að spila laufinu að borðinu og gat þá aldrei fengið nema tvo slagi á litinn. Og þar eð tígullinn lá einnig illa, var engin leið að fá nema níu slagi. Það er slæmur siður að skamma makker, en fyrir- gefanlegt ef það er gert með góðum rökum. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STAÐAN kom upp á Norð- urlandamótinu í skólaskák sem lauk fyrir skemmstu í Laugum í Dalasýslu. Árang- ur íslensku keppendanna var með ágætum en í tveim flokkum báru þeir sigur úr býtum. Færeyingar höfðu keppendur í nokkrum flokk- um og stóðu þeir sig með miklum sóma. Einn þeirra var Martin Poul- sen (2056) sem lenti í 4. sæti í B-flokki og hafði hvítt í stöðunni gegn Halldóri B. Halldórssyni (1910). 24.Hxf5! gxf5 24...Rxf5 gekk ekki upp þar eftir 25.Dh8 verður svartur mát. 25.Dg6+ Kh8 26.Dxh5+ Kg7 27.Dg5+ Kh7 28.Hd3! Og svartur gafst upp enda óverj- andi mát. Töluverður fjöldi íslenskra skákmanna tekur þátt nú um stundir í mikilli skákhátíð í Cappelle í Frakk- landi. Þetta opna alþjóðlega mót er gríðarlega sterkt og spennandi verður að fylgjast með hvernig efnilegustu skákmönnum þjóðarinnar reiðir af í ólgusjó þess. Á Netinu er hægt að fylgjast með gangi mála á Skak.is. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. LJÓÐABROT Stökur Enginn grætur Íslending einan sér og dáinn. Þegar allt er komið í kring, kyssir torfa náinn. Mér er þetta mátulegt, mátti vel til haga, hefði ég betur hana þekkt, sem harma ég alla daga. Lifðu sæl við glaum og glys, gangi þér allt í haginn. Í öngum mínum erlendis yrki ég skemmsta daginn. Sólin heim úr suðri snýr, sumri lofar hlýju. Ó, að ég væri orðinn nýr og ynni þér að nýju. Jónas Hallgrímsson Árnað heilla STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake FISKAR Afmælisbarn dagsins: Þú ert rómantískur æv- intýramaður, fær í flestan sjó en þarft að hafa taum- hald á sjálfselsku þinni. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú átt erfitt með að gera upp á milli þess sem í boði eru en nú verður að taka af skarið svo að lífið geti hald- ið áfram. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú hefur jákvæð áhrif á samstarfsmenn þína með því að sýna þeim vinsemd og umhyggju. Mundu að all- ir eiga leiðréttingu orða sinna. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú hefur lagt hart að þér en munt nú uppskera árangur erfiðis þíns. Haltu þínu striki og þá munu draumar þínir rætast. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Nú er tímabært að þú drag- ir fram áætlanir þínar. Þú munt undrast hversu marg- ir eru þeim fylgjandi og vilja lúta leiðsögn þinni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Reyndu að komast út í nátt- úruna frá erli dagsins því mikið liggur við að þú getir um frálst höfuð strokið og endurnýjað orku þína. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú kemst langt á sjálfs- traustinu en farðu samt varlega því að orðum þurfa alltaf að fylgja athafnir ef fólk á að trúa á þig. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú hefur unnið vel og skipulega og hefur nú lokið verkefni þínu í tæka tíð. Njóttu árangursins en mundu að ný verkefni bíða handan hornsins. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Oft er betri krókur en kelda. Vertu djarfur en láttu vera að berjast gegn öflum sem þú veist að eru þér yfirsterkari. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þótt sigurinn sé sætur skaltu varast að velta þér upp úr honum því í annan tíma getur þú verið sá sem tapar. Þá er gott að eiga góðvild inni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þér gefast mörg tilefni til upplyftingar en vertu vand- látur og veldu þér skemmt- un við hæfi. Mundu samt að hóf er best á hverjum hlut. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er eitt og annað sem hvetur þig til varfærni þótt þig langi mest sjálfan til að láta skeika að sköpuðu. En kapp er best með forsjá. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Til þín verður leitað í sam- bandi við lausn á viðkvæmu vandamáli. Gættu þess að blandast ekki persónulega í málið. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 70 ÁRA afmæli. Sjötug-ur er í dag, fimmtu- daginn 1. mars, Guðni Jóns- son, Suðurbraut 1, Kópa- vogi, Hann og eiginkona hans Edda Magnúsdóttir taka á móti gestum á heimili dóttur sinnar í Birkibergi 12 , Hafnarfirði, laugardaginn 3. mars frá kl. 16–19. 70 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 1. mars, er sjötugur Skúli H. Flosason málarameistari og fyrrverandi umsjónarmað- ur húseigna Menntaskólans á Akureyri, Hamarsstíg 23, Akureyri. Hann er að heim- an í dag. 50 ÁRA afmæli. Ámorgun, föstudaginn 2. mars, verður fimmtug, Vigdís Hjartardóttir, Reyr- haga 15, Selfossi. Í tilefni af því taka hún og eiginmaður hennar Þórður Grétar Árnason, á móti ættingjum og vinum laugardaginn 3. mars í samkomuhúsinu Stað á Eyrabakka, milli kl. 12 og 15.           DILBERT mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.