Morgunblaðið - 18.03.2001, Page 40
FRÉTTIR
40 SUNNUDAGUR 18. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Í þessu fallega þríbýlishúsi er til sýnis í dag
96,4 fm opin og mjög björt íbúð á jarðhæð.
Húsið er fráb. staðsett rétt við skóla,
íþrótthús og fl. í grónu hverfi. Rúmgóð herb.
Stór stofa. Parket. Sigríður og Kristján taka
á móti áhugasömum í dag frá kl. 14-17.
Áhv. 4,6 m. V .11,3 m. 4420
122 fm mjög góð 4ra herb. íb. á 2. h. í
vönduðu klæddu lyftuhúsi. Gegnheilt parket.
Yfirbyggðar svalir. 3 góð herb.
Hjörtur og Hanna taka á móti þér og þínum
frá kl 14-17 í dag.
Áhv. 4 m. V. 12,6 m. 4448
í nýl. fjölb. á fráb. stað í Lindahverfi.
Vandaðar innréttingar. Glæsil. nýl. tæki
frábær staðsetn. Stutt í ört vaxandi
þjónustu. Friðrik og Lilja taka á móti þér og
þínum frá kl. 10-15 í dag.
Áhv. 6 m. V. 12,4 m. 4673
í fallegu litlu fjölb. Þvottahús innan íbúðar.
Stutt í skóla og alla þjónustu. Áhv. 5,8 m.
V. 11,1 m. 4243. Heiða og Guðmundur taka
á móti áhugasömum í dag frá kl 14 -16.
Skálaheiði 7 - Kóp - 1. hæð.
Kríuhólar 2 íb. 0205 - vönduð eign
Funalind 3, íb. 101 - Glæsileg 85 fm íb. á jarðhæð
Fróðengi 6, íb. 303. Góð 86 fm útsýnisíb. á 3. h.
OPIÐ HÚS
Í DAG
Ingólfur Gissurarson löggiltur fasteignasali
Til leigu í Skeifunni
Í Skeifunni 756 m² á jarðhæð. Frábært húsnæði fyrir þá, sem
þurfa ódýrt húsnæði og vera miðsvæðis með starfsemi sína
eins og t.d. heildverslanir eða ýmis þjónustufyrirtæki. Grunn-
flöturinn er 606 m², að auki eru 150 m² á millilofti, samtals 756
m². Rýmið er mjög opið og aðgengilegt með fullbúnum skrif-
stofum á milliloftinu. Ágæt 3 m há innkeyrsluhurð og góð að-
staða til affermingar gáma. Lofthæð 5 m. Sérbílastæði
fylgja. Húsnæðið er allt ný klætt að utan og hefur gott aug-
lýsingagildi. Laust strax. Hafið samb. við Ólaf í síma 698 6686
eða Guðlaug í síma 896 0747. Leiguverð kr. 650 á m².
sími
511 2900
Bolungarvík - Það var létt yfir þess-
um fyrrverandi stafsmönnum Nasco
í Bolungarvík þar sem þau voru að
vinna að átaksverkefnum sem komið
var á meðan beðið er að úr rætist í
atvinnumálum staðarins en eins og
kunnugt er hefur verið skortur á at-
vinnu í Bolungarvík að undanförnu.
Í síðustu viku setti Bolungarvík-
urkaupstaður í samvinnu við Vinnu-
miðlun Vestfjarða af stað átaksverk-
efni þar sem átta einstaklingar munu
vinna við að smíða bekki og borð sem
komið verður fyrir á opnum svæðum
í bænum og einnig verða smíðuð ým-
is leiktæki á leikvelli bæjarins.
Stjórnandi verkefnisins er Bragi
Björgmundsson húsasmiður. Gert
var ráð fyrir því að þetta átaksverk-
efni standi fram til 5. maí eða skemur
ef úr rætist á vinnumarkaðinum.
Um það leyti er þetta verkefni fór
af stað voru 42 á atvinnuleysisskrá í
Bolungarvík en eru um þessar
mundir komnir líklega niður í um 30.
Nú hafa tekist samningar um kaup á
rækjuverksmiðju þrotabús Nasco og
er þess að vænta að þar geti starf-
semi hafist innan mánaðar.
Það er því ýmislegt sem bendir til
þess að úr atvinnumálum Bolvíkinga
sé að rætast og jafnvel betur en
menn þorðu að vona. Aflabrögð hafa
verið mjög góð og vor í lofti.
Morgunblaðið/Gunnar Hallsson
Sveinn Þórisson, Gísli Helgason, Guðmunda Hreinsdóttir, Sigríður Run-
ólfsdóttir og Bragi Björgvinsson verkefnisstjóri tylltu sér stundarkorn
á einn garðbekkinn sem þau voru að smíða.
Í átaksverkefn-
um meðan beðið
er eftir atvinnu
Laxamýri - Það var mikið um að
vera í Húsmæðraskólanum á Laug-
um um síðustu helgi en þar var hald-
inn árlegur starfsdagur kvenfélag-
anna í héraðinu.
Eins og venja er til var margt
hægt að gera auk þess sem konur
notuðu tímann til þess að hittast og
rabba saman.
Þetta er í sjöunda sinn sem starfs-
dagur sem þessi er haldinn og hefur
það mælst vel fyrir hjá kvenfélags-
konum. Til marks um það má geta
þess að fyrsta árið mættu tólf konur
á starfsdaginn en í þetta sinn mættu
70 konur og hafa aldrei verið fleiri.
Þá var unnið lengur en áður og var
byrjað strax um morguninn og síð-
ustu konurnar fóru ekki fyrr en um
kvöldmat.
Velvilji héraðsnefndar
Hægt var að kaupa hádegismat og
miðdegiskaffi sem er fjáröflun Kven-
félagasambandsins til þess að halda
við húsnæðinu en þarna er geymdur
mikill fjöldi muna frá tímum hús-
mæðrakennslunnar. Auk eigin fjár-
öflunar hefur skólinn notið velvilja
héraðsnefndar S-Þing. og Reyk-
dælahrepps.
Fyrrverandi handavinnukennarar
skólans, þær Helga Jósefsdóttir og
Hjördís Kristjánsdóttir, sýndu kven-
félagskonunum ýmsar saumgerðir
svo sem augnsaum og harðangur
auk þess sem hægt var að kaupa ým-
is efni í handavinnu. Þá kenndi Sig-
ríður Pálsdóttir gamla krosssaum-
inn, sem nefndur hefur verið
fléttusaumur, en Kristlaug Pálsdótt-
ir var á staðnum með penslana sína
til þess m.a. að mála á dúka og
krukkur með konunum.
Gréta Ásgeirsdóttir leiðbeindi í
Vonalandi en það heitir tölvuher-
bergi hússins. Kvenfélagasambandið
fékk fyrir nokkrum árum tölvur að
gjöf frá Símanum sem hafa komið að
mjög góðum notum fyrir þær konur
sem hafa viljað læra ritvinnslu, bók-
hald og ýmislegt sem alnetið gefur
tækifæri til.
Sigrún Ingvarsdóttir kaupkona
kynnti ýmislegt föndur og hægt var
að kaupa hjá henni efni til þess að
prófa. Hjá henni var m.a. málað á tré
og hægt var að gera smáhluti úr leir
en leiðbeinandi við það var Aðal-
björg Pálsdóttir.
Sumar konur komu með sinn eigin
efnivið og jók það á fjölbreytnina. Þá
var hægt að sýna öðrum og ef til vill
að fá hjálp hjá leiðbeinendum.
Að sögn Söru Hólm formanns
Kvenfélagasambands S-Þing. var
hún mjög ánægð með þennan dag
sem tókst vel og hefur sú hugmynd
komið fram að halda starfsdag tvisv-
ar á ári héðan í frá.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Gréta Ásgeirsdóttir leiðbeinir
Árdísi Sigurðardóttur.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Sara Hólm, formaður Kvenfélagasambands S-Þing, lítur á útsauminn hjá
Gerði Benediktsdóttur.
Starfsdagur Kven-
félagasambandsins
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Sigrún Ingvarsdóttir leiðbeinir Sögu Jónsdóttur t.v. og Guðnýju Gríms-
dóttur í föndurhorninu.