Morgunblaðið - 18.03.2001, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 18.03.2001, Qupperneq 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. MARS 2001 53 GUÐMUNDUR Eyjólfsson skíða- göngumaður í leiðangrinum „Frá strönd til strandar 2001“ gisti í Hrafnsfirði aðfaranótt laugardags og áætlar að komast upp á Dranga- jökul í dag, sunnudag. Hann lét vita af sér á föstudagskvöld og lét vel af sér en sagðist hafa farið aðeins hæg- ar yfir en hann bjóst við vegna þess hversu göngulandið var illt yfirferð- ar. Guðmundur hefur verið á ferðinni í hálfa viku, en hann lagði af stað úr Hornvík á miðvikudag. Leiðangrin- um hyggst hann ljúka í byrjun apríl í Vopnafirði. Guðmundur stefnir á Drangajökul FÉLAGSMENN í Félagi háskóla- menntaðra starfsmanna Stjórnar- ráðsins (FHSS) hafa greitt atkvæði um kjarasamning félagsins við fjár- málaráðherra f.h. ríkissjóðs sem undirritaður var 27. febrúar sl. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar eru þær að samningurinn var sam- þykktur með 126 atkvæðum með (76,4%) en 39 greiddu atkvæði á móti (23,6%). Einn seðill var ógildur, 290 voru á kjörskrá, þátttaka var því 56,8%. Samþykktu kjarasamning GJALDSKRÁ Íslandspósts fyrir bréfapóst innanlands, þyngri en 250 g böggla innanlands og póstflutning til útlanda hækkar frá og með 19. mars. Ekki verður hækkun á bréfum innanlands undir 250 g en þau eru 75% af heildarbréfamagni sem Ís- landspóstur flytur. Meðaltalshækkun á gjaldskrá verður um 12%, þar af tæp 10% í bögglum og tæp 15% í bréfum yfir 250 g og bréfum til útlanda. Markmiðið með gjaldskrárhækk- uninni er að bæta afkomu þeirra þjónustugreina sem um ræðir en hún hefur ekki verið viðunandi á undanförnum misserum. Með hækkuninni er einnig verið að mæta almennum kostnaðarhækk- unum í þjóðfélaginu. Hækkun á þjónustu til útlanda má rekja til kostnaðarhækkana erlendis og óhagstæðra gengisbreytinga. Gjaldskrá Íslandspósts hækkar NORSKI pólfarinn Børge Ousland hefur lagt að baki 248 km á leið sinni yfir Norður-Íshafið, frá Síberíu til Kanada. Hann ætlar að verða fyrst- ur manna til að ganga hina 1.720 km vegalengd einn síns liðs án utanað- komandi stuðnings, en tveir landar hans náðu því markmiði í fyrra. Þeir luku göngunni á 109 dögum og reyndust, þegar upp var staðið hafa gengið rúma 2.100 km. Ousland teflir djarft og ætlar að ljúka göngunni á 90 dögum sem þýðir að hann verður að ganga um 19 km á dag að með- altali. Eftir hálfan mánuð á ísnum er dagsmeðaltal hans 20,6 km. Til gam- ans má geta þess að gönguhraði hans er 2,25 km á klukkustund, þar sem hann mjakar sér áfram með 165 kg þungan sleða í eftirdragi. Til sam- anburðar má nefna að gönguhraði manns á flatlendi án nokkurs bún- aðar er í kringum 6 km á klst. Þessa dagana er tæplega 30 stiga frost hjá Ousland og hefur gengið á ýmsu. Hvítabirnir hafa orðið á vegi hans og sleði hans brotnaði með þeim afleið- ingum að senda varð honum nýjan með þyrlu. Vekur það áleitnar spurningar hvort það teljist utanað- komandi stuðningur við leiðangurinn – nokkuð sem Ousland ráðgerði að reiða sig ekki á í upphafi. Pólfarinn mjakar sér áfram á ísnum Morgunblaðið/Jón Svavarsson Norðmaðurinn Børge Ousland, í heimsókn sinni á Íslandi í fyrra. OPNUÐ hefur verið ný nuddstofa, Hjá Lísu, Ármúla 44 á 3. hæð. Eig- andi er Lísa Jörgensen. Hún lærði punktanudd í Dansk Akupressur Institut í Kaupmannahöfn og út- skrifaðist þaðan árið 1994. Boðið er upp á heilnudd sem er blanda af venjulegu nuddi og nál- astunguaðferð og teygjur sér- staklega fyrir hrygginn. Einnig eru gefin ráð hvað varðar mataræði, vítamín og steinefni. Stofan er opin alla virka daga milli kl. 9 og 17. Haldið verður námskeið í punkt- anuddi dagana 24. og 25. mars nk. fyrir nuddara og sjúkraþjálfara. Nánari upplýsingar fást á stofunni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lísa Jörgensen á nuddstofu sinni í Ármúla. Ný nuddstofa í Ármúla ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.