Morgunblaðið - 01.03.2001, Side 68
FÓLK Í FRÉTTUM
68 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HELENA Stefánsdóttir hefur lok-
ið BA-prófi í frönsku og heimspeki
og einnig hlotið menntun í leiklist,
leikstjórn og leikmyndagerð. Hún
hefur tekið þátt í, sett upp og
skipulagt sýningar og ýmsa við-
burði hér heima og erlendis. Hel-
ena segir að sýningin sé tileinkuð
börnum sem fá ekki að vera börn
þ.e. þeim börnum sem rænd eru
sakleysinu á einn eða annan hátt.
Börnum sem þurfa að vera ein
heima og börnum sem beitt eru
óréttlæti eða ofbeldi. Börnum sem
rétt eru vopn í hendur, stríðshrjáð-
um börnum, börnum sem hafa
áhyggjur, hræddum og einmana
börnum. „Ég held sýninguna í
heimahúsi vegna þess að algengt
er að brotið sé á börnum inni á
heimilum og þar er allt mjög vel
falið og geymt. Heimilið er sá stað-
ur þar sem mikið óréttlæti fer fram
óáreitt og þess vegna fannst mér
þessi sýning ekki geta verið annars
staðar en á heimili,“ segir Helena.
Myndirnar verða birtar í fimm
gluggum og eru því sýni-
legar frá götunni. Þannig
er vegfarendum sýnt það
sem venjulega er falið inn-
an veggja heimilanna.
Lambið mitt
Sýningin er ekki
ádeila eða gagnrýni
heldur einskonar óður
til barna, segir Helena,
en henni hefur lengi
verið það hugleikið að
vinna með börnum og
fyrir börn. „Mig lang-
ar líka aðeins að velta þessu upp
vegna þess að ég held að við gerum
okkur oft ekki grein fyrir því þegar
við rænum börn okkar sakleysinu.
Allir kannast við „lambið mitt“ og
þá er átt við „barnið mitt“. Í dag
eru börn notuð sem markaður fyrir
nýja tísku, ný leikföng og eru jafn-
vel notuð sem fyrirsætur. Börn eru
send í stríð til að berjast við það
sem þeim er sagt að sé „óvinur“.
Þau eru auðveld bráð vegna þess
að þau eru hrifnæm og saklaus og
auðvelt er að sannfæra þau um að
eitthvað sé betra en annað,“ segir
hún enn fremur. Helena hefur mik-
ið unnið með börnum, sett upp
fjölda leiksýninga með þeim og
tekið af þeim myndir. Hún hefur
einnig tekið þátt í einni samsýn-
ingu þar sem hún sýndi myndir af
börnum sem fórnarlömbum tísku-
nnar. Þessi sýning er fyrsta
einkasýning hennar af
þessu tagi og er hlekkur í
keðju sem hún er að vinna
að. „Þetta þema er mér
mjög hugleikið. Ég hef alltaf
haft áhuga á að vinna með
börnum og mikið gert af því
síðastliðin 10 ár. Næsta skref
hjá mér verður líklega að
vinna með nokkrum góðum
vinum mínum úr Austurbæjar-
skóla (14–15 ára), að verkefni
sem hefur verið í þróun í rúm-
lega ár og langar mig að nota
myndbands- og hljóðtækni við
það. Ég hef orðið vitni að ýmiss
konar framkomu við börn, þegar
fólk veit ekki að ég er á staðnum
og smám saman hefur vaknað hjá
mér sú þrá að birta það sem ekki
má tala um, vekja fólk til umhugs-
unar, þar á meðal mig sjálfa,“ segir
Helena að lokum. Sýningin mun
standa yfir til 17. mars og verður
hún opin daglega frá kl. 21:00 fram
eftir nóttu.
Laugardaginn 3. mars kl. 21 opnar Helena
Stefánsdóttir sýningu í húsnæði Undra-
lands á horni Þórsgötu og Baldursgötu.
Sýningin, sem nefnist Íslenskt lambakjöt,
er tileinkuð börnum og er sérstök að því
leyti að gestir skoða hana frá götunni.
Unnar Jónasson ræddi við listamanninn. Morgunblaðið/Jim Smart
Íslenskt lambakjöt
Hér gefur að líta eitt þeirra verka sem
prýða sýningu Helenu.
Helena Stefánsdóttir, höfundur sýningarinnar Íslenskt lambakjöt.
Helena Stefánsdóttir opnar sýningu
Valdasvið
Spreading Ground
S p e n n u m y n d
Leikstjóri Derek Van Lint 2000.
Handrit: Mark Katsumi Nakamura.
Bandarísk.
PÓLITÍK og morðmál eru undir-
stöður Valdasviðs en þar fer leikarinn
Dennis Hopper með hlutverk leyni-
lögreglumannsins
DeLongpre í Bur-
man City sem á að
baki frábæran feril
innan lögreglunnar
en margir eru
hræddir um að
hann sé brunninn
út. Þegar raðmorð-
ingi einn byrjar að
ógna áformum
borgastjórans um að laða að fólk til
borgarinnar er DeLongpre látinn fá
þetta mikilvæga mál og hefur næst-
um enginn trú á aðhonum takist að
leysa það. Meira að segja glæpafor-
ingjar borgarinnar eru ekki sáttir við
morðin svo að þeir láta mann úr sín-
um eigin hópi reyna við það og ekki
líður á löngu að þessir tveir ólíku ein-
staklingar þurfa að vinna saman að
lausn málsins. Þetta er prýðileg
spennumynd en ekkert sérstaklega
eftirminnileg og leikararnir sýna ekki
mikla tilburði í hlutverkum sýnum.
Þrátt fyrir það er hún langt frá því að
vera léleg og ætti að renna ljúflega í
gegn á meðan áhorf stendur yfir.
Ottó Geir Borg
MYNDBÖND
Glæpamenn
úti um allt
„KJALLARINN er rækilega
skreyttur í tengslum við það
þema sem valið er hverju sinni.
Í ár gengum við meira að segja
svo langt að panta framhluta af
amerískum kagga og höfðum í
kjallaranum,“ sagði Árni
Helgason, forseti Framtíð-
arinnar við Menntaskólann í
Reykjavík, en menntskælingar
héldu á dögunum árshátíð með
tilheyrandi glaum og gleði.
Að þessu sinni var þemað dans- og
söngvamyndin Grease, og var öll árshátíð-
arvikan í sama anda: strákarnir voru í leð-
urjökkum með koppafeiti í hárinu og stelp-
urnar bleikklæddar klappstýrur.
„Það voru, að vanda, uppákomur í árshá-
tíðarvikunni. Við vorum með Dr. Love-
kvöld á á mánudag þar sem Páll Óskar átti
skemmtilegt rabb við nemendur og veitti
ráðgjöf,“ sagði Árni. „Á þriðjudagskvöldið
sýndum við Grease-myndina og buðum, í
anda mynarinnar, viðstöddum upp á mjólk-
urhristing og nammi. Á miðvikudags-
kvöldið héldum við síðan Twister-keppni.“
„Það voru líka uppákomur á skólatíma í
frímínútunum: við héldum karaoke-keppni,
krýndum Prom King og Prom Queen skól-
ans og seldum sykurfroðu („candy floss“) –
að sjálfsögðu bleika.“
Árshátíðarútvarpsstöð
Annað árið í röð var starfrækt árshátíð-
arútvarp, FMMR 98,3 og sendi stöðin út í
viku, fram að árshátíðardegi. Nemendur
skólans voru þáttastjórnendur og hafa
þættirnir, að sögn Árna, aldrei verið fleiri.
Þættirnir spönnuðu alla flóruna, frá því að
vera léttir spaugþættir til alvörugefinna
spjallþátta þar sem helstu mál samtímans
voru brotin til mergjar.
Að auki kom, að venju, út vegleg árshá-
tíðarútgáfa Loka Laufeyjarsonar, mál-
gagns Framtíðarinnar. Þessu öllu til við-
bótar var gefinn út geisladiskur með 19
frumsömdum lögum fluttum af nemendum
skólans.
Dapurlegt
einkalíf Illuga
Hápunkturinn var á fimmtudag þegar
hátíðarskemmtun var haldin í Háskólabíói
og dansleikur um kvöldið á Broadway: „Í
háskólabíói voru flutt söngatriði, dans-
atriði og árshátíðarmyndin sýnd, sem að
þessu sinni var Grease – director’s cut, þar
sem farið var nokkuð frjálsum höndum um
myndina,“ sagði Árni. „Illugi Jökulsson var
hátíðarræðumaður kvöldsins og sagði, við
góðar undirtektir, frá fremur dapurlegum
afrekum sínum við skólann, jafnt á sviði
náms sem einkalífs.“
Hápunkturinn var síðan dansleikur á
Broadway um kvöldið þar sem Páll Óskar
og Milljónamæringarnir stigu á svið, ásamt
Botnleðju, á meðan PS-Daði, DJ-Steinar,
DJ-Big G og DJ-Cocoon þeyttu skífur af
miklum móð.
Árshátíð Framtíðarinnar í Menntaskólanum í Reykjavík
Nemendur stóðu í ströngu við að teygja sig
og beygja í Twister-leik.
Strákarnir í
leðurjökkum
og stelpurn-
ar í bleiku
Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir
KÁRI TULINIUS er ungt
skáld sem hefur tekið að sér
það viðamikla verkefni að
skrifa eitt ljóð á dag fyrir
allra augum í Hinu húsinu.
Ljóðin verða rituð á ritvél
sem er á borði út við glugga
sem snýr út að Ingólfs-
torgi. Ljóð dagsins verður
svo hengt upp
til aflestrar út í gluggann
en Kári hóf verk sitt núna á
mánudaginn, á tvítugsaf-
mælinu sínu, og mun ljúka
ársverkinu 26. febrúar 2002.
Kári segir að hann hafi
eiginlega skellt saman tveim
hugmyndum sem honum
fannst eiga heima saman.
Aðra rakst hann á þegar
hann las bókadóm á Netinu
fyrir svona ári, en sú bók var samansafn ljóða
eftir bandarískt skáld sem hafði sett sér það
markmið að skrifa eitt ljóð á dag.
„Mér fannst þetta alveg bráðsniðug hug-
mynd og mig langaði lengi að gera eitthvað
svipað,“ segir Kári um hugmyndina að þessu
uppátæki. „Hina hugmyndina hafði ég
þekkt lengi. Það er saga sem er sögð af
franska rithöfundinum Georges Simenon um
að hann hafi verið úti í glugga í heila viku og
skrifað skáldsögu. Mér var reyndar seinna
tjáð að sagan væri ósönn. Reyndar er banda-
rískur rithöfundur að nafni Harlan Ellison
sem stundar það að fara í búðir og skrifa eina
smásögu. Svo núna um miðjan janúarmánuð
datt mér í hug að skella þessu tvennu saman.“
Poetry.com
Kári hefur áður birt ljóð í Skólablaði MR,
þar sem hann er
nemandi 6. bekk, og einnig á að lesa ljóð eft-
ir hann á ensku inn á geisladisk sem vefsíðan
poetry.com gefur út.
Poetry.com er eins konar vettvangur fyrir
áhugaljóðskáld sem yrkja á ensku.
Kári segir líka að ein af ástæðunum fyrir því
að hann fór útí þetta
verkefni sé sú að það neyði hann til að aga
sjálfa sig.
„Ég þarf að skrifa eitt ljóð og líka hugsa
eitthvað um ljóð á hverjum degi. Ég hef
reyndar verið að þjálfa mig í því að geta sest
niður með penna og blað og byrjað að skrifa.
Að hluta til var það leti, ég nennti bara ekki að
bíða eftir innblæstri.“ Ljóðin eru rituð á ritvél
og aðeins eitt eintak af hverju ljóði er til en
það er hluti af hugmynd Kára. „Mér fannst
ritvélin flott, svo er líka ákaflega agandi að
skrifa á gamla ritvél. Það er ekki hægt að
stroka út eða breyta neinu þegar stafirnir eru
komnir á blaðið. Ég þarf að hugsa mig vel um
áður en ég byrja að festa orð á blað. Þetta er
líka frábært tækifæri fyrir mig til að gera
ýmsar tilraunir. Þetta eru allt önnur vinnu-
brögð heldur en ég mundi nota ef ég væri að
semja í heila ljóðabók.“
Þegar árið er liðið ætlar Kári að festa ljóðin
saman og fara með þau upp á Þjóðarbókhlöðu.
Reyna svo að gleyma þeim til að geta tekist á
við næsta verkefni.
Kári Tuliníus að verki.
Kári Tuliníus er afkastamikið skáld
Ljóð á hverjum
degi í heilt ár
Morgunblaðið/Árni Sæberg