Morgunblaðið - 16.03.2001, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 16.03.2001, Qupperneq 48
UMRÆÐAN 48 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ KJÓSI Reykvíking- ar að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni nk. laugardag er það ekki um leið atkvæða- greiðsla um að flugvöll- urinn flytji til Keflavík- ur. Það er afar brýnt að allir landsmenn – ekki bara Reykvíkingar – geri sér það ljóst. Líka að ákveðið var að ráð- ast í endurbætur á Reykjavíkurflugvelli 1996 þar sem hann var orðinn hættulegur flug- öryggi, en ekki vegna þess að borgaryfirvöld hefðu lagt blessun sína yfir staðsetningu flugvallarins til framtíðar í Vatnsmýrinni. Lýðræðisleg kosning Samgönguráðherra er með afar ósmekklegum hætti að rugla fólk og reyna að hafa óeðlileg áhrif á hvernig Reykvíkingar með lýðræðislegum hætti í atkvæðagreiðslu velji hvernig byggðaþróun verður í framtíðinni í sínu bæjarfélagi. Það er einmitt fagn- aðarefni að Reykvíkingar fá í fyrsta sinn í atkvæðagreiðslu að hafa bind- andi áhrif á þróun byggðar í höfuð- borginni. Þegar sjálfstæðismenn stjórnuðu borginni fengu Reykvíkingar bara að greiða atkvæði um hundahald, sem hafnað var í atkvæðagreiðslu, en sjálfstæðismenn leyfðu samt. Tímamótaatkvæðagreiðsla Það er mikil blekking sem komið hefur fram hjá mörgum að kosningin á laugardaginn kemur skipti engu máli. Þetta er þvert á móti kosning sem hefur úrslitaáhrif um þróun byggðar í höfuðborginni í framtíð- inni. Vatnsmýrin er afar mikilvæg í skipulagsmálum höfuðborgarsvæðis- ins og hefur geysilega þýðingu fyrir farsæla byggðaþróun, lífskjör, at- vinnuuppbyggingu, ferðamannaiðnaðinn og blómlegt mannlíf í mið- borginni. Athyglisverð er líka ábending hag- deildar ASÍ um mikinn þjóðhagslegan ávinning af flutningi vallarins og hvernig kosningin get- ur haft áhrif á lífsgæði, jákvætt umhverfi og kjör höfuðborgarbúa í framtíðinni. Reykvíkingar eru því að móta stefnu um þró- un byggðar, nýtingu lands og meginumferð- aræðar í höfuðborginni, en ekki bara að kjósa um hvort flugvöllurinn eigi að fara eða vera. Tími skiptir máli Lenging á ferðatíma ef flugvöllur- inn er fluttur skiptir vissulega máli fyrir landsbyggðarfólk. Tími skiptir líka máli fyrir höfuðborgarbúa. Byggð er nú komin uppundir Úlfars- fell og stefnir út á Kjalarnes. Fjöldi Reykvíkinga sem vinna nálægt mið- borginni eyða daglega upp undir ein- um klukkutíma í ferðir til og frá vinnu. Það skiptir líka máli og 20–30 þúsund manna byggð í Vatnsmýrinni gæti breytt því. Vegna svæðisskipulags og aðal- skipulags sem unnið er fram í tímann þarf strax að liggja fyrir hvernig nýt- ing Vatnsmýrarinnar verður eftir ár- ið 2016. Síðan geta menn haft áratug eða meira til að ákvarða hvert flug- völlinn á að flytja ef sú verður nið- urstaðan í atkvæðagreiðslunni. Í því sambandi þarf auðvitað sérstaklega að tryggja staðsetningu sem best þjónar öryggismálum og hagsmun- um sjúkra- og neyðarflugs, auk landsbyggðarinnar. Nýir staðsetningar- möguleikar Reykvíkingar eiga að ákveða sjálf- ir þróun byggðar í höfuðborginni, þess vegna hvet ég alla til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni á laugar- daginn kemur. Á 16 árum koma örugglega fram nýir staðsetningar- möguleikar sem ekki eru á borðinu í dag og aðrir sem uppi eru nú geta reynst mjög hagstæðir, ekki síst með tilliti til þeirrar öru þróunar og tæknibyltingar sem er í fluginu sem annars staðar. Á laugardaginn kem- ur eru Reykvíkingar fyrst og fremst að taka afstöðu til framtíðarþróunar höfuðborgarinnar en ekki framtíðar- staðsetningar innanlandsflugs. Það er kjarni málsins. Tíminn og Vatnsmýrin Jóhanna Sigurðardóttir Höfundur er 1. þm. Reykvíkinga fyrir Samfylkinguna. Flugvöllur Lenging á ferðatíma ef flugvöllurinn er fluttur skiptir vissulega máli fyrir landsbyggðarfólk, segir Jóhanna Sigurð- ardóttir. Tími skiptir líka máli fyrir höfuð- borgarbúa. Í Morgunblaðið í fyrradag skrifar Hilm- ar B. Baldursson, for- maður Flugráðs, grein til varnar því sérfræð- ingaveldi sem ég gerði að umtalsefni í grein minni í blaðinu hinn 9. mars. Grein Hilmars staðfestir í raun allt sem ég hef haldið fram um málflutning flugmálayfirvalda varðandi flugvöll í Vatnsmýri. Það er hins vegar greinilegt að sérfræðingarnir bregðast illa við þegar bent er á þversagnir í málflutningi þeirra og kunna því illa þegar aðrir en þeir tjá sig um „þeirra sérsvið“. Kjarni málsins er sá að þeir aðilar sem eiga mikilla sértækra hagsmuna að gæta varð- andi það að flugvöllur verði áfram í Vatnsmýri hafa í gegnum tíðina þverskallast við öllum hugmyndum um breytingar á svæðinu. Þessir sérfræðingar töldu Keflavík vera eina kostinn utan Vatnsmýrar, þessir sérfræðingar töldu óæski- legt að flytja æfinga-, kennslu- og einkaflugið í burtu, þessir sérfræðingar fundu flutningi starf- semi á svæðinu allt til foráttu og þessir sér- fræðingar töldu úti- lokað að fækka flug- brautum á vellinum. Það er síðan þegar borgaryfirvöld og samvinnunefnd um svæðisskipulag láta vinna úttekt á öðrum möguleikum að „sér- fræðingarnir“ átta sig á að ekki verður leng- ur spyrnt við fótum. Allt í einu er að sjálf- sögðu allt til skoðunar – reyndar svo lengi sem flugvöll- urinn verður áfram í Vatnsmýri! Hvassahraunskostinn afgreiðir „sérfræðingurinn“ með einu neii og tínir fram „sérfræðingsrök“ varð- andi veðurfar máli sínu til stuðn- ings. Ég hef alla tíð talið Hvass- ahraun álitlegan kost en viðurkenni nú, sem fyrr, að gera þarf ítarlegri rannsóknir, til að mynda á veð- urfari. Hvorki ég né „sérfræðing- arnir“ höfum hins vegar þau gögn í höndunum að geta afgreitt Hvass- ahraun með einfaldri neitun. Það hefur nefnilega komið í ljós að undanförnu að flugmálayfirvöld hafa hvað eftir annað þurft að draga í land með fyrri staðhæf- ingar og standa nú uppi eins og keisarinn í nýju fötunum. Umræð- an síðustu vikur hefur hins vegar sýnt að fólk hefur áhuga á málinu og því er fyllilega treystandi til að taka afstöðu í kosningunum á morgun. Hörundsárir „sérfræðingar“ Steinunn V. Óskarsdóttir Flugvöllur Flugmálayfirvöld hafa hvað eftir annað þurft að draga í land með fyrri staðhæfingar, seg- ir Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir, og standa nú uppi eins og keisarinn í nýju fötunum. Höfundur er borgarfulltrúi. NÚ DREGUR senn að því að við Reykvík- ingar göngum að kjör- borðinu til þess að láta í ljós vilja okkar um framtíð Vatnsmýrar- innar. Viljum við að þar verði flugvöllur um aldur og ævi eða höf- um við eitthvað þarf- ara við hana að gera? Kostirnir á kjörseðlin- um eru afar einfaldir: „Vilt þú að flugvöllur verði í Vatnsmýri eftir árið 2016 eða vilt þú að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýri eftir árið 2016?“ Um þetta og ekkert annað snýst þessi skoðanakönnun. Hún snýst ekki um það hvar innanlands- flugið eigi að vera, heldur um það hvar innanlandsflugið eigi ekki að vera. Þeim mun undarlegra er þess vegna að heyra samgönguráðherra, formann samgöngunefndar, flug- málastjóra og svonefnda hollvini flugvallarins tönnlast á þeim hræðsluáróðri, að verið sé að velja milli þess hvort innanlandsflugið eigi að vera í Reykjavík eða Kefla- vík. Það er bara ekki satt. Þessir herrar hafa sagt okkur að aðrir möguleikar komi einfaldlega ekki til greina. Undirritaður er ekki verkfræðingur og sleppur líklega seint í Flugráð, en ég neita að trúa því að í gervöllu landnámi Ingólfs komi aðeins tvö flugvallarstæði til greina: sumsé Miðnesheiði og Vatnsmýrin. Tveir skikar á mörg- þúsund ferkílómetra svæði! Suð- vesturhornið væri náttúruundur á heimsmælikvarða ef þetta væri satt. Enda kom á daginn að þetta er ekkert svona. Ágúst Einars- son þingmaður rifjaði upp gamla hugmynd um að leggja mætti flugvöll á Bessastaða- nesi, en þar eru land- kostir afar góðir, um- hverfisrask yrði með minnsta móti, miðbær- inn væri innan seiling- ar (ekki síst ef Skerja- fjörður yrði brúaður) og flugskilyrði eru betri heldur en í Vatnsmýri. Meira að segja hollvin- irnir játtu því að þetta væri afar áhugaverður kostur og Jón Karl Ólafsson, forstjóri Flugfélags Ís- lands, tók í sama streng á fundi í ráðhúsinu á mánudag. Nú ætla ég ekki að halda því fram að á Bessastaðanesi sé fundinn framtíðarflugvöllur innanlands- flugsins á höfuðborgarsvæðinu, enda þarf að rannsaka málið til hlít- ar fyrst. En þessi hugmynd, sem fljótt á litið virðist ákjósanleg og hagsmunaaðilarnir eru hrifnir af líka, sýnir hins vegar svo ekki verð- ur um villst að allar fullyrðingar um að valið standi milli Vatnsmýrar og Keflavíkurflugvallar eru mark- leysa. Allir þeir, sem ég hef talað við undanfarnar vikur – bæði andstæð- ingar og hollvinir flugvallarins í Vatnsmýri – hafa verið á einu máli um að flugvellinum þar verði lokað fyrr eða síðar. Hollvinirnir vilja bara að það verði gert miklu síðar og hafa margendurtekið að í þessum efnum verði menn að gefa sér góðan tíma. En í þessum kosningum er verið að taka afstöðu til þess sem á að gera eftir árið 2016. Árið 2016 verð- ur undirritaður 51 árs gamall, Frið- rik Pálsson formaður Hollvina 69 ára, Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra 71 árs, Árni Johnsen for- maður samgöngunefndar 72 ára og Þorgeir Pálsson flugmálastjóri 75 ára. Hversu mikinn tíma í viðbót telja þessir valinkunnu sæmdar- menn að þeir þurfi til þess að koma þessum málum í lag? Fimmtán ár eru auðvitað nægur tími til þess að finna viðunandi lausn á því hvar innanlandsfluginu skuli komið fyrir þegar vellinum í Vatnsmýri verður lokað. Það kæmi mér jafnframt verulega á óvart ef Bessastaðanesið yrði síðasta góða hugmyndin í því ferli. Þess vegna eigum við að kjósa að flugvöllurinn víki úr Vatnsmýrinni eftir árið 2016, því ella verður engra annarra kosta leitað: lagt verður í frekari nýbyggingu vallarins sem mun festa hann frekar í sessi, borg- arbúar munu áfram hafa ama af há- vaðanum og ugg um öryggi sitt í ná- grenni vallarins og búseta í borginni mun halda áfram að mið- ast við þarfir flugsins fremur en fólksins. Það eru nægir kostir aðrir fyrir innanlandsflugið á höfuðborgar- svæðinu og menn ættu að hafa hug- fast, að áköfustu talsmenn þess að innanlandsflugið verði flutt til Keflavíkur hafa verið þeir Sturla Böðvarsson og Árni Johnsen, en ekki Reykvíkingar, sem þvert á móti vilja nokkuð á sig leggja til þess að landsbyggðin njóti viðun- andi samgangna við höfuðborgina. Keflavík hvað? Andrés Magnússon Flugvöllur Það er undarlegt, segir Andrés Magnússon, að heyra menn tönnlast á þeim hræðsluáróðri, að verið sé að velja milli þess hvort innanlands- flugið eigi að vera í Reykjavík eða Keflavík. Það er bara ekki satt. Höfundur er í stjórn samtakanna 102 Reykjavík. SEM gamall verka- lýðssinni er ég yfir mig glaður vegna þeirrar lýðræðislegu tilraunar sem R-listinn í borgar- stjórn stendur að, með dyggum stuðningi ungra sjálfstæðis- manna. Já, innilega glaður vegna formsins, ekki innihaldsins. Borgin okkar, svo ég gerist væminn, er byggð í kringum höfn- ina og flugvöllinn. Þarna á velgengni Reykjavíkur og Reyk- víkinga rætur sínar. Enn streymir kapítal í gegnum höfnina og í gegnum flughöfnina forsmáðu í Vatnsmýrinni, með hækkandi öldu ferðamennskunnar, sem spáð er að margfaldist á næstu árum. Sá sem kýs flugvöllinn burt, hvað er hann að gera, hverju vill hann áorka? Er hann að kjósa flug- völlinn til Keflavíkur, fram á Álftanes, út í Kúagerði eða austur á Hólmsheiði? Hann veit ekkert um það. Hann er bara að nýta kosn- ingaréttinn. Eflaust koma fyrr en seinna nýir ráðherrar og nýr borgarstjóri, sem eru óbundnir og löngu áð- ur en 2016 rennur upp verða orðnar breyting- ar á flugrekstri. Þessar löngu flugbrautir heyra vafalaust sögunni til og tím- inn leysir þau vandamál sem vefjast fyrir okkur í dag. Fram til ársins 2016 verður mikið byggt í Reykjavík, ef borgarstjórnin gerir ekki í því, eins og hingað til, að hefta lóðaframboð. Ég sé fyrir mér jarðgöng úr Laugarnesi í Viðey og þaðan tengingu í Álfsnes. Í Viðey gæti risið glæsilegasti miðbær ver- aldar og vegatengingarnar myndu leysa stóran vanda. Allir yndu glaðir við. Reykvíkingar fengju fegurstu borg norðan Mundíafjalla og hinir erlendu gestir þyrftu ekki að tvíst- rast eins og forystulaust fé og týn- ast í gjám og gjótum Reykjanes- skagans eða meiðast í jarðskjálft- um. Brotsjór í baðkeri Jóhannes Eiríksson Flugvöllur Borgin okkar, segir Jóhannes Eiríksson, er byggð í kringum höfn- ina og flugvöllinn. Höfundur er prentari.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.