Morgunblaðið - 21.03.2001, Side 16

Morgunblaðið - 21.03.2001, Side 16
AKUREYRI 16 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Blaðbera vantar • Skerjafjörður Upplýsingar fást í síma 569 1122 Hjá Morgunblaðinu starfa um 600 blaðberar á höfuðborgarsvæðinu í Huldugil og Teigahverfi • Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður gö gutúr sem borgar sig! Morgunblaðið, Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Sími 461 1600 LEIKSKÓLINN Holtakot á Akur- eyri átti 10 ára afmæli sl. sunnudag og af því tilefni var efnt til afmæl- isveislu í skólanum sl. föstudag. Starfsfólk, börnin og foreldrar þeirra gerðu sér dagamun í tilefni tímamótanna og var boðið í afmæl- iskaffi með tertum og öðru góð- gæti. Holtakot er blandaður leik- skóli en þar er rými fyrir 32 börn. Ásta Reynisdóttir, leiðbeinandi á Holtakoti, sker væna sneið af afmælis- kökunni handa Steinari Gauta. Morgunblaðið/Kristján Guðbjörg og Helga Nína fá sér afmæliskaffi á Holtakoti. Holtakot 10 ára ÁTTA tilboð bárust í innréttingu 5. hæðar Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri, sem opnuð voru hjá Ríkiskaupum í gær. Tilboðin voru öll yfir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á rúmar 27,5 milljónir króna. Trétak ehf. átti lægsta tilboðið í verkið, rúmar 28,3 milljónir króna, eða tæplega 103% af kostnaðar- áætlun. Hagleiksmenn ehf. bauð rúmar 28,5 milljónir króna, eða tæplega 104% af kostnaðaráætlun og Trésmiðja Ásgríms Magnússon- ar bauð rúmar 29,8 milljónir króna, eða rúmlega 108% af kostn- aðaráætlun. Hæsta tilboðið kom frá Raftó ehf., rúmar 33,5 milljónir króna eða um 122% af kostnaðar- áætlun. Samkvæmt útboði skal verkinu að fullu lokið 1. ágúst næst komandi. Jón Ásbjörnsson hjá Ríkiskaup- um sagði að það kæmi í sér ekki á óvart að tilboðin væru öll yfir kostnaðaráætlun. Það væri launa- skrið úti á markaðnum sem mæld- ist illa í byggingavísitölunni. Jón sagði það sína tilfinningu að launa- liðurinn í svona verki væri ástæð- an fyrir því að tilboðin eru öll yfir kostnaðaráætlun. Töluverð þensla er í bygginga- markaðnum á Akureyri og stór verk að fara í gang, má þar nefna viðbyggingar við Amtsbókasafn og Giljaskóla og framkvæmdir við fjölnota íþróttahús. Svipuð staða er uppi á höfuð- borgarsvæðinu og sagði Jón laun iðnaðarmanna þar hafa hækkað mikið og að erfiðlega gangi að fá iðnaðarmenn til starfa nema að borga þeim góð laun. Öll tilboðin yfir kostnaðaráætlun Heilsugæslustöðin á Akureyri HAPPASKÝLIÐ ehf. hefur í Hér- aðsdómi Norðurlands eystra verið dæmt til að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 350 þúsund krónur auk vaxta frá maí í fyrra vegna ólögmætrar riftunar á ráðn- ingarsamningi. Kröfu um miska- bætur að upphæð 400 þúsund krónur var vísað frá dómi. Félag- inu var einnig gert að greiða 180 þúsund krónur í málskostnað. Konan starfaði hjá fyrirtækinu sem rak myndbandaleigu í Sunnu- hlíð á Akureyri en var sagt upp störfum fyrirvaralaust í maí á síð- asta ári jafnframt því sem hún var sökuð um að vera völd að vöru- þurrð og draga sér fé úr sjóðsvél. Konan fékk ekki greidd laun fyrir maímánuð. Í kjölfarið kærðu for- svarsmenn félagsins konuna til lögreglu fyrir fjárdrátt. Komu rift- un vinnusambandsins og kæran konunni í opna skjöldu og kvaðst hún ekki kannast við þær sak- argiftir sem á hana voru bornar. Sýslumaðurinn á Akureyri felldi málið niður. Fram kemur að konan hafi verið barnshafandi er atburðurinn átti sér stað og því óheimilt að segja henni upp störfum eða rifta ráðn- ingarsamningi bótalaust. Þá hafi hún aldrei verið áminnt í starfi sínu. Forsvarsmenn félagsins kröfðust sýknu í málinu og töldu sig hafa fulla heimild til að víkja konunni úr starfi þar sem hún hefði orðið uppvís að refsiverðu athæfi. Undir slíkum kringumstæðum væri ekki þörf á sérstakri áminningu og þó að kæra vegna fjárdráttar hefði verið felld niður lægju fyrir sann- anir í málinu að mati félagsins. Dómurinn komst að þeirri nið- urstöðu að ósannað væri að konan hefði framið refsiverðan verknað og féllst hann því á að henni hefði verið vikið úr starfi með ólögmæt- um hætti. Konunni voru dæmdar bætur sem samsvara launum henn- ar frá hinni ólögmætu riftun og fram í byrjun ágúst, en hún ól barn sitt mánuði síðar. Hvað miskabótakröfu konunnar varðar er það álit dómsins að sak- arefni málsins hvað hana varðar séu svo óljós að henni verði að vísa frá. Bætur vegna ólögmætrar riftunar á ráðningarsamningi DR. Svend Aage Madsen, yfirsál- fræðingur á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn, heldur fyrirlest- ur í Háskólanum á Akureyri, Þing- vallastræti 23, um jafnrétti í sam- starfi foreldra við fæðingu barns. Hann verður haldinn á morgun, fimmtudaginn 22. mars, kl. 16.30. Svend Aage er aðalfyrirlesari á málþingi á vegum Jafnréttisstofu um nýju fæðingar- og foreldraor- lofslögin sem haldið verður á Ak- ureyri 23. mars nk. Svend Aage hefur frá 1996 stjórnað rannsóknaverkefni í Dan- mörku um tengsl feðra við ung börn sín. Einnig er hann þátttak- andi í norræna rannsóknaverkefn- inu „Kynferði og völd“, en þar vinnur hann m.a. með Guðrúnu Agnarsdóttur og neyðarmót- tökunni á Landspítala að því að kanna áhrif kynferðis meðferðar- aðila á upplifun og batahorfur þeirra sem leita sér aðstoðar vegna nauðgana. Fyrirlesturinn er öllum opinn en hann er haldinn á vegum heil- brigðisdeildar Háskólans á Akur- eyri og Jafnréttisstofu. Jafnrétti í samstarfi for- eldra við fæðingu barns UPPLÝSINGATÆKNIDAGUR verður á Húsavík á morgun, fimmtu- dag, á Hótel Húsavík. Kynnt verður skýrsla um nýtingu ljósleiðarakerf- isins á Húsavík og þá verður und- irritaður samningur milli heilbrigð- ishóps Eyþings og heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins um verkefn- isstjórn heilbrigðisnets og á milli áð- urnefnda ráðuneytisins og Heil- brigðisstofnunar Húsavíkur um árangursstjórnun. Þá verður af þessu tilefni fyrsti rafræni lyfseðill- inn á Íslandi sendur. Upplýsingatækni- dagur á Húsavík LÁRUS H. List, listamaður á Akureyri, hefur opnað heimasíðu á Netinu þar sem er að finna upplýsingar um listamanninn, myndir af málverkum og ágrip af fjölmiðlagagnrýni. Þar eru einn- ig nokkrar myndir úr mynda- safni Lárusar af samferðamönn- um hans á listasviðinu. Þröstur Ásmundsson, formað- ur menningarmálanefndar Akur- eyrar, opnaði síðuna formlega. Slóðin á þennan nýja vef er http://larushlist.com Lárus sendi frá sér skáldsög- una Gátuhjólið árið 1993 og mun sjónvarpsstöðin Aksjón sýna þátt nú á laugardag sem tekin er á söguslóðum hennar. Þar er far- in svokölluð Listamannaleið í þjóðgarðinum við Jökulsárgljúf- ur í Öxarfirði. Málverk á heimasíðu Jarðgerð heimilis- úrgangs tekin upp SVEITARSTJÓRN Eyjafjarð- arsveitar hefur samþykkt að hefja nú þegar undirbúning að jarðgerð lífræns heimilisúr- gangs með það að markmiði að öll heimili í sveitarfélaginu hafi gerst þátttakendur í því verk- efni frá og með 1. janúar 2003. Auglýst verður eftir sjálfboðaliðum Í tillögunni sem sveitar- stjórn samþykkti er gert ráð fyrir að auglýsa eftir sjálfboða- liðum á þessu ári til að taka þátt í tilraunaverkefni á þessu sviði og að því stefnt að á næsta ári stundi allt að helm- ingur heimila jarðgerð á líf- rænum úrgangi. Þá var sveit- arstjóra falið að taka upp samstarf við Sorpeyðingu Eyjafjarðar b.s. um skipulag og framkvæmd þessa verkefnis og standa fyrir kynningu á því til íbúanna. Samhliða þessu verkefni verði skipulag annarr- ar sorphirðu tekið til endur- skoðunar. Eyjafjarðarsveit

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.