Morgunblaðið - 16.03.2001, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 16.03.2001, Qupperneq 50
SKOÐUN 50 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ hefur aukist mikið í nokkur ár vegna verðlækkana sökum óraunhæfrar samkeppni í flugi. Á síðasta ári hækkuðu flugfargjöld hins vegar geysilega, enda fækkaði flugfarþeg- um þá um 6% – staðreynd sem lítt er haldið á lofti. Þótt Flugfélagið sé á ný orðið eitt um reksturinn í innan- landsfluginu, tapaði það 400 til 500 milljónum á því á síðasta ári. Far- miðaverð verður því að hækka geysi- lega enn í viðbót á þessu ári, sem mun þýða að enn mun draga úr flug- ferðum, og að fólk tekur að nota bíl- inn enn meira í staðinn. Skrökvað með uppdrætti Nýlega hefur Flugmálastjórn birt skipulagsuppdrátt sinn af flugvallar- svæðinu og nágrenni þess. Þessi uppdráttur er birtur með þessari grein til að sýna hvernig lævíslegar blekkingaraðferðir eru notaðar til að villa um fyrir Reykvíkingum núna í aðdraganda kosninganna. Tökum fyrst gulu fletina á kortinu fyrir. Í skýringum með uppdrættin- um er látið í veðri vaka, að Reykvík- ingar fái öll þessi gulu svæði til byggingar fyrir atbeina Flugmála- stjórnar. Skoðum fyrst framtíðarbyggðar- svæði Landspítalans sunnan Hring- brautar. Hér hefur Flugmálastjórn látið gera nýtt skipulag fyrir spít- alann, þótt spítalinn hafi sjálfur birt nýtt deiliskipulag fyrir svæðið í haust enda hefur þetta svæði aldrei tilheyrt flugvellinum. Álíka er að segja um svæði Háskólans sunnan Norræna hússins; það svæði er líka Reykvíkinga hafa átt sér lævísan bandamann í Flugmálastjórn, sem – þó hún eigi að vera hlutlaust ráðgefandi stjórnvald, sem kostað er af almannafé – hefur beitt alls konar klækj- um í að villa um fyrir umræðunni, t.d. með birtingu uppdráttar í blöðunum, sem dregur upp mjög villandi mynd af þeim skipulagsraun- veruleika sem blasa mundi við á flugvallar- svæðinu og nágrenni þess, ef flugvöllurinn færi ekki. Hér hafa hagsmunagæslumenn okkar – stjórnmálamennirnir sem við höfum sýnt það traust og þann trúnað að vera málsvarar okkar í baráttunni við þá sem vilja skerða hagsmuni okkar – fundið tækifæri til að slá ryki í augu okkar um hvað val- kostirnir tveir í kosningunum á laug- ardaginn raunverulega þýða er varð- ar framtíð Reykjavíkur. Hvernig villt er um fyrir Dæmi um hvernig villt er um fyrir okkur er að farþegar til Reykjavíkur eru sagðir 440 þúsund meðan þeir eru í raun 220 þúsund. Þetta er gert með að telja bæði lendingu og flug- tak hvers farþega í Reykjavík. Að auki er bæði flugtakið og lendingin talin, t.d. á Akureyri, þannig að hver ferð Akureyrings til Reykjavíkur er fjórtalin í tölum Flugmálastjórnar um heildartölu innanlandsflugs á Ís- landi. Önnur dæmalaus og óprúttin að- ferð er að nota geysiháar spátölur um vöxt innanlandsflugsins í fram- tíðinni, til að hafa áhrif á umræðuna og fá ríkið til að ana út í meiri flug- vallafjárfestingar. Þetta er gert með að taka prósentuvöxt síðustu ára og bæta honum ofan á hvert komandi ár, 20 ár fram í tímann. Það þekkja allir úr vaxtavaxtareikningi til hve hárra talna þetta leiðir. Öllum má ljóst vera, að þetta er aðferð sem gengur ekki, því mikil- vægi flugsins, hingað til, hefur byggst á lélegu vegakerfi. Þar er í raun öllum ljóst, að með bættum vegum og betri bílum stækkar það svæði stöðugt þar sem bílarnir eru að taka við af fluginu. Einnig er rangt af Flugmálastjórn að taka á ógagnrýnan hátt vaxtatöl- ur í uppsveiflu góðæris. Hér skekkir það líka myndina að farþegafjöldi Í UMRÆÐUNNI um flugvallarsvæðið er búið að benda rækilega á hversu stórt og dýr- mætt þetta svæði er. Ljóst er orðið að Reykjavík á stórkost- legan möguleika á að byggja hér fallega og blandaða miðborgar- byggð, og að spara sér um leið geysilegar fjár- hæðir við að gera nýja fjarlæga úthverf- abyggð byggingar- hæfa, og sem sparar líka miklar upphæðir í gatnagerð og akstri. Sá mikli hluti ungs fólks sem ekki vill flytja í fjarlæg úthverfi og það eldra fólk, sem lokið hefur við að ala upp börnin sín úti í úthverfum, – og vill aftur komast í lifandi borgar- byggð – sjá nú orðið að draumarnir geta orðið að veruleika á þessu stór- kostlega svæði undir Öskjuhlíðinni og við fagra suðurströnd Skerja- fjarðarins. Vegna þessa alls er nauðsynlegt að skoða af alvöru, hvaða tvo valkosti er í raun verið að takast á um í kosn- ingum á laugardaginn. Hagsmunabundnir stjórnmálamenn Vegna þess hve hagsmunaverj- endur flugmálageirans og tiltekinna landsbyggðarsvæða eru sterkir, hafa bæði borgarfulltrúar og þingmenn Reykjavíkur varla þorað að taka þátt í umræðunni, sem nú hefur geisað í þjóðfélaginu í um fjóra mánuði. Það eru nær eingöngu fjárvana áhugaaðilar um framtíðarvelferð Reykjavíkur, sem hafa tekist á við fjársterka vél flugmálageirans – og jafnvel þurft að takast á við einstaka borgarfulltrúa og þingmenn Reykja- víkur, sem sýnna er um hagsmuni flugsins og landsbyggðarinnar en framtíðarhagsmuni Reykvíkinga. Þessir kjörnu fulltrúar okkar sýnt gult og gefið í skyn að Flug- málastjórn sé að gera mögulegt að byggja á þessu svæði með nýju deili- skipulagi sínu. Á svæðunum við Skerjafjörðinn, nálægt enda SV/NA- flugbrautarinnar, er einnig sýndur stór gulur flekkur og íbúðarbyggð sem Flugmálastjórn hefur skipulagt. Svarta þverstrikunin sýnir hins veg- ar að svæðið var þegar komið út úr flugvallarsvæðinu þegar síðasta að- alskipulag var samþykkt, m.a. vegna þess að olíuhöfnin þar hefur verið lögð niður. Það sem Flugmálastjórn vill ná fram með hinu nýja flugvallardeili- skipulagi er mjög stækkað athafna- svæði austan vallarins og sýnir rauða strikunin á myndinni svæði sem hún vill fá í viðbót við svæði sitt þar miðað við núgildandi aðalskipu- lag. Jafnframt hefur hún mikinn áhuga á að gera AV-brautina að að- alflugbraut, sem þýðir t.d. að brautin þyrfti að dragast fjær Öskjuhlíðinni og lengjast í staðinn til vesturs út í sjó á Ægisíðunni. Þetta hefði þær af- leiðingar að rífa þyrfti mikinn fjölda húsa sem standa of nálægt þessari braut. Annar valkostur, ef framlenging yrði ekki valin, er að byggja nýja AV-braut á fyllingum meðfram ströndinni á miklu dýpi. Þessari flugbraut hefur greinarhöfundur bætt inn á kortið, til að fólk geti byrj- að á að átta sig á umhverfisafleiðing- unum. „Í breyttri mynd“ Þegar gengið er á suma þeirra borgarfulltrúa okkar, sem styðja hagsmuni flugsins og landsbyggðar- innar, og vilja því láta okkur sitja uppi með flugvöllinn um alla framtíð, – segja þeir feimnislega „já, ég styð það að flugvöllurinn verði áfram“, en bæta síðan við töfraorðunum „... en í breyttri mynd!“ og vísa svo til ofan- greindrar myndar um hve nýja flug- vallarskipulagið sé fallegt og hve stór ný byggðarsvæði mundu fást við að samþykkja hið nýja deiliskipu- lag Flugmálastjórnar. – Og sum þeirra láta meira að segja sem svo, að það sé stórkostleg umhverfisbót að nýju AV-brautinni úti í sjónum, þar sem flogið yrði í lágflugi beint fyrir framan ströndina og Nauthóls- víkina fögru. Og svo bæta borgarfulltrúarnir við „... og við getum strax farið að byggja upp í hornunum á milli flug- brautanna. Hér er, – þó það leynist fyrir mörgum, – komið að langalvar- legasta þætti alls þessa máls. Ein- mitt þetta, að fara að byggja skækla- byggð lágra húsa uppi í hornin á milli flugbrautanna, mundi koma í veg fyrir, – til allrar framtíðar, – að hægt væri að byggja heilsteypta og fagra miðborgarbyggð á þessu dýr- mætasta byggingarlandi Reykjavík- ur. Eina tækifærið sem við Reykvík- ingar eigum til að koma í veg fyrir að þetta skemmdarverk á framtíðar- möguleikum borgarinnar okkar verði unnið, er að mæta á kjörstað á laugardaginn og merkja við þann valkost að flugvöllurinn eigi að víkja. BREYTTUR VÖLLUR ER VERSTA LAUSNIN Trausti Valsson Þar er í raun öllum ljóst að með bættum vegum og betri bílum, segir Trausti Valsson, stækk- ar það svæði stöðugt þar sem bílarnir eru að taka við af fluginu. Höfundur er arkitekt og skipulags- fræðingur. Ef Reykvíkingar kjósa að flugvöllurinn fari yrði þetta sú byggð, við stórkostlegar aðstæður við Öskjuhlíð og suðurströnd Skerjafjarðarins, sem gæti risið. (Tillaga Borgarskipulags.) Ef Reykvíkingar kjósa að flugvöllurinn verði áfram á sama stað, er þetta sá skipulagsraunveruleiki sem mun blasa við. (Sjá skýringar á kortinu í greininni.)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.